Morgunblaðið - 25.04.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.04.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1984 45 Þankar og hugmyndir — um hunda og sjónvarp A skrifar: „Hægt er að framfylgja hunda- lögunum svokölluðu á margan og misjafnan hátt. Settar hafa verið reglur um að hundar eigi að vera í bandi þannig að þeir hlaupi ekki lausir um, og skiptir þar ekki máli hvort húsbóndi þeirra er nálægur eða ekki, enda vitað mál að þeir (húsbændurnir) eiga það til að rása, svo að segja fyrirvaralaust, á gangandi fólk sem á sér einskis ills von og kærir sig jafnvel ekkert um það að eitthvert geltandi loð- dýr flaðri upp um það, hvorki óvænt né með fyrirvara. Eitt er það sem hundaeigendur hunsa al- gjörlega. Þegar þeir halda að þeir séu einir í heiminum og ganga úti í náttúrunni til að viðra voffa og þeir sjá engan nálægt, gæti farið svo að einhver af svokallaðri æðri dýrategund væri einnig í viðrun á rólegum stað. Þá er draumurinn búinn hjá þeim hundlausa. Hann hrekkur í kút og sá vinalegi fer- fætti hendist af stað til að heilsa þessum nýja vegfaranda. Til er fólk sem haldið er hræðslu við hunda og á það við bæði um börn og fullorðna. Ég veit um fólk sem leggur ekki í að fara í heimsókn þar sem hundahverfin eru og það ekki af ástæðulausu. Þetta finnst mér sýna einum of mikla yfirráðasemi hundaeigenda. Ef farið er stuttan spöl út fyrir bæinn, til dæmis á skíði, eru margir Reykvíkingar staddir þar bæði með hunda og hundalausir. Hefur enginn látið sér detta í hug að þetta er nákvæmlega sami þjóðflokkurinn sem ekki kærir sig um flaður og gelt? Takið þetta til greina, þið, sem búið við tiltölu- lega fáfarnar götur. Það getur nefnilega verið að einhver annar ætli sömu leið, og sá er algjörlega varnarlaus og að mati hundaeig- enda — ef hann er hræddur við hundinn — sennilega örlitið móð- ursjúkur eða geðveikur. Það er leitt hversu mikill munur er orð- inn á stór-Reykjavíkursvæðinu hvað þetta snertir. Að fólk skuli ekki geta verið sjálft sér nóg og vilji frekar skapa vandamál með fleiri og fleiri hundum uns allt kafnar í þessu fári. Væri ekki góð hugmynd að koma „hundabyggð" á? Það er af- markað svæði, þar sem hunda- aðdáendur og eigendur gætu búið saman í sátt og samlyndi án átroðnings þeirra sem ekki hafa áhuga. Þeir gætu girt stórt svæði „Væri ekki góð hugmynd að koma „hundabyggð á? Það er afmarkað svæði, þar sem hunda-aðdáendur og eigendur gætu búið saman í sátt og samlyndi án átroðnings þeirra sem ekki hafa áhuga .. “ spyr bréfritari. alveg útaf fyrir sig, þar sem þeir gætu farið í gönguferðir með hundana, gætu byggt villur fyrir sig og sitt og skipst á skoðunum um hvaða hundamatur sé bestur og þar fram eftir götunum. Hvernig væri að kanna hvort meirihlutinn í nágrannabyggðum Reykjavíkur sé sammála hunda- haldi eins og það er nú, til dæmis með rækilegri skoðanakönnun? Að lokum nokkur orð um sjón- varpið okkar blessaða: Sjónvarpið er ekki upplífgandi þessa dagana. Meirihluti áhorfenda vill örugg- lega fá að sjá Dallas aftur, þrátt fyrir bókmenntalegt gildi og all áhugaverðan þátt sem kom í stað- inn, „Synir og elskhugar". Okkur veitir ekki af afþreyingarefni hér, frekar en annars staðar og miðað við annað efni sjónvarpsins, eru „Synir og elskhugar" frekar „þungir þættir". Það mætti einnig gera margar tilhliðranir eins og til dæmis að færa hinn vinsæla íþróttaþátt aftur fyrir allt annað á dagskránni á mánudagskvöld- um, þar sem svo margir knatt- spyrnuunnendur eru þá komnir heim úr stritinu og geta slappað af fyrir framan glerskjáinn og virki- lega notið knattspyrnunnar. Hinir geta þá lagt sig án þess að bíða eftir hinu almenna efni. Einnig mætti færa þetta menn- ingarlegasta, svo sem gamlar ís- lenskar kvikmyndir, með há- menntað gildi, aftast á dagskrána, því öruggt er að enginn sleppir því hvort eð er. Þessi skrif nægja sennilega ekki nema til stuttrar umhugsunar, kannski hjá hinum þögla meiri- hluta, þá það. Þökk sé þeim sem lásu.“ Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til aö skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisfong verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. glæpamyndirnar—svo ekki sé tal- að um það, sem grasserar á mynd- bandaleigunum um allt land og í kapalkerfunum, þá fæ ég ekki bet- ur séð en að þetta sé hrikalegt óréttlæti. Aldurstakmarkið er að mínu mati aðeins einn liður í því, sem tíðkast hér á landi, að menn verða að fara til útlanda til að gera það, sem máli skiptir. Aðgerðir af þessu tagi kippa fótunum undan því fólki, sem er að skapa fram- bærilega list. „Hrafninn flýgur" er hreinlega barnaleg miðað við það, sem manni var kennt úr íslend- ingasögunum á sínum tíma ... Ég veit að ég er ekki einn um þá kröfu að aldurstakmarkið verði afnum- ið. Hugmynd aö vinnu fyrir hundana Vesturbæingur hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar að minnast á Þessir hringdu . . . skemmtilegan þátt í sjónvarpinu fyrir nokkru (13. mars), þar sem ágætir menn skeggræddu í bróð- erni sterkan bjór og hundahald. Einn þeirra var doktor, næringa- efnafræðingur og dósent. Hann fræddi okkur um hollt áfengi og holla næringaríka drykki. Þessi umræða hefur borið nokkurn ár- angur því búið er að lækka rauð- vínið í verði til hagsbóta fyrir heimilin. Ekki veitir af þegar mjólkin hækkar sífellt. Einhversstaðar las ég nýlega að gott væri að gefa unglingum dálít- ið af bjór og rauðvíni í heimahús- um. í Frakklandi er það venja og meira að segja er það ekki óal- gengt að mæður setji rauðvíns- blöndur á pela barna sinna. I því landi ætti ekki að vera mikið áfengisvandamál. Allra síðast í þessum sjónvarps- þætti kom rúsínan í pylsuendan- um. Þá birtist á skjánum mynd af glaðlegum og góðlegum manni með sællega vömb (stundum kennd við bjór). Þessi góðlegi maður hvíldi sig í hægindum og lét fara vel um sig. Hvers vegna 'skyldi hann annars vera svona glaður á svipinn? Jú, mikið rétt! Það kom í Ijós að hann átti bæði bjór og hund og meira að segja þurfti hann ekki að hreyfa legg né lið til að ná í bjórflösku sjálfur. Hann lét hundinn bara sækja bjórinn. Þetta var stórkostleg hugmynd, er ekki þarna kominn vinna fyrir þá hunda í Reykjavík, sem að öðru leyti virðast ekki sér- staklega þarfir? SIÐAN 32 QGENN AFULLU V1NNUFÖT VINNUFATAGERÐ ÍSLANDS. REYKJAVÍK, SÍMI:16666 SIÐAN 32 QGENN AFULLU IflNNUFÖT VINNUFATAGERÐ iSLANDS. REYKJAVÍK. SÍMI:16666 SRmumtlH SOLUBOÐ LENI EfDHUS- RULLUR IVA FRIGG ÞVOTTAEFNI 2,3 kg ÞVOL frígg ÞVOTTALÖGUR1/2 fl TOMATSOSA 500 gr SINNEP 500 gr KORNI HROKKBRAUÐ 250 gr ...vöruverð í lágmarki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.