Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ1985 Nú er gaman íslendingur Víst hafa þetta verið undarlegir dagar í Vín. í faðmi ávalra, skógi- vaxinna hæða birtist hún á bökk- um Dónár, þar sem hún fann leið gegnum fjallgarðinn mikla, er rís um Evrópu þvera, frá austri til vesturs. Mér er sagt, að borgin breiði úr sér á baðmi 414 km2 stór- um og að hér eigi heima um 1.700.000 manna, undarleg blanda, er ber svipmót þjóðflokka að aust- an og vestan, norðan og sunnan, brota úr slóð herkónga, er í brjál- æðisköstum sínum áttu hér leið um. En af hvaða rót sem þeir hafa verið skornir, þá falla þeir þó skemmtilega saman, mynda litrík- an vönd, sem gaman er að virða fyrir sér. Og það er ekki útlit þeirra eitt er heimalandsmótið ber, það gera húsin þeirra og hall- ir líka, vitnisburður um verk- mennt framandi þjóða. Af þessum rótum er menning þeirra vaxin. í huga íslenzks sveitadrengs, sjón- varpsglápara á nýársnótt, tengd völsum, ljúfum tónum, ærslafullu lífi og svifléttum dönsum. Því undarlegra er mér nú, hve hljóðlát för þeirra er, eg heyri fugl syngja við hreiðrið sitt, heyri vindinn leika sér í limi trjánna, heyri jafn- vel minn eigin hjartslátt. Komir þú í verzlun eða á veitingastað, þá Hinn mannlegi þáttur eftir Ásgeir Hvrtaskáld kSkáidið og forsetinn Ég, skáldið, hírðist í strætó- skýli á Suðurgötunni og taldi krónur og tíu aura. Þessi ianga gata hallar niður í sjó og Keilir blasir við í endanum. Þetta tign- arlega, dimmbláa, keilulaga fja.ll. Hinum megin við fjörðinn sást forsetasetrið hvíta, kirkja á hlaðinu og allt. Þar býr Vigdís forseti. Eina konan í heiminum sem er forseti. Fyrsta haustkvöldið var komið og ég enn jafn fátækur og lítils- virtur, þrátt fyrir allt stritið. Þrátt fyrir að ég legði mig allan fram, þrátt fyrir að ég sleit úr mér hjartað í hvert sinn sem ég skrifaði. Ég sem ætlaði að vera orðinn þekktur og kominn á út- gáfusamning fyrir veturinn, í þetta sinnið. Ef maður situr við ritvélina allan daginn, dag eftir dag, kófsveittur, með höfuðverk og tak í hálsi, segir fólk að mað- ur nenni ekki að vinna. Enginn kærir sig um mann, enginn hlustar; vonlaust. Maður situr bara einmana án viðurkenning- ar, kaldur, svangur, þreyttur og bitur í köldu strætóskýli. Til hvers að vera skáld? Stúdentar frá Háskólanum spiluðu fótbolta í gulri kvöldsól- inni. Ég spurði konu hvað klukk- an væri, því ég átti enga. Hún var feit en ég hefði verið til í að fara heim til hennar og sofa hjá ef hún hefði gefið mér að borða. Stórir lúxusbílar blússuðu hjá. Aldrei hafði ég átt bíl. Bjó einn í kvistherbergi og fékk í mesta lagi súrmjólk á morgnana en kornflakes þegar ég hafði selt smásögu eða grein. Allt í einu sá ég bíl þjóta hjá, lítinn ameriskan og forsetinn sat undir stýri og ók greitt. Sjálf Vigdís Finnbogadóttir. Ég sett- ist á bekkinn í skýlinu, lygndi aftur augunum og lét mig dreyma. Því ég átti mér ímynd- aðan heim. Þar fékk ég gott að borða. í huganum sá ég bílinn nema staðar og Vigdís skrúfaði niður rúðuna: „Má bjóða þér far?“ „Já, takk,“ sagði ég og var fljótur að setjast upp í. Hún ók af stað. „Ert þú ekki skáldið?" Hún var vel klædd en sveiflaði hárinu frjálslega. „Jú, það er víst." „Ég hef lesið greinarnar þín- ar.“ Ég varð vandræðalegur. Bíll- inn brunaði áfram. Svo leit hún á mig og var alvarieg. „Getur þú samið ljóð fyrir mig.“ „Hvernig Ijóð?“ Hún þagði um stund. „Ljóð um mig sem myndi varðveitast." Hún var að biðja mig um greiða, forsetinn sjálfur. „Ég get slíkt, ef þú í staðinn gefur mér eitthvað að borða.“ Hún tók krappa beygju svo það ýlfraði í dekkjunum, setti í annan gír og gaf í svo prumpaði í púströrinu. Hún ók beint strik út á Álfta- nes og mér var boðið inn í sjálft forsetasetrið, það hvíta. Einhver vel klæddur maður vildi endilega taka af mér rifinn skáldafrakk- ann. í hverju horni voru dýrindis húsgögn og silfurbakkar uppi við. Rauð teppi á öllum gólfum. Mér var boðið sæti við fínt upp- dekkað borð; hvítur dúkur, ekki einn einasti smáblettur og ekk- ert brunagat. Síðan komu stúlk- ur í bróderuðum kjólum með rjúkandi steikur og fleira fínerí. Og einnig var borið fram rauð- vín af fínustu gerð. Loks fékk ég gott vín sem kelaði við tungu mína. Til borðs sátu sendiherrar, út- varpsstjórar og gamlir rithöf- undar á heiðurslaunum. Þeir skáluðu við mig eins og ég væri einn af þeim. Forsetinn var I dýrindis kjól með konunglegan borða yfir aðra öxlina. Brátt kom að skuldadögum. Þegar ég var búinn að kyngja síðasta bitanum, sagði forsetinn að nú myndi skáidið unga fara með ljóð. Þögn sló á hópinn. Ég samdi ljóð í einum hvelli. Síðan stóð ég upp og snéri mér til for- setans. FORSETI ÍSLANDS Þú ert eins og hafið þegar það er blátt. Þú ert eins og rigningin seint um kvöld. Þú ert eins og sólin snemma morguns. Þú líkist engum öðrum forseta. Þú ert kona. Ég er stoltur af að vera skáld í Gestirnir klöppuðu og forset- inn hneigði sig. Mér var boðið upp á rjómadesert, síðan kaffi og koníak. Ég vaknaði upp í strætóskýl- inu og strætó blússaði hjá. Bíl- stjórinn hafði ekki séð mig. Það skipti engu máli, átti kosemer ekki alveg fyrir farinu. Ég labbaði áleiðis niður í bæ með aleiguna og hjartað á rétt- um stað. Ég var stoltur af sjálf- um mér. Þegar bíll nálgaðist bar ég mig hátt og reyndi að brosa með augunum í von um að ein- hver tæki mig upp í og færi með mig heim. að vera í Vín glymja þér ekki á hlustum garg og hávaði innfluttrar teugaveiklunar, eins og heima, nei, hér er það glað- legt, spurult auga og vingjarnlegt bros hins innfædda, er býður þig velkominn. Og I dag, fimm dögum eftir komuna hingað, mæti eg þessum vingjarnlegheitum með brjóstið barmafullt af gleði, geislandi stolti. Eg vissi það um Vín, er eg kom, að hér rís tónmennt hærra en annars staðar, hingað þyrpist fólk með hljóðfæri sín og raddir, til þess að læra hinn rétta slátt, eignast hinn eina sanna tón við hné og taktslátt meistara. Inní þetta „musteri" hámenningarinn- ar var islenzkur kór, kór Lang- holtskirkju, kominn og bauð Vfn að hlýða á sig syngja. Á heima- hlaði efaðist eg ekki um, að kórinn hefir náð að þroskast, undir list- rænni leiðsögn Jóns Stefánssonar, til hærra klifs en aðrir blandaðir kórar, en hvað hér, hvar yrði hon- um skipað á bekk? Og í dag veit eg svarið og er að rifna af stolti. Mér er ekki lengur spurnin í huga. Er eg heyrði hljómöldurnar berast um hvelfingar Karlskirche, must- erisins sem Karl 6. keisari lét gera dýrlingi sínum St. Carlo Borrom- eos til heiðurs, er drepsóttinni er herjaði á Vín 1713 linnti, þá er eg heyrði söng íslenzkra barka hrein- lega fylla musterið, svo að það söng með, og er eg sá undrunar- svip áheyrenda breytast I gleði sem brautzt út i fagnaðarklappi og hástemmdum lýsingarorðum, þá vissi eg, að enn einu sinni hafði Jóni tekizt að slá þann takt, er gleðihörpu brjóstsins hrærir, ekki aðeins heima á Fróni, heldur líka hér í Vín. Og kvöldið eftir, í Krems, í safn- inu Dominikanerkirche, þar sem íslenzki útvörðurinn, frú Gener- alkonsul dr. Cornelia Schubrig, hafði boðið háaðli héraðsins og ís- lendingum til tónleika tengdum minningu manns hennar, hr. dr. Alfred Schubrig, þá endurtók sag- Frá Vín an sig. Mér finnst listavinurinn Gylfi Þ. Gíslason hafa meitlað hrifningu stundanna beggja, er hann sagði við mig: „Það er gaman að vera íslendingur, er islenzk menning reynist ekki aðeins taktstíg, heldur líka leiðandi i dansi með listadísum annarra þjóða, er leiknastar eru taldar.“ Og í kvöld í nýlegri safnaðar- kirkju þeirra i Pernitz, St. Nikulásarkirkjunni, og í veizlu- salnum þeirra á eftir, hrutu orð sem yljuðu gömlu brjósti. Þetta var ekki venjulegt kurteisishjal, nei, hrifningartár fylgja ekki slík- um orðum. Island hafði eignazt vini, íslenzk menning aðdáendur. Miðaldra kona, sem sloppið hafði úr háskaför á íslenzkum fjallvegi hér um árið, þóttist eiga í okkur meira en hin, og bar okkur heima- gerða köku því til sönnunar. Við okkur sagði hún eftir konsertinn: „Eg er svo stolt, svo stolt,“ en við landa sína: „Já, hvað hafði eg ekki sagt ykkur um þetta dásamlega land og þjóðina sem þar býr?“ Já, það er gaman að vera íslend- ingur á slíkum stundum, gaman að vera íslendingur í þessari för kórs Langholtskirkju. Það er þó ekki fegurð landsins sem hrífur mig, heldur fólkið. Víst er frjó- samt, skógivaxið landið fagurt, en þó, þó vantar eitthvað, eins og Stephan G. hafði spáð. Meira að segja tunglið hefir ekki tæran lit ljóssins, heldur glottir rauðþrútið og þreytt til okkar. Skáld kórsins, Gunnlaugur V. Snævarr, gat held- ur ekki orða bundizt, er það stóð á bökkum Dónár og starði I flaum- inn: Hér eru grösug og gróin tún en gruggug um eyrarnar rennur hún sem áður var blá, en það var nú þá, því Dóná svo blá er nú brún. Já, það er gaman að lifa þessa sumardaga í Vín, kynnast mörgu er við áður ekki vissum, og verða vitni að því er íslenzk menning er hafin til virðingar í huga erlendr- ar þjóðar. Það hefir kór Lang- holtskirkju vissulega gert, upp- skorið erfiði þrotlausrar þjálfunar mánuðum saman. Hafi kórinn hjartans þökk. Sig. Haukur Einn þakklátur? — eftir Ásmund R. Richardsson Mikið varð ég feginn hérna um daginn er ég varð hvað eftir annað var við sálarstyrk og stöðugleika forráðamanna vegamála hérna í höfuðborginni. Á tímum tækniframfara, efna- hagsörðugleika, skattpíninga og almennrar kreppu hjá fávísum borgurunum vegna allra óskap- anna í kringum hann og sífellt breytilegra viðhorfa, standa þessir blessaðir menn uppúr öngþveitinu eins og klettar. Það ætti að þakka þeim sér- staklega fyrir að taka ekki upp á því bruðli að merkja á áberandi hátt götur sem eru lokaðar eða í viðgerð og þannig bjarga streitu- fullum ökumönnum frá tauga- strekkjandi umferð. Tilfinningin sem streymir um mig allan er ég ek eftir götu og kem skyndilega að vinnuflokki að verki eða lendi án fyrirvara í langri bílaröð, er illlýsanleg. Ég veit að víða erlendis er alls ekki hugsað eins mikið um andlegt heilbrigði ökuþóra, því þar eiga vegavinnuflokkar það til (ég held bara nokkuð oft), að merkja hverja aðliggjandi götu, sem ligg- ur að þeirri sem er í viðgerð eða er lokuð, áður en komið er að göt- unni. Vegna þessa hafa menn er- lendis enga kletta til að líta upp til og verða því að bjarga sér sjálfir í margbreytileik nútíma þjóðlífs án neinnar spennu í vegamálum. Þá er einnig þakkar vert að ekki skuli almannafé eytt í aðra eins „Tilfinningin sem streymir um mig allan er ég ek eftir götu og kem skyndilega aö vinnuflokki aö verki eöa lendi án fyrirvara í langri bílaröö, er illlýsanleg.“ vitleysu og tilkynningar i fjöl- miðla til aðvörunar ökumönnum þegar ný umferðarljós, göngu- brautir, umferðarskilti eða hraða- takmarkanir eru sett upp. Ég tala nú ekki um viðvörunarskilti í ör- lítilli fjarlægð frá nýjungunum, þó nokkur misbrestur hafi orðið á þessari sparsemi því einu til tveimur litlum skiltum er stund- um laumað rétt hjá, nú í seinni tíð. En þrátt fyrir þessa eyðslu vinnur þetta allt að því að skerpa athygli ökumannsins og þjálfa út- sjónarsemi hans. Það er því gott að geta gengið að því vísu á þessari öld breyt- inganna, að ég er jafn óhultur í umferðinni í dag og fyrir 10—20 árum og þarf því ekkert að óttast til viðbótar við lokaðar götur, ný umferðarskilti eða ljós, viðgeröar- flokka og hraðatakmarkanir. Viðgerðir á vegum úti á landi er annar kapítuli. Þakklætið til þeirra sem sjá um þann þátt vega- mála er engu minni fyrir sams- konar stöðugleika og ósérhlífni í að hrista af sér erlend áhrif í vegamálum. Eitt til tvö ljós ásamt skilti hafa dugað hingað til á skurðbarminn og því ætti það ekki að duga áfram? Annars er þetta víst eitthvað að breytast því ég hef séð nú nýlega alveg splunkuný endurskinsmerki í beygjum sem sýna í hvaða átt beygjan er. Þess- vegna örlar á óöryggi hjá öku- mönnum nú úti á landi því við vit- um ekki hvaða nýjungar koma næst né hvar. Fólk má ekki misskilja þessi skrif mín á þann hátt að ég sé að hnýta í einn né neinn. Hinsvegar hefur það hvarflað að mér að það gæti kannski verið þægilegt, já, jafnvel öruggara, ef ökumönnum væri leiðbeint framhjá lokuðum eða tepptum götum og slíkar við- gerðir betur merktar en verið hef- ur, þá gjarnan í einhverri fjarlægð frá hindruninni. Þannig væri hægt að gefa ökumönnum kost á að átta sig á aðstæðum áður en ekki eftir að þeir lenda í súpunni. Ég er þó varla dómbær á þessa hluti þar sem ég er bara venju- legur ökumaður. Að lokum vil ég vekja athygli á skemmtilega fræsaranum sem hefur undanfarið verið að rífa upp göturnar hérna í Reykjavík. Eg hef nú grun um að fleiri hafi orðið hans varir en ég og tekið eftir fal- lega munstrinu sem þetta undra- tæki skilur eftir á götunum svo ég tali nú ekki um þessa fínu, hár- beittu kanta. Sú tækni sem maður sér þarna og það hugvit er talsvert framar en í tækinu sem var notað I fyrra. Það skildi göturnar eftir með flottar rákir sem stundum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.