Morgunblaðið - 02.10.1983, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.10.1983, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983 Saga m ástarstund á Orlr rard prinsessmú aö falli Morgunblaðið birti sl. sunnudag kafla úr ævisögu Elísabetar prins- essu af Toto í JJg- anda, sem var utanríkisráðherra Amíns forseta. Kom þar fram, hvernig Amín snerist gegn henni og svipti hana utanríkisráð- herraembœttinu. / kaflanum hér á eftir, sem er framhald kaflans sem birtur var sl. sunnudag, lýsir hún hvernig hún slapp úr klóm Amíns. Amín hætti við bónorðið og snerist gegn utanríkisráðherra sínum Eftir að Amín hafði vikið mér úr embætti, hafði hann farið rakleiðis á ríkisstjórnarfundinn og skýrt frá ráðabreytni sinni. Hann kvaðst hafa rekið mig vegna ósæmilegrar framkomu minnar í síðustu utanlandsferð. Hann sagði, að það hefði sér mis- líkað mest, að ég skyldi hafa haft kynferðislegt samneyti við hvít- an karlmann á salerni Orly-flug- vallar. Þessa sögu heyrði ég fyrst, er forsetinn hafði hana eftir í fréttatíma útvarps sama dag. Mér brá í brún, en reiddist samt ekki, því að mér fannst málið of hrikalegt og heimskulegt í senn. Ég áleit ekki, að erlendir fjöl- miðlamenn hefðu geð í sér til að færa söguna í þann búning, að hún yrði tekin trúanleg. Ég vissi, að enginn í Uganda myndi leggja trúnað á hana, allra síst þar sem hún var borin fram af Amín. En þessa sögu hafði Amín fengið frá París, þegar sízt skyldi, því að hann var að búa sig undir að bera fram bónorð ti) mín. Það segir sína sögu um Am- ín, að hann skyldi leggja trúnað á þetta. Öllum öðrum hefði fundizt þessi áburður of grófur. En það er einmitt eitt helzta skapgerð- areinkenni Amíns, að hann skortir mjög heilbrigða dóm- greind. Hann gleypti við sögunni án frekari umhugsunar, og hann þoldi ekki að vera hafður að fífli. Hann var særður af því að hon- um fannst ég hafa vísað sér á bug, og í þokkabót tekið hvítan mann fram yfir sig. Um nóttina var hús mitt um- kringt lögregluþjónum. Ég skip- aði svo fyrir, að engum skyldi hleypt inn. Það var barið harka- lega að dyrum, og matreiðslu- maðurinn minn heyrði ávæning af því að lögreglan ætiaði að kveikja í húsinu, ef því yrði ekki lokið upp. En lögregluforinginn sem stjórnaði aðgerðinni fékk vitneskju um, hvaða herbergi ég dvaldist í, guðaði þar á glugga og kvaðst vera mágur minn. Hann stjórnaði lögreglusveitum Kamp- ala og síðar var mér tjáð, að hann hefði neitað að hlýða for- setanum, er hann fyrirskipaði honum að handtaka mig. Hins vegar mun kona hans, Joy systir mín, hafa sagt: — Ef það á að handtaka Elisabeth er betra að þú gerir það en einhver annar. Þegar mér varð ljóst, hver var á ferð, lét ég opna húsið. Mágur minn kom inn ásamt lögréglu- mönnum og hann sagði: — Okkur hefur verið falið að fara með þig á lögreglustöðina. Hann skýrði svo frá að skipun um þetta hefði komið milliliðalaust frá forset- anum. Fyrst var farið með mig á skrifstofu á lögreglustöðinni, en síðan var ég flutt inn í fanga- klefa, þar sem ekki var annað innanstokks en rúm með harðri dýnu — óhreinni í þokkabót. Hins vegar gerði ég mér það ljóst, að mín hefði getað beðið vist á miklu verri stöðum. Það var komið þokkalega fram við mig og ég fékk að sofa það sem eftir var nætur. Næsta dag sat ég í fangaklefa mínum og hafði enga hugmynd um, að handtaka mín hafði vakið mikla reiði um heim allan. Mjög hart var lagt að Amín að láta mig lausa. Jafnskjótt og Patrick bróðir minn hafði fengið fregnir af handtökunni, hafði hann farið rakleiðis til Jomo Kenyatta, for- seta Kenya, og gert honuni við- vart, en Kenyatta hafði engar vöflur á og hringdi til Amíns. Varaði hann Amín við að beita mig illri meðferð og kvaðst líta á mig sem dóttur sína. Fulltrúar ríkja Einingarsam- bands Afríku hjá Sameinuðu þjóðunum komu saman til fund- ar að frumkvæði Nígeríumanna. Sömdu þeir orðsendingu til Am- íns, þar sem því var hótað að slíta öll stjórnmálatengsl við Ug- anda, ef mér yrði gert mein. Fréttirnar af handtöku minni bárust um Uganda eins og eldur í sinu. Hundruð manna söfnuðust saman framan við lögreglustöð- ina og stóðu þar heiðursvörð án þess að mæla orð frá vörum. Þessi viðbrögð komu Amín gersamlega í opna skjöldu og þó að hann væri enn staðráðinn í að auðmýkja mig, varð hann að láta undan miklum þrýstingi. Kl. 16.00 sama dag fyrirskipaði hann að ég skyldi látin laus. Ég var í stofufangelsi vikutíma á eftir og gat aðeins óljóst fylgzt með því sem gerðist. Síðar meir hefur mér tekizt að raða atburð- unum saman, þannig að þeir gefi nokkuð heillega mynd af því sem gerðist. Sú mynd er Amín síður en svo til sóma, heldur er ljóst, að hann hefur gert sig að algeru viðundri. Vinir mínir hafa skýrt mér frá því, að æði hafi runnið á Amín. er hann áttaði sig á að hann gat, ekki auðmýkt mig opinberlega. Vitni nokkurt sagði mér, að hann hefði ætt fram og aftur og öskr- að: — Þið verðið að finna ein- hverja ákæru. Fyrirskipunin um að ég skyldi látin laus, kom jafn skyndiiega og handtökuskipunin. Amín var í sjónvarpinu vegna móttöku sendinefndar frá PLO, er hann skýrði frá því að mér yrði sleppt. Þetta atvik var rækilega sett á svið fyrir sjónvarp og útvarp, eins og flestir aðrir atburðir í stjórnartíð Amíns. í fyllingu tímans var bíl ekið heim að húsi mínu og út sté frægasti lögreglu- maðurinn í Uganda, en hann var jafnframt heimskunnur afl- raunamaður, Akibua að nafni. Hann átti að fylgja mér á fund forsetans í Makindye Lodge. For- setinn var inni í kofa með strá- þaki, en allt í kringum hann voru ráðherrar, embættismenn og herskari af blaðamönnum og sjónvarpsupptökuvélum. Ég var beðin um að taka mér sæti fram- an við þennan hálfhring, en það átti að líta svo út sem um rétt- arhöld væri að ræða. Godfrey Lule varaforseti las upp yfirlýs- ingu, þar sem sagði að ég yrði látin laus, ef ég greiddi sem svar- aði 750 Bandaríkjadölum. Þá sagði forsetinn, að hann hefði auðsýnt mér mikið réttlæti, — Ég hefði getað sent þig til Luzira, Naguru eða Makindye, en það voru illræmdustu fangelsin í landinu, — en ég sendi þig bara á lögreglustöðina, bætti hann við. Ég svaraði og sagði: — Hvers vegna er ég dæmd til að greiða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.