Morgunblaðið - 08.01.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.01.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1984 47 þótt tregur væri, og í Vardö varð Sheridan að nota hann fyrir túlk þegar hann ræddi við fulltrúa lögreglunnar þar, því að hann tal- aði aðeins norsku. „Samt fannst mér hann ekkert vita um björgun- arvestið ... Við vorum dauðupp- gefnir eftir allt ferðalagið og þar sem ferjan hafði nokkurra stunda viðdvöl í Vardö sagðist ég vija leggja mig ... En ég gat ekki sofnað ... Ég sá alla togarana í höfninni og ákvað að fara í göngu- ferð og rabba við einhvern skip- verja.“ í fyrsta skipti voru engar gætur hafðar á honum. „... Ég sá nokkra togaramenn ... og spurði þá hvort þeir töluðu ensku. Þeir sögðu: dálítið, og ég sagði þeim að ég væri að reyna að afla upplýs- inga um Gaul. Þeir sögðu: Nú já, þetta með Gaul var mjög dapur- legt, og fleira í þeim dúr, en mér varð ekkert ágengt. „Yfirhylming“ Þegar ég gekk til baka frá höfn- inni kom maður hlaupandi frá skipi og gaf sig á tal við mig. Hann var um 56 ára gamall. Hann kynnti sig fyrir mér, kvaðst vera togaraskipstjóri og sagði: Þú ert maðurinn sem spyrð um Gaul. Hann sagði: Mikil yfirhylming hefur átt sér stað vegna Gaul. Þeir fundu lík sjómannanna og þeir fundu fleira. Og þeir fóru með þau og fleygðu þeim í hafið. Ég varð furðu lostinn. Ég sagði: Ertu viss? Hann sagði: Já Þetta var hræði- legt. Þú veizt ekki hvað gerðist. Ég sagði: Komdu, við skulum fara í gönguferð og þegar við gengum frá höfninni sagði hann: Þeir fundu fimm enska fiskimenn og þeir voru í hömrunum, kalnir. Þegar snjórinn bráðnaði fundust þeir þarna á klettunum. Þeir fleygðu öllu í sjóinn." Sheridan lagði sig allan fram um að skilja bjagaða ensku skip- stjórans. Hann reyndi að komast að því hvar þetta hefði gerzt. .Hann segir að togaraskipstjórinn hafi haldið því fram að krabba- veiðimenn, sem hafi verið að huga að körfum sínum í Kóngsfirði ná- lægt Vardö, hafi fundið líkin í apr- íl. „Mér fannst þetta vera hneyksli og sagði við hann: En hví skyldu þeir vilja gera svona nokkuð? Það eina sem hann sagði var: Þú veizt ekki hvað málið snýst um. Þetta er yfirhylming. Hann minntist á Lance II og sagði að fólk kvartaði yfir því að björgunaraðstaða væri engin í Norður-Noregi. Allt í einu rann upp fyrir mér að ef til vill hefði verið hægt að bjarga þessum mönnum og yfir- völdin hefðu verið hrædd við að skýra frá annarri misheppnaðri björgun, í kjölfar hinna mis- heppnuðu tilrauna til að bjarga Lance II. Síðan sagði hann: Við fundum fjögur lík í viðbót og þeir tóku þau frá okkur og sögðu að þetta væru lík manna af Lance II. En hann sagði að Lance II hefði sokkið í öðrum firði svo að þeir hefðu ekki getað verið af Lance II.“ Togaraskipstjórinn fór með Sheridan í kaffihús við höfnina, þar sem þrjár stúlkur og karlmað- ur sögðust hafa verið í veizlu í Gaul fimmtudagskvöldið áður en togarinn hvarf. Tvær stúlknanna vildu ekki segja til nafns, en sú þriðja, Evy Olsen, kvaðst vera reiðubúin að bera vitni. Maðurinn, sem var með stúlk- unum, var enskur og gat frætt Sheridan í smátriðum um menn- ina af áhöfninni og bent á að Gaul hafði skipt um háseta á leiðinni norður. Sheridan taldi að hann hefði ekki viljað segja til nafns, þar sem hann hafði strokið af brezkum togara. „Ég hafði enga ástæðu til að rengja þau. Ef þau sögðu satt táknaði það að Gaul var hvergi nærri Norðurhöfða-miðum, þar sem talið var að togarinn hefði farizt og aðalleitin fór frarn." Líkin fjarlægð Næst var farið með Sheridan „Það hefur átt sér stað mikil yfirhylming vegna Gauls,“ sagði norskur togaraskip- stjóri, Sheridan. „Þeir fundu lík sjómannanna, fóru með þau og fleygðu þeim í sjó- inn. “ um borð í lítinn togbát, þar sem annar skipstjóri sagði honum að hann hefði séð þegar farið var með líkin ofan af klettunum. Sheridan heldur því fram að lögreglan hafi látið í veðri vaka að þau hefðu ver- ið flutt til Vardö, en hún fleygði þeim í sjóinn. Maðurinn sagði að þeir hefðu haft fjóra eða fimm gúmbáta og þetta hefði sézt greinilega. Hann sagði að baujum og braki hefði einnig verið fleygt aftur í sjóinn. Síðar fundu þeir fjögur önnur lík á klettunum og hann sagði að þau hefðu verið grafin sem lík skip- verjanna af Lance II. Skipstjórinn sagði Sheridan að ef hann tryði sér ekki skyldi hann tala við skipstjórann á togaranum Kjölnes, sem væri í viðgetð í Har- stadt. Hann sagði: „Hann veit allt um Gaul.“ Sheridan spurði af hverju þeir hefðu ekki látið lögregluna vita. Hvers vegna skyldum við fara til lögreglunnar, segir hann að þeir hafi svarað. „Það var hún sem fleygði líkunum." Þeir fóru og skipstjórinn ætlaði að sýna Sheridan hvar Gaul hefði legið við bryggju. „En þá kom fjandans lögreglan askvaðandi," sagði Sheridan. „Fiskimaðurinn varð dauðskelkaður. Hann sagði: „Ég er búinn að vera, ég'er búinn að vera.“ Staðreyndin er sú að lögreglan hefur með höndum veitingu veiði- leyfa og hún gat gert fiskimönnum erfitt með að sjá sér farborða ef hún vildi. Þess vegna er fólkið tregt til og hrætt við að tala.“ Sheridan heldur því fram að togaraskipstjórinn hafi verið fluttur burtu í lögreglubíl og hann hitti hann ekki aftur. Sheridan var ekið burtu í öðrum lögreglubíl og honum var sagt að kominn væri tími til að aflýsa ferð hans. Hann leggur áherzlu á að erfitt sé að afla heimilda af því sem gerðist þannig að lýsa megi at- burðunum í rökréttu samhengi, hvað þá að afla ótvíræðra sann- ana, og að þær samræður, sem hann hafi átt við menn, hafi farið fram í flýti og á bjagaðri ensku. En hann sagði að vegna afstöðu lögreglunnar hefði hann ekki átt annarra kosta völ en að fara með ferjunni suður. Einn viðkomustaðurinn var Harstadt, þar sem hann ætlaði að hitta skipstjórann á Kjölnes. Þeg- ar þangað kom hafði lögreglan slakað á eftirliti sínu, ef til vill vegna þess að hún taldi að Har- stadt væri ekki viðkvæmt svæði. Sprenging í Harstadt dreifði Austin at- hygli lögreglunnar og Sheridan komst um borð í Kjölnes án erfið- leika. Hann segir að í fyrstu hafi skipstjórinn ekki viljað tala við sig, þar sem hann ferðaðist með lögreglunni. En síðan sagði hann honum á bjagaðri ensku að skip hans hefði verið í Tannafirði laug- ardagsmorguninn 9. febrúar, dag- inn eftir að sambandið við Gaul rofnaði. Um kl. 10.30 varð gífurleg sprenging og mikill öldugangur og hann sá risastóra flóðöldu stefna á skipið. Veðrið var slæmt, en hann hafði aldrei séð neitt þessu líkt á ævinni. Hann sagði að næstu daga á undan hefðu alls orðið fimm slíkar sprengingar, sem hefðu valdið flóðbylgjum. Um leið og hann sá bylgjuna nálgast sá hann Gaul. Þegar flóðbylgjan skall á togaranum sá hann hann berast með henni í heimskautarökkri, blindbyl og roki upp að klettunum þar sem hann festist. Dýptin á þessu svæði er rúm 200 fet og þverhnípt björg ganga beint í sjó fram. Gaul kann að hafa sokkið eins og steinn. Sú stað- reynd að togarinn var undir hömr- unum getur hafa komið í veg fyrir að nokkur neyðarköll heyrðust. Enginn gat komizt lífs af í sjón- um á þessum slóðum um þetta leyti árs og öll lík, sem kunna að hafa borizt á land, hefðu verið frosin og þakin snjó þangað til þau þiðnuðu í vorleysingum. Brak úr skipinu hefði einnig verið gadd- frosið og legið undir snjó. Sheridan telur þetta skýringuna á fundi björgunarvestisins og ferskvatns-slýinu, sem fannst á því. Ósar hins mikla Tana-fljóts eru á þessum slóðum. Á vorin er mikill vöxtur í ánni og frá árósn- um liggur þungur straumur langt á haf út, svo þungur að hann ber aðfallið ofurliði. Samkvæmt riti brezka flota- málaráðuneytisins (Norway Pilot Vol. III) er dýptin 12—15 fet að meðaltali, en getur orðið 60 fet. Ekki er ólíklegt að áhrifa straumsins gæti 18 mílur frá landi, þar sem björgunarvestið fannst. Sheridan álítur að vestið hafi rekið á land þegar Gaul brotnaði, legið undir snjó um vet- urinn og borizt á haf út í vorleys- ingunum. Á sama tíma og skipstjórinn á Kjölnes kvaðst hafa séð Gaul sökkva sendi Vardö-Kirkenes- ferjan, Haakonjahl (Hákon jarl?), beiðni um aðstoð vegna alvarlegra skemmda af völdum flóðöldu. Sheridan og Austin fóru aftur frá Harstadt til Bodö, þar sem þeim var afhentur reikningur að upphæð 1.580 (norskar) krónur fyrir ferðakostnaði, þótt þeir héldu að Norðmenn greiddu ferð- ina. Þeir höfðu ekki svo mikið fé handbært og fengu ekki að fara úr landi fyrr en þeir hefðu fengið það sent. Þeir borguðu síðan og fóru meðan þeir gátu. Tveimur mikilvægum spurning- um þurfti að svara: Hvers vegna skyldu Norðmenn vilja hylma yfir afdrif Gaul? Til þess að komast hjá frekari opinberri gagnrýni vegna ófullnægjandi björgunar- aðstöðu virtist veigalítil ástæða. Og hvað olli flóðbylgjunum? Geislun Hugh Taylor, fyrrverandi yfir- maður í bandaríska sjóhernum, sem kvikmyndaframleiðandinn Jules Buck (frægur fyrir Arabíu- Lawrence) fékk til að vera til ráðuneytis um tæknilegar hliðar við gerð kvikmyndar um Gaul, sagði í greinargerð til framleið- andans: „Ég hef gengið úr skugga um það í Gervihnattamiðstöð sjóhers- ins í Dalghren, Maryland, að geisl- unar varð vart í innan við 150 mílna fjarlægð frá síðustu staðar- ákvörðun Gauls, þegar skipið sökk. Engin skýring hefur verið gefin á þessu og það sem jafnvel merkilegra er, allt umtal um þetta hefur verið þaggað niður." Tveimur árum síðar hermdu fréttir að Bretar viðurkenndu að þeir hefðu smíðað kjarnorku- dýptarsprengju — geysikröftuga dýptarsprengju til aðgerða gegn kafbátum. Sheridan gefur í skyn að tilraun með þessi vopn kunni að hafa leitt til flóðbylgjunnar, sem olli skemmdum á Haakonjahl og sökkti Gaul. Gætu þau einnig hafa valdið geisluninni? Sheridan telur að vegna þess að Norðmenn hafi komizt í mikinn bobba, því að þeir voru viðriðnir tilraunirnar á sama tíma og gert var ráð fyrir að þeir væru andvígir kjarnorkuvopnum, hafi þeir verið staðráðnir í að fjarlægja öll verks- ummerki. „Ég trúði því aldrei að Gaul hefði verið njósnaskip," sagði hann. „En ég tel að skipið hafi valdið meira tjóni en njósnaskip með því að beina athyglinni að þessum hafsvæðum fyrir slysni. Það var ekki í mínum verka- hring að færa öryggismál fram í dagsljósið: ég hefði látið þing- mönnum það eftir að bera málið upp við landvarnaráðuneytið. Ég var að leita að togaranum. Aðrir leituðu að njósnaskipi. En þetta tvennt afhjúpaði mál, sem áður hafði ekki verið vitað um á þessu svæði. Umræður hófust um Annar norskur skipstjóri heyrði mikla sprengingu og um leið og mikil flóðalda stefndi á þá sá hann Gaul berast með henni og festast undir þverhníptum klettun- um. njósna- og eftirlitsmál á Norður- löndum, en áður höfðu yfirvöld ekki viljað að athyglinni yrði beint að þeim. Sheridan sagði ekkert um líkin þegar hann kom aftur til Eng- lands, aðallega vegna þess að hann taldi rangt að segja ættingjunum að líkin hefðu fundizt, án þess að leggja fram sannanir. Hann var staðráðinn í að fara aftur til Nor- egs og sækja þau. Veitt eftirför Stan Kent, næturvörður, sagði Sheridan í ágúst að hann hefði séð eftirlitstækjum komið fyrir í öðr- um Hull-togurum. Um svipað leyti tók hann eftir því að honum var veitt eftirför. Hann hringdi úr símaklefa í London og þegar hann kom út úr klefanum mundi hann að hann hafði skilið eftir minnisbók sína. Þegar hann sneri sér við til að ná í hana munaði minnstu að hann rækist á mann, sem var fyrir aft- an hann. Daginn eftir sá hann sama mann á hælum sér í Hull. nÉg var orðinn áhyggjufullur þegar hér var komið. Eg hafði bent þingmanni mínum á það mikla magn hernaðar- og eftirlits- búnaðar, sem ég sá í Noregi, og ég fór að halda að einhver, sem ég hefði talað við, héldi að ég ætlaði að fara að ræða þetta opinber- lega.“ Um þetta leyti stóð hann í sam- bandi við starfsmenn þáttarins „This Week“ í Thames-sjónvarp- inu í von um að geta farið aftur til Noregs til þess að fá sögu sína staðfesta. Hann var staddur hjá Thames- sjónvarpinu þegar honum var sagt að spurt hefði verið eftir honum í síma og hann beðinn að hitta tog- araskipstjóra frá Hull, sem hann þekkti, og norskan togaraskip- stjóra, sem hefði komið til London gagngert til að hitta hann. Hann teldi að hann hefði gagnlegar upp- lýsingar fram að færa. Hann kvaðst hafa farið á hótelið, en þeir höfðu brugðið sér frá. Hann bað fyrir skilaboð til þeirra um að hitta sig í húsi vinar síns, sem hann hann gisti hjá í Perivale. Þegar hann opnaði dyrn- ar kynntu tveir menn sig sem leynilögreglumenn og sögðu: „Við ætlum að færa þig til yfirheyrslu." „Jafnvel þá skildi ég ekki hvað var á seyði,“ sagði hann. „Ég sagði þeim að ég ætti mikilvægt stefnu- mót sama kvöld með tveimur skip- stjórum. Þeir sögðu: Það vorum við. Þeir höfðu þótzt vera menn, sem ég þekkti, til þess að vera vissir um að ná mér.“ Hann var færður á lögreglustöð, en ekki sagt hvar og af hverju hann væri hafður í haldi, og hann fékk ekki að hafa samband við nokkurn mann, ekki einu sinni lögfræðing. Kona hans frétti um handtökuna í fréttatímanum. Hann var fluttur í aðra lögreglu- stöð í London og hafður í haldi i þrjá daga og tvær nætur án þess að vera ákærður. Tveir leynilögreglumenn frá Hull fóru með hann þangað og hann var ákærður fyrir að hafa svikið 2.500 pund af einum af að- standendum leiðangursins. Hann mótmælti kröftuglega. En aðgerð- ir lögreglunnar komu í veg fyrir að hann gæti farið aftur til Noregs og gerðu rannsókn hans að engu. Hann var hafður í haldi í þrjár vikur og síðan látinn laus gegn tryggingu, en vegabréf hans var gert upptækt. Handtaka hans í nóvember átti sér stað á sama tíma og niðurstöður hinnar form- legu rannsóknar voru birtar. Því var lýst yfir að Gaul hefði farizt. Sheridan hafði ekkert svigrúm til þess að birta niðurstöður sínar að hans sögn. Krefst skýringa Mál hans var ekki tekið í dóm fyrr en sjö mánuðum síðar. I júní var hann sýknaður og þá fyrst fékk hann vegabréfið aftur. En hann, fjölskylda hans og vinir höfðu orðið fyrir þungbærri reynslu og hann segir: „Þetta gerði að engu allar frekari tilraun- ir til að gera út leiðangur til að leita að flaki Gaul.“ Leo Sheridan komst aldrei framar yfir fjármuni og fékk aldr- ei framar stuðning og þar með tækifæri til að leita svaranna við ráðgátunni um Gaul. Hann gegndi engri opinberri stöðu. Hann var venjulegur borgari og hvernig gat hann sem slíkur hrint af stað rannsóknum á gerðum lögreglu erlends ríkis úr því að hann taldi að brezkar stofnanir væru í vitorði með þeim? Nú standa málin þannig að tals- maður norsku ríkisstjórnarinnar kallar ásakanir hans „tómt þvað- ur“ og segir að engin lík hafi í raun og veru fundizt. Sheridan hefur aldrei birt frá- sögn sína opinberlega fyrr en nú, því að hann vildi ekki hryggja ættingja mannanna af áhöfninni að óþörfu. „1 öllum heilabrotunum um Gaul,“ segir hann, „virðist hafa gleymzt að 36 menn týndu lífi. Ég tel sjónvarpsmyndaflokkinn af- káralegan og grimmdarlegan í garð ættingjanna. Ég hef ákveðið að leysa frá skjóðunni nú og segja frá því sem ég veit, því að allt í einu er sagan um Gaul send inn á milljónir heimila í gervi Njósna- skipa-þáttanna. Það er kominn tími til að einhver í ríkisstjórninni gefi skýlausa yfirlýsingu um af- drif skipsins.“ (The Guardian, stytt.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.