Morgunblaðið - 02.10.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.10.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983 21 Aðstoðarlæknir á lyflæknisdeild sýnir hluta þcirra tækja sem um borð Neyðarbfllinn er nokkurs konar „slysadeild á hjólum“. Þar eru fullkomin tæki, meðal annars hjartarafsjá, eru. rafpúðar til að gefa lost auk allra lyfja, svo dæmi séu tekin. Nokkur tilvik sem skipt hafa sköpum Blaðamaöur bað lækna lyf- læknisdeildar að rifja upp örfá tilvik þegar álitið er að læknismeðferð á staðnum komi að verulegum notum, jafnvel svo að skipti sköp- um. Átján mánaða gamalt barn fékk skyndilega verulega and- nauð og var komið með mikinn bláma þegar læknirinn á neyð- arbílnum kom á staðinn. Reynd- ist barnið vera með barkaloks- bólgu, sem getur valdið öndun- arstöðvun fyrirvaralítið og þarf að barkaþræða í mörgum tilvik- um. Barninu létti við súrefnis- gjöf og þurfti ekki að koma til barkaþræðingar í þessu tilviki. Komið var að meðvitundar- lausum sykurssýkissjúklingi í heimahúsi. Fékk hann blóðsykur og vaknaði hress og var skilinn eftir heima. Hann hafði áður fengið svipaða meðferð. Stúlka lenti í slæmu umferð- arslysi. Missti meðvitund og festist i bifreið og tók um hálf- tíma að losa hana. Var með lág- an blóðþrýsting. Hún var sett í hálskraga á staðnum, fékk vökva í æð og við það hækkaði blóð- þrýstingur. Var síðan flutt í slysadeild í allsæmilegu ásig- komulagi, miðað við aðstæður. Fullorðin kona fékk verulega slæma hjartabilun, andþyngsli og var byrjuð að blána þegar komið var að. Létti hanni veru- lega á staðnum við lyfjagjafir og súrefni og var síðan flutt á spít- ala. Aldraður maður fékk hjarta- og öndunarstopp eftir að kjötbiti hafði fest í hálsi. Bitinn var fjar- lægður á staðnum með barka- speglun og sjúklingur barka- þræddur og endurlífgaður og hjartað tók vel við sér. Var sjúklingurinn fluttur í gjör- gæzludeild Borgarspítalans. Drengur fékk aðskotahlut í háls og veruleg andþyngsli. Var barkaspeglaður á staðnum og aðskotahluturinn sogaður burtu. Jafnframt var sett líflína til lyfjagjafar ef á þyrfti að halda. Var drengurinn fluttur í góðu ásigkomulagi á slysadeild og út- skrifaðist samdægurs. Liðlega tvítug kona fékk veru- leg andþyngsli í nokkrar klukku- stundir. Stuttu eftir að starfslið neyðarbílsins kom á staðinn hætti hún að geta andað. Reyn- ist með barkaloksbólgu og mik- inn bjúg í barkakýli, þannig að efri loftvegir höfðu lokast. Var hún barkaþrædd í neyðarbíl og gefið súrefni. Jafnframt var sett upp líflína til lyfjagafa ef á þyrfti að halda. Flutt í gjör- gæzludeild Borgarspítalans og útskrifaðist í góðu ásigkomulagi. Liðlega sextugur maður fékk hjartaverki og lífshættulegar hjartsláttartruflanir. Fylgst var með hjartsláttaróreglu í rafsjá og sett upp líflína til lyfjagjafa. Henni voru gefin lyf og fækkaði lífshættulegum aukaslögum. Reyndist maðurinn vera með kransæðastíflu. Var hann flutt- ur í þokkalegu ásigkomulagi á sjúkrahús. Fullorðinn maður fékk slæm- an krampa og var orðinn helblár þegar komið var á vettvang. Sett var upp líflína og gefin lyf í æð, sem stöðvuðu krampann. Hann var fluttur í góðu ásigkomulagi á sjúkrahús. Komið var að liðlega áttræð- um manni í hjarta- og öndun- arstoppi. Líflína var sett upp og maðurinn barkaþræddur. Hann fékk raflostmeðferð og lyfjagjaf- ir til að stöðva hjartsláttar- óreglu. Maðurinn endurlífgaður og fluttur á Borgarspítalann. Útkall vegna hjartastopps. Komið var að sjúklingi liggjandi á gangstétt í Bankastræti. Var hann talinn vera með einkenni sykurskorts. Blóðsykur var mældur í neyðarbíl og reyndist grunur á rökum reistur. Var honum gefinn sykur í æð og hresstist maðurinn strax. Flutt- ur heim fullhress. Kona um tvítugt fékk illvíga og viðvarandi krampa, sem vald- ið geta súrefnisskorti og heila- skemmdum. Líflína var sett upp og henni voru gefin lyf í æð, sem stöðvuðu krampana að mestu. Var konan flutt á slysadeild og síðan á lyfjadeild Landspítalans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.