Morgunblaðið - 25.04.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.04.1984, Blaðsíða 21
• MORGVNBLAÐIÐ, MH)VTKUDAGUR 25. APRÍL1984 •21 Sovéska hernámsliðið í Afganistan: Ný stórsókn í Panjsher-dal Nýju-Delhi, 24. apríl. AP. Sovéska hernámsliðið í Afganist- an hefúr hafiö nýja sókn á hendur skæruliðum í Panjsher-dai en þeir hafa áður hrundið sex slíkum sókn- um. Eru þessar fréttir hafðar eftir vestrænum sendimönnum í Nýju- Delhi á Indlandi. Sóknin hófst sl. laugardag með sprengjuregni úr mikilli hæð en tugþúsundir sovéskra hermanna bíða þess að sækja inn dalinn. Panjsher-dalur er 100 km langur og hefur lengi verið eins konar tákn fyrir andspyrnu iandsmanna við innrásarliðinu. Það gerir Sov- étmönnum erfiðara fyrir, að skæruliðum tókst fyrir nokkrum dögum að sprengja upp brúna yfir Ghorband-fljót en um hana fóru mestallir flutningar milli Kabúl, höfuðborgarinnar, og Sovétríkj- anna. Reyndu Sovétmenn að koma bráðabirgðabrú yfir fljótið en henni skolaði burt í vatnavöxtum. Verða Sovétmenn nú að flytja mestallt eldsneyti sitt með flug- vélum. Samkvæmt fréttum munu tug- þúsundir sovéskra hermanna taka þátt í sókninni en fátt afganskra stjórnarhermanna. Sagt er, að meira en 500 skriðdrekum verði beitt í henni og mörgum tugum þyrlna, orrustuflugvéla og sprengjuflugvéla. 34 létust Belgrad, 24. apríl. AP. FÁNAR blöktu hvarvetna í hálfa stöng í Júgóslavíu í gær, til að heiðra minningu 34 námuverka- manna sem létu lífið í metangas- sprengingu á laugardaginn. Slysið varð í námu í Vodnía í Serbíu og er óttast að enn fleiri deyi áður en yfir lýkur, því 14 manns slösuðust, sumir mjög alvarlega. Eldgos á Hawaii Hraun streymir úr gíg sem er að myndast á Mauna Loa á Hawaii. Eldgosiö hefur staðið yfír í rúman mánuð. Innilegar þakkir færi ég öllum vinum og vandamönn- um fyrir heillaóskir, gjafir og annan vináttuvott á átt- rœðisafmœlinu. Kærar kveðjur til allra. Hafsteinn Halldórsson, Rituhólum 9. 1984 1985 Nýtt happdrættísár meðgölda stórravínnínga Aðalvinningur ársins er fullgerð vernduð þjónustu- íbúð á einni hæð að Boðahlein 15, Garðabæ. í húsinu er fullkomið viðvörunarkerfi, sem tengt er þjónustu- og öryggismiðstöð í Hrafnistu Hafnarfirði. Húsið er 83,5 fermetrar með garðhýsi. Gangstéttar upphitaðar. Söluverðmæti 2,5 mUljónir króna - Langstærsti vinningur á einn núða hérlendis. Auk þess ellefu toppvinningar til íbúðakaupa á 500 þúsund krónur, 100 bílavinningar, 480 utanlandsferðir og fjöldi húsbúnaðarvinninga. MIÐI ER MOGULEIKI Sala á lausum miðum og endurnýjun ársmiða og flokksmiða stendur yfir ^SZ&r Happdrætti 84-B5 MALLORKA Unaðsreiturínn i í sttðrí Þessi vinsæla ferðamannaparardís Miðjarðarhafsins er alltaf jafn seiðmögnuð og lokkandr. Atlantik býður góða gististaði og þjónustu í sérflokki. Berið saman verð og gæði gististaðanna, sem í boði eru. Við viljum að það fari vel um þig á Mallorka, þegar þú ferðast með okkur. r»TCf*N»TI« FERÐASKRIFSTOFA, Iönaðarhúsinu Hallveigarstigl. Simar 28388 og28580

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.