Morgunblaðið - 24.07.1985, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 24.07.1985, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLl 1985 5 I Atthagasal á fimmtudag: Morgunverðarfundur með forstjóra Philips LANDSNEFND Alþjóðaverzlunar- ráðsins hefur boðið Dr. Wisse Dekk- er stjórnarformanni og forstjóra Philips hingað til lands dagana 24.-27. júlí. Meðan á dvöl hans stendur mun Dr. Dekker halda fyrirlestur um byltinguna í fjarskiptum og áhrif hennar á almennum fundi í Átt- hagasal Hótel Sögu á fimmtu- dagsmorguninn 25. júlí klukkan 8.30. Dr. Dekker hefur verið virkur hvatamaður að alþjóðlegu sam- starfi og eindreginn stuðnings- maður þess að Evrópa sameinist í eina heild hvað varðar markaðs- og fjarskiptamál. Ör þróun hefur orðið á sviði fjarskipta og skiptar skoðanir um hvernig best er að skipuleggja og stjórna þessum málum. Lands- nefnd Alþjóðaverzlunarráðsins ákvað á sínum tíma að bjóða for- stjóra stærsta framleiðslufyrir- tækis í Evrópu á sviði raftækja af hvers konar tæknibúnaðar til að fræðast um þessi mál. Á fundinum mun hann m.a. ræða hvernig fjar- skiptamálum er almennt stjórnað, hvernig best er að stjórna þeim, hvernig fyrirtæki í Evrópu standa Dr. Wisse Dekker gagnvart bandarískum og jap- önskum framleiðendum og um hið nýjasta á sviði fjarskipta. Philips hefur starfað í um 90 ár og hefur útibú í tugum landa. Það sem Dr. Dekker hefur að segja hlýtur að teljast gott innlegg í alla umræðu um fjarskiptamál, sér- staklega með tilliti til þeirra breytinga sem fyrirsjáanlegar eru hér á landi. (f)r fréttatilkynningu) VERÐ LÆKKUN svo um munar! Loðfóðruð Kvenkuldastígvél Verð áður 2.630,- Verð SKÓDEILD Verð áöur Herramokkasínur 1.295,- Reimaðir tískuskór 1.595,- Dömumokkasínur 1.195,- Kvenskór m. lágum hæl 1.765,- Kventískuskór 1.050,- Barnamokkásínur 1.195,- Barnamokkasínur 940,- nu 995,- Nálgast 900 í Laxá í Þing Veiði hefur verið mikil og góð í Laxá í Aðaldal, aðallega hjá Lax- árfélaginu sem hefur aðsetur í veiðiheimilinu Vökuholti á Lax- ármýri, en hefur glæðst töluvert fyrir löndum Ness og Árness, Núpa og Kjalar. Að sögn Völund- ar Hermóðssonar, bónda og leið- Skipt um flugu undir Laxfossi í Noróurá. sögumanns erlendra veiðimanna í Árnesi, hafa nú veiðst rúmlega 850 laxar, 755 á fyrstnefnda svæðinu, 71 á miðsvæðinu og 28 laxar á silungastangir frammi í dal, allt upp að stíflu. „Það hefur verið sífelld norðan- og norðvest- anátt að undanförnu og þá tekur laxinn alltaf illa. Þó vitum við að það er talsvert gengið af laxi upp um alla á, þó besta veiðin sé neð- ar,“ sagði Hermóður. Stærsti lax sumarsins var 28 pund, sá næst- stærsti 25,5 pund og bera þeir nokkuð af þó stórvænir laxar komi á land jafnt og þétt innan um smærri fiskinn. Laxá rétt marði 1000 laxa í fyrra, það stefnir því í stórfelldan bata þetta sumarið. Fnjóská léleg Afar léleg veiði hefur verið í Fnjóská það sem af er og kunna menn litlar skýringar á því. Veið- in byrjaði illa og gagnstætt von- um hefur lítið ræst úr þegar á sumarið hefur liðið. Aðeins um 20 laxar eru komnir á land. Dágott í Skjálfandafljóti Um 190 laxar hafa veiðst á stöng í Skjálfandafljóti það sem af er sumri og þykir mönnum það hörkuveiði og til gamans má geta þess að allt síðasta sumar veidd- ust þar aðeins 150 laxar. All mik- ill lax er sagður genginn í fljótið og góðrar veiði því að vænta eitthvað fram eftir a.m.k. Þessari veiðiaukningu þakka heimamenn stórfelldum seiðasleppingum, árangurinn sé nú að koma í ljós. Reykjadalsá og Mýrarkvísl Það hefur verið heldur slök veiði í Mýrarkvísl og Reykjadalsá í Þingeyjarsýslu, 35 laxar hafa veiðst í Mýrarkvísl og 55 í Reykjadalsá. Síðarnefnda áin hefur verið afar vatnslítil lengst af í sumar og þolir það illa. Þegar rigndi um daginn tók hún kipp og töldu menn það stafa af því að lax gekk þá upp í ána úr Vest- mannsvatni þar sem hann hélt til vegna vatnsskorts í ánni. Laxinn í báðum ám er stór og smár í bland, engir risar enn a.m.k. Reykjadalsá í Borgarfirói Veiði hefur gengið vonum framar í Reykjadalsá í Reyk- holtsdal í Borgarfirði miðað við að áin hefur verið vatnslítil og baðvolg meirihluta veiðitimans, auk þess sem áin er „alræmd" síð- sumarsá. Rúmlega 30 laxar hafa veiðst á tvær stangir og er þó besti veiðitíminn eftir. Búast má við talsverðum veiðibata í ánni í sumar miðað við síðustu ár. HERRADEILD Stutterma skyrtur Peysur Buxur Mlttisbuxur Mittisbuxur Mittisbuxur Verð áður Verð nú 795,- 498,- 1.495,- 998,- 1.295,- 998,- 2.995, - 8.898,- 1.995, - 1.398,- 1.690,- 1.898,- SPORIFATADEILD Herra- og dömubuxur Kvenmittlsjakkar Kvenjakkar Verð áður 1.550,- 2.895,- 2.590,- Verð nú 998,- 1.898,- 1.898,- BARNADEILD Barnajakkar Barnajakkar Barnajakkar Stretsbuxur Buxur og peysa (sett) Buxur og peysa (sett) Barnabuxur Jogginggallar Jogginggallar með stretsbuxum Jogginggallar meö stretsbuxum Jogginggallar með stretsbuxum Skyrtur Verð áður Verð nú 2.750,- 1.780,- 1.650,- 1.180,- 1.550,- 998,- 1.295,- 898,- 1.995,- 1.498,- 1.450,- 998,- 795,- 498,- 1.550,- 1.180,- 1.950,- 1.398,- 1.850,- 1.898,- 1.195,- 898,- 895,- 898,- DÖMUDEILD Stuttbuxur Sumarkjólar Draktir Ferðasett frá Brantex (Jakki og buxur) Bolir Bollr Blússur Undirpils frá Marks og Spencer Stretsbuxur Stretsbuxur Bolir og pils (sett) Verð áður Verð nú 595,- 398,- 1.850,- 1.380,- 4.150,- 8.998,- 2.450,- 1.780,- 350,- 880,- 550,- 398,- 950,- 680,- Tilboðsverð 880,- 1.495,- 1.098,- 895,- 898,- 1.175,- 878,- s > ij H Z HEIMILISDEILD Sængurverasett 3ja stykkja Tilboðsverð 998,- Sængurverasett 2ja stykkja Tilboðsverð 898,- Frotté teygjulök Tilboðsverð 398,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.