Morgunblaðið - 08.01.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.01.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1984 59 Ragnhildur Gísladóttir Ragga Gísla á bekk meö Grace Jones og Marianne Faithful? Þær fregnir bárust til landsins fyrir skemmstu, að Ragnhildi Gísladóttur, yfir- Grýlu og nú fjórða manni í Bone Symphony, hefði verið boðinn plötusamningur af Enigma-plötufyrirtækinu í Bandaríkjunum. Fyrirtæki þetta er dótturfyrirtæki EMI-risafyrirtækisins. Núna í vikunni hafði Járn- síðan hins vegar fregnir af því að annað og mun merkilegra tilboö heföi rekið á fjörur Ragnhildar, rétt áður en hún hélt til íslands. Var þar Island- -plötufyrirtækið komið og vildi semja við hana. Höfðu for- ráöamenn fyrirtækisins setið með 20—30 spólur með efni frá hinum og þessum, sem vildu komast á samning, en efni Ragnhildar var það eina, sem þeir höfðu áhuga á í öll- um þeim haug. Island-fyrirtækiö er ekki neinn risi í plötuheiminum, en er engu að síður mjög virt og þekkt merki, sem hefur stjörn- ur á borð við Grace Jones og Marianne Faithful á sínum snærum. Stöndugt fyrirtæki, sem Járnsíðan hefur fyrir satt að hafi boðið Ragnhildi marg- falt meira freistandi samning en Enigma nokkru sinni. í stuttu óformlegu spjalli í norðannæöingnum á götu úti í vikunni sagöi Ragnhildur aö hún færi til Bretlands meö Beinasinfóníunni strax eftir áramótin, og þá yrði væntan- lega ráöist í upptökur fjögurra laga á tvær tveggja laga plöt- ur, sem vonir stæöu til að Is- land-fyrirtækið gæfi út. Er hún var spurö að því hvaö yrði um Grýlurnar, svar- aði hún því til að sennilegast væri sú hljómsveit hætt, a.m.k. í núverandi mynd. „Ég held að það sé kominn tími til þess að spreyta sig í biandaöri hljómsveit á ný. Ég held við höfum sannað það með Grýlunum að það er hægt að starfrækja kvenna- hljómsveit á íslandi og það meö góðum árangri. Það var takmarkið í upphafi. Mér finnst spennandi að fást við þetta, sem Bone Symphony er að gera og hlakka til aö spreyta mig frekar á því.“ Fari svo að Ragnhildur fái samning hjá Island-fyrirtæk- inu er þar um að ræða sam- ning við hana sem sóló- hljómlistarmann. Hver veit nema hún skipi sér á bekk með þeim tveimur forvígis- mönnum kvenpoppara, sem áður eru nefndir, Grace Jones og Marianne Faithful, áöur en langt um líður? Hæfileikana skortir ekki, svo mikiö er víst. Grace Jones Marianne Faithful Tónleikar „útlendingahersveitarinnar“ á Borginni: Sönnuðu vel að það er fleira jazz en „bebop“ Jazz hefur til þessa ekki þótt uppáhaldstónlist umsjónar- manns Járnsíöunnar, en góö- um hljóöfæraleik neitar maður ekki, jafnvel þótt tónlistin heiti jazz. Já, ótrúlegt en satt, Járn- síðan smellti sér á jazztónleika á Borginni þann 29. desember. Þegar inn var komið var stutt í að „útlendingahersveitin" — flokkur ungra jazzara, sem num- ið hafa í Bandaríkjunum — hæfi leik sinn. Þar lék Björn Thor- oddsen á gítar, Pétur Grétars- son á trommur, Gunnar Hrafns- son á bassa, Ríkharður Örn Pálsson á trompet og Stefán Stefánsson á saxófón. Tónlist fimmmenninganna flokkast undir svonefndan ný- jazz og var býsna vel flutt. Þeir gerðu nokkuð af því að styðjast við kunn jazzlög, en prjónuðu sig áður en varöi langt út úr lag- inu með tilþrifum og dvöldu langtímum saman í hnitmiöuðu og oft á tíðum ótrúlega sam- hentu „jammi“ (ekki síst ef tekið er tillit til þess að samæfing þeirra var lítil fyrir tónleikana) utan þess. Læddu sér síöan inn í það aftur svo lítið bar á. Sumt efnið kannaöist ég ekki viö. Sennilega hafa veriö a.m.k. 200 manns á Borginni þetta kvöld — hörkumæting í Ijósi þess að Bone Symphony var í Sigtúni (einhver sagði að þar hefði mátt telja fólk á fingrum beggja handa), Mezzoforte í Broadway og Frakkarnir í Safari og e.t.v. fleiri tónleikar. Gestirnir virtust kunna vel að meta leik strákanna þótt ekki væri tón- listin kannski beint í þessum hefðbundna „bebop“-stíl, sem margir líta á sem hinn eina sanna jazz. Fimmmenningarnir sönnuðu nefnilega rækilega, aö það er fleira jazz en „bebop". Ég vissi áöur hversu góður gítarleikari Björn Thoroddsen er, en þetta kvöld tók hann af öll tvímæli. Það bókstaflega leiftr- aði af honum á köflum. Pótur Grétarsson og Gunnar Hrafns- son sýndu góða samvinnu á bassa og trommur. Eftir eilítiö óörugga byrjun óx Pétri mjög ásmegin og stórgaman var að heyra leik hans. Áslátturinn um margt allur annar en maður á aö venjast og mjög blæbrigðaríkur. Bassaleikur Gunnars stór- skemmtilegur og framfarir hans auðheyrðar þótt sterkur hafi hann verið áður en hann fór út. Þeir Stefán og Ríkharður Örn blésu af og til i hljóöfæri sín, en að uppistööu til var þetta sam- leikur hinna þriggja. Stefán tók af öll tvímæli um eigiö ágæti og Ríkharður Örn viröist öruggur blásari meö tæran tón. Fengu þó hvorugur tækifæri á aö spreyta sig að einhverju marki. Tveir aörir ungir jazzarar stigu á sviö ásamt tveimur af eldri kynslóðinni á eftir „útlendingahersveitinni". Þetta voru þeir Tómas R. Einarsson, kontrabassaleikari, og Siguröur Flosason, saxófónleikari. Með þeim léku Árni Scheving og Guðmundur R. Einarsson. Tón- listin var að uppistööu til hinn „eini sanni“ jazz og þrátt fyrir stórgóöan leik Siguröar, sem var nánast í sólói prógrammið á enda, fannst mér lítið varið í þennan flutning. Trommuleikur- inn óskaplega haröur og oftlega í hrópandi ósamræmi við leik hinna. Eftir á að hyggja voru þessir tónleikar góð skemmtan og vonandi er ég ekki einn um þá skoðun. Þeir jazzunnendur, sem ekki voru á Borginni þetta kvöld, ættu að gefa ungliðunum gaum í náinni framtíð. Frakkarnir skutu Van Halen ref fyrir rass Aldrei fór það svo, aö Frakk- arnir kæmu plötunni sinni, 1984, ekki frá sér. Hún leit loksins dagsins Ijós þann 29. desember — 6 vikum eftir áætlaðan út- komudag. í tilefni dagsins endurtóku Frakkarnir útgáfutónleika sína, sem upphaflega voru haldnir ein- hvern tíma í nóvember. Umsjón- armaður Járnsíðunnar átti þess ekki kost að sækja Frakkana heim aö þessu sinni, enda margt annaö um aö vera á tón- listarsviðinu þetta sama kvöld. Sendir Frökkunum engu aö síður árnaðaróskir í tilefni þessa merka áfanga. Með því að kynna plötu sina þennan dag, 20. desember, tókst Frökkunum að skjóta bandarísku bárujárnssveltinnl Van Halen ref fyrir rass. Hún sendi á markaö splunkunýja skífu þann 30. des- ember. Nafniö á henni? Auövitað 1984 eins og hjá Frökkunum. Popptíöindi aö utan Roxy aö hætta? Orörómur um aö Roxy Mus- ic, sú eöla sveit, sé nú loks að leggja upp laupana gengur fjöllunum hærra í höfuðstað Bretaveldis þessa dagana. Kemur hann einkum til af þeirri staðreynd aö þeir Andy Mackay, saxófónleikari sveit- arinnar, og Phil Manzanera, gítarleikari, eru aö stofna eig- in sveit. Orðrómur af þessu tagi hefur veriö árviss viöburöur allt frá þvi Roxy var sett á laggirnar, en Bryan Ferry ýtti enn frekar und- ir hann að þessu sinni er hann lýsti því yfir að nafngiftin á síö- ustu plötu sveitarinnar, Avalon, hefði veriö valin meö tilliti til þess aö þetta hefðu átt aö vera fjörbrot Roxy Music. Robertson hættur í Motorhead Brian Robertson entist ekki lengi í Motorhead enda álagiö mikiö á þeim bænum þótt held- ur sé nú tekiö aö halla undan fæti. Þaö er nú rétt hálft annaö ár frá því hann gekk til liös við þá Phil Taylor og Lemmy eft„ aö „Fast“ Eddie Clarke hætti. Meö þessari skipan, þ.e. Lemmy, Robertson og Taylor, sendi Motorhead frá sér eina plötu, Another Perfect Day. „Okkur fannst öllum aö þetta væri einhver besta plata okkar og engum blandast hugur um aö Brian Robertson er frábær gítarleikari. Hins vegar virtist efnið af plötunni ekki koma nægilega vel út á tónlelkum og síöasta tónleikaferöalag okkar var hálfgerö hörmung,“ sagði Lemmy fyrir skemmstu. Hann og Taylor leita nú aö nýjum git- arleikara. Eldur hjá Charlie Watts Charlie Watts, trommari Rolling Stones, varö fyrir því óláni í vikunni, aö eldur kvikn- aöi í glæsihúsi hans í Devon- skíri á suöurströnd Englands. Að sögn talsmanns slökkviliðs héraösins nam tjónið mörgum þúsundum sterlingspunda (enn fleiri þúsundum íslenskra króna) þegar dýrmætir antik- munir brunnu til ösku. Upptök brunans eru talin hafa veriö þau, aö eldur í arninum læsti sig í trébita. Alexis Korner látinn Breski blúsarinn Alexis Korner lést í vikunni, 55 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein. Korner var alla jafna talinn faöir breska blúsins á sínum tíma og áhrifa hans gætti hjá ekki ómerkari sveitum en Rolling Stones. Á meðal sveita, sem hann lék sjálfur í, má nefna Blues Incorporated og C.C.C. Á síöari árum sá hann um tónlistarþátt hjá breska útvarpinu, BBC. Langur og vær blundur Q4U Ekkert hefur heryst af hög- um hljómsveitarinnar Q4U um langt skeið. Járnsíöan hefur þó fyrir satt, aö hún sé ekki búin að leggja upp laupana þótt lítiö hafi borið á henni aö undanförnu. Jóhann Richards, trommu- leikari, gekk til liös við Q4U í haust og síöan hætti Danny Pollock núna nýverið. Áður haföi Árni Daníel Julíusson sagt skilið við hana. Óöinn Guö- brandsson er kominn í stað Danny, en hver fyllir skarö Arna Daníels er ekki vitað, né hvort það verður fyllt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.