Morgunblaðið - 24.07.1985, Síða 9

Morgunblaðið - 24.07.1985, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLl 1985 9 HESTAÞING LOGA veröur haldiö viö Hrísholt sunnudaginn 4. ágúst og hefst kl. 14.00. Keppnisgreinar: 150 metra skeiö 300 metra stökk 250 metra skeiö 300 metra brokk 250 metra unghrossahlaup Skráning hjá Siguröi eöa Ingu í síma 99-6864 eigi síöar en fimmtudaginn 1. ágúst. Fallegar sólstofur Þessar dönsku sólstofur eru auöveldar í uppsetn- ingu og ódýrar. Verdin eru frá 34 þÚS.-—59 þÚS. med öllu Gísli Jónsson og co. Sundaborg 41, sími 686644. \ '1 léttum dúr Smekklegar gjafir, léttar og hentugar, — og hitta í mark. GLIT Höfðabakka 9 Reykjavik S. 685411 JJl^- Fækkun í Al- þýðubanda- laginu Skoðanakannanir sýna, að það virðist sama upp á hverju forystumenn Al- þýðubandalagsins Hnna i von um að auka vinsældir sínar og flokksins, árang- urinn er lítill sem enginn. Sé litið yfir síðasta ár og tekið mið af könnunum Hagvangs, sem birst hafa hér í blaðinu, má sjá, að í júlí 1984 sögðust 14,9% að- spurðra styðja Alþýðu- bandalagið en aðeins 12% í júlí á þessu árL í kosning- unum í april 1983 hlaut AL þýðubandalagið fylgi 17,3% kjósenda. Kækkunin í Alþýðu- bandalaginu kemur ekki aðeins fram í skoðana- könnunum. Á undanförn- um mánuðum hafa ýmsir frammámenn innan flokksins slitið sambandi sínu við hann með opinber- um yfirtýsingum. Hér skal ekki tíundað þaö sem óánægðir alþýðubanda- lagsmenn eöa fyrrverandi alþýðubandalagsmenn segja í einkasamtölum. Minnir þessi fækkun í fiokknum ekki á annað en pólitískan flótta úr fátækt- arríkjum kommúnismans, þar sem menn eru ekki að- eins gjaldþrota í fjarhags- legri merkingu þess orðs heldur einnig hugmynda- fræðilega. Athyglisvert er að þeir sem nú eru á forum frá Al- þýðubandalaginu, sé litið til forystusveitarinnar, eru einkum menn sem hafa áð- ur verið þekktir fyrir að starfa í öðrum stjórnmála- flokkum. Sagan sýnir að hinn gamli kjarni komm- únista, sem enn hefur tögl og hagldir í Alþýðubanda- laginu, ástundar það sér til fylgisaukningar að inn- byrða menn úr öðrum flokkum og hleypa þeim upp í æðstu raðir en varpa þeim síðan fyrir borð. Nægir að nefna þá Héðin Valdemarsson og Hannibal Valdimarsson til að sýna, hvað við er átL l*á hefur valdakjarninn í Alþýðu- bandalaginu einnig talið sér til framdráttar að taka rithöfunda og annars kon- ar listamenn upp á sina arma til að veita fiokknum menningarlega ásýnd. Má ' * .,s* *.bá EINAR KARL ÓLAFUR R. GRÍMSSON Pólitískir flóttamenn? Tveir þeirra manna sem birtast hér á mynd, þeir Einar Karl Har- aldsson og Baldur Óskarsson, eiga þaö sameiginlegt aö hafa veriö framkvæmdastjórar Alþýöubandalagsins. Baldur hætti fyrir nokkr- um mánuöum og nú er Einar Karl á förum til Stokkhólms, þar sem hann fær starf á vegum Noröurlandaráös. Þriöji maöurinn er eng- inn annar en sjálfur Olafur R. Grímsson, forseti Þingmannasamtaka um heimsskipulag. í Staksteinum í dag er fjallaö um þá spurningu, hvort Ifta beri á þremenningana sem pólitíska flóttamenn undan valdaklíku Alþýöubandalagsins. í því sambandi til dæmis nefna þær Svövu Jakobs- dóttur og Guðrúnu Helga- dóttur. Hin síðari ár hefur Al- þýðubandalaginu ekki bæst neinn liðsstyrkur, sem bætir stöðu þess innan verkalýðshreyfíngarinnar. I>að hefur ekki komið fram neinn verkalýðsforingi úr röðum hreyfingarinnar sem hefur megnað að blása lífsanda f launþega- baráttu flokksins. Gamla lagið á plötunni hans Guð- mundar J. Guðmundsson- ar hljómar orðið svo kunn- uglega, að allir eru búnir að fá leið á því. Á hinn bóginn hafa „tæknimenn" úr Alþýðubandalaginu á borð við Ásmund Stefáns- son og l>röst Ólafsson komist í lykilstöður f verkafýöshreyfingunni, án þess þó að tengsl þeirra við flokkinn eða fólkið hafi styrkst við þaö. Nýir flótta- mennn Ýmsir þeirra sem gengu til liðs við Alþýðubandalag- ið um svipað leyti og Ólaf- ur R. Grímsson og komu úr svipaðri átt og hann um Framsóknarflokkinn og Mööruvallatireyfinguna eru nú að yfirgefa Alþýðu- bandalagið. Því má líklega slá lostu, að Kinar Karl Haraldsson, fyrrum rit- stjórí Þjóðviljans og núver- andi framkvæmdastjóri Al- þýðubandalagsins, hverfi ekki fullur trega og sakn- aðar úr störfum sínum fyrir fiokkinn. Þvert á móti bendir allt til þess, að Ein- ar Karl hafi viljaö mikið á sig leggja til að losna und- an hinni gamalgrónu valdaklíku sem í raun ræð- ur öllu sem máli skiptir innan Alþýðubandalagsins, en Svavar (iesLsson, flokksformaður, er fulltrúi hennar. Baldur Óskarsson, for- verí Einars Karls í fram- kvæmdastjórastöðunni og pólitískur fóstbróðir Ólafs K. Grímssonar til margra ára, er ekki lengur virkur í fiokksstarfi Alþýðubanda- lagsins. Svanur Kristjáns- son, samstarfsmaður Olafs í Háskóla íslands, hefur sagt sig úr Alþýðubanda- laginu og þannig mætti áfram telja. Það er því greinilega mjög nærri Olafi R. Grímssyni gengið, en hann var á sínum tíma formaður þingfiokks Al- þýðubandalagsins og for- maður framkvæmdastjórn- ar fiokksins. Ólafur R. Grímsson hef- ur undanfarna mánuði ein- kum slegið um sig í útlönd- um og um tíma að minnsta kosti lét hann líta svo út sem fimm-álfa-friöarfrum- kvæðið sem Þingmanna- samtök um heimsskipulag beittu sér fyrir væri upphaf að nýju skeiði í sögu mannkyns. Hvort sem sú von Olafs rætist eða ekki er Ijóst að stjarna hans inn- an Alþýðubandalagsins skín ekki jafn skært og áð- ur. Ýmislegt bendir til þess að hin kommúníska vald- aklíka Alþýðubandalagsins telji Olaf R. Grímsson hafa gegnt því hhitverki fyrir Al- þýðubandalagið sem klík- unni hentar. Hann var felldur út af þingi í forvali í flokknum fyrir kosningarn- ar 1983 og ekki liggur í augum uppi að hann fái ör- uggt þingsæti næst þegar kosið verður. Ólafur hefur ákveðið að snúa sér aftur að kennslu í Háskólanum á næsta vetri. Á sama tíma og margt bendir til þess að tími Möðruvellinganna í Al- þýðubandalaginu sé liðinn eru fulltrúar valdaklíkunn- ar einnig teknir til við að sauma að Guðrúnu Helga- dóttur, alþingismanni og rithöfundi. Stendur Guð- rún í ritdeilum viö kvenna- arm klíkunnar á síðum Þjóðviljans og berst fim- lega eins og lesendum Staksteina má vera IjósL GEísiP Sportblússur Stakar buxur — sportskyrtur Frottesloppar — sportskór Stuttar buxur — sundskýlur Aldrei glæsilegra úrval.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.