Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1985 ÚTVARP / S JÓN VARP Noröurlandamótið í skák: Jóhann og Helgi í fararbroddi Frá Áskatli Krni Kárasyni, fréttaritara Morgunblaösina í Gjövik. I'EGAR þetta er skrifað, eru Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson efst- ir í landsliðsflokki, hafa hlotið 5'/i vinning úr 7 umferðum. Fast á hæla þeirra kemur Norðmaðurinn ungi Agdestein með 5 vinninga og eina biðskák sem er tvísýn, fjórði er svo landi hans, Helmers, með 4'/z vinn- ing og í 5.-6. sæti eru Yrjola og Curt Hansen með 4 vinninga. íslendingarnir hafa teflt mjög sannfærandi og skulum við skoða nokkur dæmi. Jóhann Hjartarson mætti Wiedenkeller í fyrstu um- ferð og fléttaði laglega til að kom- ast út í léttunnið endatafl. !■ ■ i.B ( m ® m jm,m m H ■ H '9 1 W/, m 9, Jóhann hafði hvítt og lék: 17. Hxc7! — Rxc7, 18. Bxb7 — Hab8, 19. RcG — Rd5, 20. Rxb8 — Hxb8, 21. Bxd5 — exd5, 22. Kd2 og Jóhann vann sannfærandi. Wiedenkeller hefur svo sannar- lega ekki átt sjö dagana sæla hér, því að í 2. umferð var komið að Helga að afgreiða hann. Ilvítt: Wiedenkeller Svart: Helgi Ólafsson Drottningarindversk vörn I. d4 — RfG, 2. c4 — e€, 3. Rf3 — b6, 4. g3 — BaG, 5. b3 — Bb4, 6. Bd2 — Be7, 7. Rc3 — 0-0, 8. e4 - Bb7. Þó undarlegt kunni að virðast, er þetta tiltölulega ný leikjaröð hjá Helga og virðist hún setja Sví- ann úr jafnvægi, eftir þetta teflir hann veikt. 9. Bd3 — d5, 10. Re5 — Re4, 11. De2 Þessi leikur kostar peö án nokk- urra bóta. II. — Rxd2, 12. Rxd2 - dxc4, 13. Be4 — cG, 14. Rf3 — cxb3, 15. axb3 — Rd7, 16. h4 — f5, 17. exfG — RxfG, 18. 0-0-0 — Bb4, 19. Ra2 — Ba3+, 20. Kc2 — Rxe4, 21. Dxe4 — Dd5, 22. Dxd5 - exd5, 23. Hd3 - Bc8, 24. Kc3 — Bf5, 25. He5 — Be4 og Wiedenkeller gafst upp. Helgi mætti Westerinen í 5. um- ferð og man hann ekki eftir því að hafa unnið stórmeistara í eins skjótri skák og raun varð á. Hún var snaggaraleg og fer hér á eftir: Hvítt: Helgi Ólafsson Svart: Westerinen Kóngsindversk vörn 1. RI3 — Rf6, 2. c4 — g6, 3. d4 — Bg7, 4. g3 — 0-0, 5. Bg2 — d6, 6. Rc3 — RcG, 7. (M) — Bg4, 8. d5 — Ra5, 9. b3 — c5, 10. dxc6. Að sögn Helga er þetta nýr leik- ur, venjulega Ieikið 10. Bb2. Þessi óvenjulegi leikur virðist koma finnska stórmeistaranum úr jafn- vægi. f stað þess að leika 10. Rxc6, sem er rétti leikurinn, reynir hann að hegna Helga fyrir ósvífnina. 10. — Re4?, 11. c7 — Dxc7, 12. Rd5 — Dd8, 13. Rd4 — Rc5, 14. Bg5 — Í6, 15. Bd2 - e5, 16. Bxa5 - Dxa5, 17. b4 — Dd8, 18. Rb5 — Ra6, 19. Re.3 — Bc8, 20. Rxd6 — Rxb4, 21. a3 - Rc6, 22. Bd5+ — Kh8, 23. Bxc6 og Westerinen gafst upp, því hann tapar liði eftir 23. — bxc6, 24. Rf7+. Gunnar Reynir Sveinsson: Verk hans „Undanhald sam- kvæmt áætlun", verður flutt í þættinum „íslensk tón- list“ í útvarpinu í dag. „íslensk tónlist" ■■ Á dagskrá út- 30 varpsins, rásar “““ 1, er klukkan 14.30 í dag liðurinn „ís- lensk tónlist". Eins og nafnið bendir til verður í þættinum eingöngu leikin tónlist eftir íslensk tón- skáld og er hún einnig öll flutt af íslenskum lista- mönnum. f dag eru þrjú verk á dagskránni: Hið fyrsta er píanósónata eftir Leif Þórarinsson. Anna Ás- laug Ragnarsdóttir leikur. Annað verkið er konsert- ína fyrir píanó og hljómsveit eftir John Speight. (Hann er reynd- ar enskur en býr og starf- ar hér á landi.) Það er Sveinbjörg Vilhjálmsdótt- ir, píanóleikari, sem leik- ur ásamt Sinfóníu- hljómsveit fslands. Stjórnandi er Páll P. Pálsson. Þriðja og síðasta tónverkið á þessum ís- lensku tónleikum er svo „Undanhald samkvæmt áætlun", tónverk fyrir alt- rödd og píanó eftir Gunn- ar Reyni Sveinsson. Ásta Thorstensen syngur og Jónas Ingimundarson leikur undir á píanó. „fs- lensk tónlist", hefst eins og að ofan segir klukkan 14.30 á rás 1 og stendur í þrjá stundarfjórðunga. Kyrrahafslönd ■I Þriðji þáttur- 40 inn um Kyrra- “ hafslönd er á dagskrá sjónvarpsins klukkan 20.40 í kvöld. Nefnist þessi þáttur „Ferðamenn og fornar venjur". Þættir þessir éru bresk- ir heimildamyndaþættir og eru alls átta. Ferða- menn leita nú í auknum mæli til Kyrrahafslanda. Þrátt fyrir það lifa fornar venjur enn góðu lífi með þeim þjóðum sem þar búa. Þýðandi og þulur er Óskar Ingimarsson. Lokaþátturinn um Högna Hinriks ■I Aftanstund 25 fyrir börnin er — að venju á dagskrá sjónvarpsins í kvöld, klukkan 19.25. Þar verður boðið upp á bæði innlent og erlent efni við hæfi yngstu áhorfend- anna. Fyrst er söguhorn- ið, þar segir Helga Ein- arsdóttir ævintýrið um Þrym tröllkall, sem Her- dís Húbner hefur mynd- skreytt. Þá verður sýnd mynd um kanínuna meö köflóttu eyrun og nokkrar dæmisögur eru einnig á dagskrá. Stundinni líkur svo með mynd um köttinn skemmtilega, Högna Hinriks, og er þetta loka- þátturinn um þennan makalausa kött. Sögu- maður í myndinni um Högna er Helga Thorberg. Sigurveig Jónsdóttir og Sigrún Stefánsdóttir sjást hér viö geró mvndarinnar „Píndist þú móóurætt mín“, sem endursýnd verður í sjónvarpinu í kvöld. Ur safni sjónvarpsins: „Píndist þú móðurætt mín?“ H Eins og venja 40 hefur verið á — miðvikudags- kvöldum nú um alllangt skeið sýnir sjónvarpið síð- ast i dagskránni í kvöld mynd úr safni sínu. Að þessu sinni verður endursýnd mynd sem ekki hefur verið lengi í safn- inu. Er það myndin „Pínd- ist þú móðurætt mín?“, sem frumsýnd var á kvenréttindadaginn 19. júní síðastliðinn. Þann dag voru liðin 70 ár frá því að íslenskar konur öðluðust eftir langa bar- áttu kosningarétt og kjör- gengi til Alþingis, hinn 19. júní 1915. Umsjónarmenn mynd- arinnar eru fréttamenn- irnir Sigrún Stefánsdóttir og Sigurveig Jónsdóttir. Fjalla þær um aðdragand- ann að því að konur fengu loks þessi mannréttindi, sem við teljum sjálfsögð í dag og fjalla einnig um þróunina í réttindamálum kvenna undanfarna ára- tugi og ræða við fjölda fólks. ÚTVARP MIÐVIKUDAGUR 24. júlf 7.00 Veöurtregnir. Fréttir. Bæn. Morgunútvarp. 7.20 Leik- fimi. Tilkynningar. 7.55 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur Siguröar G. Tóm- assonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: — Kristln Magn- úsdóttir, Bolungarvlk, talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Ömmustelpa" eftir Armann Kr. Einarsson. Höfundur les (10). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 10.45 Islenskar skáldkonur — Halldóra B. Björnsdóttir. Umsjón: Margrét Blöndal og Sigrlöur Pétursdóttir. 11.15 Morguntónleikar. Tónlist eftir Albinoni, Vivald- iog Giuliani. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 13.30 Inn og út um gluggann. Umsjón: Emil Gunnar Guð- mundsson. 13.40 Tónleikar. 14.00 „Úti l heimi", endurminn- ingar dr. Jóns Stefánssonar. Jón Þ. Þór les (15). 14.30 islensk tónlist. a. Pianósónata eftir Leif Þórarinsson. Anna Aslaug Ragnarsdóttir leikur. b. Konsertlna fyrir planó og hljómsveit eftir John Speighf. Sveinbjörg Vil- hjálmsdóttir og Sinfónlu- hljómsveit islands leika; Páll P. Pálsson stjórnar. c. „Undanhald samkvæmt áætlun", tónverk fyrir alt- rödd og pianó eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Asta Thorstensen syngur. Jónas Ingimundarson leikur á planó. 15.15 Staður og stund — Þórður Kárason. RÚVAK. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 19JÍ5 Affanstund. Barnapáttur með innlendu og erlendu efni. Söguhornið — Helga Einarsdóttir segir ævin- týrið um Þrym tröllkarl. Herdls Húbner myndskreytti. Kanlnan með köflóttu eyrun, Dæmisögur og lokaþáttur Högna Hinriks, sögumaður Helga Thorberg. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Kyrrahafslönd. 16.20 Popphólfið — Bryndls Jónsdóttir. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 Barnaútvarpið. Stjórnandi: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir. 17.45 Slðdegisútvarp — Sverrir Gauti Diego. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.40 Til- kynningar. Málræktarpáttur — Ölafur Oddsson flytur. 20.00 Sprotar. Þættir af ungl- ingum fyrr og nú. Umsjón: Slmon Jón Jó- hannsson og Þórdls Mós- esdóttir. (The New Pacific) 3. Feröamenn og fornar venjur. Breskur heimildamyndaflokkur I átta þáttur. Ferðamenn leita nú I auknum mæli til Kyrrahafslanda. Þrátt fyrir þaö lifa fornar venjur enn góðu llfi með þeim þjóðum sem þar búa. Þýðandi og þulur Öskar Ingi- marsson. 21.50 Dallas. Stóra spurningin. 20.40 Sumartónleikar i Skál- holti 1985. Helga Ingólfsdóttir leikur á sembal Franskar svltur eftir Johann Sebastian Bach. 21.30 Ebenezer Henderson á ferð um Island sumarið 1814. Þriðji þáttur: A leið til Aust- urlands. Umsjón: Tómas Einarsson. Lesari með honum: Snorri Jónsson. 22.05 Tónleikar. 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Þannig var þaö. Þáttur Ölafs H. Torfasonar. RÚVAK. Bandarlskur framhaldsmynda- flokkur. Þýöandi Björn Baldursson. 22.40 Úr safni Sjónvarpsins. „Plndist þú, móðurætt mln?“ Endurtekin dagskrá I tilefni af þvl að 70 ár eru liðin slöan Is- lenskar konur fengu kosninga- rétt. Umsjónarmenn: Sigrún Stef- ánsdóttir og Sigurveig Jóns- dóttir. Aður á dagskrá þann 19. júnl sl. 23.35 Fréttir I dagskrárlok. 23.20 Frá Mozart-hátlðinni I Baden-Baden i fyrra. Klarinettu-trlóið I Zúrich leik- ur tónverk effir Joseph Wölf, Anton Stadler og Wolfgang Amadeus Mozart. (Hljóöritun frá þýzka útvarp- inu). 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Helgi Már Barða- son. 14.00—15.00 Eftirtvö Stjórnandi: Jón Axel Ólafs- son. 15.00—16.00 Nú er lag Gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 16.00—17.00 Bræðingur Stjórnandi: Eirlkur Ingólfs- son. 17.00—18.00 Ur kvennabúrinu Hljómlist flutt og/eða samin af konum. Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir. Þriggja mlnútna fréttir sagð- ar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. SJÓNVARP MIÐVIKUDAGUR 24. júll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.