Morgunblaðið - 08.01.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.01.1984, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1984 ORWELL „Það skiptir ekki máli, hvort hann skrifaði NIÐUR MEÐ STÓRA BRÓÐUR eða ekki. Hugs- analögreglan mundi samt hafa hendur í hári hans. Hann hafði framið — mundi hafa framið, jafnvel þótt hann hefði aldrei skrifað staf — hinn mikla glæp, sem fól í sér alla aðra glæpi. Hann var kallaður hugrenningaglæpur. Hugrenningaglæpum var ekki hægt að leyna um alla eilífð. Það var hægt að leika lausum hala nokkra hríð, árum saman jafnvel, en fyrr eða síðar mundi lögreglan handsama hann. Það gerðist ævinlega um nætur — handtökur fóru einungis fram að næturlagi. Menn voru skyndi- lega vaktir af blundi, hrottaleg hönd hristi öxl þeirra, ljósum var beint í augu þeirra, hringur harð- leitra manna stóð umhverfis hvíl- una. Sjaldnast var efnt til réttar- halda og engin skýrsla gefin um handtökuna. Menn hurfu einungis og ætíð um nætur. Nöfn þeirra voru felld niður af skýrslum, allt útmáð, sem ritað var um athafnir þeirra, því neitað, að þeir hefðu nokkru sinni verið til, síðan gleymdust þeir. Menn voru af- numdir, gerðir að engu — eimaðir var það venjulega kallað." Umhverfið í sögu Orwells er einnig óhugnanlega sannfærandi: „Sigurborg var gömul sambygg- ing, reist árið 1930 eða um það bil, og var að grotna niður. Múrhúðin flagnaði í sífellu af lofti og veggj- um, vatnsleiðslur sprungu í hvert sinn, sem eitthvað var að frosti, þakið lak, ef snjóaði, hitakerfið var aðeins hálfvolgt, ef það var ekki alveg lokað af sparnaðar- ástæðum. Allar aðrar viðgerðir en þær sem menn framkvæmdu sjálf- ir urðu að hljóta samþykki fjar- Iægra nefnda, sem áttu það til að draga viðgerð á brotinni rúðu í allt að tvö ár.“ Þeirri tortryggni, sem ríkir í 1984, er vel lýst, þar sem Orwell segir frá börnunum: „Nærri öll börn voru hræðileg um þessar mundir. Það versta var, að stofn- anir eins og Njósnararnir gerðu þau að villimönnum, sem engin leið var að hafa hemil á, en samt [ fundu þau ekki til neinnar hvatar til að gera uppreisn gegn aga I Flokksins. Þvert á móti dáðu þau | Flokkinn og allt, sem hann snerti. j Söngvarnir, hópgöngurnar, fán- arnir, skemmtigöngurnar, æf- j ingarnar með gervibyssum, víg- j orðahrópin, aðdáunin á Stóra bróður — allt var það dýrlegur [ leikur í þeirra augum. Grimmd þeirra beindist öll út á við, gegn fjandmönnum ríkisins, útlending- um, svikurum, spellvirkjum, hug- renningaglæpamönnum. Það var næstum eðlilegt, að fólk, sem var j komið yfir þrítugt, óttaðist börn sín. Enda var ærin ástæða til þess, því að svo leið varla nokkur vika, að ekki væri birt frásögn af því, hvernig einhver líti'll snuðrari, sem staðið hefði á hleri — „barns- hetja“, var orðið, sem venjulega var notað — hefði heyrt refsiverð ummæli og komið upp um foreldra sína við Hugsanalögregluna." NÁLÆGÐ STÓRA BRÓÐUR Og nálægð Stóra bróður er yfir- þyrmandi og fer ekki framhjá neinum: „Hann tók tuttugu og fimm senta pening upp úr vasa sínum. Þar voru hin sömu vígorð letruð öðrum megin og hinum megin á peningnum var mynd af Stóra bróður. Augu hans veittu mönnum jafnvel eftirför af pen- ingum. Af myntum, frímerkjum, bókakápum, fánum, götuauglýs- ingum og umbúðum sígarettu- pakka — hvarvetna. Alltaf höfðu augu hans gætur á mönnum og alls staðar náði rödd hans til þeirra. Sofandi eða vakandi, starf- andi eða étandi, úti eða inni, í baði eða hvílu — hvergi var undan- komu auðið. Menn áttu ekkert sjálfir nema fáeina teningssenti- metra innan í höfuðkúpu sinni." Winston Smith eygir von um að geta lifað eins og manneskja í þessum óskapnaði, er hann finnur Júlíu, unga konu, sem er eins og hann félagi í Flokknum. Andstætt öllum reglum Flokksins verða þau ástfangin hvort í öðru og sameig- inlega reyna þau að hefja baráttu gegn þessu kerfi, sem eirir engu mannlegu. Dag nokkurn hittir Smith mann að nafni O’Brien, sem segir við hann: „Við skulum hitt- ast á þeim stað, þar sem er ekkert myrkur." Smith er sannfærður um, að O’Brien sé meðlimur í sam- tökum, sem berjast gegn Stóra bróður og Flokknum og hann og Júlía ákveða því að heimsækja O’Brien og fallast þar fúslega á að taka þátt í fyrirhuguðu samsæri. En þetta var gildra. Áður en þau vita af, kemur hugsanalög- reglan á vettvang og handtekur þau. Pyntingar og heilaþvottur taka við og það er enginn annar en O’Brien sjálfur, sem þessum að- gerðum stjórnar. Hann útskýrir tilgang þjóðfélagskerfisins fyrir Smith: Stóri bróðir gætir þín. — Þessi mynd er úr kvikmynd, sem gerð var eftir sögu Orwells. „Flokkurinn sækist eftir völd- unum einungis sjálfs sín vegna. Við höfum alls engan áhuga á vel- ferð annarra, við höfum einungis áhuga á völdum. Ekki auði, mun- aði, langlífi eða hamingju, einung- is völdum, óheftum völdum. Þér mun brátt skiljast, hvað óheft völd eru. Við erum ólíkir fámenn- isstjórnum fyrri alda, því að við vitum, hvað við erum að gera. All- ir aðrir, jafnvel þeir, sem líktust okkur, voru hugleysingjar og hræsnarar. Nazistarnir þýzku og kommúnistarnir rússnesku voru ekki ósvipaðir okkur í aðferðum sínum, en þeir höfðu aldrei hug- rekki til að játa tilgang sinn. Þeir létust hafa tekið völdin gegn vilja sínum — hafa kannski trúað því — og aðeins um takmarkaðan tíma, en á næsta leiti töldu þeir paradís á jörðu, þar sem menn mundu verða frjálsir og jafnir. Við erum ekki þannig. Við vitum, að enginn hrifsar völdin til þess að láta þau ganga sér úr greipum aft- ur. Völd eru ekki leið að takmarki — þau eru takmark. Maður stofn- ar ekki einræðisstjórn til að tryKgja byltingu — maður gerir byltingu til að setja einræðis- stjórn á laggirnar. Tilgangur pyntinga er pyntingar. Tilgangur valda er völd.“ Svo hart er Smith leikinn, að hann óskar sér þess, að hann væri dauður. „Að deyja í hatri til þeirra, það skyldi verða frelsi hans.“ En það á ekki eftir að verða. Smith er breytt með raf- losti og síðan leystur úr haldi og látinn fá þægilega vinnu. Við sjá- um hann síðast í áfengisvímu, þar sem hann hefur ekki bara sætt sig við allt, heldur „unnið sigur á sjálfum sér. Hann elskaði Stóra bróður." ORWELL VAR HÖFUNDARNAFN Nú, þegar liðin eru 33 ár frá dauða Orwells, er hann fyrir löngu orðinn að mest lesna enska rithöf- undi þessarar aldar. Skáldsögur hans eins og „1984“ og „Félagi Napóleon" (Animal Farm) hafa báðar verið gefnar út á íslenzku, en eftir hann liggja margar aðrar skáldsögur og ritgerðir að auki. George Orwell var hins vegar ekki skírnarheiti heldur höfund- arnafn. Hið rétta nafn hans var Eric Blair. Hann var fæddur á Indlandi, þar sem faðir hans starfaði sem embættismaður 1 þágu brezku krúnunnar. Sjálfur var Eric Blair að mestu alinn upp í Englandi, þar sem hann gekk á menntaskóiann í Eton. Sökum þess að hann hafði ekki efni á því að ganga í háskóla, hélt hann í fótspor föður síns og fór til Ind- lands. í þeim heimshluta dvaldist hann í fimm ár sem löggæzlumað- ur, lengst af í Burma. Þar tók hann til við skriftir og samdi m.a. tvær af kunnustu rit- gerðum sinum. Eftir að hann sneri heim til Englands, tók hann þá ákvörðun að gera ritstörf að ævistarfi sínu og tók upp höfund- arnafnið George Orwell. Hann hneigðist æ meir til sósíalisma og samúðar með þeim, sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Þegar borgarastyrjöldin á Spáni skall á, hélt hann þangað fullur eldmóðs og gekk í lið með róttækum lýð- veldissinnum í Barcelona í barátt- unni gegn Franco og fasistum hans. Eftir að hafa særzt í bardaga, var Orwell lagður í sjúkrahús, en á meðan hann dvaldist þar, fékk hann fréttir af því, að kommúnist- ar í spönsku stjórninni hefðu gert brottræka úr flokknum deild þá, sem hann hafði starfað í. Og ekki nóg með það. Skyndilega voru Orwell og félagar hans kallaðir fasistar af fyrri samherjum og þeir nefndir „leynimorðingjar Francos" og öðrum sambærilegum nöfnum í blöðum kommúnista á Spáni og annars staðar í Evrópu. Bitur reynsla Orwells á Spáni setti mark sitt á persónuleika hans æ síðan og sú tilfinning, að hann hefði verið blekktur og svik- inn, kemur víða fram í verkum hans. Hann hafði séð hvernig sannleikanum var umturnað og hagrætt í þágu málstaðarins og það sem eftir var lífs síns helgaði Orwell tíma sínum til þess að vinna gegn andhverfu sannleik- ans, í hvaða mynd sem hún birtist. Hann gagnrýndi ekki bara nazista og kommúnista, heldur alla þá, sem reiðubúnir eru til þess að snúa sannleikanum við „í þágu málstaðarins". Er Orwell missti konu sína 1945, var hann sjálfur langt leiddur af berklum. Vinsældir skáldsögunn- ar „Félagi Napóleon“ höfðu hins vegar að nokkru lyft af honum oki fátæktarinnar, þannig að síðustu ár sín gat hann helgað sig síðustu skáldsögu sinni, sem fékk heitið „1984“. í þessu skyni settist hann að á eynni Jura, sem liggur af- skekkt og veðrasöm fyrir vestan Skotland. Hann lézt 21. janúar 1950. (M.S.) lleímildir: „1984" í þýdingu Hersleins l'álssonar og Thornlfs Smilhs, Per SpieRel, Time o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.