Morgunblaðið - 25.04.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.04.1984, Blaðsíða 28
'28 ' MÓFtótlWBLÁÖÍÐ,' MltiVlIÍÓÓAGltR 25. A'RRÍL l'9é4 Grásleppuhrogn Kaupum fersk grásleppuhrogn eins og undanfarin ár. Mótttaka í Verbúö 1 viö Tryggvagötu (móti Hafnar- búöum). Opnunartímar: Alla róörardaga (einnig helgidaga). 8.00—12.00 15.00—19.00 21.00—22.00 Jón Ásbjörnsson, heildverslun, sími 11747. r WIKA Þrý stimælar Allar stæröir og geröir ^ðfyHrflaDiyisKLair Vesturgötu 16, sími 13280 ^Auglýsinga- síminn er 2 24 80 Tölvuborð stööluð eöa sérsmíóuó að óskum kaupanda Ása Sigurðar- dóttir — Minning Fædd 26. janúar 1895. Dáin 12. aprfl 1984. Allt frá bernsku, í meira en hálfa öld, minnist ég með ánægju og þakklæti Ásu Sigurðardóttur, mágkonu og bestu vinkonu móður minnar, hressilegs viðmóts henn- ar og mannlegrar reisnar í blíðu sem stríðu. Ása fæddist að Kjarna í Arn- arneshreppi í Eyjafirði þann 26. janúar 1895 og var því á nítugasta aldursári þegar hún lést. Hún var af þeirri þróttmiklu kynslóð ís- lendinga sem oft er kennd við aldamót, kynslóð sem ólst upp við að vinna hörðum höndum langan vinnudag, en hefur að kalla skilað okkur frá miðöldum til atómaldar á viðburðaríku æviskeiði. Foreldrar hennar voru Sigurður Jón Sigurðsson, útvegsbóndi á Hjalteyri, og Margrét Sigurlína Sigurðardóttir. Eins og flestra annarra ís- lenskra kvenna á hennar tíð var meginstarf Ásu að annast heimili og sjá um uppeldi barna. Ung að árum giftist hún Jens Ebeneser Eiríkssyni, stýrimanni og skipstjóra frá Hóli í Onundar- firði. Eignuðust þau þrjú börn: Baldur Eirík, múrarameistara, Braga Sigurð, sem dó á barnsaldri, og Önnu Margréti, húsmóður í Reykjavík. Jens, sem var atorku- samt hraustmenni, lést vorið 1923. Fóru þá erfiðir tímar í hönd fyrir unga ekkju með tvö börn á fram- færi, tæpra tveggja og fimm ára að aldri. Nokkrum árum síðar giftist Ása aftur. Seinni maður hennar var Steinarr St. Stefánsson, sveitungi hennar úr Eyjafirði. Munu margir Reykvíkingar minnast hans sem verslunarstjóra Kaupfélags Borg- firðinga við Laugaveg, en því starfi gegndi hann um nær fjórð- ung aldar. Síðar starfaði hann lengi sem fulltrúi hjá Búvörudeild SÍS. Steinarr var búfræðingur að mennt og allt til hinstu stundar átti ræktun rík ítök í huga hans og hjarta. Hann lést vorið 1980. Þau Ása og Steingrímur eignuð- ust fimm börn. Tvær stúlkur misstu þau með árs millibili, skömmu eftir fæöingu, en synirnir eru Leifur, vélfræðingur, Atli, blaða- og fréttamaður, og Bragi Jens, lögfræðingur og saksóknari. í erfiðleikum, þegar mjög reynir á, kemur dugnaður og þolgæði oft betur í ljós en þegar allt leikur í lyndi. Ása fór ekki á langri ævi varhluta af þungbærum örlögum. Ég nefni missi þriggja barna í frumbernsku, svipleg örlög barna- barna, missi eiginmanna og loks langvarandi veikindi og miklar þjáningar. En þá brást ekki ótrú- legur dugnaður og hin hressa lund. Mannleg reisn Ásu í erfið- leikum hlaut að vekja aðdáun allra sem til þekktu. Það fylgir hárri elli að verða að sjá á bak vinum og samferða- mönnum. Móðir mín kveður nú bestu vinkonu sína með þökk og þungum trega. Blessuð sé minning Ásu Sigurð- ardóttur. Flosi Hrafn Sigurðsson í dag er gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík útför Ásu Sigurðar- dóttur, ekkju Steinars St. Stefáns- sonar, fyrrverandi verslunarstjóra og lengi starfsmanns Sambands ísl. samvinnufélaga, en heimili þeirra hjóna stóð lengst af á Hof- teigi 14 hér í borg. Ása lést í Borgarspítalanum 12. apríl sl. og skorti þá aðeins tæpt ár í nírætt. Æviárin voru því orðin mörg og lífsstarfið langt. Á miðri ævi hafði hún komið upp fimm mannvænlegum börnum og þá átti hún enn eftir þrek og móðurkær- leik, sem entist henni til þess að rækja móðurhlutverk á nýjan leik um margra ára skeið. Þess gerast að vísu mörg dæmi, að ömmur þessarar þjóðar taki að sér nýtt hlutverk, þegar börn þeirra sjálfra eru komin upp og þar með lokið hinu hefðbundna ævistarfi móður- innar, en enga þekki ég sem örlög- in færðu stærra viðbótarverkefni á þessum vettvangi en Ásu Sigurð- ardóttur. Þegar sonur hennar, Leifur, varð fyrir því sviplega áfalli að missa konu sína unga, gerðist hún um sinn forsvars- manneskja tveggja heimila, um leið og hún gekk sex ungum son- ardætrum sínum í móðurstað. Þegar forsjónin færði henni þetta viðbótarhlutverk á leiksviði lífs- ins. hafði hún eitt ár um sjötugt. Ása Sigurðardóttir var af ey- firskum ættum. Voru foreldrar hennar Sigurður Jón Sigurðsson, bóndi og útvegsmaður á Kjarna í Arnarneshreppi, og kona hans, Margrét Sigurlína Sigurðardóttir. Var Ása þriðja elst af 10 börnum þeirra hjóna. Til fermingar var hún í fóstri hjá afa sínum og ömmu í föðurætt, sem einnig bjuggu að Kjarna; þau hétu Sig- urður Konráðsson og Valgerður Magnúsdóttir. Ása var tvígift. Var fyrri maður hennar Jens Eiríksson, skipstjóri, ættaður frá Hóli í Önundarfirði. Missti hún hann eftir átta ára sambúð. Einn son misstu þau í frumbernsku, en upp komust son- ur og dóttir. Sonurinn er Baldur, múrarameistari, kvæntur Hólm- fríði Eyjólfsdóttur og eiga þau einn son. Dóítirin er Anna Mar- grét, gift Helga Kristóferssyni, verslunarmanni; eiga þau þrjár dætur og einn son. Hinn 29. maí 1929 gekk Ása að eiga seinni mann sinn, Steinar Stefán Stefánsson, búfræðing, Lokað Skrifstofur okkar veröa lokaöar í dag miövikudaginn 25. apríl vegna jaröarfarar DR. HALLDÓRS PÁLS- SONAR, fyrrverandi búnaðarmálastjóra. Búnaöarfélag íslands. Lokað Rannsóknastofnun landbúnaöarins veröur lokuö í dag, miövikudaginn 25. apríl frá kl. 10—12, vegna jaröarfarar DR. HALLDÓRS PÁLSSONAR. Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Keldnaholti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.