Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1979 Landsvirkjunarsamningarnir Athugasemd frá samninganefnd Reykjavíkurborgar Að undanförnu hafa orðið nokk- ur blaðaskrif um þau drög að nýjum sameignarsamningi um Landsvirkjun, sem samninga- nefndir Reykjavíkurborgar, Akur- eyrarbæjar og ríkisins hafa orðið sammála um að leggja til við umbjóðendur sína að staðfestur verði. Borgarstjórn mun taka mál- ið til afgreiðslu að loknum sumar- leyfum og verða þá væntanlega hafðar tvær umræður um það, áður en endanleg ákvörðun er tekin. Samninganefndin mótmælir til- efnislausum, persónulegum árás- um ritstjóra Dagblaðsins á Egil Skúla Ingibergsson borgarstjóra vegna þessa máls, en borgarstjóri hefur fjallað um það í fullu um- boði okkar samningamannanna. Við okkur er að eiga um pólitíska ábyrgð vegna þess. Vegna blaða- skrifa viljum við taka fram eftir- farandi: Samið um aðild Laxárvirkjunar 1965 Samkvæmt lögum um Lands- virkjun frá árinu 1965, 17. gr., er eigendum Laxárvirkjunar heimilt að ákveða, að Laxárvirkj- un sameinist Landsvirkjun. Náist ekki samkomulag milli eigenda Landsvirkjunar og Laxárvirkjun- ar um eignarhlutdeild aðila og nýjan sameignarsamning, skulu dómkvaddir menn meta eignir hvors fyrirtækis fyrir sig og fer þá eignarhlutdeildin eftir því mati. Verði eignarhluti ríkisins skv. þessu undir helmingi, er ríkis- stjórninni heimilt að ákveða, að ríkissjóður leggi Landsvirkjun til nýtt fjárframlag eða taki að sér greiðslu skulda, þannig að tryggð verði helmingseign af hálfu ríkis- ins. Akureyrarbær, sem á 65% Lax- árvirkjunar, fór þess á leit fyrir rúmlega ári síðan að teknar yrðu upp viðræður um, að Laxárvirkjun sameinaðist Landsvirkjun. í samningaviðræðunum lögðu samningamenn Akureyrarbæjar þunga áherzu á, að þeir vildu notfæra sér ákvæði laganna frá 1965 um aðild að Landsvirkjun. Sameining hlaut því að verða að veruleika. Eignumst byggðalínu án hækkunar raforkuverðs Háspenntar raforkuflutnings- línur eru nauðsynlegur þáttur í uppbyggingu Landsvirkjunar. Þær línur, sem þarf til samtengingar orkuvera Landsvirkjunar og Lax- árvirkjunar, hafa þegar verið byggðar, ennfremur lína til Aust- urlands og lína til Vestfjarða er í byggingu. Samkomulag náðist um, að Landsvirkjun eignist þessar línur allar og að ríkissjóður greiði það af kostnaði þeirra, sem þarf, til þess að verðhækkun á rafmagni til rafmagnsnotenda á núverandi orkuveitusvæði Landsvirkjunar verði engin. Lögverndaður réttur ríkisins til helmings- aðildar í blaðaskrifum hefur komið fram, að ákvæði 17. gr. núgildandi Landsvirkjunarlaga um rétt Lax- árvirkjunar til að sameinast Landsvirkjun séu úr gildi fallin vegna breyttra aðstæðna, er ekki talin standast að mati lögfróðra manna, sem við höfum ráðfært okkur við um það atriði, og benda þeir jafnframt á, að ef Reykjavík- urborg neiti að gera nýjan sam- eignarsamning, muni eignarhlut- deild borgarinnar annars vegar og Akureyrarbæjar hins vegar ákveðin eftir mati dómkvaddra manna, en ríkið geti einhliða ákveðið að halda 50% eignarhlut sínum. Það þarf vart að taka fram, að ákvæði núgildandi laga og sam- eignarsamnings um Landsvirkjun voru gerð meðan Sjálfstæðismenn fóru með meirihlutavald í borgar- stjórn, og er ekki við okkur samn- ingamennina að sakast, þótt þau bindi hendur okkar varðandi aðal- atriði málsins. Bætt skipulag Aukinn virkjunar- réttur I hinum nýju drögum er gert ráð fyrir, að Landsvirkjun fái virkjunarrétt um landið allt, og að hún sinni öllum heildsölumarkaði raforku hér á landi með minni háttar undantekningum vegna annarra virkjunarfyrirtækja, sem nú starfa. í núgildandi lögum er um miklu takmarkaðri réttindi fyrir Landsvirkjun að ræða. í þessari útvíkkun felst grund- vallaratriði, bæði frá sjónarhóli okkar Reykvíkinga og annarra landsmanna. Bætt heildarskipulag kemst á virkjanaframkvæmdir lands- manna, hægt verður að nýta betur hagkvæmustu virkjunarkosti með því að tryggja stóran markað fyrir raforkuframleiðsluna og orkuver Landsvirkjunar verða í framtíð- inni dreifð um landið, sem hefur í för með sér, að raforkuöflunin verður betur tryggð gegn stað- bundnum náttúruhamförum eða minnkuðu árrennsli sökum þurrka í einum landshluta. „Samningurinn“ veldur ekki rafmagnsskömmtun Sú fullyrðing í blöðum, að með samningnum sé verið að leiða raforkuskömmtun yfir Reykvík- inga, ef næstu tvö árin verða þurrkasöm úr hófi, þykir okkur samningamönnum fráleit. Ákvæði um takmörkun afhend- ingar raforku í þessum samnings- drögum eru hin sömu og í núgild- andi sameignarsamningi. Kjarn- inn í þeim ákvæðum er, að tak- mörkun raforku valdi almennum rafmagnsnotanda sem minnstum baga. Yrðu næstu tvö ár léleg vatnsár, þá myndi skortur á raforku á vissum tímum, t.d. í kuldaköstum, fyrst og fremst koma niður á Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga, sem kaupir aðeins hluta af raforku sinni sem for- gangsorku. Einnig myndu álverið í Straumsvík, Áburðarverksmiðjan og iðnfyrirtæki með rafskauts- katla verða að sæta takmörkunum á raforkuframboði. Á árinu 1977 fóru t.d. um 56% af raforkusölu í landinu til stóriðju og munar því miklu um takmörkun orkusölu á því sviði. Samtenging skapar aukið öryggi Ef þetta skyldi nú samt ekki duga til, þá er þess að geta, að við samtengingu landshluta hafa að undanförnu skapast möguleikar á því að nota varastöðvar til raf- orkuframleiðslu fyrir landið allt, án tillits til staðsetningar þeirra, og er af því mikið öryggi fyrir alla landsmenn og ekki sízt okkur Reykvíkinga, þar sem mikið vara- afl er nú uppsett á Norður- og Austurlandi. Áukin virkjun á Nesjavöllum Því er haldið fram, að samn- ingamenn Reykjavíkurborgar hafi afsalað borginni virkjunarrétti á Nesjavöllum. Hér er staðreyndum verulega vikið til hliðar með ófyr- irleitnum málfultningi. í núgild- andi orkulögum segir, að til þess að reisa og reka raforkuver stærra en 2 MW þurfi leyfi Alþingis, en til að reisa og reka raforkuver 0.2—2 MW þurfi leyfi ráðherra raforkumála. I drögum að nýjum Landsvirkj- unarlögum segir: „Landsvirkjun hefur einkarétt til að reisa hvers konar raforkuver með 5 MW afli eða þar yfir. Undanþegnar einkaréttinum eru þó aflstöðvar, sem ætlaðar eru til eigin notkunar jarðvarmaveitna, til nýtingar afgangsvarma í eigin þágu eða sem varastöðvar...“ Hér er í fyrsta lagi undanskilin einkarétti Landsvirkjunar heimild einstakra aðila til þess að reisa og reka aflstöðvar 5 MW eða minni og í öðru lagi geta jarðvarmaveit- ur framleitt raforku til eigin nota. Hitaveita Reykjavíkur er í dag langstærsti raforkunotandi í borginni og getur því byggt tals- vert stóra raforkuvirkjun til að fullnægja eigin þörfum í sam- vandi við byggingu varmaorku- vers að Nesjavöllum. Því er ljóst, að Hitaveitan hefur eftir sem áður óskoraðan rétt til jarðvarmaveitu á Nesjavöllum, en fær með hinum nýja samningi aukinn rétt til raforkuvinnslu. Hagstæðari ákvæði um arðgreiðslu í núgildandi lögum eru engin ákvæði um endurmat sérstakrá eigendaframlaga til núvirðis, en þau framlög eru grundvöllur arð- greiðslna. I þessum sameignar- samningi eru ákvæði um þetta skýr. Endurskoðandi Landsvirkjunar, Þráinn Sch. Sigurjónsson, lögg. endurskoðandi, hefur reiknað út andvirði sérstakra fjárframlaga, sem Reykjavíkurborg og ríkissjóð- ur hafa lagt til Landsvikjunar á tvenns konar hátt. í öðru tilvikinu er eingöngu miðað við bygginga vísitölu og framlögin hækkuð í samræmi við breytingar á henni. í hinu tilvikinu er miðað við breyt- ingar á eigin fé Landsvirkjunar og er sú fjárhæð hærri en fjárhæð andvirðisins í fyrra tilvikinu. Hér er ekki um að ræða „eignarhluta" í Landsvirkjun í venjulegum skiln- ingi, heldur aðeins verðmæti sér- stakra framlaga, sem innt hafa verið af hendi í reiðufé til Lands- virkjunar. Þótt síðari reikningsaðferðin gefi við síðustu áramót 300 millj- ónum króna hærri útkomu, þá kann dæminu að vera snúið við um næstu áramót, sökum þess hve afkoma Landsvirkjunar kemur inn í myndina, en líklegur greiðsluhalli hennar á þessu ári (1979) nemur um 2 milljörðum. Deilan um það, hvernig reikna skuli 41 milljón króna framlag, sem innt var af hendi árið 1970, er enn óleyst og virðast óskýr fyrir- mæli fyrrverandi borgarstjórnar- meirihluta ekki taka af tvímæli um túlkun. Hagsmunir Reykvíkinga tryggðir Rétt er að vekja athygli á því, að fulltrúar Sjáfstæðisflokksins í borgarráði höfnuðu því að eiga fulltrúa í samninganefnd borgar- innar, væntanlega í því skyni að geta ráðist á niðurstöðu samn- inga, hvernig sem þeir yrðu. Nú er því hampað, að Reykvíkingar geti bara búið að því, sem þeir hafi í raforkumálum, en stækkun Landsvirkjunar sé andstæð hags- munum þeirra. Slík rök hefðu e.t.v. átt við, þegar Landsvirkjun var stofnuð, en þau eiga ekki við í dag. Þá stóð sami stjórnmála- flokkur að annarri stefnumótun. Það er skoðun okkar, að þessi stefnubreyting Sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur sé úr öllu samhengi við þau viðhorf í orkumálum, sem nú blasa við borgarbúum. Við, samningamenn Reykjavík- urborgar, teljum, að við höfum náð góðum samningum um stækk- un Landsvirkjunar, bæði séð frá sjónarhóli Reykvíkinga, fyrirtæk- isins og landsmanna í heild. Við höfum náð því fram, að raforku- verð til Reykvíkinga mun ekki hækka vegna yfirtöku byggðalín- anna, öryggi Reykvíkinga í raf- orkumálum eyskt og margvíslegir nýir möguleikar opnast lyrir Landsvirkjun. *«»*/ 'rfj % Jtá*. J Þjónkunviðorku- flhra ~ bri^ð ;:s. við borgarbúa fssas* « «««* „ via írn 4 *lhír,nl lií**r a'r>u^, '9r>(j.v 'i •"r\ I /> °Ulh ’* 1 • Vr / luneytis- comulagi Grund- ameinist yfirtaki i þannig 2.4% og irkjunar í á móti ki nái til andsins. rkju;i er íkur og yfu.n og Rætt Isleif Gunnars- son um fyrir hugaða stofnun nýrrar Lands- virkjunar P„- i ' * I ■ "',1 n,t'ð ®rnum kostnafti ** . J J . I * I *'v«ju orftift okkur j I # •vMkemur • UÍU 1*^ " uníReyRjaV^ur rrukií samræmiviðhagsmu j _ segir Birgu- -jr Rt>ki, vikurborg 42-4<* "gwSSSXSK1 -gr^* !"* «r. C.rumivöllui Þ* sameiniHt w KSSÍÍi. »>««“ '*£' Hnurnar. Þetu k0jm er(rþar sem 1 W^am.nnafund^ « e(ndanna ssss-nrffsí' 'sszg&sssx* „Verið er að kaHa rafmagns- skömmtun yfir Reykvíkinga „GHurlegt vald I larist é lérra hand- lur I ortrumélum- „Reykvíkingar lé f engu aft njftta fteaa IrumkvaAia aem Þetr hafa hafl f orkumékam" „Rfkift hefur, préU tyrir ftennan aamn- Ing, ftbundnar handur til hrakkun- ar verftjftfnunar- „Áhrif Reykjavfkur myndu atftrminnka Iré Dvf sem nú er“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.