Morgunblaðið - 07.10.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.10.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1979 19 Vammlausum hal og vltaiausum fleina vant er ei, boglist þarf hann ei aA reyna. Banvænum þarf hann örvum eiturskeyta aldrei að belta Gr.Th. Hann talaði sjaldan og talaði stutt. En ræða hans var skýr og orð hans vógu þungt. Hugrekki hans var fágætt oft og tíðum, en framsýnin nú löngu viðurkennd. Hann var líka voldugur maður á Akureyri og ekki aðeins þau 28 ár sem hann sat þó samfleytt í bæjarstjórn. Hann átti mikinn þátt í að skapa þann sið friðar og samstarfs sem einkennt hefur bæjarmál á Akureyri allt til þessa dags, og með starfi sínu öllu hefur hann lagt drjúgan skerf til hinnar sleitulausu uppbyggingar á Akur- Sovésk flotkví slitnaði upp Fri Jan Erik Laure, fréttaritara Mbl. i Noregi. SOVÉSK flotkví, sem tveir hol- lenskir dráttarbátar voru með í togi, slitnaði upp og rak á land í Varangursfirði í N-Noregi. Verið var að flytja flotkvína frá Gauta- borg, þar sem hún var smíðuð til Murmansk. Dráttartaugar slitn- uðu þegar hvessti og sjólag versn- aði. Um borð í flotkvínni voru 14 manns og var þeim bjargað um borð í norska þyrlu. Flotkvíin steytti á skerjum og í dag átti að reyna að ná henni á flot á nýjan leik. Flotkvíin var tryggð fyrir tæpa 20 milljarða íslenzkra króna. Víð 'íða um land eru vel búin hótel Þú getur farið í helgarferð með flugfélaginu í hópi, með fjolskyldunni, eða bara þið tvö. Hringdu og spurðu um verð á helgarferð. FLUGLEIDIR Jakob Frímannsson heiðursborgari Akur- eyrar áttræður í dag Eini núlifandi heiðursborgari Akureyrar, Jakob Frímannsson, fyrrverandi kaupfélagsstjóri, er áttræður í dag. Engan, sem ekki til þekkti, mundi þó gruna að svo væri. Svo vel ber hann ellina, einkum andlega enda hefur hann fyrir örskömmu verið kjörinn til mikils trúnaðarstarfs. Hann er stjórnarformaður eins stærsta atvinnufyrirtækis á íslandi, Út- gerðarfélags Akureyringa h/f. Hefur ekki þótt ástæða til þess að skipta þar um formennsku, meðan hans nýtur við. Það er glöggt dæmi þess, hversu vel honum hafa enst fjölþættar gáfur. Og Útgerð- arfélagi Akureyringa er þannig stjórnað og þar starfa slíkir menn að fyrir skemmstu fékk það sér- staka viðurkenningu fyrir af- bragðs góða vöru. Óþarfi er að rekja þjóðkunnan ævi- og starfsferil Jakobs Frí- mannssonar. Heimsstyrjöld og dýrtíð bægði honum á sínum tíma frá langskólanámi, en eftir að hafa lokið prófi frá Verslunarskól- anum átján ára gamall gekk hann í þjónustu samvinnuhreyfingar- innar og vann í hennar þágu langan og merkilegan starfsdag. Dugnaður, hyggindi, sköpunar- gleði, einurð og prúðmennska, allt þetta gerði Jakob að einstökum leiðtoga og forystumanni og svo vinsælum húsbónda í einhverju stærsta fyrirtæki landsins, að dæmi munu fá annars eins. Eng- inn, sem starfaði undir stjórn hans í fyrirtækjum samvinnu- manna, ber honum öðruvísi en vel söguna. Hvað eftir annað var til hans leitað að taka að sér forystuhlut- verk á víðara vettvangi, en öllum boðum um þingmennsku og þvílík störf hafnaði hann umsvifalaust og helgaði sig starfinu á heima- slóðum. Það innti hann svo af höndum að sjálfgefið þótti að kjósa hann heiðursborgara Akur- eyrar fyrir fimm árum, og var þá langt um liðið, að mönnum hefði hugkvæmst að sýna nokkrum manni slíkan sóma. í bæjarmálum á Akureyri við- urkenndu allir greind hans og forsjá, og hann lét ekki skrift- lærða skólapilta segja sér fyrir verkum. Hann var svo mikill af sjálfum sér, að aldrei þurfti hann að beita illindum. eyri og þeirrar festu og jafnsældar sem markar þar mannlíf og bæj- arbrag. Jakob Frímannsson er einstæð- ur maður að kynnast persónulega, svo að næstum öll lýsingarorð blikna, þegar til á að taka. Fjöl- hæfnin er svo mikil, persónuleik- inn svo stórbrotinn, hjartað svo hlýtt. Hann er jafn vel gefinn til munns og handa, smiður af guðs náð, tungumála- og reikningsmað- ur bráðsjnall. Hið mikla skap hans er temprað við óvenjulegan mannskilning, æðruleysi, umburð- ariyndi og góðvild. Ekkert féll honum jafnilla og þá sjaldan hann þurfti að víkja manni úr starfi. Hann er yfirlætislaus höfðingi, fremstur meðal jafningja, og helst gætu þeir orðið skotspænir fyndni hans, sem hreyktu sér af litlu. Þá gæti skopskyn hans nálgast hæðni. Hann er manna glaðastur og bestur heim að sækja, híbýla- prúður og umhyggjusamur svo að af ber. Hjálpsemi hans og rausn er annáluð. Ég staðreyni sífellt fleiri og fleiri dæmi um siíkt og úr hinum ólíkustu áttum. Mér er það mikil gæfa að hafa fengið að binda við hann tengdir og vináttu. Ég geri mér smám saman æ betur grein fyrir því, hvílíkur yfirburða- maður hann er og hefur verið á ótrúlega mörgum sviðum. Jakob og Borghildur kusu að dveljast að heiman á áttræðisaf- mæli hans. Hann hefur aldrei kært sig um að mikið væri með sig látið, þykir eins og sagt var „einfalda lífið hentast". Þau eru nú um sinn á Hótel Impala í Silkiborg í Danmörku. Þangað munu hugir manna leita í dag, því að svo mun fleirum farið en mér og mínum, sem finnst að fáum eigum við meiri þakkarskuld að gjalda en heiðurshjónunum Borg- hildi Jónsdóttur og Jakob Frí- mannssyni. Gísli Jónsson Húseignin Vesturgata 40 er til sölu Kjallari, sem tengist götuhæö (lagerpláss). Verslunar- og skrifstofuhæö (götuhæö). íbúöarhæöin (2. hæö og rishæö). Grunnflötur hússins er 108 fm. Eignin selst í einu lagi eöa hlutum og afhendist fokheld eöa u. trév. og máln. Upplýsingar veita: Eignamiðlunin Vonarstræti 12, sími 27711. Sigurður Ólafsson hrl. og Húsafell, Langholtsvegi 115, sími 81066 Bergur Guönason hrl. Flug og gisting Ein heild á lækkuðu veiði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.