Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLl 1985 9 HESTAÞING LOGA veröur haldiö viö Hrísholt sunnudaginn 4. ágúst og hefst kl. 14.00. Keppnisgreinar: 150 metra skeiö 300 metra stökk 250 metra skeiö 300 metra brokk 250 metra unghrossahlaup Skráning hjá Siguröi eöa Ingu í síma 99-6864 eigi síöar en fimmtudaginn 1. ágúst. Fallegar sólstofur Þessar dönsku sólstofur eru auöveldar í uppsetn- ingu og ódýrar. Verdin eru frá 34 þÚS.-—59 þÚS. med öllu Gísli Jónsson og co. Sundaborg 41, sími 686644. \ '1 léttum dúr Smekklegar gjafir, léttar og hentugar, — og hitta í mark. GLIT Höfðabakka 9 Reykjavik S. 685411 JJl^- Fækkun í Al- þýðubanda- laginu Skoðanakannanir sýna, að það virðist sama upp á hverju forystumenn Al- þýðubandalagsins Hnna i von um að auka vinsældir sínar og flokksins, árang- urinn er lítill sem enginn. Sé litið yfir síðasta ár og tekið mið af könnunum Hagvangs, sem birst hafa hér í blaðinu, má sjá, að í júlí 1984 sögðust 14,9% að- spurðra styðja Alþýðu- bandalagið en aðeins 12% í júlí á þessu árL í kosning- unum í april 1983 hlaut AL þýðubandalagið fylgi 17,3% kjósenda. Kækkunin í Alþýðu- bandalaginu kemur ekki aðeins fram í skoðana- könnunum. Á undanförn- um mánuðum hafa ýmsir frammámenn innan flokksins slitið sambandi sínu við hann með opinber- um yfirtýsingum. Hér skal ekki tíundað þaö sem óánægðir alþýðubanda- lagsmenn eöa fyrrverandi alþýðubandalagsmenn segja í einkasamtölum. Minnir þessi fækkun í fiokknum ekki á annað en pólitískan flótta úr fátækt- arríkjum kommúnismans, þar sem menn eru ekki að- eins gjaldþrota í fjarhags- legri merkingu þess orðs heldur einnig hugmynda- fræðilega. Athyglisvert er að þeir sem nú eru á forum frá Al- þýðubandalaginu, sé litið til forystusveitarinnar, eru einkum menn sem hafa áð- ur verið þekktir fyrir að starfa í öðrum stjórnmála- flokkum. Sagan sýnir að hinn gamli kjarni komm- únista, sem enn hefur tögl og hagldir í Alþýðubanda- laginu, ástundar það sér til fylgisaukningar að inn- byrða menn úr öðrum flokkum og hleypa þeim upp í æðstu raðir en varpa þeim síðan fyrir borð. Nægir að nefna þá Héðin Valdemarsson og Hannibal Valdimarsson til að sýna, hvað við er átL l*á hefur valdakjarninn í Alþýðu- bandalaginu einnig talið sér til framdráttar að taka rithöfunda og annars kon- ar listamenn upp á sina arma til að veita fiokknum menningarlega ásýnd. Má ' * .,s* *.bá EINAR KARL ÓLAFUR R. GRÍMSSON Pólitískir flóttamenn? Tveir þeirra manna sem birtast hér á mynd, þeir Einar Karl Har- aldsson og Baldur Óskarsson, eiga þaö sameiginlegt aö hafa veriö framkvæmdastjórar Alþýöubandalagsins. Baldur hætti fyrir nokkr- um mánuöum og nú er Einar Karl á förum til Stokkhólms, þar sem hann fær starf á vegum Noröurlandaráös. Þriöji maöurinn er eng- inn annar en sjálfur Olafur R. Grímsson, forseti Þingmannasamtaka um heimsskipulag. í Staksteinum í dag er fjallaö um þá spurningu, hvort Ifta beri á þremenningana sem pólitíska flóttamenn undan valdaklíku Alþýöubandalagsins. í því sambandi til dæmis nefna þær Svövu Jakobs- dóttur og Guðrúnu Helga- dóttur. Hin síðari ár hefur Al- þýðubandalaginu ekki bæst neinn liðsstyrkur, sem bætir stöðu þess innan verkalýðshreyfíngarinnar. I>að hefur ekki komið fram neinn verkalýðsforingi úr röðum hreyfingarinnar sem hefur megnað að blása lífsanda f launþega- baráttu flokksins. Gamla lagið á plötunni hans Guð- mundar J. Guðmundsson- ar hljómar orðið svo kunn- uglega, að allir eru búnir að fá leið á því. Á hinn bóginn hafa „tæknimenn" úr Alþýðubandalaginu á borð við Ásmund Stefáns- son og l>röst Ólafsson komist í lykilstöður f verkafýöshreyfingunni, án þess þó að tengsl þeirra við flokkinn eða fólkið hafi styrkst við þaö. Nýir flótta- mennn Ýmsir þeirra sem gengu til liðs við Alþýðubandalag- ið um svipað leyti og Ólaf- ur R. Grímsson og komu úr svipaðri átt og hann um Framsóknarflokkinn og Mööruvallatireyfinguna eru nú að yfirgefa Alþýðu- bandalagið. Því má líklega slá lostu, að Kinar Karl Haraldsson, fyrrum rit- stjórí Þjóðviljans og núver- andi framkvæmdastjóri Al- þýðubandalagsins, hverfi ekki fullur trega og sakn- aðar úr störfum sínum fyrir fiokkinn. Þvert á móti bendir allt til þess, að Ein- ar Karl hafi viljaö mikið á sig leggja til að losna und- an hinni gamalgrónu valdaklíku sem í raun ræð- ur öllu sem máli skiptir innan Alþýðubandalagsins, en Svavar (iesLsson, flokksformaður, er fulltrúi hennar. Baldur Óskarsson, for- verí Einars Karls í fram- kvæmdastjórastöðunni og pólitískur fóstbróðir Ólafs K. Grímssonar til margra ára, er ekki lengur virkur í fiokksstarfi Alþýðubanda- lagsins. Svanur Kristjáns- son, samstarfsmaður Olafs í Háskóla íslands, hefur sagt sig úr Alþýðubanda- laginu og þannig mætti áfram telja. Það er því greinilega mjög nærri Olafi R. Grímssyni gengið, en hann var á sínum tíma formaður þingfiokks Al- þýðubandalagsins og for- maður framkvæmdastjórn- ar fiokksins. Ólafur R. Grímsson hef- ur undanfarna mánuði ein- kum slegið um sig í útlönd- um og um tíma að minnsta kosti lét hann líta svo út sem fimm-álfa-friöarfrum- kvæðið sem Þingmanna- samtök um heimsskipulag beittu sér fyrir væri upphaf að nýju skeiði í sögu mannkyns. Hvort sem sú von Olafs rætist eða ekki er Ijóst að stjarna hans inn- an Alþýðubandalagsins skín ekki jafn skært og áð- ur. Ýmislegt bendir til þess að hin kommúníska vald- aklíka Alþýðubandalagsins telji Olaf R. Grímsson hafa gegnt því hhitverki fyrir Al- þýðubandalagið sem klík- unni hentar. Hann var felldur út af þingi í forvali í flokknum fyrir kosningarn- ar 1983 og ekki liggur í augum uppi að hann fái ör- uggt þingsæti næst þegar kosið verður. Ólafur hefur ákveðið að snúa sér aftur að kennslu í Háskólanum á næsta vetri. Á sama tíma og margt bendir til þess að tími Möðruvellinganna í Al- þýðubandalaginu sé liðinn eru fulltrúar valdaklíkunn- ar einnig teknir til við að sauma að Guðrúnu Helga- dóttur, alþingismanni og rithöfundi. Stendur Guð- rún í ritdeilum viö kvenna- arm klíkunnar á síðum Þjóðviljans og berst fim- lega eins og lesendum Staksteina má vera IjósL GEísiP Sportblússur Stakar buxur — sportskyrtur Frottesloppar — sportskór Stuttar buxur — sundskýlur Aldrei glæsilegra úrval.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.