Morgunblaðið - 02.10.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.10.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983 25 Tappi tíkarrass á þorskaslóð TAPPI TÍKARRASS Á PORSKASLÓÐ. Nafn á frummáli: Nýtt líf. Handrit og stjórn: Þráinn Bertelsson. Framleiðandi: Jón Hermannsson. Kvikmyndataka og klipping: Ari Kristinsson. Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson. HINIR REYKVÍSKU GÆGJAST YFIR SVIÐIÐ Ég var satt að segja hálfrag- ur við að setjast við ritvélina í gærkveldi að fjalla um viðburð dagsins á listasviðinu; frumsýn- ingu nýjustu íslensku kvik- myndarinnar Nýs lífs Þráins Bertelssonar og Jóns Her- mannssonar. Ástæðan var sú að ég leik sjálfur í myndinni og er enn í fersku minni baráttan við hlutverkið er fólst í því að sitja heilan eftirmiddag uppá Sögu við að éta frosna steik og sötra rauðvín. Það var ekki örgrannt um að maður fyndi til fiðrings eftir að hafa atað leðju eða smurt sykurhjúp kvikmyndir síðustu ára. Þar kom vel á vond- an, loks varð gagnrýnandinn að horfa á sjálfan sig á hvíta tjald- inu, í þetta sinn ásamt nokkrum vinnufélögum úr Fjölbraut. Svo sást maður vart sekúndu- brot eftir að hafa hamast á frosnu steikinni part úr sól- arhring. Aldrei skal ég skrifa illa um þessi leikaragrey sem strita klukkustundum saman fyrir nokkrum mínútum á hvíta tjaldinu, hugsaði statistinn og gleymdi stundarkorn að setja upp gleraugu listrýnisins. En minnið er hverfult og fyrr en varir voru gleraugun komin á nefið og tekið að róta í orða- belgnum, gott ef óveðursský sveif ekki yfir ritvélinni. En þá létti yfir öðru sinni á tæpum sólarhring því ég þarf ekki að skamma nokkurn mann í Nýju lífi. Myndin er bara svo bráð- skemmtileg að tæknileg smá- mistök gleymast. Ég held bara að ég hafi ekki skemmt mér eins innilega á íslenskri kvik- mynd fyrr. Ég er ekki eins viss um að söguþráðurinn sitji lengi á sálinni, en það var bara svo gaman. Kannski vegna þess að maður er að hálfu alinn upp í fyrstihúsi og þekkir „móralinn" svolítið. í það minnsta kannaðist ég við flest það sem skoðað var í Frystihúsum Vestamannaeyja: Bónusinn sem rekur menn áfram við ormatínsluna, ver- búðaguttann sem hættir að drekka sama kvöldið og hann hittir elskuna sína, aflaskip- stjórann sem trúir á sauruga drauma. Aðeins eitt var fram- andlegt; tónmennt Tappa tík- arrass. Þar fer kukl sem ég kannast ekki við. Samt er smart hjá Þráni að notast við Tappa fremur en gömlu góðu harmón- íkustemmninguna sem laðaði pörin uppí gildrögin. Nýtt líf er nýtt líf þó svo að lífið sé lítið annað en saltfiskur hjá þorra verbúðarfólks. Var ekki annars kominn tími til að fjalla um líf þessa ágæta fólks sem leitast við að fága heimsins besta fisk, svo hann rúmist á veisluborði stórþjóð- anna? Ég skal ekki segja hversu glögg heimild þessi verbúðar- mynd Þráins er um líf í Vest- mannaeyjum. Enda skiptir það ekki höfuðmáli. Hér var fyrst og fremst verið að fjalla um þá sem hafa fjöregg þjóðarinnar í hendi sér á græskulausan, gam- ansaman hátt. Má vera að Þrá- inn hefði mátt tuska suma leik- arana svolítið betur til en samt alveg furða hve Vestmanney- ingarnir voru eðlilegir í leik og starfi. Sumir eru kannski fúlir yfir hve myndaugað sinnir lítt hinu máttuga landslagi Vest- mannaeyja — en Nýtt líf fjallar hvorki um hesta né jökulbjört fjöll, hún fjallar um tvo gutta er nefnast Daníel og Þór. Þessir hversdagsmenn hafa unnið á Hótel Sögu. Daníel sem matsveinn en Þór sem þjónn. Eitthvað eru strákarnir lausir í rásinni enda er þeim sparkað af meginlandinu. I Eyjum tekur ekki betra við. Reynast blessað- ir guttarnir gersamlega ófærir til vinnu og gengur myndin útá apaspil þeirra í frystihúsinu, en þar eiga þeir í höggi við hinn auðtrúa Víglund verkstjóra. Ég veit ekki hvort má lesa einhvern boðskap út úr þessari mynd, til dæmis í þá veru að Daniel og Þór séu persónugervingar Reykjavíkurveldisins sem hefur vertíðarbardúsið að háði og spéi. Víglund verkstjóra og Ása skipstjóra má þá skoða sem fulltrúa hinna grandvöru sjó- sóknara sem leggja allt í söl- urnar fyrir saltfiskinn, má vera, má vera? Ég held hinsveg- ar að best sé, að vera ekkert að röfla meira um þessa mynd eða vera að spá frekar í boðskapinn. Má maður ekki fara í bíó bara til að hlæja? Þó má ég ekki alveg gleyma aðalleikurunum en án Eggerts Þorleifssonar, sem lék Þór Magnússon þjón, hefði Nýtt líf ekki kviknað í Nýja Bíói í gærkveldi. Alveg makalaust hvað strákurinn er sniðugur leikari. Hann hlýtur að hafa hlotið leikaramenntun í fyrra lífi. Karl Ágúst Úlfsson í hlut- verki Daníels kokks studdi Egg- ert dyggilega enda prýðilega fær leikari. Eg vil ekki pikka út fleiri leikendur, enda voru sum- ir alls ekki á leikarabuxum heldur bara þeir sjálfir: Þú varst víst búinn að lofa að skrifa um frammistöðu undir- ritaðs í myndinni, Þráinn — slepptu því. Nýtt líf bætti svo sannarlega upp frosnu steikina á Sögu. Ég þakka bara guði fyrir að það var ekki saltfiskur. Svona hugsar maður í Reykja- vík — það er kannski kominn tími til að breyta til og hefja Nýtt líf? Ljósm. Snorri Snorrason. sögulegu för, árangur hennar og raunverulegan tilgang. Hún hefur að sjálfsögðu ekki verið matreidd ofan í vestræna fjölmiðla af sov- ésku áróðursvélinni því að það tekur jafnvel hana nokkurn tíma að kúvenda. En nú síðustu daga hafa borist fregnir um að austur- þýskir landamæraverðir séu byrj- aðir að fjarlægja sjálfvirk morð- tæki við gaddavírsgirðingarnar og sprengjubeltin á milli Austur- og Vestur-Þýskalands. Kannski er unnt að tengja þetta för Strauss og stóra láninu sem hann útvegaði en kannski er þetta liður í áróð- ursstríðinu um hug og hjörtu Vestur-Þjóðverja nú skömmu áður en dregur til úrslita í Evrópueld- flaugamálinu. Kommúnistastjórn- irnar hafa oft áður sett ýmislegt á svið til að auðvelda þeim barátt- una sem leggja lýðræðisríkin og kommúnistaríkin að jöfnu. Á nýlegu ársþingi Alþjóðaher- málastofnunarinnar, Internation- al Institute for Strategic Studies, þar sem rætt var um samskipti austurs og vesturs var ítarlega fjallað um það, hvort líklegt væri að unnt reyndist að milda sovéska stjórnarhætti með auknum sam- skiptum og samneyti. Meirihluti þeirra sérfræðinga sem tóku til máls var þeirrar skoðunar að reynslan á síðasta áratug sýndi að þetta væri vonlítið eða vonlaust verk. Sovéska stjórnkerfið væri svo forstokkað að annað og meira þyrfti til en vinsamleg samskipti og verslun vildu menn stuðla að mannúðlegum stjórnarháttum þar. Slík iðja gæti raunar orðið hættuleg fyrir þá sök að lýðræð- issinnarnir gleymdu að draga mörkin og létu blekkjast af fag- urgala og sýndarmennsku. „Njet“ og aftur „njet“ Eitt af því sem þeir Vestur- landabúar vilja er leggja lýðræð- isríkin og kommúnistaríkin að jöfnu er að Vesturlönd sýni frum- kvæði í „friðarmálum" með ein- hliða afvopnun. Júrí Andropov, fyrrum yfirmaður KGB, hafði ekki setið lengi í embætti aðalrit- ara sovéska kommúnistaflokksins þegar hann lýsti því yfir á glæsi- fundi í Kreml, að Sovétmenn væru ekki svo barnalegir að láta sér til hugar koma að afvopnast einhliða. Hins vegar hafa Kremlverjar svo mikla trú á barnaskap Vestur- landabúa að þeir vona enn að ekki komi til þess í desember næstkom- andi að bandarískum eldflaugum verði komið fyrir í Veátur-Evrópu til mótvægis við SS-20 eldflaugar Sovétmanna. í því efni treysta sovésk stjórnvöld á afl friðar- hreyfinganna. Undanfarna daga hafa Banda- ríkjamenn hvað eftir annað hreyft nýjum hugmyndum sem þeir telja að stuðli að samkomulagi í Genfar-viðræðunum um takmörk- un Evrópueldflauganna. Á mánu- daginn lagði Ronald Reagan, for- seti Bandaríkjanna, fram tillögur í ræðu sem hann flutti á allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna og á miðvikudag gekk George Bush, varaforseti Bandaríkjanna, lengra til móts við Sovétmenn. En svörin frá Moskvu eru alltaf á sömu lund, nei og aftur nei. Júrí Andropov neitar staðfastlega og segir að Bandaríkjamenn meini ekkert með því sem þeir bjóði og alit sitji við það sama og hljóti að sitja við það sama, enda megi Bandaríkjamenn ekki koma nýj- um eldflaugum fyrir í Vestur- Evrópu því að þar með stofni þeir heimsfriðnum í hættu. Kremlverj- ar vilja óbreytt ástand, þeir vilja sem sé hafa einokun á meðaldræg- um kjarnorkueldflaugum í Evr- ópu, geta miðað 1050 kjarnaoddum á öll Vestur-Evrópuríkin og talað niður til ríkisstjórna þeirra úr há- um sessi valdsmannsins. Eftir að Sovétmenn höfðu miðað 100 SS-20 eldflaugum á Vestur- Evrópuríkin sögðust þeir vera að skapa jafnvægi og jafnstöðu í kjarnorkuvígbúnaði í Evrópu. Eft- ir að Sovétmenn hafa miðað 350 SS-20 eldflaugum (þrír kjarna- oddar í hverri flaug) á Vestur- Evrópuríkin án þess að Vestur- lönd hafi styrkt kjarnorkumátt sinn með einum eða öðrum hætti segjast Kremlverjar enn vera að skapa jafnvægi og jafnstöðu! Og svo segja þeir „njet“ og aftur „njet“ við öllum tillögum sem miða að þvi að fækka þessum eldflaugum. Upphaflega vildu NATO-ríkin að allar sovésku eldflaugarnar yrðu fjarlægðar svo að þau þyrftu ekki að grípa til gagnaðgerða. Niðurrif þessara kjarnorkuvopna er banmjrð að mati Sovétmanna og nú hefur Bandaríkjastjórn fikrað sig inn á þá braut að báðir aðilar eigi ein- hvern fjölda eldflauga en færri en Sovétmenn núna og á það má Júrí Andropov ekki heldur heyra minnst. Þegar horft er á þessar stað- reyndir er undarlegt svo ekki sé meira sagt að þær raddir skuli vera háværar á Vesturlöndum sem halda því fram að allt það sem miður hafi farið í kjarnorku- málum sé vestrænum ráða- mönnum að kenna, en það eru ein- mitt þessar raddir sem vilja ekki viðurkenna muninn á lýðræðis- ríkjunum og kommúnistaríkjun- um eða stunda samanburðarfræð- in sem miða að því að sanna að Bandaríkin séu ivið verra risa- veldi en Sovéttíkin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.