Morgunblaðið - 08.01.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.01.1984, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1984 N á t túrugr ipasafn á Háskólalóð 0 C' Færi best sunnan Norræna hússins — segir dr. Sveinn Jakobs- son, forstöðumaður Náttúrufræðistofnunar DÝRAFRÆÐI SALUR SKSÝN . j | STIGI SALUR JnE^SALURJ SNYRl : 'rliilil'i.SKAU 'L VERZL. r n r GRASAFRÆÐI SALUR ~o--T'"tí"L r~ INNG. INNG. L J FYRIRL.SALUR JARÐFRÆOI Frumdrög að sýningarsafni Náttúrufræðistofnunar, sem unnin voru á teikni- stofu Húsameistara ríkisins 1981 í samvinnu við starfsmenn stofnunarinnar. Náttúrugripasafn og sýningaraðstæður Náttúrufræðistofnunar íslands hafa nokkuð verið til umræðu á árinu sem er að Ijúka. Nú um áramótin hættir Sveinn Jakobsson starfi forstöðumanns stofnunarinnar, en deildarstjórarnir skiptast á í því starfi, þannig að einn er skipaður til þriggja ára í senn. Forstöðumannaskiptin urðu til þess að haldið var í löngu umtalað viðtal við dr. Svein Jakobsson jarðfræðing um þessi mál, en bygging náttúrugripasafns hefur verið á döfinni í áratugi og málið í sama hnútnum sem það hafnaði í fyrir rúmum tveimur áratugum. Náttúrugripasafnið þurfti að víkja úr gamla safna- húsinu við Hverfisgötu árið 1960, en nokkru síðar var nafninu með nýjum lögum breytt í Náttúrufræðistofnun íslands með víðtækara verksviði. „Aðalverkefni Náttúrufræði- opnað sýningarsalinn í lok næsta stofnunar íslands frá því það var ákvarðað í þessum nýju lögum frá 1965 er að vinna að vísindalegum rannsóknum á náttúru íslands, að koma upp vísindalegu safni ís- lenskra og erlendra náttúrugripa og að koma upp sýningarsafni, þ.e. safni sem veiti sem gleggst yfirlit yfir náttúru íslands og sé opið al- menningi. Fyrstu tveimur verk- efnunum höfum við getað sinnt bærilega vel, þegar tekið er tillit til starfsmannafjölda og fjárhags. Hinsvegar höfum við ekki getað komið upp sómasamlegu náttúru- gripasafni fyrir almenning. Það hefur alltaf strandað á því að hentugt húsnæði hefur vantað," útskýrði Sveinn í upphafi. „A undanförnum árum hefur þó ýmislegt áunnist í húsnæðis- málum á núverandi stað. Keypt var viðbótarhúsnæði hér á 5. hæð- inni fyrir rannsóknastofur og geymslur og sýningarsalurinn hef- ur stækkað um helming. Við bæt- um þannig um 90 ferm. við sýningarsalinn sem við höfum á 3. hæðinni hér á Hverfisgötu 116. Verið er að ganga frá hönnun á nýja salnum og lagfæra stigag- anginn, svo að aðkoman verði betri. Og við vonumst til að geta árs. Þetta er samt einungis til bráðabirgða, er of lítið og óhent- ugt húsnæði. Ríkisnáttúru- gripasafn landsins hefur sem stendur svipað sýningarrými og náttúrugripasöfnin á Akureyri og í Vestmannaeyjum hafa hvort um sig. Við höfum ekki aðstöðu til að sýna nema brot af því sem í geymslum okkar er. Náttúru- verndarfélag Suðvesturlands gekkst fyrir kynningarferðum sl. sumar til að vekja athygli á stöðu náttúrugripasafnsins. Þessum fer- ðum lauk með kynningu á Náttúrufræðistofnun. Þá komu 110 manns. Ég held að þeir hafi orðið alveg undrandi að sjá þetta mikla safn náttúrugripa, sem hér er að tjaldabaki og ekki hægt að sýna. Við höfum 15.000 sýnishorn af steinum og steingervingum, um 125.000 eintök af plöntum, um 10.000 fuglshami og 100.000 skordýr, svo nokkur dæmi séu nefnd.“ Safnið að verða 100 ára En þetta er semsagt bráða- birgðaplástur á sýningaraðstöð- una, er það ekki? Hvar er þá bygg- ingarmálið statt? „Það er búið að vera lengi á döf- r-; /v & -< ^*4l, f •{■£;•£ r, y?'zíf2t' v//'/ ' j- MW 1 l—I. 3 flL Þannig gæti sýningin litið út í fyrsta sal í nýju náttúrugripasafni, þar sem byrjaö er á að kynna sólkerfíð og reikistjörnurnar. Teiknari er Sigurður Kr. Arnason. Dr. Sveinn Jakobsson, forstöðumað- ur Náttúrufræðistofhunar íslands. Svona leit fyrirhuguð náttúrugripasafnsbygging út, skv. uppdrætti Gunnlaugs Halldórssonar um 1950, en hún átti að standa milli fþróttahúss og aðalbygg- ingar Háskólans. Ekki varð af framkvæmdum. inni. Sl. 40 ár hafa 5 stjórnskipað- ar nefndir fjallað um þetta bygg- ingarmál, að koma upp náttúru- gripasafni fyrir landið allt í Reykjavík. Ég hygg að það hafi verið Jónas Hallgrímsson sem fyrstur setti fram hugmynd um náttúrugripasafn í Reykjavík árið 1842. Náttúrugripasafnið var síð- an stofnað 1889. Hið íslenska nátt- úrufræðifélag var þá stofnað beinlínis til að koma upp sem full- komnustu náttúrugripasafni á Is- landi, sem sé eign landsins og geymt í Reykjavík. Þetta er því orðin löng saga, segir Sveinn. Safnið verður 100 ára 1989. Fyrstu árin var náttúrugripasafnið í leiguhúsnæði á hinum og þessum stöðum í bænum, en haustið 1908 fékk það inni í safnahúsinu við Hverfisgötu. Þar var það óslitið til haustsins 1960, er rýma varð hús- næðið vegna þarfa Landsbóka- safnsins. Og voru safngripir í geymslu þar til sá sýningarsalur var opnaður sem við höfum enn. Atti þó aðeins að vera til stutts tíma og gengið frá öllum innrétt- ingum á þann veg að auðvelt sé að flytja þær í nýtt húsnæði. Þessi salur var opnaður 1967. Á undanförnum 10—15 árum hafa forstöðumenn farið fram á það nærri árlega, bæði munnlega og skriflega, að byggingamál Náttúrugripastofnunar og þá sér- staklega sýningasafnsins, verði tekin fyrir, segir Sveinn ennfrem- ur. Árangur hefur orðið raunalega lítill. Við höfum orðið fyrir mikl- um vonbrigðum með það. Oft er búið að fjalla um slíka byggingu. Þrisvar sinnum hafa komið fram fyrirspurnir á alþingi um bygg- ingamál safnsins, 1971, 1975 og síðast 1981, tvisvar sinnum hafa þingmenn komið til að kynna sér málið og um það hefur verið skrif- að í blöð. En ekki er hægt að segja annað en að hlutaðeigandi yfir- völd hafi látið sig þetta mál litlu varða undanfarinn áratug þrátt fyrir umtal og ábendingar. Á ár- inu 1945 var meira að segja búið að ráða arkitekt sem gerði upp- drætti að fyrirhugaðri byggingu. Síðast settum við hér á Náttúru- fræðistofnun saman greinargerð á árinu 1981, þar sem gerð er áætlun um sýningarsafn náttúrugripa sem hluta af starfsemi Náttúru- fræðistofnunar. Þar höfum við sett fram forsendur slíkrar bygg- ingar.“ Frumdrög aö svningarsafni „Ef litið er í þessa greinargerð Sýningarsalurinn gamli í safnahús inu við Hverfisgötu. Myndina tók Hesselbo 1914. Ur þeim húsakynn- um þurfti að víkja um 1960. fyrir sýningarsafni, sést að gert er ráð fyrir að aðalhlutverk þess sé að gefa öllum almenningi góða hugmynd um sem flesta þætti náttúru Islands. Einnig verði gefið yfirlit af sólkerfinu og uppbygg- ingu jarðarinnar. Lífríki sjávarins yrði einnig tekið fyrir þarna, en hins vegar er ekki gert ráð fyrir fiskasafni, þar sem það verður að vera í seilingarfjarlægð frá ómenguðum sjó. Þá þarf að vera sérstakur salur fyrir skiptisýn- ingar. — í okkar tillögum er gert ráð fyrir ákveðnum fetunarferli, þ.e. hvernig gestir feta sig áfram gegn um safnið,“ útskýrir Sveinn. „Fyrst gerð grein fyrir sólkerfinu, þá jörðinni og síðan uppbyggingu Norður-Atlantshafssvæðisins. Næsta viðfangsefni er jarðsaga og jarðmyndanir íslands, síðan plönturíkið, bæði há- og lágplönt- ur, þá dýr og að lokum lífríki sjáv- arins kring um landið. í skiptisýn- ingarsalnum yrðu svo settar upp sýningar að gefnu tilefni, t.d. þeg- ar lent er á Mars eða ísbjörn geng- ur á land í Grímsey, svo dæmi séu tekin. Þetta skiptir miklu máli vegna barnanna og skólanna. En 30—40 af hundraði þeirra 4000 gesta sem nú þegar koma í litla ófullkomna sýningasafnið okkar eru skólanemendur, er koma í hópum í sambandi við nám sitt. Mikill áhugi er líka á því að í eða við anddyri sé sérstök aðstaða fyr- ir skólabörn, þar sem þau geta komist í snertingu við náttúru- gripi, eins og vinsælt er erlendis. Þar verði steinar, uppstoppaðir fuglar o.fl. sem oft er skipt um og krakkarnir mega handleika og skoða“. Safn sem enginn vill Hvar er stóri hnúturinn, sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.