Morgunblaðið - 25.04.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.04.1984, Blaðsíða 38
rví* _ ........ 38 MORGUNBLADID, MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1984 ingsins McMeekan og Argentínu- mannsins J.B. Vergés. Halldór lauk doktorsprófi frá Edinborgarháskóla vorið 1938. Doktorsritgerð hans „Meat Qual- ities in Sheep with Special Refer- ence to Scottish Breeds and Cross- es“ var tímamótaverk í sauðfjár- rannsóknum. Þar bar hann saman vöxt og kjötgæði 17 sauðfjárkynja og blendinga, þar á meðal íslenska fjárins með nákvæmri krufningu og mælingu einstakra líkams- vefja. Annað stórvirki hans á sviði búfjárrannsókna var ritgerð hans „Effects of the Plane of Nutrition on Growth and the Development og Carcass Quality in Lambs", sem hann lauk við 1950. Þessi rit- gerð er reist á gögnum J.B. Verg- és, er hann varð frá að hverfa óuppgerðum í Cambridge í stríðsbyrjun. í ritgerð þessari sýndi Halldór fram á hvernig hafa má áhrif á þroska líkamsvefja og hlutföll skrokksins með mismun- andi fóðrun. í búfjárvísindum telst þessi ritgerð til „klassískra" verka. Niðurstöðurnar þóttu svo merkar, að þær urðu uppspretta óteljandi rannsókna á þessu sviði, sem hafa í öllum meginatriðum staðfest upprunalegar kenningar hans. Á árunum 1954—57 kom út á ensku þriggja binda ritverk um lífeðlisfræði búfjár, „Progress in the Psysiology of Farm Animals", sem J. Hammond ritstýrði. Það var engin tilviljun, að Hammond valdi Halldór Pálsson til að skrifa kaflann um vaxtarlífeðlisfræði í þetta gagnmerka verk. Hann vissi sem var, að Halldór bjó yfir meiri þekkingu á þessu sviði en flestir samtíðarmenn auk þess sem hann var ágætlega ritfær og átti einkar létt með að greina aukaatriði frá aðalatriðum og setja kenningar sínar og ályktanir fram á heill- andi hátt. Hér hefur aðeins verið getið helstu vísindaritgerða Halldórs, en auk þeirra skrifaði hann um fjöldan allan af tilraunum og rannsóknum í innlend og erlend fagtímarit. Árið 1942 var Halldór skipaður fyrsti sérfræðingur Búnaðardeild- ar Atvinnudeildar Háskólans í bú- fjárrækt og jafnframt forstjóri deildarinnar. Fyrir atbeina og frumkvæði hans var Fjárræktar- búið á Hesti stofnað árið 1943. Hann taldi vonlaust að vinna vís- indalega að kynbótum og hvers- konar hagnýtum framleiðslutil- raunum án þess að hafa tilrauna- bú, þar sem hann og aðrir vísinda- menn, sem kæmu til með að vinna við stofnunina hefðu full umráð yfir sauðfénu, bæði æxlun þess og fóðrun og á hvern hátt það væri notað í tilraunir og til rannsókna. Markmið hans með starfsemi bús- ins var að vinna að alhliða sauð- fjárrannsóknum bæði vísinda- legum og hagnýtum, þar sem allir þættir sauðfjárbúskapar væru teknir til meðferðar með því vægi, sem hagnýtt gildi þeirra hefur. Enda þótt fjárveitingar ríkis- valdsins til rannsóknastarfsemi fyrir atvinnuvegina hafi ætíð ver- ið af skornum skammti og af ýms- um skammsýnum mönnum álitið að þeim fjármunum væri á glæ kastað, sem í slíkt færu, tókst Halldóri að reisa þar ný 300 kinda fjárhus þegar árið 1945. Skipu- lagði hann þau sjálfur og þóttu þau mjög nýstárleg á þeim tima og urðu að ýmsu leyti fyrirmynd að nútíma fjárhúsbyggingum. Með tilkomu þessarar aðstöðu fékk Halldór tækifæri til að stunda skipulegar rannsóknir og kynbæt- ur og nýta þar með hina víðtæku þekkingu sína í þágu sauðfjár- ræktar landsmanna. Ymsar rann- sóknir Halldórs á Hestfénu hafa vakið verðskuldaða athygli og bor- ið nafn staðarins víða um heim, • enda hafa heimsóknir erlendra búfjárfræðinga verið tíðar að Hesti sl. 30 ár. En það voru ekki aðeins erlendir gestir, sem komu að Hesti, heldur lagði Halldór mikið kapp á allt frá fyrstu tíð að laða þangað bændur og ráðunauta og alla þá, sem á einhvern hátt höfðu áhuga á sauðfjárrækt, og kynna þeim starfsemina og skipt- ast á skoðunum. Voru fjárhúsin á Hesti oft vettvangur skemmti- legra og fjörugra umræðna um sauðfjárrækt og mun margur bóndinn, sem heimsótt hefur Hest, minnast þess. Sem kunnugt er, gegndi Halldór mörgum mikilvægum embættum fyrir íslenskan landbúnað, en þrátt fyrir mikið annríki gaf hann sér ætíð tíma til að fara upp að Hesti t.d. við vigtanir fjárins, gestakomur o.þ.h. og um sauðburð og við smölun og förgun að hausti dvaldi hann þar dögum saman. Það gat hann gert án þess að það kæmi niður á öðrum embættis- verkum hans, því óleyst verkefni hrönnuðust aldrei upp á skrifborði Halldórs Pálssonar. Halldór unni Hesti mikið og vildi veg búsins sem mestan og fátt gladdi hann meir en þegar starfsemi þess gekk vel. Þótt Hall- dór hafi átt marga vinnustaði á starfsferli sínum, þá held ég að ég geti fullyrt, að enginn vinnustaður var honum jafnkær og fjárhúsin á Hesti. Meðan heilsa hans leyfði tók hann þar þátt í öllum störfum sem lutu að sauðfé, smalaði, rúði, markaði og brennimerkti. Það var í senn lærdómsríkt og skémmti- legt að vinna með Halldóri. Við vinnu, hvort sem var við fjárrag eða skrifborð, var hann kappsfull- ur og skorpuharður og gekk með áhuga að hverju verki. Hann var allra manna skemmtilegastur og umræðuefni skorti hann aldrei. Honum var nautn að ræða um skepnuhöld og búskaparlag bænda, kunni urmul af sögum úr öllum Iandshlutum bæði af stór- bændum, kotbændum og lausa- mönnum og kunni svo vel með þær að fara að mesta unun var á að hlýða. Hann bjó yfir fróðleik, sem virtist nálega ótæmandi bæði um samtíðarmenn og fyrri tíðar, merkilega sem ómerkilega. Hall- dór var hófsamur í öllum lifnað- arháttum, nýtinn og hagsýnn og fyrirleit alla sýndarmennsku, prjál og tildur. Hann var hispurs- laus í framkomu og sagði mönnum umbúðalaust skoðanir sínar og gat því stundum hrundið viðkvæmum mönnum frá sér með óvarkárni og ónærgætni í orðum en ég hygg að fæstir hafi erft það við hann. Þeir, sem leggja út í lífið með stórræði í huga eiga sjaldnast óblöndnum vinsældum að fagna. Halldór mun og nokkuð hafa kennt á því, bæði fyrr og síðar, og er slíkt ekki umtalsmál. Hitt er miklu meira virði, hve margir urðu til þess að trúa á og nýta sér þekkingu hans íslenskum land- búnaði til hagsbóta. Halldór kvæntist árið 1946 eft- irlifandi konu sinni Sigríði Klem- ensdóttur frá Húsavík og var hjónaband þeirra óvenju ástríkt. Ekki voru síður ánægjuleg kynni mín af Sigríði en Halldóri enda er hún einstökum mannkostum búin, fjölfróð og skemmtileg. Halldór fékk fyrst hjartaáfall í ársbyrjun 1964. Eftir það þurfti hann að temja sér annan lífsmáta en áður, sem ekki var honum eiginlegur, jafn kappsfullum manni og hann var. Sigríður þekkti vel skapgerð Halldórs og vissi sem var, að væri hún ekki í nálægð væri hann vís til að ofgera sér og öðrum ekki ætlandi að hafa taumhald á hon- um. Hún var sivakandi yfir heilsu hans og átti áreiðanlega drýgstan þátt í því hversu vel honum gekk að komast yfir mörg og erfið áföll. Við fráfall Halldórs Pálssonar hefur íslenskur landbúnaður misst einn af sínum bestu og dugmestu forystumönnum. Ég kveð hann með þakklæti og virð- ingu og votta Sigríði dýpstu sam- úð mína og fjölskyldu minnar. Blessuð sé minning hans. Stefán Sch. Thorsteinsson t Maöurinn minn, GENE DU PONT, andaöist á heimili sínu Oakland, Kaliforníu 18. þ.m. Guörún A. Jónsdóttir Du Pont. t Maöurinn minn. B0RGE BILDS0E-HANSEN, Sporöagrunní 6, lést i Landspítalanum á páskadag. Sálumessa fer fram frá Krists- kirkju, Landakoti, föstudaginn 27. apríl kl. 13.30. fna Bildsoe-Hansen. t HALLDÓR GUNNLAUGSSON, tv. hreppstjóri og bóndi ó Kiöjabergi, lést í Landspítalanum í gærmorgun 24. apríl. Systkinabörnin. t Eiginkona mín, móöir okkar og tengdamóöir, SIGRÍÐUR LILJA JÓNSDÓTTIR, Skipholti 26, sem lést 18. apríl, veröur jarösungin frá Kirkju Óháöa safnaöarins við Háteigsveg föstudaginn 27. apríl kl. 13.30. Tómas Sigurþórsson, Guójón Tómasson, Kristín fsleifsdóttir. Sigurþór Tómasson, Tómas Tómasson, Guörún Elín Kaaber. Ruth Ragnarsdóttir, t Eiginmaður minn og faöir okkar, SÆMUNDUR PÁLSSON, múrari, Byggðarenda 16, veröur jarösunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 26. apríl kl. 13.30. Blóm afbeöin. Guórún Oddsdóttir og börn. t Utför systur minnar og mágkonu, GUÐRÚNAR BJÖRNSDÓTTUR, fer fram frá Fossvogskirkju miövikudaginn 25. þ.m. kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Jóhanna Björnsdóttir, Valdimar Helgason. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, fósturfaöir, tengdafaöir og afi, EIRÍKUR ÁGÚSTSSON, kaupmaöur, Bólstaðarhlíö 12, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 25. apríl kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaöir en þeim sem vildu minn- ast hans er bent á líknarstofnanir. Ingigeröur Guðmundsdóttir, Ágúst G. Eiríksson, Ingveldur Valdimarsdóttir, Grétar N. Eiríksson, Þorgeróur Arnórsdóttir, Guömundur I. Eiríksson, Kristín Eggertsdóttir, Reynir A. Eiríksson, Unnur Jörundsdóttir og barnabörn. t Útför systur minnar, GUÐBJARGAR (STELLU) STEFÁNSDÓTTUR, fyrrverandi matráöskonu Sjúkrahússins á Patreksfiröi, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 26. apríl kl. 15.00. Jarðsett veröur í Gufuneskirkjugaröi. Fyrir hönd systkina, Pólína Stefánsdóttir. t Útför DR. EINARS ÓLAFS SVEINSSONAR, prófessors, veröur gerö frá Dómkirkjunni í Reykjavik fimmtudaginn 26. apríl kl. 15.00 e.h. Þeim sem vildu mlnnast hans er bent á SlBS, Blindravinafélagiö eöa aörar líknarstofnanir. Sveinn Einarsson, Þóra Kristjánsdóttir, Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Systir okkar, t ÁSRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR, hjúkrunarkona, Víóimel 19, Reykjavík, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 26. þ.m. kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuö en þeim sem vildu mlnnast hennar er bent á líknarstofnanir. Systkinin. t Elginkona mín, ELÍNBJÖRG GEIRSDÓTTIR, Smáratúni 1, Svalbarðseyri, sem lést 17. þ.m. veröur jarösungin frá Svalbarösstrandarkirkju 25. apríl kl. 14.00. Fyrir hönd barna, systkina, tengdabarna og barnabarna. Pétur F. Jóramsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.