Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1979 Síðustu viku dvöldust hérlendis 250 ungmenni og forystumenn æskulýðsmála frá Norðurlöndunum og tóku þátt í Norrænu æskulýðsmóti. sem haldið var í Reykjavík. Mótið var haldið á vegum Norrænu félaganna og æskulýðssambanda Norðurlanda. Slík mót eru haldin árlega, til skiptis á Norðurlöndunum, og miða að því að efla kynni norrænnar æsku og gefa ungu fólki tækifæri til að kynnast af eigin raun fhúum og menningu hinna Norðurlandanna. Mótið í Reykjavík hófst laugardaginn 21. júlí og lauk með hátíðarsamkomu í Klúbbnum s.l. laugardagskvöld. Dagskrá var fjölbreytt, farið var í ferðalög um suður- og vesturland, vinnustaðir heimsóttir, íslenzkar kvikmyndir sýndar og fundað var um hin ýmsu málefni, er varða ísland og málefni norrænnar æsku. Blaðamaður Mbl. heimsótti mótið síðasta dag þess, ræddi við nokkra þátttakendur og fylgdist með störfum þeirra. Á dagskrá í hátíðarsal Háskólans voru um eftirmiðdaginn panelumræður þar sem fjallað var um stöðu nor- rænnar æsku. Þátt tóku í panelin- um einn aðili frá hverju Norður- landanna. Fyrir íslands hönd sat hann Reynir G. Karlsson æsku- lýðsfulltrúi, umræðum stjórnaði Gylfi Kristjánsson formaður Æskulýðssambands íslands. Mátti heyra, að norrænu ungmennin voru yfirleitt á einu máli um nauðsyn samvinnu Norðurlanda, þó ein rödd kæmi utan úr sal og tjáði sig meira fylgjandi alheims- samvinnu, og að við yrðum að vera þessi og ræddu þau af þekkingu. Sérstaklega bentu nokkrir ræðu- menn á nauðsyn eflingar mann- legra samskipta og töldu að það samstarf, sem átt hefði sér stað hingað til hefði gefið jákvæða niðurstöðu t.a.m. afnám passa- skyldu, er ferðast er milli Norður- landanna o.fl. „Ungt fólk á íslandi vorður fljótt fullorðið.“ Jerkar Sjörgen sat í panelnum fyrir hönd Svíþjóðar. Hann sagði, er blaðamaður ræddi við hann í lok umræðnanna, að þessi kynnis- ferð sín til landsins hefði gefið sér margt að hugsa um. „Sérstaklega yfir suðurströndina með fjöllin í baksýn er ólýsanlegt. Hingað gæti ég vel hugsað mér að koma aftur og myndi ég þá reyna að ferðast um óbyggðir landsins til að finna æðaslátt landsins í ósnortinni náttúru þess.“ Hann sagðist hafa kynnt sér nokkuð sögu lands og þjóðar. „Menningarverðmæti þjóðarinnar eru athyglisverð og e.t.v. hefur Island sérstöðu á Norðurlöndun- um að því leyti. Jerker sagði í lokin: „Þar sem við erum hér á æskulýðsmóti hefur nokkuð mikið verið rætt um stöðu ungs fólks á Norðurlöndum. Það sem mér finnst eftirtektar- verðast við ungt fólk á íslandi er hversu fljótt það verður fullorðið. Ég geri mér grein fyrir að til að bjarga verðmætum, t.a.m. í fisk- vinnslu þá þarf að nota hverja vinnufæra hönd. En það er áreið- anlega einsdæmi að fá í hendur launatöflu, þar sem getið er um hversu há laun skuli greiða börn- um innan við tólf ára aldur." Rætur norrænnar menningar að finna á Islandi Peter Backa frá Finnlandi sagði, að íslendingar ættu að sínu mati áreiðanlega margt sameiginlegt með því þjóðarbroti Finna, sem er sænskumælandi. „Við þurfum, Frá norrænu æskulýðs- , móti r í Reykjavík: íslandsdvölina og höfðu margir á orði, hversu heppin við værum að veðurfar og einn þátttakandinn sagðist alls ekki skilja hversu Islendingum væri tíðrætt um slæmt veðurfar. Útskýringar blm. á kuldunum undanfarið, að þetta væri fyrsta „góða vika“ sumarsins og að snjóað hefði á Norðurlandi fyrir skemmstu var tekið með kurteislegu brosi. Um kvöldið var haldið kveðju- hóf í Klúbbnum. Þar flutti Gils Guðmundsson alþingismaður ávarp, en hann á sæti fyrir íslands hönd í forsætisnefnd Norður- landaráðs. I hófinu voru Karl Jeppesen og Gylfi Kristjánsson, sem sáu um framkvæmd mótsins, hylltir af norrænu ungmennunum og þeim færðar gjafir. Rómuðu gestirnir mjög framkvæmd móts- ins og sænsku fulltrúarnir buðu til sams konar móts í Svíþjóð að ári. Hófinu lauk með því að dansað var fram eftir nóttu. Norrænu þátt- takendurnir héldu síðan flestir heim á leið á mánudeginum. „Þátttaka íslend- inga hefði mátt vera meiri“ Karl Jeppesen sagðist ánægður með þátttökuna í mótinu, en þó hefðu færri komið en reiknað hafði verið með. „Þeir sem komu Stóðu Zl" nr-éAi r\rr tAl/ll virlron Frá panelumræðunum um málefni norrænnar æsku og samvinnu Norðurlanda. Ljósm. Mbl. F.P. í lokahófinu var margt til skemmtunar, t.d. tróðu þessir dönsku strákar upp og sungu danska söngva, hver með sínu nefi. Ljósm. Mbl. Matthías Pétursson. Efla ber mannleg samskiptí meðal Norðurlandabúa — norræn samvinna hefur gefið jákvæða niðurstöðu eins og þið, að verja tungumál okkar og menningu fyrir utanað- komandi og sífellt auknum áhrif- um. Eftir þessa íslandsdvöl mína geri ég mér ljóst, að rætur nor- rænnar menningar er áreiðanlega að finna hér á íslandi. Norræn ungmenni fá góða innsýn inn í forna, sameiginlega menningu okkar hér, en samt sem áður hef ég á tilfinningunni að erlend áhrif vinni hér nokkuð á, eins og á hinum Norðurlöndunum." Peter sagðist hafa farið í ferð um Suðurland og komið að Gull- fossi og Geysi og fundist mikið til um náttúrufegurð landsins. Að- spurður sagðist hann hafa mikla trú á norrænni samvinnu. „Það er kannske ekki víst að samvinna Norðurlanda sé sú eina rétta á öllum sviðum, t.a.m. eru löndin ekki öll í sömu bandalögunum og má þar nefna EBE og NATO. Öryggismál Norðurlanda hafa lít- ið verið rædd innan Norðurlanda- ráðs og kannski er gott dæmi um víðtækni norrænnar samvinnu, að NORDSAT verður líkast til heit- asta umræðuefnið á næsta þingi Norðurlandaráðs." Peter sagði í lokin að hann hefði ekki vitað mikið um land og þjóð fyrir komu sína hingað. „Heim- sókn mín verður til þess að mig langar að vita meira og sjá meira af landinu. Ég á áreiðanlega eftir að koma hingað aftur og fá svör við mörgum spurningum sem vaknað hafa.“ víðsýn og forðast einangrun, sem viðkomandi taldi vera hættu á, ef þjóðir flokkuðu sig niður eftir landfræðilegri legu. Þau atriði sem unga fólkið var sammála um að tengdi okkur samvinnu og samband voru aðal- lega menningarleg og eins voru uppi raddir um, að aukin sam- vinna í efnahagsmálum yrði Norð- urlöndum til góðs. Margt fleira bar á góma í umræðunum, sem of langt yrði að rekja hér. En aug- ljóst var, að þeir, sem þarna ræddu samvinnu og samskipti Norðurlanda, höfðu hugleitt mál Jerker Sjögren sagði, að sér fyndist ungt fólk á íslandi verða fljótar fullorðið en ungt fólk á hinum Norðurlöndunum. finnst mér eftirtektarvert hversu velferð íbúanna virðist almenn. Þó höfuðborg ykkar sé ekki stærri en meðalstór borg í Svíþjóð þá sézt hér varla fátækt, miðað við í erlendum borgum. Ef við lítum á íslenzk stjórnmál þá er það einnig ýmislegt athyglisvert og virðist erfitt að setja sig inn í marga hluti, t.a.m. verðbólgan og hvernig þið verðið að bregðast við í mörgum meiri háttar rnálurn." Jerker sagðist hafa flogið til Vestmannaeyja í mjög góðu skyggni. „Náttúrufegurð landsins er mikil og útsýnið úr flugvélinni Peter Backa frá Finnlandi. Útlistunum um veðurfar sumarsins tekið með kurtejs- legu brosi Aðrir þátttakendur, sem blm. ræddi við voru mjög ánægðir með þátt í dagskrá mótsins. Við vorum einstaklega heppin með veðurfar, sól skein svo til allan tímann. Þegar upp er staðið get ég ekki annað sagt en að ég sé ánægður, það eina sem skyggði á var að þátttaka íslendinga hefði mátt vera rneiri." F.P. Karl Jeppésen var ákaft hylltur og honum þökkuð störf hans við mótið. Hann ræðir hér við nokkra gesti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.