Morgunblaðið - 08.01.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.01.1984, Blaðsíða 26
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1984 Stutt spjall við Jeroen de Rijk, sjötta meöliminn í Mezzoforte: „Vissi ekki hvar ísland var er ég heyrði Mezzoforte fyrst getið“ Jeroen de Rijk, ásláttarleikari Mezzoforte. „Auðvitaö er þaö óneitan- lega dálítiö sérstök tilfinning samfara því aö leika meö ís- lenskri hljómsveit, sem ég í ofanálag heyröi fyrst í fyrir rúmu hálfu ári,“ sagöi hol- lenski ásláttarleikarinn Jer- oen de Rijk, er Járnsíðan spjallaöi lítillega viö hann í vikunni. „Ég vissi ekki einu sinni almennilega hvar ísland var er ég heyrði Mezzoforte fyrst getið,“ bætti hann við. De Rijk þessi er eins og mönnum er e.t.v. kunnugt um nýj- asti meölimurinn í Mezzoforte og leikur þar á ásláttarhljóöfæri af ýmsu tagi. Undirritaöur tók honum af nokkurri varfærni í upphafi síö- ari tónleikanna í Háskólabíói, en þess reyndist hreint ekki þörf. Hann spilaöi eins og engill og ekki skrýtiö aö Mezzoforte-strákarnir skyldu hrífast af leik hans. „Ég hef ekki verið neitt sérstak- lega áberandi á mínu sviöi í Hol- landi, en alltaf fengist viö tónlist af því tagi, sem Mezzoforte leikur,“ sagöi de Rijk. Þegar þeir buöu mér aö spila meö sér var ég ekki í nein- um vafa hvort ég ætti aö þiggja þaö boö. Ég sá fram á þaö, aö þarna fengi ég tækifæri til þess aö spila með frábærum hljóöfæraleik- urum og aö auki aö ferðast um allan trissur, m.a. til Japan. Þaö er frábært. Auðvitaö vonast ég til þess aö veröa fastur meölimur í Mezzo- forte þegar fram líöa stundir, en málin veröa gerö upp þegar tón- leikaprógramminu fyrri hluta næsta árs lýkur. Hver svo sem út- koman veröur stend ég alltaf betur aö vígi eftir á en áöur. Þótt ég fái ekki fast sæti í hljómsveitinni er óg þess fullviss aö þaö eitt aö hafa leikiö með henni á eftir að hjálpa mér þegar og ef heim kemur á ný.“ Morgunblaóiö/Gunnl. Rögnv. Jeroen þótti dýrt aö dveljast á íslandi og ekki fannst honum kuld- inn bæta úr skák. „Þetta er þó allt þess viröi aö reyna þaö. Ég tel mig hafa gert rétt í aö slá til, og kuldinn og dýrtíöin eru bara skammtíma- fyrirbæri, sem er hægt aö leiöa hjá sér. Viö förum aftur út skömmu eftir áramótin og þá fyrst fáum viö kannski einhvern tíma til aö æfa almennilega saman. Til þessa hef ég leikiö meö þeim fimm sinnum en bara æft tvívegis.” Járnsíöan spuröi hann hvernig honum fyndist aö leika meö sveit, sem af öfundsömum breskum blaöamönnum heföi veriö sökuö um aö hiröa veröskuldaöa frægö af bandarískri sveit á sömu linu, Spyro Gyra. „Þessi tilhneiging, aö setja hljómsveitir saman í flokka, veröur alltaf fyrir hendi. Ég get ekki séö aö Mezzoforte sé aö gera annað en aö njóta þess aö veröleikum, sem hljómsveitin hefur sjálf skap- aö. Þótt til séu margar hljómsveit- ir, sem leika svipaða tegund tón- listar, er ekki þar meö sagt aö Mezzoforte eöa einhver hinna sé aö apa eftir. Þegar allt kemur til alls held ég aö Mezzoforte geti mjög vel viö unað, ekki hvaö síst í Ijósi þess aö hljómsveitin hefur ekki úr nándar nærri eins miklu aö moöa og t.d. Spyro Gyra, svo viö tökum eitt dæmi. Sú sveit fær aö eyða öllum þeim tíma sem hún vill í dýrustu hljóöverum sem til eru meö dýr- ustu aöstoöarmönnum sem völ er á. Peningarnir skipta ekki öllu máli þótt stundum kunni svo aö viröast. Nei, þiö Islendingar getiö verið meira en stoltir af Mezzoforte," sagöi de Rijk aö endingu. Síðbúin umfjöllun um tónleika hljómsveitarinnar Grafík: Leggur metnaö í að flytja efni sitt eins vel og hugsast getur Þaö má næstum heita ótrúlegt hversu mikið hefur verið um tón- leikahald nú í desember. Músik- tilraunir eru í fullum gangi og gera það gott. Pálmi Gunnars og félagar stóðu og standa fyrir nokkrum styrktartónleikum til handa þroskaheftum. Bone Symphony tróö upp á nokkrum stööum, Linton var í Sigtúni 2. desember og að auki hafa verið nokkrir „sjálfstæðir" tónleikar. Misjafnlega hefur hljómsveitum gengið aö halda tónleika og hefur fólksfæð verið helsta vandamál- iö. Safari hefur eitt sér, séð sér fært um að halda lifandi tónlist gangandi í sínum húsum, og á þaö þakkir skilíð. Eirtir af þessum „sjálfstæöu" tónleikum sem haldnir hafa veriö upp á síðkastiö voru tónleikar Grafík í Safari 8. desember síöast- liöinn. Viö mættum til leiks rétt um miönætti og gerðum ráö fyrir að nokkuö væri liöiö á tónleikana. En svo virtist hins vegar ekki vera, því um leiö og gengiö var inn í salinn hóf Grafík spilamennskuna. Greinileg spenna var í þeim 130 áhorfendum sem mættu þetta kvöld, en slík mæting telst til hins betra hjá minni nöfnum. Eöa er Grafík kannski ekkert lítiö nafn? Um þaö efast ég stórlega eftir þessa tónleika. Þeir fóru rólega af staö, hljómurinn þokkalegur en átti eftir aö veröa mjög góöur og spenna í andrúmsloftinu. í öðru lagi lyfti flokkurinn sér til flugs, og hvílíkt flugtak! Hljómsveitin er i frábærri samæfingu. Allir eru þeir pottþéttir hljóöfæraleikarar og gera hlutina afbragösvel. Eftir þetta lag slitnaði strengur í gítarn- um og varð smá biö. Hún setti óróleika í fólkiö og gjarnan heföi mátt leika eitthvaö létt á trommur og bassa á meöan. En biðina bætti Grafík upp með frábæru lagi. Lag- iö var fremur hratt, laglínan gríp- andi og Helgi söngvari fylgdi laginu í söng sínum. Dálítiö sem hann má gera mun meira af. Meö þessu er ekki veriö aö segja hann falskan. Heldur aö hann talar/syngur text- ann meö laginu án þess aö fylgja laglínunni beint eftir. Meö þessu sker hann sig dálítiö úr heildinni og aö mér finnst, veikir hann dálítiö. Annað er þaö sem Helgi hefur hins vegar framyfir hina piltana. Hann er meiriháttar skemmtilegur sviösmaöur. Hann hreyfir sig mikiö og skemmtilega og tekst ágætlega aö láta þaö ekki koma niður á söngnum. Rúnar Þórisson er einn af betri gítarleik- urum landsins. Sóló hans voru smekkleg og alveg laus viö yfir- drifna fingraleikni. „Sándið" á gít- arnum var mjög gott og gaman aö heyra til manna sem kunna aö beita því. Samspil Rafns Jónsson- ar trommara og Arnar Jónssonar bassa myndar mjög þéttan grunn og gerist samspil þeirra vart betra. Saman myndaði Grafík ótrúlega þétta mynd sem spilaöi frum- samda tónlist af metnaöi. Eftir um 45 mínútna leik þakkaöi sveitin fyrir sig en var klöppuö kröftug- lega upp. Eitt lag var spilað, og aftur gekk Grafík af sviöinu. En æstir og hrifnir áhorfendur hróp- uöu nafn flokksins af krafti, stapp- aö var í gólfiö og stemmningin kallaöi drengina aftur fram. Eitt lag var leikið til viöbótar svo hættu þeir fyrir fullt og allt. Siöasta lag á dagskránni fyrir uppklapp var gamall Bítlaslagari og hann tileink- aöur John Lennon, en tvö ár voru liöin frá dauöa hans þetta kvöld. Eftir á aö hyggja finnst mér þetta hafa verið einir bestu ís- lensku tónleikar sem ég hef heyrt lengi. Allt var í góöu lagi. Hljómur- inn, tónlistin, flutningurinn, áhorf- endur og síöast og ekki síst stemmningin sem var pottþétt. Dá- lítiö sem ekki gerist á hverjum tón- leikum hérlendis. Og eftir þessa tónleika sýnist mér í fljótu bragöi vera bara tvær íslenskar hljómsveitir sem leggja metnaö sinn í að flytja gott frum- samiö efni eins vel og hægt er; Bara-flokkurinn og Grafík. FM „Thriller“ Michael Jackson varð nr. 1 Breska poppritið Melody Mak- er birti í ársbyrjun lista yfir þær breiöskífur, sem blaöiö sagði hafa veriö þær mest seldu í Bret- landi á því herrans ári 1983. Þótt vegur MM fari ekki beint vaxandi lengur er engin ástæða til aö draga listann í efa. Mest selda platan var Thriller Michael „ooohhh" Jackson. Haföi hann betur í keppninni viö David Bowie, sem tefldi fram plötunni Let’s Dance. Þessar tvær voru í nokkrum sérflokki. Spandau Ballet átti skífuna í 3. sætinu, True hét sú. Þá kom Fant- astic með Wham, No Parlez meö Paul Young, The Luxury Gap meö Heaven 17, Sweet Dreams (Are Made Of This) með Eurythmics, In Your Eyes meö George Benson og Quick Step And Side Kick meö Thompson Twins. The Crossing meö Big Country og The Hurting meö Tears For Fears höfnuöu jafn- ar í 10. sætinu. Sérstaka athygli vekur vel- gengni Paul Young, en No Parlez er fyrsta breiöskífa hans. Þá komst Big Country einnig á blaö, en sú sveit er á hraöri uppleiö um allan heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.