Morgunblaðið - 02.10.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.10.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983_ Ég reyndi eitt sinn að skri& klánibók Rætt við Nóbelsverðlaunahafann Isaac Bashevis Singer Isaac Bashevis Singer hlaut bókmennta- verðlaun Nóbels árið 1978. Hann fæddist í Leonczyn í Póllandi árið 1904 og er af gyðingaætt- um. Faðir hans og afí voru báðir gyðingaprestar og sjáifur nam hann klerkleg fræði, en sneri sér að rit- störfum, eins og bróðir hans Israel Joshua Singer hafði gert. í fyrstu lagði Singer stund á blaða- mennsku og þýddi þýzk bókmenntaverk á jiddish, en það er tunga gyðinga frá Austur-Evrópu. Árið 1935 sendi hann frá sér fyrstu skáldsögu sína, Sat- an í Goray, og sama ár fluttist hann búferlum til Bandaríkjanna. Þótt hann hafí verið bú- settur vestra allar götur síðan, hefur hann jafnan skrifað á móðurmáli sínu, jiddish, og verkin fjalla að miklu leyti um það um- hverfí, sem hann ólst upp í. Hann varð ekki kunnur í Bandaríkjunum fyrr en ár- ið 1953, er smásaga hans, „Gimple The Fool“ birtist í tímariti í þýðingu Saul Bellow, sem síðar hlaut einnig bókmenntaverðlaun Nóbels. Verk Singers hafa allt síðan verið þýdd á ensku, og síðasta skáld- saga hans „The Penitent“ er væntanleg í enskri þýð- ingu um þessar mundir. Viðtal það sem hér fer á eftir birtist fyrir skömmu í tímaritinu Interview. Það var tekið á skrifstofu Sing- ers á heimili hans á Man- hattan, en er hér talsvert stytt. — Það orð fer af þér sem rit- höfundi, að þú fjallir mjög um holdlegar fýsnir og hvatir, sem fólk lætur undan. Hvers vegna þykir þér slíkt svo áhugavert? — Hvers vegna ætti ég ekki að hafa áhuga á því? Er það ekki þetta, sem fólk hugsar um og verð- ur fyrir áhrifum af allt sitt líf? Er því ekki þannig farið með kynlífið — höfum við ekki öll sprottið upp af því? Það mætti fullt eins spyrja, hvers vegna fólk hefði áhuga á mat. — En þetta er samt ekki alltaf viðfangsefni bókmenntanna — Ekki alltaf, en ég geri ?kki það, sem alltaf er gert. — Maður gerir sér í hugarlund, að rétttrúuðum gyðingum séu strangar skorður settar. — Það er rétt. Ég er trúaður maður, en ég trúi því ekki, að ástir og ástríður séu andstæðar guði. Þær eru hans verk. — En leiða strangar skorður til ríkari og óbeizlaðri ástríðna en ella? — Ég tel, að haldi maður aftur af einni orkulind, muni orkan brjótast fram á öðrum stöðum. Ef þú heldur aftur af þér í kynferð- ismálum, muntu snúa þér að öðru. Þá eykst þrá þín eftir bókmennt- um, ljósmyndun eða öðrum störf- um. Þetta getur að sjálfsögðu brotizt fram í trúarbrögðum. Þetta getur brotizt fram hvar sem er. En sannleikurinn er sá, að setti fólk sér ekki skorður, yrði því ókleift að lifa saman. Öll siðmenn- ing okkar byggizt á skorðum og takmörkunum. Ég held að þeir sem halda aftur af sér séu ástríðufyllri en aðrir, því að ástríðurnar vilja ekki að þeim séu settar skorður, þær reyna að brjóta þær af sér, þannig að átökin verða meiri. — í einni bóka þinna skýrir þú frá því, að þú hafir lagt þér ýmsar lífsreglur, þegar þú varst ungur, og þar á meðal segir þú, að fólk eigi ekki að vera í hjónabandi lengur en 15 ár. Ertu enn sömu skoðunar? — Ef hjónabandið er samning- ur ætti það ekki að vera til lífstíð- ar. Það ætti að vera samningur til allmargra ára, þannig að fólk gæti komið sér upp fjölskyldu. Ef fólk elskast þá enn getur það fram- lengt samninginn. — En er unnt að auðsýna tryggð? — Ég held að svo sé. Ella myndi fólk ekki tala um það. Allir menn halda í rauninni aftur af sér á einn eða annan hátt. Frjáls vilji og örlagatrú — Heldur þú að vinsældir verka þinna stafi af því, að þú skrifar um samband karla og kvenna — grundvallaratriði í líf- inu? — Ég tel mér trú um, að fólk lesi verk mín vegna þess að þau falli því í geð. Ég veit ekki hvað því fellur í geð og hvers vegna. — Telur þú að skáldskapur eigi að hafa siðferðilegt gildi og að rit- höfundar beri siðferðilega ábyrgð? — Ég held að rithöfundur eigi ekki að setjast niður og freista þess að skrifa siðferðilega skáld- sögu. En ef honum eru hugstæð siðræn viðfangsefni og menning — hreinræktuð menning — þá fel- ur saga hans í sér ákveðinn boð- skap eða inntak. En ef maður sezt við skriftir og segir við sjálfan sig: — Þessi saga breytir fólki til hins betra og færir því þá dýrlegu framtíð, sem það vonast eftir — þá er verk hans dæmt til að mis- takast. — Hvað finnst guði um allar ástríðurnar? — Þegar þessu viðtali er lokið, er ég viss um að þú tekur viðtal við almættið, og spyrð hvað því finnst. Ekki veit ég það. — En hvað finnst þér þá um guð? — Ég get ekki sagt annað en að ég kem ávallt auga á hina miklu og guðdómlegu vizku hans. Ég kem ekki ávallt auga á miskunn- semi hans, en hann þarf sumu að leyna. Hann ætlar ekki að skýra mér frá öllum leyndardómum sín- um. — Finnst þér þú vera í meiri snertingu við skapara þinn, þegar þú skapar sögurnar þínar? — Ég held, að ég finni snert- ingu við hann sérhvert andartak í lífi mínu. Ég finn fyrir návist hans, ég finn fyrir forsjón hans og tölvan hans er svo stór, að hún getur fylgzt með milljörðum manna og öllum reikistjörnum, ' sem byggðar eru mönnum. — Én trúir þí því, að vilji mannsins sé frjáls? — Já. Maimonides (heimspek- ingur af gyðingaættum, sem reyndi að sýna samræmi milli trú- ar og heimspeki) telur hvort tveggja rétt — frjálsan vilja og örlagahyggju. Þetta virðist mót- sagnakennt, en er það einungis samkvæmt okkar þankagangi. Ekki samkvæmt þankagangi guðs. Á vissan hátt er það mögulegt — jafnvel þessa heims. Það er hægt að segja, að við vissar aðstæður muni einhver maður bregðast við á ákveðinn hátt — og það fer eftir. Ekki er þó þar með sagt að hann hafi ekki haft um neitt að velja. Hann gat valið, en ákvað að gera það ekki. — Eitt sinn sagðir þú: — Ég lít þannig á, að maður sem leiðir aldrei hugann að sjálfmorði sé varla maður. — Ég held, að sá sem leiðir ekki hugann að því að stytta sér aldur, komi ekki auga á harmleik mann- kynsins. Þar af leiðir að hann er ekki tilfinningaríkur. Að mínu mati gælir tilfinningaríkt fólk einhvern tíma við þá hugmynd, að unnt sé að fyrirfara sér, ef ein- dreginn vilji er fyrir hendi. — Það er einnig haft eftir þér, að þú trúir því, að við höfum öll verið hér oftar en einu sinni. — Ég trúi því, en hef engar sannanir fyrir því. En þegar ég geng um að vori og sé lauf og rós- ir, þekki sé þau frá fyrra ári. Þau eru söm og þá. Að vissu leyti voru þau hér í fyrra, og það sama má segja um okkur. Við vorum hér á síðustu öld. Um þetta hef ég engar sannanir. Ég hef það bara á til- finningunni. — Hefur þú fundið einhver svör við spurningum, sem hafa brunnið á þér? — Ég hef engin svör fundið. Maður finnur hluta af svörum við vissar aðstæður — ýmis pérsónu- leg svör. En stóru spurningunum verður aldrei svarað á viðhlítandi hátt, þ.e. hvers vegna við fædd- umst, hvers vegna við lifum og hvers vegna við þurfum að deyja. Ég tel að fólk leiti svara við slík- um spurningum fram á efsta dag. Ég tel, að við eigum engin svör í vændum. Aölögun — og mannlcg reisn — Verk þín hafa verið þýdd úr jiddish á ensku. Hefur margt glat- azt í þýðingunum? — Eg held að margt færi for- görðum í þýðingunum, ef ég ynni ekki að þeim sjálfur. Ég er orðinn nógu vel að mér í ensku til þess að þýða verk mín sjálfur. Ef ég kem auga á eitthvað sem ekki er rétt og ég felli mig ekki við og vil ekki láta koma út, þá skrifa ég það upp á nýtt. Ég geri mikið til þess að ekkert fari forgörðum. Stundum verður líka ávinningur af þessum þýðingum, því að nýjar hug- myndir geta vaknað, þegar ég vinn að þeim. Þeir sem geta lesið verk mín bæði á jiddish og ensku sjá glöggt, hversu miklum breyting- um verkin hafa orðið fyrir í þýð- ingu. — Er það erfitt hlutskipti að vera einn af síðustu rithöfundun- um, sem skrifa á jiddish. — Sé það hlutskipti mitt, geri ég mér það ekki ljóst. Þegar ég sezt niður og skrifa, leiði ég ekki hugann að því, hvort ég sé sá fyrsti eða sá síðasti, og hvort skriftir mínar geri jiddish gagn eða ógagn. Ég hugsa um söguna — hvort hún verði góð eða slæm. Þess vega læt ég gagnrýnendur um annað. Það veit enginn hvort þeir muni segja mig síðasta höf- undinn, sem skrifar á jiddish. Það veit enginn hvort hann verður sá síðasti. Það verða alltaf einhverjir aðrir. — Sagt er, að þú hafir haldið til haga minjum frá heimi, sem lagð- ur var í rúst. Þú varðst ekki vitni að eyðileggingunni, og því vaknar sú spurning, hvort það hafi gert þér hægara um vik að skrifa um þessa horfnu veröld? — Umfram allt þá er hin horfna veröld veröld bernsku minnar og æskudaga. Hún spann- ar tímann frá fæðingu minni og þar til ég fluttist á brott. Ég var um þrítugt, er ég hvarf frá Pól- landi. Við hljótum að skrifa um æsku okkar og muna atvik frá henni betur en það sem gerðist í gær eða fyrradag. Vitaskuld skrifa ég einnig um fólk hér í Am- eríku, en mestmegnis um fólk frá Póllandi. — Um Pólverja, sem tala jidd- ish. Þetta geri ég til að vera viss um að skrifa um fólk, sem ég þekki gerst. Ég þekki bezt tungu- tak þess og hugsunarhátt. Það hendir mig nánast aldrei að skrifa um fólk, sem er fætt hér. Stöku sinnum kemur einn og einn inn á sviðið, en aðeins um stundarsakir. — Hvað segir þú um aðlögun og glataða menningu? m ATTA BSRB 8 videoleigur Opinberir starfsmenn athugið á höfuðborgarsvæðinu. eur^Srd Undirskriftarlistar eru líka á skrifstofu BSRB og hjá aðildarfélögunum. TIL DAGLEGRA N0TA Plötujárn Eigum á lager eftirtaldar þykktir af plötujárni: 5, 10, 14, 16, 18, 19, 20, 21, 22, 25, 28, 30, 35 og 40 mm. Hagstætt verð. Stálsmiöjan hf. sími 24400.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.