Morgunblaðið - 07.10.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.10.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1979 25 A smokingnum í svínastíuna Svínabú í Straumi Þar meö hófst vinátta þíns og svínsins. Hvenær var þaö svo aö þú fórst út í svínabúskap? „Ég leitaði alltaf til svínabúa eftir aö grísnum mínum var fargaö, og dreymdi um eigiö svínabú. Svo var þaö áriö 1959 aö ég frétti aö til sölu væri svínabú suöur í Straumi, sunnan Hafnarfjarö- ar. Ég keypti þar hlut á móti Bjarna Blomsterberg, kaupmanni í Hafnar- firöi. Til þessa þurfti auövitaö fé og ég fór í banka til þess aö freista þess aö fá lán. En þeim fannst lítið til koma aö lána til svínabúskapar og neituöu mér um peninga. Eg var ákveðinn t því aö eignast mitt svínabú og seldi því nýjan bíl sem ég haföi skömmu áöur fest kaup á og festi fóð í svínabúinu í Straumi. í staö bílsins keypti ég mér reiöhjól og þeirra erinda sem ég þurfti aö fara fór ég ávallt hjólandi, — og sá ekki eftir því. Viö Bjarni rákum búiö í Straumi í fjögur ár, vorum meö á milli 300 og 400 dýr. Sigurjón Ragnarsson í Hressingarskálanum keypti síðan hlut Bjarna og með Sigurjóni átti ég búiö önnur fjögur ár. Viö seldum síöan grjpina aö Þórustööum austur í Ölfusi. Ég ætlaöi mér aö hætta en hélt 3 gyltum eftir og einum grís. En ég gat ekki hætt og fór hingað aö Hamri. Keypti hálfan hektara í upp- hafi en nú eru þeir orönir sex. Ég hirti dýrin sjálfur, fór uppeftir fyrir allar aldir á morgnana. Eftir gegningar fór ég í vinnu klukkan hálfátta. Aö vinnu lokinni kom ég svo hingaö aftur og iöulega kom fyrir, aö ég var yfir nóttina. Þaö var þegar gylturnar voru að gjóta. Jafnframt þessu vann ég að uppbyggingu staðarins. Nú eru hér tvö gripahús, sláturhús auk íbúðar- húss ráösmanns. Nú er svo komiö aö hór eru 1100 dýr.“ Þrír menn starfa á Hamri og þar er sjálfvirkni mikil. Kristinn leiddi blaöamann um staöinn. Búiö á Hamri er stórbú og aödáunarvert hvernig einn maður hefur getaö byggt svo stórmannlega og þaö í tómstundun- um einum saman. Fyrst var haldiö á fæöingardeildina, sem Kristinn kallar svo. Þar voru níu gyltur, þrjár komnar aö goti og sex meö grísi. Um nóttina haföi fjölgaö í stíunum. Grísirnir voru aðeins nokkurra klukkustunda gamlir en engu aö síöur mjög brattir og mesta furöa hvaö þeir gátu ráfaö um. í fæðingar- deildinní eru grísirnir í 5 vikur og þaöan fara þeir í stíur ásamt móöur sinni. Viöskilnaöur á sér síöan staö eftir um þaö bil 7 vikur. Eftir viöskilnaöinn fara grísirnir í sérstakt uppeldishús ef svo mætti aö oröi komast. Þaö er 700 fermetra hús meö sjálfvirkum fæöibúnaöi og vél- mokuöum flór. Kristinn sagöi, aö þar væru um 600 grísir í uppeldi. Á Hamri er einnig fullkomið sláturhús. Þaö sem vekur sérstaka athygli á Hamri er hve allt er þrifalegt. Hin stæka svínapest, sem vill loöa viö svínabú er hér engin. „Viö leggjum mikiö upp úr þrifnaöi — allt mokaö tvisvar á dag,“ sagöi Kristinn. Klukkustundar- gamlir fara grísirnir í flór- inn til aö gera þarfir sínar En hvaö um svínin, eru þau þrifin? „Já, svínið er alveg sérstaklega þrifin skepna, enda mjög greind. Meöal tíu greíndustu skepna jaröríkis, í fjóröa til fimmta sæti. Sem dæmi um þrifnaö svína þá get ég nefnt þér, aö aöeins klukkustundargamlir fara grísirnir í flórinn og gera stykki sín þar. Engin skepna á jaröríki leikur þaö eftir — maðurinn ekki undan- skilinn. Ég veit dæml þess, aö svín hafi haldiö stíu sinni alveg hreinni í mánuö. En ef aöstæöur eru slæmar þá eiga þau í erfiöleikum meö aö halda sér hrelnum. Ég hef komiö á svínabú þar sem dýrin gátu ekki meö nokkru móti haldiö þrifnaði, vegna þess aö þaö lak úr flórnum og yfir stíuna. Stundum kemur fyrir aö svín gera stykki sín í stíuna en ekki flórinn en þá er ávallt eitthvaö sem veldur, til aö mynda of mikill hiti og dýrin reyna aö kæla sig. Þá verður líka lyktin stæk. Svín eru mjög við- kvæmar skepnur Þykir þér jafnvænt um svín nú og þegar þú varst 12 ára gamall vestur í Dölum. „Já, já og kynnin hafa styrkt þessi vináttubönd. Svínið er ákaflega viökvæm skepna. Þau kunna vel aö meta þaö sem vel er gert fyrir þau. Sérstaklega er þetta áberandi þegar gyltur eru aö því komnar að gjóta. Ef maöur gefur sér tíma til aö gæla viö þær þá bera þær traust til manns. Og þegar sjálfar hríöirnar byrja kalla þær á mann. Ég man, aö í Straumi var ráösmaöurinn ekki nógu nær- gætinn viö eina gyltuna og þetta kom berlega fram í framkomu hennar. Hún var taugaveikluö en þaö lagaöist fljótlega þegar fariö var að sýna henni nærgætni. Og litla sögu skal ég segja þér af grís, sem ég átti. Hann var kallaöur Rósalind og ég lánaöi hann til frúar hér í bæ sem gæludýr. Hann lagaöi sig vel aö aöstæðum og til marks um greind hans þá nuddaöi hann sér ávallt utan í fót frúarinnar ef hann vildi fá aö drekka. Hann gegndi nafni sínu, fór á sinn sérstaka staö til aö gera þarfir sínar. Þegar hann var búinn í baöi þá fór hann upp í rúm — fyrr ekki. Hann vissi aö fyrr mátti hann ekki fara upp í rúm. Nú, svo kom aö Rósalind varð að fara aftur aö Hamri og í sannleika sagt þá kveið ég því nokkuö hvernig systkini hans tækju á móti honum. Þau höföu nýlega verið tekin frá móðurinni, níu talsins. Þegar Rósalind kom í stíuna þá fögnuöu systkinin henni meö kostum og kynjum. Þetta minnti mig helst á þegar viö systkinin heima í Dölum fögnuöum bróöur okkar er hann kom heim úr skóia. Á smókingnum í svínastíuna Þessi saga er ágætt dæmi um greind og tilfinningalíf svínsins. Enda er þaö svo, aö ef ég veit aö gylta á aö gjóta reyni ég alltaf aö vera viöstadd- ur. löulega kemur fyrir aö viö hjónin komum hingaö upp eftir eftir sam- kvæmi til aö líta eftir svínunum. Ósjaldan hefur þaö komiö fyrir, aö ég hef fariö á smókingnum í svínastíuna — og hef gengiö jafn hreinn út aftur.“ Mikið starf fram- undan við að rækta íslenzka svínastofninn Er íslenzki svínastofninn sambæri- legur viö svín í nágrannalöndum okkar? „Nei, ekki enn. Hann hefur þó batnaö mikiö á síöustu árum en framundan er mikið starf. Nú er aö taka til starfa svínaræktarráöunaut- ur. Því ber aö fagna enda veröur aö leggja miklu meiri alúö viö ræktun stofnsins en hingaö til. Þaö þarf aö skrásetja stofninn. Viö höfum hug á aö fá leyfi fyrir sæöi frá Noregi en til aö mynda kaupa Danir sæöi þaöan. Viö viljum framleiöa úrvalskjöt og að flestra dómi þá er íslenzkur ham- borgarahryggur betri en sá danski. Holdafar íslenzka stofnsins þarf aö bæta. Sjálfur reyni ég aö bæta minn stofn. Það er ákaflega þýðingarmikið aö velja vel skapaöar skepnur til undaneldis. í vetur komu hingaö enskir sér- fræðingar og þeir skoöuöu búiö hér á Hamri. Mér þótti vænt um, aö þeir sögöu aö búiö hér á Hamri væri eitt hiö snyrtilegasta, sem þeir heföu komiö í og einnlg leist þeim vel á dýrin. En ég geri mér fyllilega grein fyrir því, aö framundan er mikið starf viö ræktun íslenzka svínastofnsins. Víðsýni forustu- manna bænda ekki nógu mikil Nú hafa bændur veriö hvattir til aö snúa sér í auknum mælf aö hliöar- greinum landbúnaöarins, sem svo hafa veriö kallaöar og þar meö talin svínarækt. „Já, þaö er rétt og ég tel það reginmistök. Sem betur fer held ég aö forustan sé aö átta sig á þessum mistökum og vinsamlegar viöræður hafa fariö fram milli Svína- ræktarfélags íslands og forustu- manna bændasamtakanna. Sú blá- kalda staöreynd blasir viö, aö mark- aöurinn setur okkur skoröur og þeim veröum viö að lúta — við getum ekki vænst þess aö flytja svínakjöt út. Ég tel aö víösýni forustumanna bænd- Texti H. Halls. Myndir: Emelía Á fæöingardeildinni — hún bíöur síns tíma. A spena. asamtakanna hafi ekki veriö nógu mikil. Bændur voru hvattir til aö snúa sér að svínarækt, aö óathuguöu máli, og afleiöingarnar eru nú aö koma í Ijós. Þaö er heldur mikið svínakjöt á markaöinum. Nýlega hækkuöum viö verö um 12%. Tókum einungis fóö- urhækkun inn í verölagiö en tókum aöra kostnaöarhækkun á okkar heröar. Viö töldum ekki stætt á meiri hækkun. Meö því aö hvetja til svínaræktar var einungis verið aö draga athyglina frá því vandræöa- ástandi sem nú ríkir í íslenzkum landbúnaöi. Þaö er ábyrgöarhluti aö hvetja til fjárfestingar, sem ekki getur staöiö undir sér — þegar menn hafa fjárfest standa þeir kannski frammi fyrir því að geta ekki selt vöruna. Slíkt er ekki skynsamlegt. Kærum okkur ekki um að komast á jötu niðurgreiðslna Er þá ekki erfitt að vera í samkeppni viö niöurgreidda vöru, eins og málum er nú háttaö? „Það segir sig auövitaö sjálft. En viö kærum okkur ekkert um aö komast á jötu niöurgreiöslna. Ég tel aö ailur atvinnurekstur, hvaöa nafni sem nefnist, eigi aö bera sig. Aö framleiöslan sé eins hagkvæm og kostur er. Annað leiöir í ógöngur, eins og raunar hefur sannast. Niður- greiöslur eru ákaflega vandmeöfarn- ar. Hvaö á aö greiöa niöur, hve mikið og svo framvegis. Slíkt getur af sér skriffinnskuveldi. Framleiöslan verö- ur ekki jafn hagkvæm og kostur er, hvatinn er ekki fyrir hendi. Ég tel að þaö flókna styrkjakerfi sem komið hefur veriö á hér á landi hafi leitt íslenzkan landbúnaö í ógöngur. Þaö má ekki skilja orö mín svo, aö ég sé á móti hefðbundnum landbúnaöi, síöur en svo, en ég er aðeins aö segja aö landbúnaöur eins og aðrar atvinnugreinar eiga aö vera stundaö- ar á heilbrigöan hátt, í heilbrigöri samkeppni. Neytendur eiga aö greiöa það verö, sem kostar aö framleiða vöruna á góöu búi, enda hafa bændur aldrei beðið um niöur- grelöslur. Svínabúið á Hamri framleiðir svipað og 15—20 meðal- stór sveitabýli Nú sagðir þú, að á Hamri værir þú með um 100 gyltur. Hvaö þýðir það í afurðum? „Þetta bú gefur af sér um 1500 grísi árlega en þaö er svipað kjötmagn og af um sex þúsund dilkum, eöa sem svarar dilkakjötsaf- uröa af 15—20 meðalstórum sveita- býlum. Nú geta menn auðvitað leikiö sér með tölur. Hér á Hamri starfa þrír menn, þeir hafa til umráða eina dráttarvél, Land Roverjeppa og haugsugu auk annarra smærri tækja. Á hverju sveitabýli er aö minnsta kosti ein dráttarvél, jeppi auk ann- arra innfluttra tækja, bygginga og fólks. Árlega er milljöröum variö til niöurgreiðslna í landinu, sem þegar er ofbeitt. Ég er ekki aö segja aö leggaj beri niður sauöfjárrækt og taka upp svínarækt í stærri stfl, síöur en svo, en eins og málum er háttaö nú, þá er það staðreynd aö neyzlu- venjum íslendinga er beint í ákveö- inn farveg af stjórnvöldum. Þó aö í óefni sé komið í hinum hefðbundna íslenzka landbúnaöi þá á ekki aö búa til vandamál í öörum greinum hans. Ég segi, aö ábyrgir aöilar eigi ekki aö skaþa glundroða meö slíkri hvatn- ingu þegar markaöur er ekki fyrir hendi. Þaö gefur auga leiö aö þá er veriö aö búa til ný vandamái. Viö svínabændur viljum kapp- kosta aö fara ekki út í samkeppni viö hinar heföbundnu búgreinar en hafa nægjanlegt svínakjöt á markaöinum til neyzlu. Nú eru öll þessi mál í athugun og óskandi aö vel takist til og samvinna megi takast þannig aö framleiöslan veröi í sem réttustu hlutfalli við neyzluvenjur, sem hafa þó breyst verulega á síöustu árum.“ H.Halls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.