Morgunblaðið - 14.03.1982, Page 24

Morgunblaðið - 14.03.1982, Page 24
72 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982 Önnumst kaup og sölu allra almennra veöskulda- bréfa og ennfremur vöruvíxla. Getum ávallt bætt viö kaupendum á viöskiptaskrá okkar. Góö þjónusta. — Reyniö viöskiptin. Vcnlliréfsi - Al;irlcsi(liii*iiin Urkjntmifi “ 12222 Kaupmenn — Heildsalar Leigi út aöstööu fyrir útsölur í hjarta borgar- innar í Kjörgaröi, Laugavegi 59, kjallara. Næsta útsala byrjar þann 25. marz. Uppl. í síma 26288 milli kl. 4—6 daglega. Fjarstýrð hágæðasamstæða Með því að ýta á einn takka á fjarstýringunni úr sæti þínu Retur þú fenRÍð hljómlist frá hljómplötu/ segulbandstækinu eða útvarpstækinu. Stórir ljósastafir í stjórnborðinu sýna þér stöðugt hvað er í gangi. Hægt er að stýra tækinu með tölvunni á tækinu sjálfu eða með fjarstýringu sem fylgir. Tölvuminni og tímatæki gera yður kleift að stilla tölvuna innan 24 klst. þannig að tækið fari í gang samkvæmt yðar óskum þ.e. t.d. kveikja á útvarp- inu og taka upp á segulbandið. Við álítum að viðskiptavinir okkar kunni heldur betur að meta þetta. Komdu og skoöaöu — þú munt sannfærast. Verö 18.254. Greíöslukjör. Bang&Olufsen Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Ný meiri- háttar? Trust SAVAGE EPIC EPC 85546 A hverju ári kemur fram fjöldinn allur af nýjum hljómsveitum, sumar slá strax í gegn en aðrar láta minna fyrir sér fara og eru lengur að koma upp á yfirborðið. Gott dæmi um hægu leiðina er franski þrumuvagninn, Trust. Seint á árinu ’80 hóf hann að koma fram sem upphitunar- grúppa fyrir Iron Maiden og snemma á árinu ’81 kom út fyrsta platan þeirra. Síðan hef- ur verið nokkuð hljótt um flokkinn en hann fór aftur af stað nú snemma á árinu. I kjölfarið fylgdi svo önnur plata Trust, „Savage". „Savage" hefur að geyma þá tónlist, sem með góðri sam- visku má kalla þungarokk. Trommur og bassi þung og þétt, hraður taktur leikinn af fingrum fram á gítar og sér- stakur söngur Bernie fellur eins og flís við rass. Utkoman er 1. flokks. Allur hljóðfæra- leikur er góður en er hægt að ímynda sér Frakka syngja af áreynslu á bjagaðri ensku? Samt er söngurinn mjög aðlað- andi. Þó er fleira en hann sem sýnir sérstöðu Trust meðal þungarokkshljómsveita. Allir textar eru feikna innihaldsrík- ir og hafa að geyma boðskap til okkar allra. Þeir fjalla um allt frá málefnum E1 Salvador til persónulegra hugrenninga fé- laganna. Platan sem kom út í fyrra var tileinkuð fyrrverandi söngvara AC/DC, Bon Scott, en hann lést skömmu fyrir út- komu hennar. Sá góði drengur hefur verið þeim meira en lítið hjartfólginn, því nú aftur heiðra þeir minningu hans með laginu „Your Final Gig“. Það er hægt, þungt, næstum blús- að, í líkum stíl og Scott sjálfur söng svo frábærlega á þeim tíma er hann var með AC/DC. Af þeim 9 lögum, sem eru á plötunni, þá er blúsinn bestur þótt erfitt sé að gera upp á milli laganna. Þessi plata ætti að vera kjör- gripur í safn hvaða rokkaðdá- anda sem er og ef framhald verður á þessu góða starfi Trust, þá er fædd ný „meiri- háttar grúppa". FM/AM Kennarafundur Snælandsskóla: Fordæman- legt að semja um ekkert MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun sem samþykkt var á kennarafundi í Snælandsskóla í síðustu viku: Við teljum nýgerða sérkjara- samninga einskis virði. Nær engu atriði úr kröfugerð er náð fram. Forkastanlegt er að sett sé í samning sem kjaraatriði, að við- ræður fari fram. Aðalkjarasamningur gaf enga launahækkun, en samið um skert- ar vísitölubætur. Það er óskiljan- legt og fordæmanlegt að gera samning upp á ekki neitt. Fyrir hvern er verið að semja? Samninganefnd sem treystir sér ekki til að ná meiru fram ætti að segja af sér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.