Morgunblaðið - 02.12.1984, Page 58

Morgunblaðið - 02.12.1984, Page 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1984 ÞINGBRÉF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON * I skugga fjárlagafrumvarps: Skuldír og skattar í endaðan stjórnarferil Alþýðubandalags, árið 1983, vóru ríkisumsvif komin upp í 30,7 af hundraði sem hlutfall af þjóðarframleiðslu. í ir, 1984, fer þetta hhitfall f 29,4%. Samkvsmt fjárlagafrumvarpi fyrir nssta ár Iskkar hlutfall rfkisins enn — f 29,2%. „í fjárhsðum talið er hér um að rsða 1,3 milljarða króna, sem rfkið tekur minna til sfn í ár en á árinu 1983,“ sagði Albert Guðmundsson í fjárlagarsðu á Alþingi sl. þriðjudag. Vert er að hafa í huga, í þessu sambandi, að verðmsti þjóðarframleiðslunnar hefur rýrnað um 12% á hvern vinnandi mann á þremur árum, 1982, 1983 og 1984. Skattar Það er komið á daginn, sem sjá mátti fyrir, að meintar kaup- hækkanir samkvæmt nýjum kjarasamningum segja til sfn f hærra verðlagi innanlands og gengislækkun krónunnar út á við. Það er að sjálfsögðu hægt að semja um skiptingu þeirra verð- mæta sem til eru. Þegar skipta- hluturinn er minni en gerðir samningar standa til hefur gjáin ævinlega verið brúuð með hærra verðlagi og smærri krónum. í því efni hefur það engu máli skipt, hvemig ríkisstjórn er saman sett. Alþýðubandalagið greip fjórtán sinnum inn f gerða kjarasamn- inga, um lög, á þriggja ára stjórn- arferli. Það var iðið við kolann á þessum tíma. Lífskjör hafa aldrei orðið til f samningum, heldur i verðmætum í kviku atvinnulífsins og viðskipt- um við umheiminn. Mergurinn málsins er að auka þessi verð- mæti, en það verður ekki gert f innbyrðis ófriði. I fjárlagafrumvarpi fyrir kom- andi ár kennir nokkurrar viðleitni til að draga úr framangreindum verðþensluáhrifum: • Bætur almannatrygginga 1985 hækka um rúmar 100 m.kr., um- fram verðlagshækkanir. • Verð lyfja og lækniskostnaður hækkar ekki 1985. • Niðurgreiðslur í vöruverði verða með svipuðum hætti áfram. • Tekjuskattur einstaklinga lækkar um 600 m.kr. og skattþrep- um verður breytt. • Dregið verður úr mismunun í sköttum hjóna, eftir því hvort fyrirvinna er ein eða tvær. • Tekjur siðustu 12 mánaða verða skattfrjálsar hjá einstaklingum sem láta af stðrfum fyrir aldurs sakir. Margt mælir með þvi að tekju- skattur verði felldur niður í áföng- um af almennum launum. í fyrsta lagi bendir ýmislegt til þess að all- nokkur hluti þjóðartekna sleppi um möskva skattakerfisins. Þar með er sú meginregla brotin að þegnarnir skuli jafnir fyrir lögum. I annan stað er hyggilegra, þjóð- hagslega séð, að skattleggja eyðslu um neyzluskatta en vinnu- framlag um tekjur, sem reynslan sýnir að skila sér misjafnlega til skattsins. Skattar þjóna ekki einvörðungu sem tekjuöflun heldur einnig sem hagstjórnartæki. Það á ekki að beita sköttum svo að þeir hamli vinnuframlagi fólks og verðmæta- sköpun. Þeir mega hinsvegar ýta undir aðgát í eyðslu og stuðla að sparnaði, ekki sizt þegar eftir- spurn er mikil og viðskiptajöfnuð- ur er óhagstæður. Skipting þjóð- artekna milli almennings, at- vinnuvega og ríkis (og sveitarfé- laga) skiptir og miklu í kjaraum- ræðu og -ákvörðun og varðar nýja leið til kaupauka, sem ekki er jafnframt færiband fyrir verð- bólgu. Barnmargar fjölskyldur fara verr en aðrar út úr neyzlusköttum, einkum þeim er hækka verð mat- væla og annarra nauðsynja. Það er þeirra helzti galli, sem ekki má fram hjá horfa. Gegn þessu má sporna um tryggingarkerfið. Skuldir Erlendar skuldir íslendinga, sem einkum hafa safnazt upp á seinni hluta síðasta áratugar og það sem af er líðandi, binda sam- tíð og framtíð þungar greiðslu- kvaðir. Talið er að skuldasúpan, sem kostar í greiðslubyrði lang- leiðina í fjórðung útflutnings- tekna okkar, rýri kaupmátt þjóð- artekna um 12%. Þessi erlenda skuldasöfnun set- ur mark sitt á frumvarp til fjár- laga fyrir komandi ár og og raun- ar ríkisbúskapinn í heild. Fjár- málaráðherra varaði sterklega við þessari þróun í fjárlagaræðu sinni. Vextir og afborganir „vaxi uggvænlega" hjá ríkissjóði. Orð- rétt sagði ráðherrann: „Áætlaðir vextir og afborganir af umsömdum lánum A-hluta rík- issjóðs nema 2.884 milljónum króna í frumvarpinu. Þar af eru vextir 1.183 m.kr. og afborganir l. 701 m.kr. Að auki er áætlað fyrir 166 m.kr. vegna yfirdráttar ríkis- sjóðs í Seðlabankanum sem stafar af árstíðabundnum sveiflum í tekjum og gjöldum. Vegna breytts gengis og verðlags á næsta ári hækka þessir liðir um tæpar 230 m. kr.... Samtals nema útgjöld ríkissjóðs í frumvarpinu, sem tengjast greiðslu fjármagnsút- gjalda, tæpum 3,3 milljörðum króna eða tæpum 16% heildar- tekna ríkissjóðs. Hér er mál að linni!“ Ávísanir á framtíðina Þrennt er það sem öðru fremur hefur skert lífskjör í landinu. í fyrsta lagi aflasamdráttur og verðfall sjávarvöru erlendis sem veldur því að þjóðartekjur hafa dregizt saman þrjú ár í röð. í annan stað greiðslu- byrði erlendra skulda, sem talin er rýra kaupmátt þjóðartekna um 12%. f þriðja lagi röng fjárfesting, sem ekki skilar arði til að bera uppi lífskjör í landinu. Þjóð sem lifir um efni fram á erlendri skuldasöfnun er að skrifa ávísanir á framtíðina, uppvaxandi kynslóð. Þessi skuldamál setja svip sinn í ríkum mæli á frumvarp til fjárlaga fyrir komandi ár, sem lítillega og lauslega er um fjallað í þingbréfi í dag. En þrátt fyrir allt er ljós í myrkrinu — því hver er sinnar gæfu smiður, þjóð og einstaklingur. Sala spariskírteina innaniands hefur bætt þungum bagga á skuldaklakk rikisins. Um þetta efni sagði fjármálaráðherra: „Hitt er áhyggjuefni að inn- lausn eldri bréfa getur orðið svo milljörðum skiptir. Heildarinn- lausnarverð útgefinna spariskír- teina nam í lok september 4,4 milljörðum króna, þar af eru ein- ungis um 600 m.kr. sem eru kröfu- hæfar eftir árslok 1985. Sú inn- lausn sem á rfkissjóð getur fallið fram til áramóta í ár og á næsta ári nemur því alls um 3,8 milljörð- um króna. í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1985 er gert ráð fyrir að til innlausnar komi 650 m.kr., en það er sama fjárhæð og reiknað er með að innheimtist af spariskír- teinafé sem endurlánað hefur ver- ið. Hér ríkir miil óvissa og aug- ljóst að mikill vandi getur steðjað að ríkissjóði ef ekki kemst meira f Gardínuhúsið ... býður uppá vandaða vöru á góðu verði Eigum í úrvali vinsælu breiöu ítölsku efnin, verö frá 292.- Velour — damask — fallegu dönsku dralonefnin — finnsk og spænsk bómullarefni — fallegar eldhúsgardínur — jólaefni — dúkar — dúkaefni — handklæöi o.fl. lönaóarhúsinu Hallveigarstíg 1, . Sími 22235. . Jólakaffi Hringsins veröur í dag á Hótel Sögu (Súlnasal) kl. 14.00. Jóla- sveinn kemur í heimsókn. Happdrætti meö fjölda glæsi- legra vinninga. Meöal annars ferö til Kaupmannahafnar. Allur ágóöi rennur í Barnaspítalasjóöinn. Kvenfélagið Hringurinn. ÞHAKAÞ Paö hlautaó koma aöþví Fyrirsögnin er skammstöfun á; Gam/a, góða bilabóninu höfum viö veriö aö nudda á bílana ykkar síöustu 80 ár- in, ágætt, en endist illa. Polylack-brynvörnin er efni í fljótandi formi sem þú berö á allan bílinn í einu, síöan strýkuröu þaö af og brynhúöin endist minnst næstu 4—6 mánuöina (erlendi framleiöandinn segir 5—6). Polylack er frostþoliö, sápuþolið, sólþoliö, sýruþoliö, eldþoliö, \1 Bílalán í Bíldshöfda 8, sími 81944. Vió bæöi tökum aö okkur aö setja brynhlífina á bílinn fyrír þig og seljum hana einnig í smásölu. fyrir þig og seljum hana einnig í smásölu. Hvaó segiröu um aö bera 6 bílinn 2—3 6 ári og hafa hann alltaf eins og nýbónaöan, e.t.v. þess virói aö reyna? Bflalán Bíldshöföa 8, sími 81944.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.