Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLl 1985 5 I Atthagasal á fimmtudag: Morgunverðarfundur með forstjóra Philips LANDSNEFND Alþjóðaverzlunar- ráðsins hefur boðið Dr. Wisse Dekk- er stjórnarformanni og forstjóra Philips hingað til lands dagana 24.-27. júlí. Meðan á dvöl hans stendur mun Dr. Dekker halda fyrirlestur um byltinguna í fjarskiptum og áhrif hennar á almennum fundi í Átt- hagasal Hótel Sögu á fimmtu- dagsmorguninn 25. júlí klukkan 8.30. Dr. Dekker hefur verið virkur hvatamaður að alþjóðlegu sam- starfi og eindreginn stuðnings- maður þess að Evrópa sameinist í eina heild hvað varðar markaðs- og fjarskiptamál. Ör þróun hefur orðið á sviði fjarskipta og skiptar skoðanir um hvernig best er að skipuleggja og stjórna þessum málum. Lands- nefnd Alþjóðaverzlunarráðsins ákvað á sínum tíma að bjóða for- stjóra stærsta framleiðslufyrir- tækis í Evrópu á sviði raftækja af hvers konar tæknibúnaðar til að fræðast um þessi mál. Á fundinum mun hann m.a. ræða hvernig fjar- skiptamálum er almennt stjórnað, hvernig best er að stjórna þeim, hvernig fyrirtæki í Evrópu standa Dr. Wisse Dekker gagnvart bandarískum og jap- önskum framleiðendum og um hið nýjasta á sviði fjarskipta. Philips hefur starfað í um 90 ár og hefur útibú í tugum landa. Það sem Dr. Dekker hefur að segja hlýtur að teljast gott innlegg í alla umræðu um fjarskiptamál, sér- staklega með tilliti til þeirra breytinga sem fyrirsjáanlegar eru hér á landi. (f)r fréttatilkynningu) VERÐ LÆKKUN svo um munar! Loðfóðruð Kvenkuldastígvél Verð áður 2.630,- Verð SKÓDEILD Verð áöur Herramokkasínur 1.295,- Reimaðir tískuskór 1.595,- Dömumokkasínur 1.195,- Kvenskór m. lágum hæl 1.765,- Kventískuskór 1.050,- Barnamokkásínur 1.195,- Barnamokkasínur 940,- nu 995,- Nálgast 900 í Laxá í Þing Veiði hefur verið mikil og góð í Laxá í Aðaldal, aðallega hjá Lax- árfélaginu sem hefur aðsetur í veiðiheimilinu Vökuholti á Lax- ármýri, en hefur glæðst töluvert fyrir löndum Ness og Árness, Núpa og Kjalar. Að sögn Völund- ar Hermóðssonar, bónda og leið- Skipt um flugu undir Laxfossi í Noróurá. sögumanns erlendra veiðimanna í Árnesi, hafa nú veiðst rúmlega 850 laxar, 755 á fyrstnefnda svæðinu, 71 á miðsvæðinu og 28 laxar á silungastangir frammi í dal, allt upp að stíflu. „Það hefur verið sífelld norðan- og norðvest- anátt að undanförnu og þá tekur laxinn alltaf illa. Þó vitum við að það er talsvert gengið af laxi upp um alla á, þó besta veiðin sé neð- ar,“ sagði Hermóður. Stærsti lax sumarsins var 28 pund, sá næst- stærsti 25,5 pund og bera þeir nokkuð af þó stórvænir laxar komi á land jafnt og þétt innan um smærri fiskinn. Laxá rétt marði 1000 laxa í fyrra, það stefnir því í stórfelldan bata þetta sumarið. Fnjóská léleg Afar léleg veiði hefur verið í Fnjóská það sem af er og kunna menn litlar skýringar á því. Veið- in byrjaði illa og gagnstætt von- um hefur lítið ræst úr þegar á sumarið hefur liðið. Aðeins um 20 laxar eru komnir á land. Dágott í Skjálfandafljóti Um 190 laxar hafa veiðst á stöng í Skjálfandafljóti það sem af er sumri og þykir mönnum það hörkuveiði og til gamans má geta þess að allt síðasta sumar veidd- ust þar aðeins 150 laxar. All mik- ill lax er sagður genginn í fljótið og góðrar veiði því að vænta eitthvað fram eftir a.m.k. Þessari veiðiaukningu þakka heimamenn stórfelldum seiðasleppingum, árangurinn sé nú að koma í ljós. Reykjadalsá og Mýrarkvísl Það hefur verið heldur slök veiði í Mýrarkvísl og Reykjadalsá í Þingeyjarsýslu, 35 laxar hafa veiðst í Mýrarkvísl og 55 í Reykjadalsá. Síðarnefnda áin hefur verið afar vatnslítil lengst af í sumar og þolir það illa. Þegar rigndi um daginn tók hún kipp og töldu menn það stafa af því að lax gekk þá upp í ána úr Vest- mannsvatni þar sem hann hélt til vegna vatnsskorts í ánni. Laxinn í báðum ám er stór og smár í bland, engir risar enn a.m.k. Reykjadalsá í Borgarfirói Veiði hefur gengið vonum framar í Reykjadalsá í Reyk- holtsdal í Borgarfirði miðað við að áin hefur verið vatnslítil og baðvolg meirihluta veiðitimans, auk þess sem áin er „alræmd" síð- sumarsá. Rúmlega 30 laxar hafa veiðst á tvær stangir og er þó besti veiðitíminn eftir. Búast má við talsverðum veiðibata í ánni í sumar miðað við síðustu ár. HERRADEILD Stutterma skyrtur Peysur Buxur Mlttisbuxur Mittisbuxur Mittisbuxur Verð áður Verð nú 795,- 498,- 1.495,- 998,- 1.295,- 998,- 2.995, - 8.898,- 1.995, - 1.398,- 1.690,- 1.898,- SPORIFATADEILD Herra- og dömubuxur Kvenmittlsjakkar Kvenjakkar Verð áður 1.550,- 2.895,- 2.590,- Verð nú 998,- 1.898,- 1.898,- BARNADEILD Barnajakkar Barnajakkar Barnajakkar Stretsbuxur Buxur og peysa (sett) Buxur og peysa (sett) Barnabuxur Jogginggallar Jogginggallar með stretsbuxum Jogginggallar meö stretsbuxum Jogginggallar með stretsbuxum Skyrtur Verð áður Verð nú 2.750,- 1.780,- 1.650,- 1.180,- 1.550,- 998,- 1.295,- 898,- 1.995,- 1.498,- 1.450,- 998,- 795,- 498,- 1.550,- 1.180,- 1.950,- 1.398,- 1.850,- 1.898,- 1.195,- 898,- 895,- 898,- DÖMUDEILD Stuttbuxur Sumarkjólar Draktir Ferðasett frá Brantex (Jakki og buxur) Bolir Bollr Blússur Undirpils frá Marks og Spencer Stretsbuxur Stretsbuxur Bolir og pils (sett) Verð áður Verð nú 595,- 398,- 1.850,- 1.380,- 4.150,- 8.998,- 2.450,- 1.780,- 350,- 880,- 550,- 398,- 950,- 680,- Tilboðsverð 880,- 1.495,- 1.098,- 895,- 898,- 1.175,- 878,- s > ij H Z HEIMILISDEILD Sængurverasett 3ja stykkja Tilboðsverð 998,- Sængurverasett 2ja stykkja Tilboðsverð 898,- Frotté teygjulök Tilboðsverð 398,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.