Morgunblaðið - 02.12.1984, Page 9

Morgunblaðið - 02.12.1984, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1984 9 HUGVEKJA eftir séra Guðmund óskar ólafsson 1. sunnudag í Aðventu. Það er eflaust mörgum nota- leg vitneskja, sem borist hefur að eyrum fyrir skömmu að ís- lendingar séu hamingjusöm þjóð. Það er vissulega bjarmi inn í svartasta skammdegið að fá á því staðfestingu sam- kvæmt alþjóðlegri könnun að við erum flestum öðrum stolt- ari af þjóðerinum, horfum björtum augum til framtíðar, óttumst ekki styrjöld í vænd- um, höfum traust á kirkjunni og enda lögreglunni. Og hvort sem menn vilja sjá samsvörun og tenging á milli eða ekki, þá kemur einnig fram að íslend- ingar eru trúuð þjóð. Margt í niðurstöðum hinnar viðamiklu könnunar er harla athyglis- vert og full ástæða til að velta ýmsu fyrir sér, sem þar kemur í ljós. Það er til að mynda ástæða til þess að spyrja sig í upphafi Aðventu, þegar skammt er til jóla, hverju þjóðin ætlar að fagna á stór- hátíðinni. Það virðist ljóst af fyrrnefndri könnun að flestir telja sig trúhneigða og fjöldi svonefndra trúleysingja hverf- andi, en aftur á móti aðeins fimmtungur sem trúir á per- sónulegan Guð. Nú er það staðreynd að grunnur krist- innar trúar byggist á boðun- inni um persónulegan Drottin, skapara himins og jarðar, sem hafi gert sig kunnan í lausnara mannanna, sem fæðst hafi á ákveðnum stað og stundu, því eru haldin jól. Það er því full ástæða til þess að spyrja sig, hvort það muni vera rétt niðurstaða í téðri könnun að aðeins fimmtungur lands- manna haldi kristin jól, en hinir fylgi með svona fyrir siðasakir og þá kannski á þeirri forsendu að það saki ekki að gera sér dagamun í skammdeginu svona til heið- urs alheimsandanum eða lífskraftinum sem talið er að muni vera til. Mér er nær að halda að hér sé eitthvað málum blandið. Samkvæmt títtnefndri rann- sókn trúa íslendingar almennt á líf að þessu loknu, telja boð- orðin í fullu gildi og sækja sér huggun og hlífð allra þjóða mest í trú. Mér er ómögulegt að trúa því eða skilja að obbinn af landsmönnum sæki sér huggun og lífsvonir í hugs- un um einhver ópersónulegan lífskraft sem enginn veit þá hvernig er, eða hvort hefur hugsun eða vilja gagnvart mönnunum eða hvort hann yf- irhöfuð er góður eða illur eða hefur til að bera nokkuð það, sem unnt er að kalla tilfinning. Ég ætla öllu fremur að gera ráð fyrir því að íslendingar trúi á það sem þeir kalla lífskraftinn, af því að þeir hafa vitandi og óvitandi lært að þekkja hver hann er og hvaða viðhorf hann ber í barmi og hver ætlun hans er með menn- ina. Sú trú hefur ekki síast inn frá arfi og fóstran í landinu, að Guði standi á sama um menn- ina eins og lindinni sem streymir komi ekki við steinn- inn eða sandkornið, sem hún flýtur yfir, heldur hefur það löngum verið kennt við föður og móðurkné, sem séra Hall- grímur batt í rím: Vertu Guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni ..." Skoðana- .könnun og Aðventa Ég held að þó fólk svari sem svo að það trúi á alheimsand- ann, að þá hafi það innst inni traust á að sá andi sé góður og látið sig skipta barnið í veröld- inni. Og sé það rétt, þá býr hér þjóð sem hefur fengið þessa vitneskju frá Honum sem gekk um á jörðu, gerði gott, elskaði mennina og bar þeim ljóma Guðs mildi og helgunar. Og um leið og þetta er sagt er um leið játað að hér býr kristnari þjóð en kannanir segja til um, því þjóðin hefur þá lotið þeirri mynd Guðs, sem Jesús Kristur bar á jörðu, persónulegri mynd, em unnt er að greina í hver Guð er og hvað hann vill með líf okkar og göngu alla. En það sem könnunin al- þjóðlega ber greinilega með sér hvað okkur varðar, það er að þjóðin býr að hjátrúarleg- um hugtökum yfir þá guðs- mynd sem hún á og sem er sannari en orðin gefa til kynna. Eitthvað hefur hér brugðist í kristinni uppfræðslu hjá þeirri kirkju, sem þó nýtur trausts með þjóðinni og sem að ég vil halda fram að eigi sinn mikla þátt í að flytja hamingj- una inn í líf hennar. Og nú er kominn fyrsti sunnudagur í Aðventu, þegar það hljómar hvað skýrast að kristin kirkja boðar trú á per- sónulegan Guð, sem hefur opinberað sig á jörðu. Þetta er dagurinn, sem er einskonar upphafsdagur á almanaki kirkjunnar. Það var einn ágætur Norðlendingur sem mælti í ljóði: „Guð, ég bið þig um gjafir tvær Lát mig ei einan lít þú mér nær áður en það er orðið um sein- an.“ Þessi ljóðasmiður væntir þess og vonar að lífskrafturinn hafi til að bera þá eigind, sem ekki lætur sér standa á sama um sköpun sína, hann biður til þess Guðs, sem hefur vitjað barna sinna á jörðu. Þetta er líkt því ákalli sem lesið er gjarnan úr helgri bók á Að- ventunni, þegar fólkið hrópaði til Jesú, þegar hann kom á áburðardýri inn í Jerúsalem. Þá var hrópað: „Hósanna", en það þýðir: Hjálpa þú nú. Þegar við komum saman á Aðventu erum við ekki að biðla til ópersónulegra krafta um hjálp, slíkir kraftar hvorki heyra né taka mark á hrópi manneskjunnar eða gefa henni hamingju í brjóst, heldur erum við að koma saman í þakkar- gjörð fyrir þá vitund, sem við höfum eignast að mannsbarn hefur verið kosið til þess að eiga sér stað við hjarta Guðs og vita af því. Endur fyrir löngu fékk fá- tæk þjóð í fjötrum þessa vitjun að mega kalla: „Blessaður sé konungurinn, sem kemur í nafni Drottins." Allt upp frá því hefur þessi söngur ekki hljóðnað. Víst hefur margur gengið undan merkjum, hefur gleymt að persónulegur Guð væri uppspretta þessa söngs, ekki þorað að trúa því að tíð- indin væru sönn, að við værum ekki framar ein og yfirgefin á valdi einhverra krafta, en það breytir ekki þeirri staðreynd að kristnin lifir, boðskapurinn um að konungurinn konung- anna kemur og er og verður að eilífu „réttlátur er hann og sig- ursæll ... veldi hans mun ná fra hafi til hafs, til endimarka jarðarinnar". Og því er Aðventutíminn ekki einber nafngift í tímas festi, heldur fagnaðartími, undirbúningstíð þeirrar hátíð- ar sem senn gengur í garð. Og þá trúi ég að það verði langt- um meira en fimmtungur þjóð- ar sem mun gleðjast yfir því að ljós Guðs dýrðar hefur umvaf- ið þessa jörð á sérstakan máta í ákveðnum atburði, að himn- anna Guð hefur búið sér stað í mannlegu umhverfi til þess að birta elskuþel sitt. Við skulum hugleiða þetta á Aðventunni svo að sú hamingja viðhaldist í hjartanu og sé búin í orð á réttan veg, að við horfum ekki inn í morgundaginn í trausti á einhvern óþekkjanlegan mátt, sem hvorki hugsar eða vill, heldur lítum fram í þeirri trú að lífsins góður Guð hefur auglýst hver hann er, hvað hann ætlar og hvernig hann finnur til i okkar garð. Kon- ungur Aðventunnar, konungur lífs er vitnisburður þess. Hann segir: Ég kem til þín, kom þú til mín. Jtfgtmfrl Gódan daginn! * Spariskírteini og happdrættislán ríkissjóða Sölugengi Avöxtun-1 Oagafjöldi Ar-flokkur pr. kr. 100 arkrafa | til innl.d. 1971-1 17.187.37 8,60*/. 282 'd 1972-1 15.379.04 8,60% 52 d. 1972-2 12.419,64 8,60% 282 d. 1973-1 9.044,33 8,60% 282 d. 1973-2 8.467,12 8,60% 52 d. 1974-1 5.481,51 8,60% 282 d. 1975-1 4.665,17 8,60% 37 d. 1975-2 3.469,83 8,60% 52 d. 1976-1 3.165,77 8,60% 97 d. 1976-2 2.597,45 8,60% 52 d. 1977-1 2.288,88 1977-2 1.903,77 Innl.v. i Seölab. 10.09.84 1978-1 1.551,86 8.60% 112 d. 1978-2 1.216,22 Innl.v. í Seðlab. 10.09.84 1979-1 1.056,07 8,60% 82 d. 1979-2 792,90 Innl.v. iSeðlab. 15.09.84 1980-1 698,02 8,60% 132 d. 1980-2 531,44 8,60% 322 d. 1981-1 448,08 8,80% 1 ár 52 d. 1981-2 324,45 8,80% 1 ár 312 d. 1982-1 323,17 8,60% 88 d. 1982-2 235,18 8,60% 298 d. 1983-1 178,58 8,80% 1 ár 88 d. 1983-2 112,52 8,80% 1 ár 328 d. 1984-1 108,81 9,00% 2 ár 58 d 1984-2 102,42 9,00% 2 ár 277 d 1974-E 4.208,00 Innhr. i Seölab. 01.12.84 1974-F 4.208,00 Innlv. í Seölab. 01.12.84 1975-G 2.679,05 10,00% 358 d. 1976-H 2.446,81 10,00% 1 ár 117 d. 1976-1 1.845,58 10,00% 1 ár 357 d. 1977-J 1.632,43 10,00% 2 ár 118 d. 1981-1. I 351,11 10,00% 1 ár 148 d. Veðskuldabrél — verðtryggð Lánst. 2 afb. áárí 1 ár 2 ár 3 ár 4 ár 5 ár 6 ár 7 ár 8 ár 9 ár 10 ár Nafn vextir HLV Sölugengi m.v. mism. ávöxtunar - kröfu 14% 16% 18% Vedskuldabréf — óverðtryggð Sölugengi m.v. Lánst. 1 afb. á ári 2 afb. á árí 20% 28% 20% 28% 1 ár 79 84 85 89 2 ár 66 73 73 79 3 ár 56 63 63 70 4 ár 49 57 55 64 5 ár 44 52 50 59 Spariskírteini ríkissjóös, verötryggö veöskuldabréf óverðtryggö veöskuldabréf óskast á söluskrá. Daglegur gengisútreikningur Vcröbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavík lónaóarbankahúsinu Simi 28566 VERÐBREFA- VtÐSKIPTANNA HAMARKS ávöxtun Við förum ekki hátt með það, en þeir sem einu sinni hafa ávaxtað í verð- bréfum halda því áfram.......... og það sem meira er betri ávöxtun á sparifé er varla hægt að finna. SÖLUGENGIVERÐBRÉFA 3. desember 1984

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.