Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1985 23 Tvær aldir liðnar frá því biskups- stóll var fluttur frá Skálholti Selfossi, 22. júlí. FYRIR réttum tveimur öldum, áriÖ 1785, var tekin ákvörðun um að flytja biskupsstólinn frá Skálholti til Reykjavíkur. Þá var fjárhags- legum stoðum kippt undan emb- ættinu, sem það hefur ekki endur- heimt síðan. Þetta kom fram í ávarpi herra Péturs Sigurgeirsson- ar biskups sem hann flutti í lok messu á Skálholtshátíðinni í gær, 21. júlí, en þá voru nákvæmlega 22 ár síðan þáverandi kirkjumálaráð- herra, Bjarni Benediktsson, afhenti kirkjunni Skálholt. Skálholtshátíðin hófst með klukknahringingu og organleik. Prestar og biskupar gengu síðan til messu í kirkjunni, sem hófst klukk- an 14.00. Þar prédikaði sr. Svein- björn Sveinbjörnsson prófastur, sr. Ólafur Skúlason vígslubiskup, en sr. Sveinbjörn Sveinbjörnsson prófastur og sr. Guðmundur Óli ólafsson þjónuðu fyrir altari. Skál- holtskórinn söng undir stjórn Glúms Gylfasonar, Björn Sólbergs- son lék á orgel. Jón Hjaltason og Sveinn Birgisson léku á trompet og Davíð Kolbeinsson á óbó. Með- hjálpari var Björn Erlendsson. „Þrátt fyrir veraldlega fátækt á Skálholtsstaður mikinn auð sem felst í þessu húsi. Það er vel þess virði að dvelja hér við bæn og þakkargjörð," sagði séra Svein- björn Sveinbjörnsson m.a. í prédik- un sinni. Hann fjallaði einnig um þá ógn sem steðjar að mannnkyn- inu á hungursvæðum heimsins og þá einkum að ungu fólki. Einnig benti hann á annan vágest, eitur- lyfin, sem ógnaði ungu fólki víða um heim. Við lok messunar flutti herra Pétur Sigurgeirsson biskup ávarp i tilefni af tveggja alda tímamótum um flutning biskupsstóls úr Skál- holti. Þar kom m.a. fram að stefnt er að því að einn af þremur biskup- um landsins sitji í Skálholti og það . verði næsta skref í uppbyggingu Skálholts. Skálholtshátíðin var nokkuð vel sótt og hvert sæti setið í kirkjunni. Að lokinni messu voru seldar veit- ingar í sumarhótelinu í Skál- holtsskóla. Geta má sér þess til að gestir hefðu orðið fleiri ef ekki hefðu aðrar stórar samkomur verið í sýslunni. SigJóns. Skálholtsstað, þá lýðháskólastarf- ið, rektor og Skálholtsskóli. Marg- þætt trúar- og menningarstarf hefir byggt staðinn upp í það horf, sem hann er. Og nú er af kirkj- unnar hálfu lagt fram frumvarp til laga um starfsmenn þjóðkirkj- unnar, sem gerir ráð fyrir því, að einn af þremur biskupum i land- inu sitji í Skálholti. — Á þessum tveggja alda tímamótum er hægt að hugsa til þess, að það verði næsta skref í uppbyggingu Skál- holts sem beggja hinna fornu biskupsstóla. Með þetta í huga höldum við há- tíð í Skálholti á þessari helgu jörð og förum að, sem Matthías Jó- hannessen kvað: Hlusta enn á horfna alda hljóðan nið frá Skálholtsstóli. Gnæfir hún á grænum hóli göfug móðir, landsins kalda. Móðir græð þú mein og kvíða minnar þjóðar á villudögum líf í fólksins Ijóði og sögum lifandi orð og sólin blíða. Gleðilega hátíð. esió reglulega af ölmm fjöldanum! Forstööumaöur sambýlis Svædisstjórn Reykjanessvæöis í málefnum fatlaöra óskar aö ráöa þroskaþjálfa eöa mann meö hliöstæöa menntun til aö veita forstööu sambýli fyrir fatlaöa í Hafnarfiröi. Sambýliö mun væntanlega taka til starfa í september nk. Umsóknarfrestur er 20. ágúst nk- Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri Svæöisstjórnar Reykjanessvæöis á skrifstofu Svæöisstjórnar á skrifstofutíma eftir 6. ágúst nk. Umsóknir skulu sendar til Svæöisstjórnar, Lyngási 11, 210 Garöabæ. Svæðisstjórn málefna fatlaðra Reykjanessvæði Lyngás 11, 210 Garðabær, (91)651056,8801-1597 Póstáritun, Pósthólf 132, 210 Garðabæ AP BÍIASÍMINN VEITAÍ SAMEININGU FRÁBÆRA tUÓNUSTU Allir þeir sem notaö hafa bílasíma á undan- — og það gera þær svo sannarlega. förnum árum hafa kynnst hinni frábæru Þær koma skilaboðum, sjá um þjónustu sem veitt er á afgreiðslunni hjá 002. að reyna aftur þegar viðkomandi bíll eða númer Stúlkurnar þar taka starfið alvarlega, , svara ekki og eru að auki ein allsherjar — þeirra hlutverk er umfram allt símaskrá fyrir bílasímanotendur. að koma á sambandi milli akandi símnotenda og annarra næstum hvar AP bílasíminn kostar aðeins sem er á landinu 56.900,- krónur. ÞAÐ FÆST ALDREI AFTUR BÍLASÍMI Á ÞESSU VERÐI! Við erum sveigjanlegir í samningum. Heimilistæki hf Tæknideild — Sætúni 8. Simi 27500.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.