Morgunblaðið - 07.10.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.10.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1979 21 Nixons vegna skoðana hans og fortíðar. Það komst því upp í vana að skrifa það, sem vel fórst úr hendi, á reikning þeirra starfs- manna hans, sem voru i náðinni, en kenna honum svo um állt sem miður fór og var óvinsælt. Það hefði ekki verið hægt að krefjast þess af nokkrum þessara manna að þeir vísuðu hólinu á bug. Það fékk enginn sig til að gera, — heldur ekki ég. óvinir á fleti fyrir Flestar stjórnir láta góðar frétt- ir berast frá Hvíta húsinu en óþægilegar yfirlýsingar verða við- komandi stjórnarstofnanir sjálfar að sjá um að koma á framfæri. í stjórn Nixons ræktaði skrifstofu- fólkið með sér einstakan hæfileika til að láta góðu fréttirnar síast út of snemma og koma á framfæri slæmum fréttum, þannig að það var eins og allt væri forsetanum að kenna. Þetta hafði þau áhrif á Nixon, að ótti hans við að hann væir umkringdur andstæðingum, ekki sízt úr hópi nánustu sam- starfsmanna hans í stjórninni magnaðist. Hann dró sig lengra og lengra inn í skel sína og einangr- aðist æ meira. Stjórnkerfið skipt- ist upp í afmarkaðar einingar, þar sem litlir einvaldar réðu smáu og stóru, og settu alla sína krafta í að verja landskikann sinn fyrir inn- rásum miðstjórnarvaldsins, sem ruddist út úr virkinu í tíma og ótíma — virki þar sem íbúarnir svifust einskis til að tryggja völd sín og áhrif. Nixon ætlaði að leysa þennan vanda með óbeinum afskiptum af daglegri stjórnun. Hann valdi sér ráðherra, sem hann átti svo litla samleið með (svo ekki sé meira sagt) að um raunverulegt sam- starf gat aldrei orðið að ræða. Þetta átti ekki sízt við um utan- ríkisráðherrann. Þekkingarskortur Rogers Þegar William Pierce Rogers varð fyrir valinu í þetta embætti þekkti ég hann ekki. Skömmu eftir að ég var ráðinn sagðist Nixon heldur vilja góðan samningamann en mann, sem fyrst og fremst tæki mið af pólitískum hugsjónum, — þá hlið málsins vildi hann fremur annast sjálfur ásamt aðstoðar- manni sinum í öryggisráðinu. Og vegna þess að hann vantreysti utanríkiráðuneytinu vildi hann fá dugmikinn stjórnanda, sem gæti séð til þess að utanríkisráðuneytið héldi sér við stefnu forsetans. Að mati Nixons var það kostur við Rogers, að hann var ekki fagmaður. Það hefði í för með sér að mótun utanríkisstefnunnar færi fram í Hvíta húsinu. Á þessum tíma taldi Nixon að Rog- ers væri einn greindasti, kald- hæðnasti, eigingjarnasti og metn- aðargjarnasti maður, sem hann hefði nokkru sinni komizt í kynni við. Rússarnir mundu fá tauga- áfall með hann hinum megin við samningaborðið. Og það væri eins gott fyrir „allt smælkið í utan- ríkisráðuneytinu" að vara sig, því að Rogers mundi ekki „láta þá komast upp með rnúður". Varla hafa margir utanríkisráðherrar verið valdir í embættið af því að þá skorti þekkingu á utanríkis- málum. Sérkennilegt og mótsagnakennt samband þessara tveggja manna gerði það að verkum að vegur minn fór vaxandi en það hlutverk, sem ég átti eftir að gegna, var áreiðanlega afleiðing þessa sam- bands en ekki orsök. Moskvuheim- sóknin í apríl 1972 För mín til Moskvu átti að fara fram með leynd og verða ekki lýðum ljós fyrr en við heimkom- una til Washington. Rússarnir höfðu mánuðum saman klifað á þessari leynilegu heimsókn og ástæðan var einvörðungu sú, að Peking-stjórnin hafði verið heiðr- uð með leynilegri heimsókn. Það átti ekki að hallast á. Gestabústaðurinn í Moskvu var mjög vistlegur. Í skrifstofuher- berginu, sem við fengum til um- ráða, var peningaskápur sem hús- vörðurinn var svo vinsamlegur að ráðlegga okkur að geyma leyni- skjölin okkar í. Þetta var eitthvert fornnorrænt skrapatól, en vel var hægt að ímynda sér að í skápnum væri lyfta og að hillurnar mundu síga niður til gestgjafans, sem síðan gæti dundað sér við lestur skjalanna. Við afþökkuðum þetta boð kurteislega. í þessari ferð komst ég í kynni við „kjaftaskinn", — það er að segja segulbandstæki með upp- töku, þar sem skvaldur tíu radda blandaðist saman. Ef ég vildi ræða við samstarfsmenn mína án þess að eiga á hættu að legið væri á hleri settumst við í kringum „kjaftaskinn" og töluðum mjög hægt. Við gátum greint það sem sagt var, en ekki átti að vera hægt að skilja það sem við sögðum þegar samtalið blandaðist rausinu í „kjaftaskinum". Þannig var þetta að minnsta kosti hugsað, en við komumst aldrei að raun um hvort þétta var rétt. Við notuðum þetta tæki lítið. Yfirleitt töluðum við saman í stuttum, nánast óskiljanlegum setningum, eða skrifuðum orðend- ingar. Stundum gekk ég um garð- inn ásamt einum félaga mínum, en þar þorðum við ekki annað en hvíslast á. Öryggisverðir Willy Brandts höfðu tjáð okkur að þarna hefði verið komið fyrir hlerunar- tækjum í trjánum. Eitt sinn lét ég þau orð falla í gamni við Andrei Gromyko, að í garðinu væri undra- tré, greinar þess hreyfðu sig eins og ég. Svo alvarlega tókum við KGB, að ritararnir okkar tóku ritvélar með sér að heiman. Þeir ætluðu ekki að skilja eftir sig nein ritvélabönd í rafmagnsvélunum, sem gestgjafarnir gætu síðan lesið af. Friðarbomba Brésneífs Gromyko og Dobrynin vitjuðu mín í gestahúsinu kl. 23 fyrsta daginn í Moskvu til að ákveða dagskrá morgundagsins. Ritari minn, Julie Pineau, kom inn til að skrifa niður minnisatriði. Það átti nú ekki við Gromyko. Hann kærði sig ekki um að ummæli hans væru hraðrituð, svo hann talaði mjög hægt á ensku, eins og til að torvelda henni að fylgjast með. Gromyko hafði ekkert á móti því í sjálfu sér að ritarar okkar tækju niður minnisatriði. Það var ritar- inn sjálfur sem angraði hann. Að konur væru hraðritarar stríddi greinilega gegn reglum karlaveld- isins í Rússlandi, en nokkrum árum síðar hafði Brésneff reyndar tvær konur í fylgdarliði sínu á fundi einum, hugsanlega til að geðjast mér. A fyrsta fundi okkar, hinn 21. apríl, virtist Leóníd Brésneff taugaósstyrkur. Ástæðan var ef til vill sú að þetta var í fyrsta sinn sem hann settist að samninga- borði með háttsettum Bandaríkja- mönnum, en líka kom til greina að þetta öryggisleysi væri afleiðing óhóflegra reykinga og áfengis- neyzlu, hjartaveilu og allsherjar álags. Hendur hans voru á stöðugu iði, hann trekkti upp úrið sitt, sló öskuna af sigarettunum, sem hann svældi í sífellu, og sló sigarettu- veskinu taktfast við öskubakkann. Meðan á samningaviðræðum stóð átti Brésneff það til að hverfa skyndilega á braut. Þegar maður reyndi af öllum mætti að beita hann skynsamlegum fortölum gat hann átt það til að einbeita sér að því að neyða ofan í mann mat. Eitt sinn kom hann til samningafund- ar með bilaða leikfangafallbyssu. Hann hafði greinilega meiri áhuga á að koma fallbyssunni í lag en að hlusta á þær flóknu útskýr- ingar, sem ég hafði fram að færa. Seint og um síðir hljóp skotið úr fallbyssunni með braki miklu. Brésneff var álíka hreykinn af frammistöðu sinni og hnefaleik- ari, sem er búinn að slá andstæð- inginn niður. Brésneff langaði til að ræða við mig undir fjögur augu, og allt í einu lagði hann til að við gerðum með okkur óformlegt samkomulag um að þjóðir okkar beittu ekki kjarnorkuvopnum hvor gegn ann- arri. Hann lýsti þessu sem gífur- lega mikilvægu skrefi í þágu friðar, sannkallaðri „friðar- bombu", sem reyndar var ekki of djúpt í árinni tekið. Það hefði aldeilis þótt saga til næsta bæjar hjá NATO, í Kína, já, um allan heim. Það hefði annaðhvort verið litið á slíkt samkomulag sem stofnun sovézks-bandarísks herra- dæmis eða sem endanlega uppgjöf Bandaríkjanna. Ég hafnaði uppá- stungunni kurteislega. — Á.R. tók saman Leóníd Brésneff Án óbilgirni kemst enginn kommún- istaleiðtogi til æðstu metorða. Ljúf- mannleg framkoma kínverskra leið- toga dregur úr áhrifum þessa þáttar í fari þeirra, en rustaleg framkoma Brésneffs undirstrikar þessa óbil- girni. Kínverjarnir halda sér alltaf í ákveðinni fjarlægð, jafnvel þegar dáleikarnir eru í hámarki, en nálægð Brésneffs er yfirþyrmandi. Brésneff er dæmigerður Rússi, — í senn hrjúfur, hlýlegur, ruddalegur, aluðlegur, slóttugur og hreinskilinn. Um leið og hann montaði sig af styrk Sovétríkjanna var eins og hann væri ekki sjálfur nógu sannfærður um það, sem hann var að segja, heldur Kissinger áfram. Hann var uppalinn í byggðarlagi þar sem þróun var skammt á veg komin þegar lá að nazistar legðu það í eyði, og mér virtist honum í blóð borinn skilningur á því hver grunnurinn sem kerfi hans er reist á er í rauninni ótraustur. Mér stendur stuggur af þeirri tilhugsun að eftirmenn hans, sem í uppvextinum hafa búið við friðsamlegri aðstæður, nútímatækni og hernaðarmátt, kunni að verða fullir sjálfstrausts og svo lausir við minnimáttarkenndina, að þeir leggi sjálfir trúnað á sitt eigið grobb og reynist miklu hættulegri í krafti þess hernaðarkerfis sem nú teygir anga sína um alla heimsbyggðina. Kissinger telur að Brésneff hafi verið búinn að fá nóg af spennu um dagana þegar hann tók við stjórnartaumunum í Moskvu og að hann hafi í einlægni viljað frið, — ef ekki í þeim skilningi sem við Vesturlandabúar leggjum venjulega í það orð þá að minnsta kosti þannig að bein hætta væri ekki stöðugt yfirvofandi. Þessi afstaða hafi auðvitað ekki breytt eðli hins sovézka valdakerfis, sem hann hafi reynt að þenja út sem mest hann mátti. Útþenslustefnunni hafi Bandaríkin ekki getað svarað með öðru en því að reyna að viðhalda jafnvægi, og „détente" eða slökunarstefna geti aldrei komið í stað valdajafnvægis. Anatoli Dobrynin Um Anatoli Dobrynin, sendiherra Sovétríkjanna í Bandaríkjunum segir Henry Kissinger meðal annars þetta: Sendiherrar Sovétríkjanna eru af afkvæmi skriffinnskubákns, sem verðlaunar hlýðni en letur menn til frumkvæðis. Þeir eru börn þjóðfélags, sem felur í sér rótgróna tortryggni í garð útlendinga og dylur öryggisleysi sitt með klaufalegum mannalátum. Kissinger telur Anatoli Dobrynin algjörlega undantekningu frá þessari reglu. Hann sé mannþekkjari, sem eigi auðvelt með að blanda geði við útlendinga, og hafi svo næman skilning á bandarísku þjóðareðli, að hann sé til dæmis snillingur í að ala á hinni margumtöluðu sektarkennd Bandaríkjamanna í samtölum við þá. Kissinger segist aldrei hafa látið þessa sjaldgæfu hæfileika Dobrynis og ljúfmannlega framkomu hans blekkja sig, heldur hafi hann fullkomlega gert sér grein fyrir þvíað Dobrynin mundi ekki víla fyrir sér að beita sömu óbilgirni og sama tvískinnungi og aðrir kommúnistaforingjar ef hagsmunir Sovét- ríkjanna krefðust þess. Öðru hverju hafi Dobrynin látið í ljós persónulegar skoðanir sínar á bandarískum stjórnmálum, og án undantekningar hafi þær endurspeglað þekkingu hans og viturlegt mat á bandarískum málefnum og þjóðlífi. Andrei Gromyko Andrei Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, fær þann vitnisburð hjá Kissinger, að hann sé orðheldinn málafylgjumaður, sem sýnt geti sveigjanleika ef á þarf að halda. Miðað við það kerfi, sem hann sé fulltrúi fyrir, verði hann að teljast heiðursmaður. Hann var búinn að standa af sér Stalíns-tímabilið, Molotofftímann í utanríkisráðuneytinu og happa- og glappastefnu Krúsjeffs í utanríkis- málum. Innifalið í því verði sem hann varð að gjalda fyrir pólitískt líf sitt var að vera skotspónn ruddalegra brandara þess, sem sat á valdastóli hverju sinni. Krúsjeff lét það eitt sinn út úr sér í samtali við gestkomandi útlending, að væri Gromyko sagt að sitja berrassaður á klaka sæti hann þar þangað til hann fengi fyrirmæli um að standa upp. Kímnigáfa Brésneffs var mjög á sömu lund þótt hún væri ekki jafngróf, segir Kissinger. Hann lætur mikið af klókindum Gromykos í samningum, og segir að vonlaust hafi verið að etja við hann kappi á þeim vettvangi án þess að hafa á hraðbergi upplýsingar og smáatriði. Áður en hann hafi fengið sæti í stjórnmálanefnd kommúnistaflokksins árið 1973 hafi hann fyrst og fremst verið notaður til að framkvæma stefnu annarra leiðtoga en eftir það hafi hann greinilega átt æ ríkari þátt í stefnumótun. Alexei Kosygin Bandarískir embættismenn hafa margir viljað halda því fram að Kosygin væri frjálslyndari en Brezhnev, en ég tel það mat ekki rétt, segir Kissinger. Hann bendir á að öryggis- og utanríkismál komi lítt til kasta Kosygins, sem fyrst og fremst hafi með höndum daglegan stjórnar- rekstur, en sú sýsla gefi tilefni til nokkurs sveigjanleika. í hugmynda- fræðilegum efnum sé Kosygin þó ekki einasta íhaldssamur heldur jaðri afstaða hans í því efni við það að vera einstrengisleg trúarskoðun. Kosygin er óumdeilanlega fágaðri í framkomu og betur menntaður en félagar hans almennt, segir Kissinger, en staða hans innan hins sovézka valdakerfis grundvallast e.t.v. ekki sízt á því að hann hefur aldrei sótzt eftir æðstu völdum og því hafa leiðtogar ekki þurft að óttast hann sem keppinaut. Hann er skylduræknin uppmáluð, eins og bezt má ráða af því að þegar eiginkona hans lá banaleguna hélt hann áfram daglegum störfum og stóð áfram heiðursvörð við gröf Leníns og horfði á hersýninguna á Rauða torginu eftir að honum hafði verið borin andlátsfregnin. Kissinger segist ekki hafa orðið var við þá kímnigáfu, sem átti að leynast undir ísköldu yfirbragði þessa manns, en í lok leiðtogafund- ar í Moskvu 1972 bar svo við, að sovézka flugvélin sem flytja átti hina tignu gesti frá Moskvu, fór ekki í gang. Kosygin brást hinn versti við þessum óvæntu örðugleikum og sagði: „Hvað eigum við að gera við flugmálaráðherrann? Ef þið viljið láta skjóta hann hér á flugbrautinni þá gerum við það.“ Kissinger segist ekki hafa séð betur en honum væri alvara og segist hafa reynt að fá hann til að líta bjartari augum á málið með því að benda á hve ómeðfærilegir dauðir hlutir gætu verið. „Ef maður missir pening," segist Kissinger hafa sagt, „þá má treysta því að hann rúllar í burtu, aldrei til manns.“ „Það hef ég ekki rekið mig á,“ svaraði hann snúðugt, „ég hef misst peninga, sem hafa rúllað til mín.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.