Morgunblaðið - 02.12.1984, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 02.12.1984, Qupperneq 1
128 SIÐUR 238. tbl. 71. árg. Sovézkur vísindamaö- ur fær hæli í Bretlandi Landan, 1. desember. AP. BRESKA innanríkisráðuneytið stað- festi í morgun sannleiksgildi fregnar Daily Mail í morgun þess efnis að dr. Aleiandr Karaulov, sem var mjög háttsettur vísindamaður í Sov- étríkjunum, hafi beðið um heli í Bretlandi, er hann var þar f embett- iserindum. Karaulov var veitt hæli í Bret- landi fyrir rösku ári, en mál hans hefur farið mjög leynt og ekki fyrr en nú að það er dregið fram í dagsljósið. Karaulov er sérfræð- ingur í sameindafræði. Fréttin um flóttann kemur sér illa fyrir Rússa, sem nýverið tókst að fá Svetlönu Stalín og tvo flóttamenn úr hernum til að snúa heim frá Bretlandi. Myrtur á flótta frá A-Þýzkalandi Berlío. I. denember. AP. Austur-þýzkir landameraverð- ir skutu til bana mann, sem reyndi að flýja yfir Berlínarmúr- inn í morgun. Sjónarvottar kváðu mikla skothrið hafa kveðið við og varað drjúga stund. Óljóst er á hvaða aldri flóttamaðurinn var eða hvort um var að ræða karl eða konu. Atvikið átti sér stað rétt fyrir dögun og aðeins daginn eftir að Austur-Þjóðverjar fjarlægðu síðustu sjálfvirku byssurnar meðfram landa- mærunum, en þær voru 55 þús- und talsins. Vestur-þýzka stjórnin brást harkalega við morðinu á landa- mærunum í morgun og krafð- ist þess að A-Þjóðverjar hættu að tala með byssum til þeirra sem vildu neita venjulegra mannréttinda. Útgjöld skorin niður i ísrael Jeráaalem, 1. deæmber. AP. Ríkisstjérn tsraels ákvað í dag að skera Qárlög niður um 375 milljónir dollara og er það liður í sparnaðar- ráðstöfunum hennar. Boðaðar voru enn meiri ráðstafanir á næstunni. Ákvörðunin var kynnt eftir fimm stunda fund ríkisstjórnar- innar þar sem hart var deilt á stundum. Ákveðið var að þessu sinni að draga saman útgjöld til varnarmála, menntamála og heil- brigðismála, þrátt fyrir harða andstöðu ráðherra, sem með þessa málaflokka fara í stjórninni. Samtals hefur stjórn Shimon Peres ákveðið 1,4 milljarða dollara niðurskurð á 23 milljarða dollara fjárlögum frá því hún tók við völd- um fyrir tæpum þremur mánuð- um , en sumar ráðstafanirnar taka ekki gildi fyrr en á næsta ári. í dag var ákveðið að skera út- gjöld til varnarmála niður um 100 milljónir dollara til viðbótar 300 milljóna dollara niðurskurði, sem áður var ákveðinn. Ráðstafanirn- ar eru gerðar til að draga úr við- skiptahalla og verðbólgu, sem nú er áætluð vera um 1.000%. STOFNAÐ 1913 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1984 Prentsmiðja Morgunblaósins Samtök námamanna hóta verkfaUsbrjótum og ógna MIKIL reiði hefur gripið um sig vegna morðs á leigubflstjóra, sem ók brezkum námamanni til vinnu sinn- ar í gær, og er talið víst að það verði málstað námamanna sízt til fram- dráttar. Af hálfu samtaka náma- manna hefur verið gripið til um- fangsmikillar hræðsluherferðar til að stemma stigu við straumi verk- fallsmanna til vinnu. Fregnir fara af ýmsum aðgerð- um herskárra verkfallsmanna til þess að hræða námamenn frá því að hverfa aftur til vinnu, og geng- ur fjöllum hærra að stéttarfélag námamanna standi þar að baki. Einnig hefur þeim verið „refsað" sem snúið hafa til vinnu að undan- förnu. I þessu skyni hefur verið ráðizt gegn heimilum námamanna, múrsteinum verið kastað gegnum gluggarúður, eldur borinn að hús- um, eiginkonum og börnum verið hótað með ýmsu móti, náma- mönnum verið hótað lífláti og viðbjóðslegar símhringingar dunið á heimilum þeirra. Ofbeldið er umfangsmeira en nokkru sinni frá upphafi og er það nefnt sem dæmigert atvik er verk- fallsmenn vopnaðir kylfum, þ.á m. verkalýðsforingi, réðust inn á heimili námamannsins Michael Fletcher, sem sneri til vinnu, handleggsbrutu hann og fótbrutu. Kveikt var í húsi annars náma- manns og brann það til kaldra kola. Velsku námamennirnir Dean Hancock og Russell Shankland, Námamanni fylgt til vinnu. sem eru 20 og 21 árs, voru form- lega ákærðir fyrir morðið í morg- un. Brezkir fjölmiðlar slógu fregn- inni upp í morgun og sögðu m.a. að nú hafi námamenn gripið til mannvíga. Neil Kinnock leiðtogi Verka- mannaflokksins og Arthur Scar- gill leiðtogi námamanna voru ræðumenn á fundi til stuðnings námamönnum og var óspart baul- að á Kinnock er hann sagði að ofbeldi leiddi til ósigurs og þvi yrði að linna þegar í stað. „Svik- ari! Svikari!" hrópuðu herskáir námamenn í kór, en þeir hylltu Scargill, sem sagði samtökin enga aðild eiga að morðinu eða aðgerð- um óskyldum verkfallsvörslu. Morðið á leigubílstjóranum kemur í kjölfar svipaðra aðgerða á sömu slóðum þar sem verkfalls- menn hentu grjóthnullungum ofan af brú á vörubíla, sem fluttu kol til stálverksmiðju. Voru 32 verkfallsmenn handteknir i þvi sambandi. Tamílum stökkt á flótta til Indlands ( 'olombo. I. desember. AP. Stjómarherinn á Sri Lanka réðst í nótt gegn 19 bátum meó hryðju- verkamenn úr röðum indverskra tamíla innanborðs, sem reyndu að ná landi við norðurhluta landsins eftir siglingu frá Indlandi. Atján bátanna var stökkt á flótta til Indlands, en einn var tek- inn með 10 hryðjuverkamönnum um borð. Voru þeir allir látnir, höfðu týnt lifi í skotárásinni. Bát- arnir reyndu að læðast i skjóli myrkurs og taka land skammt norður af Palaimannar. Er þess varð vart að þeir sigldu inn í lög- sögu Sri Lanka var ráðist gegn þeim. Hermt er að einn hryðjuverka- mannanna 10 hafi verið með lífsmarki þegar bátur þeirra náð- ist og hafi hann viðurkennt að þeir hefðu hlotið þjálfun í Tamil Nadu, syðsta riki Indlands, þar sem tamílar eru i miklum meiri- hluta. Stjórnvöld á Sri Lanka hafa löngum haldið því fram að ind- verskir tamílar styðji við bak að- skilnaðarsinna, en yfirvöld á Ind- landi vísað þvi á bug. Talið er að atburðir siðasta sólarhrings eigi eftir aö draga dilk á eftir sér. Árásin á bátana kemur i kjölfar árásar aðskilnaðarsinna úr röðum tamíla á endurhæfingastöð fanga i norðurhluta Sri Lanka í gær, þar sem a.m.k. 14S manns biðu bana, þ.á m. konur og börn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.