Morgunblaðið - 25.04.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.04.1984, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 93. tbl. 71. árg. MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Umsátriö í Lundúnum: Persónulegur fulltrúi Gaddafys brottrækur Lundúnum, 24. apríl. AP. Lundúnum, 24. mpríl. AP. BRETAR RÁKU í dag úr landi persónulegan fulltrúa Moammars Gaddafy Líbýuleiðtoga, Abdul Ghadir Baghdadi, einum degi eftir aö hafa rekið úr landi annan háttsettan embættismann líbýska sendiráðsins í Lundúnum. I>etta eru afleiðingar af stjórnmálaslitum landanna á sunnudaginn í kjölfarið á skothríðinni úr sendiráðinu fyrir páskahelgina, þar sem ensk lögreglukona lét lífið og nokkrir líbýskir námsmenn, andstæðingar Gaddafys, særðust. Umsátur bresku lögreglunnar um líbýska sendiráðið hélt áfram í dag og Bretar létu einnig verða af hótunum um að hafa Líbýumenn í landinu undir smásjá, með því að stöðva átta namsmenn á leið frá Vilja ekki „tilbiiinn frið“ Nikósíu, Kýpur, 24. upríl. AP. Forsætisráðherra frans, Hussein Musavi, sagði í dag, að franir væru andvígir „tilbúnum friði“ í Persaflóastríðinu, ekkert nema fullnaðarsigur Irans í einhverri mynd kæmi til greina, því myndu þeir berjast áfram, til síðasta manns ef með þyrfti. Orð ráðherrans komu í kjölfarið á ferð Richard Murphys, aðstoðar- utanríkisráðherra Bandaríkjanna sem fer með málefni Miðaustur- landa, til Egyptalands og nokk- urra Persaflóalanda, þar sem hann reifaði ýmsar hugmyndir Bandaríkjastjórnar sem leitt gætu til friðsamlegrar lausnar á deil- unni. „Ferð þessa manns gefur öll- um mögulegum og ómögulegum samsærum byr undir báða vængi, erindi hans var ekkert annað en að klekkja á islömsku byltingunni i þágu heimsvaldastefnu sinnar og síonista,“ sagði Musavi. Hann bætti við: „Að sjálfsögðu eru íran- ir ekki til viðtals um slíkt, við ætl- um að sigra í þessu stríði." Barist var af og til í Persaflóa- stríðinu og mannfall á báða bóga. Gumuðu báðir af sigrum og mannfalli í liði andstæðinganna. Einkum var barist nærri borginni Basra. Forsetahjónin bandarísku, Ronald og Nancy Reagan, svömluðu um hríð í volgum sjónum við Hawaii Símamynd AP. Reagan til Kína á morgun: „Höfum frið og vin- áttu að leiðarljósi“ Hnnnlnln 91 nnríl AP Honolulu, 24. apríl. AP. „VIÐ HÖLDUM til Kína með frið og vináttu að lciðarljósi, við verðum að eiga gott samstarf við vini okkar til að friður haldist á Kyrrahafsslóðum. í hópi þeirra vina eru Kínverjar,** sagði Ronald Reagan, forseti Bandaríkj- anna, í samtali við fréttamenn áður en hann steig upp í flugvél sem flytja átti hann áleiðis til Guam, en þaðan heldur hann til Kína á morgun. Reagan er fjórði Bandaríkjafor- setinn sem heimsækir Kína og ræð- ir þar við ráðamenn. Á undan hon- um fóru Richard Nixon, Gerald Ford og Jimmy Carter. Reagan sagði enn fremur við brottförina, að ferð sín endurspeglaði „þann þroska sem sambúð ríkjanna hefur náð að undanförnu". Þá sagði Reag- an að ekki væri launungarmál að Bandarikin vildu eiga sem best | samskipti við Kína, þeir vildu binda vináttubönd sem hjálpað gætu til að stemma stigu við „herskárri út- þenslustefnu Sovétríkjanna", ein» og hann komst að orði. Háttsettir bandarískir embætt- ismenn sögðust í dag vera vongóðir um árangurinn af ferð forsetans, margt gott gæti leitt af henni, til dæmis samkomulagsdrög að sam- vinnu um notkun kjarnorku í þágu framleiðslu svo eitthvað sé nefnt. Einn ónafngreindur sagði: „ég held að Kínverjar treysti okkur og vilji heldur eiga okkur að sem vini held- ur en hitt. Þeir iíta einnig á vin- áttubönd við Bandaríkin sem mót- vægi við umsvif Sovétríkjanna sem farið hafa vaxandi." Tripólí til Lundúna. Einum þeirra var meinuð landvist að yfirheyrsl- um loknum. Mikil reiði ríkir meðal Breta með framvindu mála, þar sem stjórnmálaslitin og brottvísun sendiráðsstarfsliðsins hefur það trúlega í för með sér að morðingi lögreglukonunnar verður ekki framseldur. Þá er mikil reiði í bresku stjórninni vegna greinar í sovéska málgagninu Pravda þar sem Bretar eru sagðir hafa átt upptökin að skothríðinni og beri því ábyrgð á dauða lögreglu- konunnar ungu. Breski sendiherr- ann í Moskvu, Iain Sutherland, hélt í dag í utanríkisráðuneytið og mótmælti formlega. Þar gerðist sá óvenjulegi atburður að aðstoðar- utanríkisráðherra Sovétrfkjanna, Georgi Kornienko, sagði að grein- in speglaði „ekki endilega“ afstöðu sovéskra stjórnvalda og að greinin í Prövdu hefði ekki verið birt í þökk stjórnvalda. Moammar Gaddafy ítrekaði í dag, að Bretar bæru fulla ábyrgð á hvernig komið væri. Utanríkis- ráðherra Líbýu, Ali Abdusalam Treiki, sagðist harma dauða ungfrú Fletcher og stjórnmálaslit- in, á hinn bóginn mættu Bretar vita það, að ef þeir hefðu hugsað sér að yfirheyra alla Líbýumenn sem tengdust sendiráðinu eða ætl- uðu til eða frá Bretlandi, myndi slfkt hið sama ganga yfir Breta í Líbýu. Símamynd AP. Fólk sem vinnur í næstu húsum við sendiráð Líbýu mætti til vinnu í dag: Undir lögregluvernd eftir húsþök- um. Holland: Stjórnarkreppa vegna eldflauga? Huk, 24. apríl. AP. NOKKUR óvissa ríkir í hollenskum stjórnmálum og ýmsir tclja stjórn- arkreppu vera þar í vændum vegna viðhorfa stjórnarflokkanna til hinna meðaldrægu kjarnorkuflauga NATO sem koma á fyrir í landinu á næst- unnL Hollensk dagblöð greindu frá því, að frjálslyndi Hægri flokkur- inn hefði tekið þá afstöðu að hafna með öllu öllum málamiðlunartil- lögum og gefið í skyn að hann myndi ganga úr stjórn ef flaugun- um yrði ekki komið fyrir svo sem talað hafði verið um og samþykkt. Þessi viðbrögð eru vegna fregna í síðustu viku þess eðlis, að ríkis- stjórn Ruud Lubbers væri að leggja drög að málamiðlunartillögu um kjarnorkuflaugarnar vegna mikill- ar andstöðu hollenskrar alþýðu. Var frá því greint í hollenskum blöðum og Lubbers neitaði því ekki, að „hollensku“ flaugarnar yrðu geymdar í öðrum NATO-löndum á friðartímum, en fluttar flugleiðis til Hollands kæmi til ófriðar. Hol- lenska þingið verður að samþykkja hvers konar ákvarðanir og breyt- ingar og samsteypustjórn Lubbers er sögð mjög klofin í afstöðu sinni til kjarnorkuflauganna. Þær fyrstu koma til Hollands í júní. Hermaður myrtur í Londonderry lk lfa.Ni. Londonderry. 24. aprfl. AP. BRESKUR hermaóur var skotinn til bana í Londonderry á Norður- írlandi í gær, sá þriðji þar á þessu ári. Fjórir félagar hans hlutu brunasár í fyrirsátinni. Hermennirnir fimm voru á ferð í herbifreið, er hópur ung- menna réðst að þeim með grjót- og eldsprengjukasti. Kviknaði í bifreiðinni og er þeir sluppu út úr henni, hófu leyniskyttur skothríð með fyrrgreindum afleiðingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.