Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLADID, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ1985 Indverska farþegaþotan: Enn ekkert vitað um orsök slyssins Nýju Uelhi, 23. júlí. AP. KLUGMÁLARÁÐHERRA Indland.s sagði í dag að ekki væri enn Ijóst hvað olli sprengingu indversku farþegaþotunnar, sem fórst undan strönd írlands í síðasta mánuði. Ráðherrann, Ashok Gehlot, sagði í þingræðu að ekki væri unnt að staðfesta að hér hefði verið um skemmdarverk að ræða, þótt hljóðriti og flugriti vélarinnar hefðu verið ýtarlega rannsakaðir. Bætti hann því við að sérfræð- ingar mundu skila skýrslu um málið ekki síðar en 30. desember. í dag var hafist handa við að taka myndir af flaki vélarinnar, en það liggur á um tvö þúsund metra dýpi. Er svipað tæki notað og það sem náði hljóðritanum og flugritanum upp úr sjónum í fyrr í mánuðinum. Chirac vill samstöðu París, 23. júlí. AP. BORGARSTJÓRI Parísar, Jaques Chirac, hvatti í dag til þess að ríkis- stjórnir Vestur-Evrópuríkja tækju þátt í geimvarnaáætlun Bandaríkja- stjórnar. Sagði Chirac að fulltrúar Evr- ópuríkja ættu að koma saman og ræða leiðir til að standa sameig- inlega að þátttöku í geimvarna- áætluninni. Hann fór ennfremur hörðum orðum um „ hina neikvæðu og öfgafullu afstöðu" Francois Mitt- errands Frakklandsforseta til geimvarnaáætlunarinnar. Ljóst væri að Bandaríkjamenn yrðu að halda áfram með áætlun- ina, þar sem Rússar væru með svipað varnarkerfi i undirbúningi. GENGI GJALDMIÐLA: Dollarinn lækkaði London, 23. júlí. AP. GENGI Bandaríkjadollar lækkaði talsvert í dag þrátt fyrir nýjar já- kvæðar fréttir úr efnahagslífi Bandaríkjanna. Tilkynnt var í Wash- ington, að eftirspurn eftir svonefnd- um varanlegum vörum hefði aukizt um 1,8% f maí, en margir höfðu bú- izt við því, að hún myndi dragast saman. Sterlingspundið hækkaði og kostaði það 1,4135 dollara siðdegis í dag (1,3897). Varð fréttin um, að leiðtogar OPEC-ríkjanna hefðu náð samkomulagi um að lækka olíuverðið aðeins lítillega til þess að ýta undir hærra gengi punds- ins. Gengi dollarans var annars þannig, að fyrir hann fengust 2,8420 vestur-þýzk mörk (2,8%5), 2,3430 svissneskir frankar (2,3757), 8,6700 franskir frankar (8,8ooo), 3,2070 hollenzk gyllini (3,2555), 1.910,00 ítalskar lírur (1.945,50), 1,3480 kanadískir doll- arar ( 1,3508) og 238,18 jen (240,55). Verð á gulli hækkaði og kostaði hver unsa 321,25 dollara (318,00). ísrael: 100 Líban- ir leystir úr haldi Tel Aviv, 23. júlí. AP. ÍSRAELSKA herstjórnin skýrði frá því í dag að hundrað líbanskir fang- ar yrðu leystir úr haldi á miðvikudag í næstu viku, en þeir hafa verið í fangelsi í Norður-ísrael. Fangarnir eru úr hópi 430 líb- anskra fanga sem ísraelar tóku til fanga í Suður-Líbanon þegar þeir drógu til baka herlið sitt þaðan. Flestir þeirra eru shítar. Nú hafa fsraelar látið um 800 líbanska fanga lausa frá því í apr- 11. Kanada: Búlgara meinað að snúa aftur til landsins OtUwa, Kanada, 23. júlí. AP. KANADÍSKA stjórnin hefur skýrt frá því að búlgörskum stjórnarerindreka sé óheimilt að snúa aftur til Kanada vegna þess að hann sé „riðinn við starfsemi sem samrýmist ekki stöðu hans“. Búlgarinn Raikov Ivan Delibaltov, sem er í leyfi í heimalandi sínu, hefur verið aðstoðarviðskiptafulltrúi á ræðismannaskrifstofu Búlg- aríu í Toronto. f tilkynningu stjórnarinnar um þetta mál segir að Delibal- tov hafi með ólöglegum hætti aflað sér upplýsinga, sem væru honum óviðkomandi. Reagan tekur á móti Kínaforseta: Undirstöður lagöar að vináttu þjóðanna Wvdiini^on, 23. júll. AP. RONALD Reagan Bandaríkjaforseti tók í dag á móti Li Xiannian Kínafors- eta og sagði í ræðu við það tækifæri að þjóðirnar tvær hefðu lagt grunn að vináttu þjóðanna og að velvilji ríkti þeirra í millum. Móttökuathöfnin var styttri en venjulega þar sem Reagan er ný- kominn af sjúkrahúsi vegna skurðaðgerðar. í ræðu árnaði Li Reagan heilla og kvað Kínverja fylgjast af athygli með hversu fljótt forsetinn næði sér eftir skurðaðgerðina. Reagan minntist Kínaferðar sinnar fyrir rösku ári og sagði það sannkallaðan heiður að fá Kína- forseta í heimsókn til Washing- ton. Li er fyrsti þjóðarleiðtogi Kína, sem heimsækir Washington, frá því kommúnistar komust til valda. Blaðamenn spurðu forsetann um líðan hans. Kvaðst hann hress. Hann sagðist m.a. mundu ræða við Li um samstarf Kínverja og Bandaríkjamanna á sviði kjarn- orkuvísinda. Enn er óljóst hvort forsetarnir undirrita samning þar að lútandi í heimsókn Kínaforseta til Bandaríkjanna. Washington: Alþjóðasamband lýð- ræðisflokka þingar ANNAÐ þing Alþjóðasambands lýð- ræðisflokka (IDU) hefst í Washington í dag, miðvikudag, og sækja það leið- togar hægri flokka í 31 ríki, þ.á m. nokkrir helstu stjórnmálaforingjar Vesturlanda. Meðal helstu umræðuefna á þing- inu eru geimvarnaráætlun Banda- ríkjastjórnar, barátta gegn hryðju- verkum og eiturlyfjavandamálið. Meðal ræðumanna verða George Bush, varaforseti Bandaríkjanna, og Caspar Weinberger, varnar- málaráðherra, en skurðaðgerðin á Reagan forseta kemur að líkindum í veg fyrir að hann sæki hádegisverð með þingfulltrúum eins og fyrir- hugað var. Dönsku blöðin for- dæma hryðjuverkið Land og Folk telur þó Bandarfkjamenn bera ábyrgðina Kaupmannahofn, 23. júlí AP. VIÐBRÖGÐ danskra blaða við sprengingunum í Kaupmannahöfn í gær voru mismunandi. Þannig fordæmdu flest blöðin hryðjuverkin harð- lega, en eitt þeirra, blað danska kommúnistaflokksins, hélt því þó fram, að það væru Bandaríkin, sem væru mesti hryðjuverkaaðilinn. Kristilegt dagblað, blað Kristi- lega þjóðarflokksins, sagði m.a.: „Ef einhver heldur, að slíkar sprengingar geti þjónað þeim til- gangi að skapa ótta og andúð í garð bandarískra fyrirtækja eða gyðinga, þá hefur hann reiknað dæmið skakkt." „Þetta var ekkert nema hryðju- verk, ómannúðlegt og glæpsam- legt,“ segir blaðið Berlingske Tid- ende. Blaðið heldur því fram, að það sé aðeins láni að þakka, að slys á fólki urðu ekki meiri en raun ber vitni. Blaðið Politiken getur þess, að samtök shíta, Is- lamic Jihad eða „Heilagt stríð“ hafi lýst yfir ábyrgð sinni á sprengingunum. „Hryðjuverk eru glæpsamleg," segir blaðið. „Eng- inn málstaður er svo heilagur, að hann geti tekið á sig mynd heil- ags stríðs." Jyllands-Posten í Árósum tel- ur, að Danir hafi mátt vita, að hryðjuverk gætu átt sér stað í landinu. „Engu að síður, vekur það skelfingu, þegar það gerist." Land og Folk, blað kommún- ista, heldur því fram, að búast hafi mátt við því, að spreng- ingarnar yrðu túlkaðar á þann veg, að alþjóðleg hryðjuverka- starfsemi hefði nú hafið innreið sína í Danmörku. Slíkt væri þó allt of einföld skýring á spreng- ingunum í Kaupmannahöfn. „Hryðjuverkastarfsemi hefur verið lengi við lýði í Danmörku,“ segir blaðið. „Án þess að blygðast sín, starfar danska stjórnin náið með Bandaríkjunum, hryðju- verkamanni númer eitt í heimin- um.“ Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, mun sitja þingið og ávarpa það, og aðrir forsætisráð- herrar sem það gera eru Manuel Esquivel frá Belize, Eugenia Charl- es frá Dominikanska lýðveldinu, Herbert Blaize frá Grenada, Edward Seaga frá Jamaica og K&re Willoch frá Noregi. Paul Schlúter, forsætisráðherra Danmerkur, hugðist sækja þingið, en hermdar- verkið i Kaupmannahöfn á mánu- dag kann að breyta þeirri áætlun. Alþjóðasamband lýðræðisflokka var stofnað í júní 1983 og var fyrsta þing þess haldið í Lundúnum 1983. Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Morgunblaðið að flokknum hefði verið boðið að senda fulltrúa á þingið í Washington, en ákveðið hefði verið að þiggja það boð ekki. „Við erum ekki í þessum samtökum og höfum ekki setið aðra fundi á þeirra vegum,“ sagði hann. Kjartan kvað hugmyndir um aðild sjálfstæðismanna að Alþjóðasam- bandi lýðræðisflokka ekki hafa ver- ið ræddar formlega á vettvangi flokksins, en hins vegar hefði Sjálfstæðisflokkurinn flokksleg samskipti við þá stjórnmálaflokka á Norðurlöndum sem aðild ættu að IDU. Jaques Chirac Geimvarnaráætlunin: Mikilvœgur fundur (AP/Simamynd) Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands (til vinstri á myndinni), hóf í gær viðræður við Harchand Singh Longowal, helzta stórnmálaleiðtoga síka í landinu. Var þetta fyrsti fundur þeirra síðan indverski herinn gerði árásina á Gullna hoflð í júní í fyrra og handtók marga af forystumönnum síka. Viðræðurnar nú eru taldar afar mikilvægar og miklar vonir við þær bundnar. Stóð fundurinn í gær í hálfa klukkustund og sagði talsmaður Gandhis, að viðræðurnar hefðu gengið „mjög vel“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.