Morgunblaðið - 08.01.1984, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.01.1984, Blaðsíða 8
 40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1984 Julio Iglesias, áður knattspyrnumaður hjá Real Madrid, nú einn tekjuhæsti söngvari heims Julio Iglesias hefur ástæðu til þess að vera kampakátur; hann er með- al ríkustu og vinsælustu söngvara heims. Eg vil aðeins vera skemmtikraftur Krá Helgu Jónsdóttur. fréttaritara Mbl. í Hurgos, Spáni. llm 22% af allri sölu á hljóm- plötum og snældum sem alþjóða- fyrirtækið CBS gefur út koma frá starfi eins Spánverja: Julio Iglesi- as. Því hafa a.m.k. yfirmenn fyrir- tækisins lýst yfir. Fyrir 16 árum lagði Julio Iglesi- as stund á lögfræði. Hann hafði verið atvinnumaður með knatt- spyrnufélaginu el Real Madrid en lenti í bflslysi og meiddist á öðrum fæti með þeim afleiðingum að hann varð að leggja knattspyrnu- skóna á hilluna fyrir fullt og allt. Vegna hvatninga Töður síns, vina og manna, er töldu hann efnilegan söngvara, lét Julio til leiðast að taka þátt í söngvakeppni Benidorm ’68 og flytja þar eigið lag og texta: „La vida sigue igual“. Julio hafði aldrei komið fram áður sem at- vinnusöngvari og ætlaði ekki að hafa kjark til þess að ganga fram á sviðið. En nærstöddum vinum og föður hans tókst að sannfæra hann og Julio kom, sá og sigraði í keppn- inni það árið. Fljótlega bárust honum mörg tilboð um að koma fram opin- berlega. Ári eftir keppnina í Benidorm tók Julio þátt í söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva fyrir Spánar hönd. Aðal markmið Julio var ekki yndilega að sigra í keppninni heldur ryðja sér braut á evr- ópska markaðinum. Ekki urðu margar hindranir á vegi hans. Julio varð strax þekktur í Evr- ópu og ekki leið heldur langur tími þangað til hann hlaut frægð og frama í S- og Mið-Ameríku. Julio sá að það var ekki lengur hagkvæmt að starfa fyrir Col- umbia, sem hafði gefið út plötur hans til þessa. Fyrirtækið var „bara“ spænskt og ekki nógu stórt né þekkt fyrir utan Spán. Hann skrifaði undir samning hjá alþjóðafyrirtækinu CBS, kvaddi umboðsmann sinn, sem hann var ekki nægilega sáttur við, og réð nýjan. Sá hefur átt mestan þátt í snilldarlega vel skipulagðri kynningu á söngvar- anum um allan heim. Smátt og smátt hefur Julio Iglesias tekist að öðlast allan þann frama sem hann ásetti sér í byrjun. Talið er að þess verði ekki langt að bíða að Julio verði „númer eitt“ á vinsældalistum í Bandaríkjunum. Það eina sem Julio Iglesias sækist eftir í lífinu (að sögn hans sjálfs) er að skemmta al- menningi. Hann segist leggja sig allan fram á hverjum tónleikum til að áhorfendur skemmti sér sem best. Julio heimsótti Spán sl. sumar (hafði ekki komið þangað í 2 ár), og hélt alls átta tónleika víðs vegar um landið í ágúst og sept- ember. Faðir hans (auðugur kvensjúkdómalæknir sem var rænt af hryðjuverkamönnum úr ETA 29. des. 1981 og sleppt 16. jan. 1982) fylgdi syni sínum á flestum tónleikunum. Julio hef- ur sagt að hann hafi ekkert á móti því að syngja í landi Baska; „ef mér væri boðinn leikvangur til þess að halda þar hljómleika." Julio Iglesias eyðir að jafnaði 10 stundum daglega í upptöku- stúdíói, frá kl. 16 síðdegis til kl. 2 eftir miðnætti. Hann segist venjulega fara á fætur um hálf- ellefu leytið og stunda íþróttir í tvær stundir. Síðan fer hann aft- ur í stúdíóið. í undirbúningi er að Julio syngi inn á hljómplötu með Plácido Domingo. Julio hefur verið líkt við Rodolfo Valentino; hefur verið nefndur hinn nýi Valentino. Hann segist ekkert eiga skylt með þeim fræga leik- ara þó það sé alltaf notalegt að vera líkt við mann eins og Val- entino. Julio Iglesias getur stært sig af því að vera eini maðurinn sem komið hefur fram á Bernabéu- leikvanginum, ekki sem knatt- spyrnumaður (fyrir utan páfa, sem heimsótti Spán fyrir ári síð- an og ávarpaði þúsundir manna á leikvanginum). Julio hélt einn- ig hljómleika á Nou Camp-leik- vangi el Barcelona þar sem hann söng tvísöng ásamt Plácido Domingo fyrir 70.000 áhorfendur (kvenfólk í miklum meirihluta). Á milli þeirra stóð enginn annar en Maradona skælbrosandi að vanda. t raun mátti segja að þeir þrír „hafi átt heima þarna;“ Jul- io var eins og áður segir knatt- spyrnumaður með el Real Madr- id og fimi óperusöngvarans með knöttinn er vel þekkt. Þann tíma er Julio Iglesias dvaldi hér var lítið talað um annað meðal Spánverja (sumir dýrka hann, aðrir eru grænir af öfund út af vinsældum hans) og fjölmiðlar fylgdu eftir hverju fótspori söngvarans. Og flestum Spánverjum varð ljósara en nokkru sinni fyrr að þeir eiga enn eina heimsstjörnu (aðrar eru Plácido Domingo og Severi- ano Ballesteros). Eftir dvölina á Spáni (40 dagar) hélt Julio í hljómleikaferð til Ítalíu og Frakklands. í París hélt söngv- arinn upp á 40 ára afmælið sitt. í janúar á næsta ári kemur út plata sem Julio og Diana Ross sungu inn á í ágústmánuði síð- astliðnum. Tónlistin er eftir w w w w 1 Allir eru velkomnir á áramótaspilakvöld Lands- málafélagsins Varöar aö Hótel Sögu, Súlnasal, í dag, 8. janúar. Húsiö opnaö kl. 20. Spiluö verður félagsvist og hefst hún kl. 20.30. Stjórnandi: Hilmar Guö- laugsson borgarfulltrúi. Avarp: Friörik Soph- usson vara- formaöur Sjálfstæöis- flokksins. Tvær utan- landsferðir, Úræfaferð og f jöldi stór- glæsilegra bóka meðal verðlauna. A. Jk. Hinn óviöjafnan- legi Ómar Ragn- arsson lætur gamminn geysa. Magnús Kjart- ansson og fé- lagar sjá um tónlist kvöldsins og leika fyrir dansi. A. A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.