Morgunblaðið - 02.12.1984, Síða 42

Morgunblaðið - 02.12.1984, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1984 „Þorskurinn er eflaust góður til sunds, en ekki til matar,“ varð háðfuglingum Oscar Wilde ein- hvern tíma að orði. Má sjálfsagt skilja svo að hann hafi haft meiri mætur á vatni en fiski á diski. Þótt færri íslendingar neyti kannski fisks daglega en sunds, þá á slík speki ekki upp á pallborðið hjá okkur sem lifum á því að útlendingum þyki fiskur mata bestur. Enda kemur á dag- inn þegar fiskum fækkar í sjón- um kringum eyjuna að: Okkar stand er allt i hönk, aukast vandamálin. Þjóðin, landið, bæði blönk, bráðum grandast sálin eins og Valdimar Lárusson orðar ástandið svo réttilega. Þetta virðist a.m.k. mega ráða af um- mælum þeirra sem gerst mega vita í blöðum að undanförnu. Enda allir að greina ástandið og gera hernaðaráætlanir um hvernig best borgi sig að veiða þessa físka sem eftir eru. Við er- um á skömmum tíma búin að heyra samræmt álit fiskifræð- inga, skoðun fiskimálaspekinga á fiskiþingi, útgerðarmanna hjá LÍÚ og ræður af fundi Sam- bands fiskvinnslunnar. Allt þetta gleypir maður vitanlega i sig i blöðunum til að reyna að ráða i hvað til bjargar megi verða vorri þjóð. þá dugir skammt gömul reynsla af þvi að alast upp innan um fiskreiti og vaskakonur eða unglingsár i sildinni á Hjalteyri né heldur dagleg nálægð við aflafréttir á fréttamennskuárum. Málið hef- ur alveg snúist við. Nú er vand- inn nefnilega hvernig eigi að vera á fískveiðum og fiska ekki, f stað þess að aflaklær nái sem fíestum fiskum. En hvað er að tarna? Því meira sem maöur fær að heyra, þeim mun óljósara verður hvað sé til ráða. Eykst bara ruglandi okkar leikmanna, enda haft fyrir satt að of mikil sérhæfíng dragi úr aðlögunar- hæfni og geti jafnvel leitt til for- heimskunar. Ágæt stuðnings- hækja að tarna til að taka hvatningu i nýlegri blaðagrein og blanda sér vankunnandi i um- ræðurnar. Meirihluti þeirra sem láta til sín heyra virðist hallast að því að kannski sé nú skynsamlegt að spara tilkostnað við að ná þess- um fiskum og koma þeim í mat- arhæft form fyrir útlendinga. Sumir tala meira að segja opinskátt um að fækka skipun- um sem sækja á miðin til að elt- ast við færri fiska og draga úr tilkostnaði við dýra orkugjafa í skipum og vinnslustöðvum. það er einmitt þetta sem er svo ágætt við umræður, þær verða alltaf svo upplýsandi og sann- færandi. Þegar maður svo hefur allt á hreinu, þá vill hugsunin bara ekki ætíð stöðvast, en held- ur áfram að mynda stærri gárur. Af hverju ætli í sparnaðartalinu sé ekki haldið áfram og sagt upphátt að færri menn eigi að eltast við færri físka, svona rétt eins og skrifað er óhikað að þurfi að fækka bændum um leið og rollunum þegar framleiða á minna kjöt? í skýrslu um mann- afla frá áætlunardeild Fram- kvæmdastofnunar frá þvi í ágúst er upplýst að mannafli við fisk- veiðar hafi farið vaxandi ár frá ári eða úr 4.220 manns (það er svo dónalegt að kalla manneskj- ur mannár) 5.515 á 19 árum og í hraðfrystihúsunum úr 4.800 i 9.334 á sama tíma. Ekki getið um tölu i stjórnunarstörfum. Mannskapnum fjölgar semsagt i kring um færri fiska. Vitanlega! Verður ekki einmitt meiri kúnst að finna fiskana og ná þeim eftir því sem þeir eru færri i hinu stóra hafi? Að visu er þetta al- veg öfugt við viðbrögð þeirra Flugleiðamanna þegar ekkert gekk lengur upp hjá þeim og þeir neyddust til að spara tilkostnað, þeir fækkuðu áhöfnum, landfólki og stjórnendum, öllu liðinu upp úr og lifðu af kreppuna. Ég hefi fyrir satt að þetta sé stundum gert i útlöndum til að spara til- kostnað þegar að kreppir. í þessum fróðlegu umræðum um leiðir til lækkunar á kostnaði virðast menn líka sammála um að lækka verði verð á orku, rafmagni og olíu, til fiskiskipa og fiskvinnslu. En hvers vegna alla þessa orkunotkun eftir að fískurinn er kominn í land? Oscar Wilde var lítið fyrir físk. Margir aðrir útlendingar eru æstir i fisk, en lítið fyrir lang- frosinn mat af hvaða tagi sem er. Þjóðverjar og Bretar sækjast eftir ferskum físki frá íslandi og franskar húsmæður líkja ekki saman gæðum á ferskum mat- vælum og frosnum. Enda farið að flytja i vaxandi mæli út ferskan fisk i gámum. Við ís- lendingar höfum vanið okkur á að kalla það að frysta fisk að fullvinna hann. Hefur það ann- ars nokkuð með fullvinnslu að gera? Er Þetta ekki bara geymsluaðferð? Af hverju að varðveita fiskinn lengi hjá okkur í rándýrum frystigeymslum sem gleypa rándýra orku er hleðst á framleiðsluverð? „Birgðir eru mjög miklar og ekki fyrirsjáan- legar neinar verulega breytingar á markaðsmálum", stóð i grein í blaðinu í vikunni. Fiskurinn sá mun því eiga eftir að hlaða á sig tilkostnaði i langan tima. Og þá spyr sá sem lítið veit: Úr því að farið er að stjórna því ofan frá hvernig og hve mikill fiskur er veiddur við ísland, er þá goðgá að bæta við hvenær og draga fiskinn á land sem næst þvi sem hægt er að losna við hann? Drífa hann ekki úr sjónum i frystihús- in fyrr en likur eru á að markað- urinn vilji taka við honum, frysta hann rétt til flutnings? Að búa á eyju langt norður i höf- um hefur víst i för með sér langa leið til fiskneytenda og því varð- veisluþörf matvæla, en orðið norður vekur lika hugartengsl við svala og þá auðveldari geymslumöguleika. Vísast eru spekiþankar leikmanns á borð við þessa eintóm tjara i eyrum vísra manna, en Gáruhöfundur stóðst ekki tilboðið góða. Og svo var að sjá sem þetta væri ekki prívatslagur, heldur mættu allir taka þátt í honum, vísir menn og óvitar. Við höfum semsagt heyrt í spökum sem óspökum um vanda veiðimannanna að undanförnu. En hvað gera fiskarnir? Skyldu þeir sitja lika með krystalkúl- urnar sínar á hafsbotni eins og þessi á myndinni og segja: Svo þetta eru þeir að bralla þarna uppi! En gáfulegt! Jæja krakkar mínir það styttist i blessuð jólin. Helmingi fleiri vinningar en I gær: 2 pör Salomon skiðaskór frá Bikarnum og Sportvali. Númerin eru: 5,859 138752 JÓLAHAPPDRÆTTI SÁÁ Vinningarnir verða afhentir I Bikarnum eða Sportvali en fyrst þarf að láta stimpla miðann hjá SÁÁ. Ps. Þið munið að við æsum okkur ekkert út af því hvenær miðinn var borgaður þegar við afhendum barnavinningana. Pú ákveður hvort, eða hvenær Bónusreikningur er verðtn/ggður eða óverðtryggður. siíkt skiptir máli. Bónusreikning faerðu bara hjá iðnaðarbankanum. Mnaðaitankinn efbúvitt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.