Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.08.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1979 31 Ljósm. Ragna Hermannsdóttir. Frá hinu fjölmenna lokahófi í Hótel Hveragerði. Yinabæjamót í Hveragerði DAGANA 27.-29. júlí var hald- ið mjög fjölmennt vinabæjamót í Hveragerði, en vinabæir Hveragerðis eru Brande í Dan- mörku. Tarp í Suður-Slésvík, Örnsköldsvik í Svíþjóð, Sigdal í Noregi og Áanekoski í Finn- landi. Mótið sóttu um 170 erlendir gestir. Áður en vina- bæjamótið hófst voru gestirnir búnir að ferðast um landið. og 50 manna sænsk unglingahljóm- sveit, KOMSEO, hélt hljómleika á 9 stöðum, og fékk mjög góðar viðtökur. Fyrsta dag vinabæjamótsins, föstudaginn 27. júlí, voru stofn- anir og fyrirtæki í Hveragerði skoðuð, annan dag mótsins, laugardaginn 28. júlí, var farið í hringferð, Skálholt — Gullfoss — Geysir — Þingvellir, og um kvöldið var skemmtun í íþrótta- húsinu í Hveragerði, þar sem sænska hljómsveitin lék, sýndir voru sænskir þjóðdansar, sungn- ar finnskar þjóðlagavísur og danskar stúlkur sýndu leikfimi, og sóttu yfir 300 gestir þessa skemmtun. Fjölmennasta skemmtun sem þar hefur verið. Síðasta dag mótsins, sunnu- daginn 29. júlí, var fyrst um morguninn mjög hátíðleg messa í Hveragerðiskirkju, en þar prédikaði séra Tómas Guð- mundsson, en við messugjörðina aðstoðuðu séra Sigurður Pálsson á Selfossi og séra Valgeir Ástráðsons á Eyrarbakka. Hús- fyllir var. Á sunnudaginn voru síðan fundir hjá fulltrúum Norrænu félaganna, ungmennafélaga og sveitarstjórnarmanna. Um kvöldið var lokahóf í Hótel Hveragerði, en það sóttu um 250 manns, og mun það vera fjöl- mennasta matarveisla sem þar hefur verið. Ýmis skemmtiatriði voru og síðan voru flutt ávörp og kveðjur frá vinabæjunum og að lokum var dansað. Bæði Norræna félaginu í Hveragerði, Hveragerðishreppi og kirkjunni voru færðar margar og góðar gjafir. Erlendu gestirnir bjuggu á einkaheimilum í Hveragerði mótsdagana, en fjölmargir aðrir lögðu hönd á plóginn, bæði stofn- anir, fyrirtæki, félög og einstakl- ingar til að gera framkvæmd mótsins mögulega. Veðrið var einmunagott alla mótsdagana. Hinir erlendu gestir luku miklu lefsorði á undirbúning og skipulag mótsins og framkvæmd alla. Formaður Norræna félagsins í Hveragerði er Grétar J. Unn- steinsson, skólastjóri. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU GROHE gefur sjúkrahúsum tæki fyrir milljónir króna Á SUNNUDAGINN or væntanlogur hingað til lands Friorich Groho. stofnandi og oigandi samnofnds fyrirta'kis í Vestur-býzkalandi. som framloiðir hlöndunar- og vatnsstýritæki af mörgum gorðum og mun vera stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í hoiminum. Groho dvolur hór í tæpa viku og mun hann hoimsa-kja ýmsar sjúkrastofnanir og góðgerðarfélög og gofa þeim vatnsnuddtæki, sem íyrirtæki hans hofur fyrir nokkru haíið framloiðslu á. Mun verðmæti gjafa Groho noma mörgum milljónum króna. Samkvæmt upplýsingum Omars Kristjánssonar, fram- kvæmdastjóra Þýzk-íslenzka verzlunarfélagsins, sem er um- boðsaðili Grohe hérlendis, stofnaði Frierich Grohe fyrir- tæki sitt fyrir um 40 árum og hefur það síðan aukið umsvif sín á ári hverju. Fyrirtækið hefur viðskipti við rúmlega 100 lönd og miðað við íbúafjölda eru viðskiptin við ísland þau mestu hjá fyrirtækinu. Þetta mun aðeins vera önnur viðskiptaferð Viröum hámarks- hraða, fækkum slys- um. yjuH Grohe til útlanda á þeim 40 árum, sem fyrirtækið hefur starfað, en Grohe er á áttræðis- aldri. Hann mun hafa fengið áhuga á íslandi vegna stórauk- inna samskipta fyrirtækis hans við landsmenn á síðustu árum. I för með Grohe verða kona hans og einnig aðalforstjóri fyrirtækisins, Hollmann. BORGARTÚN118 Útvarp með 12 watta magnara og 4 bylgjum, MW FM LW SW. Kassettusegulband fyrir Normal og Cr O? kassettur. Innbyggðir mikrafónar. 2 hátalarar 5 V* tommur hver. > Tækið er ’oæði fyrir straumog rafhlöðurog vegur aðeins5,l kg.með rafhlöðum. ______ _ I nts UNISEFfrá JAPAN Ódýrasta STEREO ferðatækið á markaðnum Dregið í 4. flokfci á ^NNIA/q- morgun NÝTT HAPPDRÆTTISÁR 79-80 1 V ^ V ^ MIM ER MÖGULEIKI E Meöal vinninga Mazda 929 L station. ^ Örfáir lausir miöar til sölu í aöalumboöi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.