Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1985 '1 Jón Þ. Amason Spurningin er: Hverjum í breiðfylkingu pen- ingahyggjunnar dettur annað í hug en að hagsmunir séu hugsjónum æðri? Lífríki og lífshættir CIII Þegar ýmsir heimsþekktir vís- indamenn hófu að birta álits- gerðir á 7. og 8. áratug líðandi aldar um hugsanleg endalok líf- ríkis á jörðinni, áttu þeir afar takmörkuðum skilningi að fagna. Annars var enda naumast að vænta. Flestir litu þannig á, að útdauði mannkynsins væri óhugsandi. En nú, eða 10—20 árum síðar, gera fjölmargar læsar mann- eskjur sér grein fyrir að á lofti, láði og legi hlykkjast og sveiflast sterkari og fleiri orsaka- og af- leiðingakeðjur, sem að þessu hníga, heldur en uppörvandi er að brjóta heilann um. Eigi að síður er þess engin vanþörf. Innan 500 ára Víðkunn er sú staðreynd um mannlega brotalöm, að leiðirnar frá skynjun til skilnings og frá skilningi til viturlegra viðbragða eru bagalega langar og torfærar. M.a. af þeim sökum sjást þess engin merki, að á helför hægi. Síendurteknar fortölur þeirra sem ættu að hafa völd til að hafa vit fyrir fjöldanum í krafti greindar og þekkingar, þjóta sem vindur um eyru. Að fyrir- lagi múghyggjunnar lýtur heim- urinn duttlungum, sjálfsdýrkun og jöfnunarsýki þeirra, sem hugsa með maganum eingöngu. Múgkynið anar því, ölvað sjálfbirgingi og hnakkakert, hröðum skrefum fyrir ættern- isstapa. Óráð þess er ekki til komið vegna skorts á upplýsing- um. Þær liggja alls staðar fyrir og fást nær ókeypis. Orsökin er vanhæfni þess til að þýðast stjórn náttúrulögmálanna og lúta þeirri kvöð að draga rök- réttar ályktanir af reynsluþekk- ingu, sem hrannazt hefir upp í aldanna rás. Og gerir enn, og fer vaxandi. Dr. Theo Löbsack, náttúruvís- indarithöfundur, Theodor- Wolff-verðlaunaþegi og hand- hafi WiIhelm-Bölsche-orðunnar, kann því að hafa raunalega rétt fyrir sér (í bókum sínum, „Ver- such und Irrtum — Der Mensch: Fehlschlag der Natur“, og „Die letzten Jahre der Menschheit"), þegar hann telur einsýnt, að á fyrri hluta næsta aldatugs muni manneskjan hljóta sömu örlög og dýra- og jurtaríkið, sem hún þá hefir gengið af dauðu. Hún hljóti að hverfa að fullu af yfir- borði plánetu, er tegundarsystk- ini hennar hafa gjöreyðilagt. Gegn frjáls- lyndum sannleika í þessum greinapistlum mín- um hefi ég aldrei gefið í skyn, að mér væri að fullu ljós orsök allr- ar ógæfu. Nokkrar samverkandi meginorsakir hefi ég þó þótzt hafa komið auga á. Og fjær er ég því en nokkru sinni fyrr að geta bent á nokkur tímabær, óyggj- andi úrræði, enda hefi ég forðast hvers konar heimsbjörgunarboð- skap eftir beztu getu. Þar kemur einkum til, að fylk- ingar þeirra, sem eiga alvizkuna og boða alsæluna, eru alltof þéttskipaðar til að óverðugir geti komið sér þar fyrir án þess að verða til ama. Auk þess finnst mér forystuliðið ekki sérlega að- laðandi, svo að ekki hefir reynt verulega á viðnámsþrótt minn gegn þess konar félagsskapar- freistingum. Fyrir því læt ég þessa getið nú, að á meðan mér auðnast að halda þessum rittilburðum mín- um áfram, og nýt til þess velvild- ar ritstjóra Morgunblaðsins, verður varla að vænta eftirtekt- arverðra breytinga í þessu efni. Nema ef vera skyldi, að ég leit- aðist við að styrkja mál mitt sögulegum stoðum og dæmum betur en hingað til. Aðallega af því að birtu verður hvorki varp- að að gagni á nútíð né framtíð af öðru en ljósi fortíðar. Telja má víst, að einungis fáum dyljist sú hrópandi stað- reynd, að spadómur Spenglers um endaiok Vesturlanda sé að verða veruleiki, ef ekki þegar orðinn. Um það er því óþarfi að deila, enda ekki hægt. Orsakir endalokanna eru hins vegar ekki allar jafn augljósar þótt um að- alástæður verði ekki heldur deilt: Áratuga hatursóhróður vinstrimanna, hvort heldur af hálfu kommúnista eða frjáls- lyndinga, gegn öllu því göfugasta og heilbrigðasta, sem vestræn menning hefir getið af sér, hefir borið drepandi árangur. Menn- ingarþreyta og evrópskt sjálfs- hatur læsa klónum sífellt dýpra og dýpra í lífshold björtu álfunn- ar. Oswald Spengler (1880—1936): „Það er hinn andlegi skríll, í fylkingarbrjósti fallkandídatar allra háskóladeilda, hinir andlega og sálrænt einhvern veginn fötluðu, sem elur af sér gangstera hinna frjálslyndu og kommúnísku upphlaupa." En hún er í hættu. Gífurlegri hættu. Og fullkomið efamál er, hvort hún fær lifað vinstrisókn- ina af. „Sú rödd var svo fögur“ Hins vegar sækir „heims- menningin" í sig veðrið. Fyrir 39 árum var UNESCO, ein sérstofnana Sameinuðu þjóð- anna, sett á laggirnar. f stofnskránni segir: „Markmið stofnunarinnar er að stuðla að samstarfi þjóðanna á sviði menntamála, vísinda og menn- ingar til varðveizlu friðar og ör- ygKÍs“ I tæp 30 ár starfaði UNESCO að mestu eins og til var ætlazt. Árið 1974 urðu þáttaskil. Ný- frelsismenningin tók völdin. Þá hlotnaðist stofnuninni sú náð- argjöf, að Afríkumenningarmað- ur varð yfirforstjóri hennar, Amadou Mahtar M’Bow, sem til þess tíma hafði verið kennslu- málaráðherra í miklu menn- ingarríki — Senegal. M’Bow er hirðingjasonur af Wolof-kyn- kvísl, mikill dugnaðarforkur. UNESCO hóf störf sín með 300 starfsmenn árið 1946. Nú dansa 2.700 manns á fullum launum eftir pípu M’Bows. Heildarút- gjöld eru áætluð árið 1985 $500.000.000. Þar af á að verja $360.000.000 til „stjórnunar- starfa". Á aðalskrifstofunni einni sitja nú 900 launamenn, þar af 400 Afríkumanneskjur. M’Bow ber Nagdýr eru ávallt iðin Grýttar götur Frárennsli Menningargreifi lokuð sund „Þjóðviljans“ frá Senegal Allt frá voldugustu skoðana- smiðjum erlendis niður í frá- rennsli Þjóðviljans, íslenzka ríkisútvarpið, hafa gnístrandi haturs- og lygahrinur gengið yf- ir menn og múg af vaxandi þunga ár eftir ár. (Utúrdúr og beiðni til málvöndunarstjóra út- varpsins: Vinsamlegast reynið að kenna skjólstæðingum yðar boðhátt sagnanna „að spyrja" og „að kaupa“ í 2. persónu, þeir hafa hann ævinlega „spyrðu!" og „keyptu!"). Inntakið hefir ávallt verið og er, að ekki fyrirfinnist í allri veraldarsögunni neitt það mein, nein sú óhæfa, sem ekki sé Evrópumönnum um að kenna. Stríðsæði, kúgunarstefna, arð- rán, þrælkun, hungur og útrým- ingar heilla þjóða og kynþátta eru að öllu leyti evrópskar upp- finningar. Án evrópskra áhrifa myndu allir íbúar Afríku, Asíu og kyn- blendingalanda Mið- og Suður- Ameríku una glaðir við sitt í friði og farsæld, þeir myndu ekki hrærast í öðru en blómlegri sið- menningu og sívaxandi, andlegri menningarsköpun í ævintýra- Iegri Paradís. Með sultardropa á nefinu og lafandi tungu lepur þetta krað- ak, oftast langskólaslæpt, sumt naumast stautandi á eigin móð- urmáli, og haldið óbeit á sögu- þekkingu, upp hvaðeina, er hugs- anlega gæti talizt okkur og for- genglum okkar til hnjóðs. Heil árþúsund telja þeir ekki hafa verið annað en linnulausar, grimmilegar árásir á alla aðra heimsbyggja. Þess vegna heimta vinstri- menn, bæði frjálslyndingar og kommúnistar, að hvíta kynþætt- inum beri skilyrðislaust að taka út nokkurra alda refsingu fyrir þessa glæpsamlegu fortíð. Prúðmenni á borð við Idi Amin, Bokassa, Khomeini, Castro, Gaddafi, Mugabe, Mandela o.fl., slíkir hafa alltaf lög að mæla, þegar þeir æla auri yfir Evrópu- menn. Evrópumönnum beri að drúpa höfði og þegja. Ekki nóg með það: Þeim ber að vera þakk- látir fyrir trakteringarnar og sýna þakklæti sitt í verki. Helzt með því að senda matargjafir til hungurflæma — og vopn handa þrælmennum. Ovinsælar athuganir Reyndar væri auðvelt að af- bera óværuna, ef hún hefði að- eins lagzt á skólabæklaða smá- þursa. En því er síður en svo að heilsa. Áhrifamikil öfl í uppeld- is- og menntamálum hafa tekið ástfóstri við trúboðið og ekkert tilefni látið ónotað til að blása að glæðum sjálfshaturs Evrópu- þjóða, sem líkja má við fýsnar- ást á vondri samvizku. Og gegn slíku ættu fáeinar at- huganir að vera við hæfi. í meira en 1.000 ár skulfu Evr- ópumenn af ótta við herhlaup og innrásir blóðiataðra, asískra morðskara. Varla dettur „mann- úðariðkendum" í hug að reyna að telja sjálfum sér og öðrum trú um, að Attila og Húnahjarðir hans hafi verið Þjóðverjar eða Djengis Khan og aðrir Khanar hafi verið Bretar. Oft er vitnað til grimmdar og glæpaverka hinna kristnu krossfara. Ástæðulaust er að draga fjöður yfir óhæfuverk þeirra. Á hinn bóginn er vert að minnast þess, að við góða heilsu var þá arabísk yfirgangsstefna — og eldri — heimilisfang Mekka, sem hafði farið með blóði og eldi yfir ótvírætt evr- ópsk menningarsvæði, og undir- okað innan fárra áratuga. Ógleymt ætti ennfremur að vera, að á 8. öld voru Arabar í óða önn að leggja undir sig land, sem nú er Frakkland. Naumast getur heldur verið, að vinstrimennskan hafi þegar náð þeim'árangri með afmennt- unariðni sinni, að gleymt sé með öllu, að Balkanskagi allur stundi um aldir undir oki Tyrkja, og að árið 1683 stóðu herir þeirra við borgarhlið Vínar. Eða minnist þess enginn lengur, að Rúmenar, Grikkir og Búlgarar megnuðu ekki að brjótast undan kúgun Tyrkja fyrr en á 19. öld? Það er því blátt áfram hrópleg lygi, að stríösæði, kúgun, morð og rán séu evrópskar uppfinn- ingar. Hinn fordæmalausi, stór- fenglegi glæsileiki evrópskrar menningar er miklu helzt í því fólginn, að hún — og hún ein — hefir getað skapað börnum sín- um skilyrði til þroskavænlegra lífshátta. mikla virðingu fyrir embætti sínu — og peningum. Fyrir starf sitt skammtar hann sér jafn- virði 850.000 íslenzkra króna á mánuði. Þar að auki hringar hann hátign sína niður í 500 m' einkaíbúð, greidda úr sjóðum UNESCO. Skýring hans: „Ég fæddist og ólst upp í trjábyrgi. Og ég get ekkert síður búið í trjábyrgi en höll. En það hvarfl- ar ekki að mér. Þar myndi mér leiðast." í embættistíð M’Bows var meginmarkmiðum breytt. UNESCO fjallaði lítið um vís- indi og menntun upp frá því, en mikið um Apartheid, kjarnorku- vopn Bandaríkjamanna og synd- ir hvítra manna almennt. Að frumkvæði stjórans var sam- þykkt „Áætlun um aðstoð við menntun kennara í Afghanist- an“. Yfirstjórn í landinu var fal- in KGB-manni, háttsettum emb- ættismanni á aðalskrifstofu UNESCO í París. UNESCO gekkst og fyrir al- þjóðaráðstefnum vítt um heim. Ein tók til meðferðar: „Karl Marx í Afríku, Asíu og hinni rómönsku Ameríku". Og meira af sósíalisma: Árið 1984 veitti UNESCO $62.000 til baráttu gegn ólæsi í heiminum, en $978.000 til „friðarnefnda“. Af framangreindum fróð- leiksmolum má ljóst vera, að „heimsmenningin" er ekki í yfir- vofandi hættu þó að Evrópu- menningin deyi. ☆ ☆ ☆
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.