Morgunblaðið - 02.12.1984, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 02.12.1984, Blaðsíða 68
68 MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1984 Tölvurnar og skólakerfið: Að losna viÖ staglið Rætt við Karl Valgeir Jónsson, kennara við Garðaskóla, sem fengist hefur við gerð kennsluforrita og tölvukennslu Viðtal: BRAGI ÓSKARSSON Morgunblaðiö/Emilfa Karl Valgeir leiðbeinir við tölvunám. Notkun tölvunnar í menntakerfum hefur farið ört vaxandi hjá nágrannaþjóðum okkar undan- farin ár og töluvert magn kennsluforrita er þeg- ar fyrir hendi erlendis. Það má telja víst að tölvan eigi mikla framtíð fyrir sér í skólastarf- inu og eigi eftir að valda verulegum breytingum á kennsluháttum í náinni framtíð. Töluverður áhugi er á því meðal íslenzkra kennara að taka tölvuna í notkun og semja íslenzk kennsluforrit í hinum ýmsu greinum. Varðandi íslenzk kennsluforrit er mikið starf óunnið en þau eru að sjálfsögðu forsenda þess að tölvan nýtist við kennslustörf. egar ég frétti af því á dögun- um að kennari við Garða- skóla í Garðabæ, Karl Valgeir Jónsson, hefði að undanförnu fengizt við gerð kennsluforrita í tengslum við tölvukennslu sem hann annast fyrir skólann, fór ég á fund hans og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. Kennsluforrit fyrir einkatölvur „Ég hef haft áhuga á að gera nothæf kennsluforrit fyrir einka- tölvur og fengizt nokkuð við það, sagði Karl. En það er tímafrekt að gera góð kennsluforrit og ekkert borgað fyrir — það eina sem ég hef lokið við er kennsluforrit í for- ritunarmálinu BASIC — það er 10 lexíur, sem skiptast í 30 æfingar. Það er töluvert til af erlendum kennsluforritum en mörg þeirra sem ég hef séð eru fremur léleg.“ — Hvernig léleg? „Kennsluforrit þurfa bæði að innihalda upplýsingar og prófa jafnframt kunnáttu nemandans — ekki einvörðungu prófa, eins og mörg erlend kennsluforrit gera. Þetta er að vísu tímafrekt starf en það ætti ekki að vera neinn vandi að gera upprifjunarforrit t.d. í málfræði og fleiri námsgreinum. Sjálfur er ég stærðfræðikennari og hef ég verið að vinna að því að gera gott upprifjunarforrit í al- gebru. Eins og þú sérð varð Sin- clair-tölvan fyrir valinu hjá okkur, og hef ég samið öll mín for- rit fyrir hana. Það ætti hins vegar ekki að vera mikið mál að breyta þessum forritum fyrir aðrar al- gengar tölvur s.s. BBC, Commo- dore 64, Apple eða Atari." — Hvers vegna völduð þið Sin- clair Spectrum? „Við vildum fá tölvu sem tæki tölvumálið Logo, væri ódýr og sem margir nemendu ættu. Eftir að hafa velt málinu fyrir okkur völd- um við Sinclair Spectrum, þótt nokkrar aðrar kæmu sterklega til álita. Eini munurinn er að á Sinclair og öðrum ódýrum tölvum er að Spectrum hefur BASIC-skipanirn- ar í lyklaborðinu, hverja í sínum takka, en á öðrum tölvum eru þær skrifaðar út. Því verður ekki neitað að Spectrum hefur mikið til að bera miðað við verð. Þá er meðalverð forrita lágt fyrir þessar tölvur og úrvalið mikið. Vinnsluforrit — tölvutungumál „Það sem þó réð úrslitum um að við völdum hana er hversu sam- tengibúnaður fyrir hana er ódýr. Tölvuverið hjá okkur samanstend- ur af níu tölvum, jafnmörgum skermum og svo er þetta tengt saman með samtengíbúnaði, þannig að hægt er að hlaða allar tölvurnar á svipstundu frá þeirri tölvu sem kennarinn er með. Sam- anlagt kostar þetta álíka mikið og ein IBM PC-tölva. Samtengibúnaður fyrir aðrar tölvur gefur að vísu meiri mögu- leika en hann er jafnframt dýrara fyrirbæri. Auðvitað myndi það líka vera betra að hafa með dýrari tölvur en það myndi auka kostnað- inn fram úr hófi.“ — Er ástæða til að kenna öllum forritun? „Nei, alls ekki. Við leggjum ein- mitt áherzlu á gefa nemendum færi á að kynna sér og læra á ein- stök vinnsluforrit s.s. ritvinnslu- forrit, gagnavinnsluforit (data- base) og bókhaldsforrit (Vicicalk). Samt eru margir nemendur sem vilja læra tölvumálin og forritun með þeim, og það er sjálfsagt að koma.til móts við þá. Ég hallast hins vegar meira og meira að því, að leggja beri meiri áherzlu á að kenna notkun forrita frekar en tölvutungumálin. Ég hef kennt notkun Tasword Two, sem er að vísu ekki sérlega fullkomið ritvinnsluforrit, en þeim krökkum sem hafa lært það gengur mikið betur að læra Word Star og önnur áþekk ritvinnslufor- rit sem stórar tölvur nota. Hagnýt þekking „Þá hef ég kennt notkun bók- haldsforrits (Omnicalk) og gagna- vinnsluforrita. Þó þessi forrit séu smá miðað við það sem gerist í atvinnulífinu, gerir þetta nám nemendunum fært að skilja hvernig svona forrit vinna, og eins geta þau hagnýt sér kunnáttuna töluvert í skólastarfinu.“ — Til hvers get nemendur notað þessi forrit hér í skólanum? „Svona forrit geta tvímælalaust komið þeim að miklu gagni í skólastarfinu. T.d. geta þau notað ritvinnsluforritið heima til að skrifa ritgerðir. Þau geta sett rit- gerðirnar upp í tölvunni heima hjá sér og gengið endanlega frá þeim, tekið gögnin upp á segul- band og notað svo prentarann í skólanum til að prenta ritgerðirn- ar út.“ — Hvað um tölvutungumálin? „Ég hef nær eingöngu verið með Logo og BASIC hér í skólanum. Logo er alveg sérstaklega hag- kvæmt við kennslu t.d. til að kenna rúmfræði og hornafræði. Tölvumálið Logo á mikla framtíð fyrir sér í menntakerfinu, og ég tel að Logo sé það tölvumál sem að- gengilegast er yfir nemendur að byrja á. Forth er að vísu mjög hag- kvæmt á litlum tölvum en hefur takmarkað gildi nema fyrir þá sem vilja læra mikið í forritun Frá tölvuveri Garðaskóla. Nemendurnir eru ekki allir að læra það sama — sumir eru að læra Basic, aðrir Logo eða ritvinnslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.