Morgunblaðið - 07.10.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.10.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1979 Lúðvík Jósepsson gengur *Í fundi í Þórshamri í gærmorg- un. Ljósmynd Mbl. 01. K. M. „Engin um- sögn meðan ég lít á málið sem tillögu” ÞEGAR blaðamaður Morgun- blaðsins hitti Lúðvik Jóseps- son formann Alþýðubanda- lagsins í Þórshamri í gær- morgun sat hann þar á fundi með flokksbræðrum sinum, en hann kvaðst ekki vilja tjá sig um stjórnarslitamálið á með- an hann liti á málið sem tillbgu frá þingflokki Alþýðu- flokksins. Lúðvik boðaði til þingflokks- og framkvæmda- stjórnarfundar Alþýðubanda- lagsins kl. 4 i gær. Unnið í síld yfir helgina Höfn, Hornafirði, 6. október. DÁGÓÐ sildveiði var hjá rekneta- bátunum i nótt og komu á land á fjórða þúsund tunnur í morgun. Það verður því unnið í síld hér á Ilöfn yfir helgina, hjá Stemmu verður saltað í um 1300 tunnur, svipað magn hjá söltunarstöð Fiskimjölsverksmiðjunnar og af- gangurinn verður frystur. Áfla- hæsti báturinn i nótt var Skúmur með um 700 tunnur. Einn bátur fór noðrur á Austfirðina, þar sem Stemma gat ekki tekið við meiru, var það Ólafur Bjarnason með um 500 tunnur. — Einar. Heiðursfélagi Norræna félagsins Þóroddur Guðmundsson skáld frá Sandi var kjörinn heiðursfé- lagi Norræna félagsins á aðal- fundi þess s.l. föstudag. — Á myndinni sést er Hjálmar ólafs- son formaður félagsins afhendir Þóroddi heiðursfélagaskjalið. „Orkukaup frá íslandi það eina sem getur bjargað Færeyingum frá orkukreppu” — segir Tormóður Dahl forstjóri iðnaðarstofu Færeyja „FUNDUR minn með iðnaðarráð- herra og orkumálastjóra var mjög jákvæður og ég er sann- færður um að rafmagnskapall milli íslands og Færeyja verður að veruleika eftir 3—4 ár ef íslendingum tekst að nýta nægjanlega orku,“ sagði Tormóð- ur Dahl forstjóri Iðnaðarstofu Færeyja í samtali við Mbl. Dahl er kominn hingað til lands til að kanna möguleikana á orku- kaupum frá íslandi. Hann hefur setið m.a. fundir með iðnaðarráð- herra, Hjörleifi Guttormssyni og Jakobi Björnssyni orkumála- stjóra. Hugmyndin um orkukaup Færeyinga kom upp fyrir ári síðan er þar var haldin ráðstefna um orkumál. „Við höfum kolanámur í Fær- eyjum og einhverjir möguleikar eru einnig á vatnsvirkjunum en í svo litlum mæli að sú orka sem fengist fullnægði engan veginn orkuþörfinni. Þess vegna er það mín skoðun að orkukaup frá íslandi sé það eina sem getur bjargað Færeyingum frá orku- kreppu. Við höfum farið fram á að fá 60 megavött, a.m.k. í byrjun, og það ætti að nægja okkur fram til ársins 2000. Við gerum okkur grein fyrir því að það verður í fyrsta lagi í kringum 1984 sem orkufram- leiðsla íslendinga verður það mikil að hægt verði að flytja úr landi. En ég reikna einnig með því að það taki 2—3 ár að skipuleggja lagningu kapalsins og að rannsaka hafsbotninn á því svæði sem hann kemur til með að liggja á. Það er töluvert um botnfiskveiðar og hugsanlega yrði því að banna þær veiðar á þessu svæði vegna hættu á að kapallinn yrði fyrir skemmd- um.“ Lengsti rafmagnskapall í heim- inum er 130 km og er hann milli Noregs og Skagerak. Ef kapallinn milli Islands og Færeyja verður að veruleika verður hann 450 km. „Þrátt fyrir þessa miklu vega- lengd eru engin tæknileg vanda- mál sem hindra lagningu hans. Nýverið sat ég fund með orku- málaráði Norðurlandaráðs og varð niðurstaða þess fundar að hvorki tæknileg né fjárhagsleg vandamál ættu að standa í vegi fyrir lagn- Á FUNDI Útvarpsráðs síðastlið- inn þriðjudag voru lagðar fram niðurstöður úttektar á þvi hversu oft lög af hljómplötu „Heima- varnarliðsins" hafa verið spiluð í Rikisútvarpinu. Var þessi könn- un gerð i framhaldi af fyrirspurn Hreggviðs Jónssonar, sem sendi Útvarpsráði bréf á dögunum, en þar sagði m.a.: „Það er krafa hins almenna borgara, að út- varpsmenn sjái sóma sinn i þvi, að múgæsingasöngvar stjórn- málalegra sértrúarsafnaða séu ekki sífellt á dagskrá, enda brot á hlutleysisreglu ríkisútvarps- ins.“ Niðurstaða athugunar útvarps- ingu kapalsins. Kostnaðurinn mun verða í kringum 300 milljónir danskra króna og reiknum við með að geta fjármagnað mikinn hluta verksins með láni úr sérstökum sjóði Norræna fjárfestingarbank- ans sem á að styðja nyrstu svæði Norðurlanda. Síðan, ef kapallinn verður að veruleika, eru möguleikar fyrir íslendinga að framlengja hann til Skotlands og Hjaltlands og jafn- vel til Noregs. En frá Noregi liggur þegar kapall til Danmerk- ur, Svíþjóðar og Þýskalands. En íslendingar verða að gera það upp við sig hvort þeir nýta þann möguleika eða koma á fót orku- ins á því hversu oft lög hafa verið leikin af umræddri hljómplötu leiddi í ijós, að þau hafa um 30 sinnum verið leikin í Ríkisútvarp- inu. Á sama tíma hafa lög af hljómplötu „Brunaliðsins", sem út kom um svipað leyti, verið leikin um 20 sinnum í útvarpinu. Að sögn Ellerts B. Schram kom hann þeirri hugmynd á framfæri á fundi Útvarpsráðs í vikunni, að könnuð yrði út frá lagalegu sjón- armiði hver staða útvarpsins væri í málum sem þessum. — Þarna er um að ræða beinan áróður, sem sunginn er af hljómplötu í ríkis- útvarpinu, en á sama tíma er lagt kapp á að gæta hlutleysis í t.d. fréttaflutningi og auglýsingum, sagði Ellert. — Þetta er ný aðferð til að koma áróðri á framfæri og það hlýtur að vera rökrétt að menn velti því fyrir sér ef fleiri slíkir hópar fylgja á eftir. Hver er þá staða útvarpsins? — Ég er þó ekki þeirrar skoð- unar að banna eigi list, hvort sem hún er pólitísk eða ekki, en þessi mál verður öll að athuga, sagði Ellert. Tormóður Dahl forstjóri Iðnaðar- stofu Færeyja. Ljónm. ÓI.K.M. frekum iðnaði hér á landi. Um lagningu sjálfs kapalsins eru allir sammála því að Islend- ingum og Færeyingum beri að sjá að mestu um það verk en fá aðstoð frá hinum Norðurlöndunum. Málin standa því þannig í dag, að ósk okkar Færeyinga um orku- kaup frá íslandi verður tekin til athugunar hér á landi. Ef við fáum jákvætt svar verður farið að skipuleggja framkvæmd málsins frá hendi Færeyinga," sagði Tor- móður Dahl að lokum. Leiðrétting HLUTI setningar féll niður efst í 2. dálki í grein Magnúsar Óskars- sonar í blaðinu í gær. Málsgreinin á að vera þannig: „Um það voru ekki allir sammála, en ágreining- ur um þetta efni leiddi til þess, að ríkið breytti röðun nokkurra starfsmanna á sjúkrahúsum til hækkunar og tók það m.a. til meinatækna, sjúkraliða og lækn- aritara.“ Blaðið biðst afsökunar á þessum mistökum. Nafn leiðrétt NAFN fermingardrengs í Bú- staðakirkju í dag kl. 10.30 árd. hefur misritast í blaðinu í gær. — Fermingardrengurinn heitir Skúli Þór Helgason Suðurgötu 31. Blað- ið biður hann afsökunar á mistök- unum. Ferskt kjöt selt til New Y ork og Kaupmannahafnar Áróðursplatan mun meira leikin en t.d. plata Brunaliðsins í sláturtíðinni sem nú stendur yfir fer fram nokkur útflutning- ur á kjöti á vegum Búvörudeildar Sambandsins. Farnar eru 220 lestir til Færeyja og sóttu fær- eysk skip kjötið til Reyðarfjarð- ar. Verðið, sem fæst fyrir kjötið er 15% hærra en í fyrra í færeyskum krónum. I ráði er að senda tvo skipsfarma til Noregs alls um 1000 lestir og verður kjötið afgreitt frá höfnum fyrir austan og norðan. Eins og í fyrra verða í haust gerðar tilraunir með útflutning á fersku kjöti með flugvelum til New York og Kaupmannahafnar í samráði við Markaðsdeild land- búnaðarins. Búvörudeild mun' senda 5 lestir af kældu dilkakjöti frá sláturhúsinu í Borgarnesi. Búið er að semja um sölu á 25 lestum af kældu kjöti til Kaup- mannahafnar, en þar er nú í gangi kynningarherferð hjá verslana- keðju, sem kaupir kjötið, og er vonast til að um meira magn geti orðið að ræða. Þá segir í nýlegum Sambandsfréttum að innyfli verði seld til Bretlands eins og undan- farin ár og muni eitthvert Sam- bandsskipanna lesta farminn und- ir lok sláturtíðar. Ekkert lát á loðnuveiðum GÓÐ LOÐNUVEIÐI var í fyrrinótt og þeir bátar, sem komnir voru á miðin á föstudaginn fylltu sig fyrir nóttina. Eftirtaldir bátar tilkynntu um afla frá því klukkan 22 á föstudag þar til á hádegi í gær: Föstudagur: Börkur 1150, Loftur Baldvinsson 800, Sæbert 570. Laugardagur: Pétur Jónsson 690, Sigurður 1400. Ingólfur Ingólfsson formaður FFSÍ: „Stjórnin hefur verið ógæfu- samari en flestir vonuðu” „Því er fijótsvarað, að það kemur mér ekki á óvart að þetta skuli gerast og raunar hef ég átt von á því um alllanga hríð að þessu lyki einhvern vcginn svona,“ sagði Ingólfur Ingólfsson for- maður Farmanna- og fiski- mannasambands íslands í sam- tali við biaðamann Morgunblaðs- ins i gær er hann var spurður álits á samþykkt þingflokks Al- þýðufiokksins um stjórnarslit. „Það fer hins vegar ekki hjá því að maður verði fyrir vonbrigðum," sagði Ingólfur ennfremur „Ég verð að játa það að við þessa stjórn voru vonir bundnar, sem reyndar flestar hafa brugðist. Ríkisstjórn- in hefur verið ógæfusamari í störfum sínum en flestir vonuðu meðal launþega og þeirra er opin- berlega studdu stjórnina. Ég tel að stjórnin hafi átt slíkan óskabyr að henni hefði ekki átt að mistakast svo hrapallega í flestu." Ingólfur sagði að nú skapaðist mikil óvissa, en flest virtist benda til þess að efnt yrði til kosninga og þá stefndi þjóðin inn í mikið óvissutímabil. Sérstaklega yrði mikil óvissa þangað til ný ríkis- stjórn hefði verið mynduð og hún mótað sér stefnu í efnahagsmál- um. “Veruleg hætta er á að það bitni fyrst og fremst á þeim sem síst eru undir það búnir og atvinnuleysi er jafnvel hugsan- legt,“ sagði Ingólfur að lokum, en ítrekaði að sér hefði ekki komið þetta á óvart.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.