Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JtlLÍ 1985 Aðförin að Sements- verksmiðju ríkisins Ósæmileg ummæli iðnaðarráðherra — eftir Daníel Agústínusson Miklar umræður fóru fram á Alþingi 28. maí sl. um frumvarp iðnaðarráðherra þar sem átti að breyta Sementsverksmiðju ríkis- ins á Akranesi í hlutafélag. Eink- um vöktu athygli stóryrði Sverris Hermannssonar um stjórn verk- smiðjunnar fyrr og síðar, ásamt málefnalegri uppgjöf. Ekki getur það talist stórmannlegt af ráð- herra að grípa til slíkra vinnu- bragða, þegar ósigur hans blasti við á Alþingi. Ég hef beðið þess í meira en 6 vikur að ráðherra bæð- ist afsökunar á nefndum ummæl- um eða vikapiltur hans í stjórn verksmiðjunnar tæki það að sér, eins og ýmislegt annað, en ekkert hefur gerst. Ég sætti mig ekki við það að jafn merkilegt þjóðþrifafyrirtæki með langa sögu að baki og tengt mörgum þjóðkunnum mönnum verði endanlega afgreitt með þeim hætti sem iðnaðarráðherra hefur gert. Þótt margir þingmenn í e.d. hafi flutt ágætar ræður gegn frumvarpi iðnaðarráðherra efast ég um að þær hafi komist til skila á sama hátt og dónaleg ummæli ráðherra um stjórnir verksmiðj- unnar frá upphafi. Þau voru vand- lega skilgreind af fjölmiðlum. Kaupþing hf. leggur á ráöin Upptök þessa máls er að finna í skýrslu þeirri, sem Kaupþing hf. gerði eftir úttekt sína á sements- verksmiðjunni fyrri hluta árs 1984 og lokið var í júlímánuði. Úttekt þessi var gerð í fuilu samráði við stjórn SR sem taldi æskilegt að fá með þeim hætti umsögn óviðkom- andi aðila um rekstur verksmiðj- unnar, sem þá hafði staðið í 26 ár. Hinsvegar kom það stjórn SR mjög á óvart að Kaupþing hf. skyldi gera langan kafla um breytt eignarform verksmiðjunn- ar. Lýsti stjórnin undrun sinni á þeim tillögum, sem hún taldi utan þess verkefnis, sem Kaupþing hf. ætti að fjalla um. Hér var sjáan- Iega á ferðinni frjálshyggjutrúboð ungra sjálfstæðismanna, en ekki raunhæf tillaga um endurbættan rekstur verksmiðjunnar. Á þessi mál hafði aldrei verið minnst við stjórnina. Hún taldi að um póli- tískt mál væri að ræða, sem óeðli- legt væri að blanda saman við endurskoðun á skipulagi og starfsháttum verksmiðjunnar. Nokkrir ungir listamenn í Gallerí Salnum og listaverk þeirra. Iðnaðarráðherra hafði einmitt nokkrum vikum áður lagt fram frumvarp um SR — samið af for- manni stjórnarinnar — þar sem gengið var út frá því að verksmiðj- an yrði áfram hreint ríkisfyrir- tæki. Þetta sannar betur en allt annað að hugmyndin var ný og hvaðan hún kom. Vanhugsuð ákvöröun Þessi snarsnúningur ráðherra á nokkrum vikum kom því öllum mjög á óvart og þótti flestum kunnugum fljótræðislega að mál- um staðið. Upptökin eru því frjálshyggju- trúboð Heimdellinga, sem með óvæntum og ótrúlegum hætti birt- ist í skýrslu Kaupþings hf. og kom það flestum einkennilega fyrir sjónir. Þetta virtist vera eina at- riðið í skýrslunni, sem iðnaðar- ráðherra lætur sig varða og grípur á lofti. Hann lýsti því yfir strax í sept. 1984, að hann myndi beita sér fyrir lagabreytingu um verk- smiðjuna og gera hana að hlutafé- lagi. Ekki hafði hann fyrir því að ræða þetta einu orði við stjórn SR. Frumvarpið lagt fram — Forsendur rangar Frumvarpið var síðan lagt fram í mars sl. Eini rökstuðningurinn sem fannst í greinargerðinni, ef rökstuðning skyldi kalla, er í eftir- greindri málsgrein: „Enn er þetta fyrirtæki í uppbygg- ingu eftir að hafa sUrfaó í rúman aldarfjórðung. Skuldir þess eru miklar og Ijóst að æskilegt er að grynna á þeim og greiða niður þungbær lán. Ein leið til þess er að mynda hluUfélag um verksmiðjuna og selja á almennum markaði hluta- bréf í henni...“ Málsgrein þessi er tómt bull, því einmitt núna er fjárhagur verk- smiðjunnar að komast á traustan grundvöll, eins og rætt verður síð- ar. Greinargerðin öll er einstak- lega fátækleg og ótrúverðug, enda ekki við öðru að búast. Frumvarpið var síðan sent til umsagnar 5 aðila. Af þeim svör- uðu 4 og voru allir meira og minna andvígir frumvarpinu. Það hlaut því ekki meðmæli nokkurs aðila, sem ástæða þótti að leita til. Munu það fáheyrð vinnubrögð í þingsög- unni að keyra mál í gegn, sem hlýtur slíkar viðtökur. Stjórn SR, þ.e. 4 af 5 stjórnarmönnum, sendi mjög ítarlega álitsgjörð og mót- mælti frumvarpinu eindregið. Al- veg sérstaklega þeim röksemdum að verksmiðjunni væri það fjár- Sýning á teikningum í Gallerí Salnum SÝNING á teikningum ungra listamanna var opnuð í Gallerí Salnum sl. fimmtudagskvöld og mun hún standa til 7. ágúst nk. Sýningin verður opin alla daga frá klukkan 13.00 til 18.00 og til klukkan 22.00 á fimmtudögum. Aðgangur er ókeypis. Gallerí Salurinn er að Vestur- götu 3 og segir í fréttatilkynningu að meðlimir hafi skapað fyrirtaks aðstöðu til sýningarhalds þar. Gallerí Salurinn hefur nú starfað í rúma tvo mánuði. Þegar hafa verið haldnar þrjár myndlistar- sýningar á staðnum. í fréttatil- kynningunni segir að „mótífin séu hitt og þetta eða bara eitthvað óskilgetið". hagsleg nauösyn að leita eftir hlutafé. Þetta lýsti einungis van- þekkingu þeirra, sem að frum- varpinu stóðu, á málefnum verk- smiðjunnar. Hver er hagur verksmiöjunnar? Hagur SR hefur aldrei staðið betur en nú. Við síðustu áramót var eigin fjárstaða verksmiðjunn- ar kr. 229 millj. og langtímaskuld- ir kr. 153 millj. og höfðu lækkað á liðnu ári um kr. 24 millj. Skamm- tímaskuldir voru aðeins 3 millj. kr. hærri en veltufjármunir verk- smiðjunnar á sama tíma. Gert er ráð fyrir að skuldir verksmiðjunn- ar lækki um kr. 65 millj. á þessu ári og því næsta. Eftir það ættu þær að vera komnar í um kr. 90 millj. og því ekki að valda neinum erfiðleikum í rekstri hennar. Hagnaður verksmiðjunnar 1984 var kr. 3,3 millj. og afskriftir kr. 65 millj. Þrátt fyrir margvíslegar endurbætur þurfti verksmiðjan ekki að taka nein ný lán á árinu vegna þeirra. Ég sé ekki að stað- reyndir þær, sem raktar eru hér að framan, gefi tilefni til þess barlóms sem fram kemur í grein- argerðinni. RáÖherra yfirgefur falsrökin Eftir að greinargerð stjórnar SR lá fyrir hleypur Sverrir Her- mannsson frá fjármálahliðinni og hinum „þungbæru lánum". Hann hefur vafalaust séð í hendi sér að slíkum rökum var ekki hægt að veifa lengur. Það hafi veríð fljót- ræði hans og þeirra skósveina, sem frumvarpið sömdu, að nota fjármálin sem helstu rök fyrir framgangi málsins. Blaðinu var því snúið við. Upphófst nú mikil umræða um atvinnulýðræði og mætti halda að allur þessi mála- tilbúnaður sé gerður til að bæta hag starfsmanna verksmiðjunnar og koma stjórn hennar að sem mestu í hendur þeirra. í stað þess að gefast upp og játa á sig fljót- ræðið og vitleysuna er hlaupið í nýtt vígi. Ekki tók þá betra við. Þetta er ekki atvinnulýöræöi Ráðherra taldi að með þátttöku starfsfólks í fyrirtækinu væri komið á atvinnulýðræði og með hlutafélagi væru ábyrgð og skyld- ur stjórnarinnar auknar. Starfs- mönnum er að sjálfsögöu kunnugt um það — sem ráðherra læst ekki vita — að verksmiðjan er í engri þörf fyrir hlutabréfasölu. Þá er þeim Ijóst, að 20% eignarhluti í verksmiðjunni þjónar litlum til- gangi. Þeir yrðu aldrei annað en smápeð við hliðina á ríkisvaldinu og réðu ekki neinu. Ríkisvaldið gæti hvenær sem væri svipt þá öll- um arðsmöguleikum, þar sem ákvörðun um verðlag yrði í hönd- um stofnana ríkisins og þar hefði verksmiðjan aðeins tillögurétt. Verðlagsákvörðunina myndi ríkið aldrei gefa eftir, því þar eiga svo margir hagsmuna að gæta. Fyrir starfsmenn er því eftir litlu að sækjast. Þá fara ekki miklar sögur af ábyrgð þeirra sem stjórna hlutafélögum og munu þær vera fjær sínum fyrirtækjum en þing- kjörnar stjórnir. Helst fara sögur af stjórnum hlutafélaga í sam- bandi við gjaldþrot. Þá er farið að hafa upp á þeim og vita hvað þeir þekktu til mála. Þetta er alkunn saga. Möguleikinn til ávöxtunar á sparifé í bönkum og ríkisskulda- bréfum er miklu álitlegri en kaup á skuldabréfum í SR, þar sem aldrei er hægt að segja fyrirfram, Daníel Ágústínusson Fyrri grein „Áhlaupinu á SR er hrundiö. Margir geta ýmislegt af því lært, ekki síst Sjálfstæöis- flokkurinn. ÞjóÖin öll er reynslunni ríkari. ÞaÖ er henni mikiö örygg- ismál aö eiga slíkt fyrir- tæki, sem veitir 170—180 mönnum at- vinnu og framleiÖir 120 þús. tonn af sementi, sem stenst samanburö viö hvaða sement sem er um verö og gæöi.“ hver arðurinn verður. Oft kannski enginn. Dæmiö frá Bæjarútgerð Hafnarfjaröar Hvergi hefur það komið fram að fólk almennt hafi áhuga fyrir hlutabréfakaupum né fé aflögu til þeirra. Tilraunir Hafnarfjarðar- kaupstaðar með bæjarútgerðina, sem gera skyldi að almennings- hlutafélagi runnu alveg út I sand- inn. Örfáir menn gáfu sig fram með upphæð, sem engu máli skipti fyrir reksturinn. Hér var þó ólíku saman að jafna. Annars vegar að bjarga einu stærsta fyrirtæki Hafnarfjarðar frá hruni. Fyrir- tæki sem oft hefur reynst burðar- ásinn í atvinnulífi bæjarins og margir áttu afkomu sína undir. Hins vegar ríkisfyrirtæki, sem all- ir vissu að starfaði eftir sem áður. Söfnun hlutafjár þar var nánast formsatriði, en ekki af þörf, sem úrslitum réð fyrir reksturinn. Lokaoröin í álits- gerð stjórnar SR Stjórn SR lauk álitsgerð sinni til iðnaðarnefndar e.d. Alþingis með þessum orðum: „Það er skoðun okkar að ríki.s- rekstur, sem vel hefur reynst, eigi að halda velli og hlutafélög séu engan veginn sjálfsögð rekstrarform — yfir önnur hafin — þótt vel gæti gefist. Gróðasjónarmiðin eiga ekki alltaf rétt á sér. Sementsverksmiðjan er dæmigert ríkisfyrirtæki — vegna stærðar sinnar og framleiðslu — sem öll þjóðin notar í einhverjum mæli. Hún er jafnframt dæmi um það að ríkið getur rekið þjóðnýtt fyrirtæki af myndarskap... SemenLsverksmiðja ríkisins hefur á 27 ára starfstíma mætt ýmsum erf- iðleikum, eins og samdrætti í sölu, óskynsamlegum verðlagsákvæðum o.n. Hún hefur sigrast á þeim öllum og aldrei staðið betur að vígi með framleiðslu á góðu og ódýru sementi en einmitt nú. Þannig gegnir hún mikilvægu hlutverki í þágu allrar þjóðarinnar. Hún er og á að vera dýrmæt sameign hennar. Hún var á sínum tíma byggð fyrir lánsfé en af bjartsýni og kjarki. Talið er að bygg- ing slíkrar verksmiðju kosti í dag 1—2 milljarða króna. Svo eru höf- undar frumvarpsins hugsjúkir yfir því, að slík verksmiðja skuldi kr. 153 millj. og ákalla peningamenn lands- ins um hjálp í formi hlutabréfa- kaupa. Þetta hefði einhverntíma þótt rislágur málflutningur og Iftt sæm- andi frjálsbornum mönnum á ofan- verðri 20. öld. Umrætt frumvarp er að okkar dómi alger tímaskekkja. Við mælum því gegn frumvarpinu og teljum það ekki aðeins þarflaust heldur og and- stætt hagsmunum verksmiðjunnar og framtíðarmöguleikum hennar.“ Þrátt fyrir þessi eindregnu mót- mæli gegn frumvarpinu lét meiri- hluti iðnaðarnefndar allt þetta sem vind um eyru þjóta. Sú spurn- ing kemur því upp í huga manns — til hvers er verið að leita álits aðila — sem best þekkja til mál- anna? Er það formsatriði og sýnd- armennska? Nær hefði verið að geyma málið og ræða það betur, þegar undirtektir voru neikvæðar frá þeim fjórum aðilum, sem leit- að var til og svör gáfu. Hvað rak svona á eftir málinu, sem hafði legið fyrir Alþingi í stuttan tíma? Var það hroki og oflátungsháttur ráðherra? Spyr sá sem ekki veit. Svona vinnubrögð eru Alþingi ekki til sóma. Hámark ósvífninnar Þegar kom til 2. umræðu í efri deild Alþingis þann 28. maí sl. töldu flestir þingmenn Framsókn- arflokks og 1 þingmaður Sjálf- stæðisflokks sig ekki geta fylgt frumvarpinu, eftir þær undirtekt- ir, sem það hafði fengið. Fram- gangur þess var því mjög óviss. Þá bregður Sverrir Hermannsson á það ráð að hverfa frá öllum mál- efnalegum rökum og snýr vörn- inni upp í ærumeiðandi svívirð- ingar um stjórnendur verksmiðj- unnar fyrr og síðar. Orðrétt sagði ráðherra: „Stjórnendur eru aldrei kallaðir til. Þeir eru kosnir daufdumbri kosningu á fjögurra ára fresti á hinu háa Alþingi og sitja meðvitundarlitl- ir í næstu 4 ár.“ Síðar segir hann ennfremur um verksmiðjuna: „Mikið þjóðþrifafyr- irtæki, en hryggilega rekið lengst af.“ Framangreind ummæli ráð- herra um stjórn í ríkisfyrirtæki, sem undir hann heyrir — og starf- að hefur í 27 ár — eru vafalaust alveg einstök. Ég hef engan fyrir- fundið, sem man neitt hliðstætt hjá nokkrum ráðherra áður. Svo órökstudd og dónaleg eru ummæli þessi, að þau munu eiga algert met í sögu Alþingis. Þau eru jafnframt svívirðing um sjálft Alþingi, sem kýs þessar „vofur" í stjórn SR daufdumbri kosningu á 4 ára fresti. Þar sem ráðherra hefur ekki dregið ummæli þessi til baka né beðist afsökunar á þeim eða út- skýrt þau á nokkurn hátt, finnst mér kominn tími til að gera þau að umræðuefni. Hefði ráðherra takmarkað um- mæli sín við okkur fjóra í stjórn SR sem sendu eindregin mótmæli gegn frumvarpinu, væri hægt að fyrirgefa honum stóryrðin, en þeir eru auk mín: Friðjón Þórðarson alþingismaður, Sigurjón Hannes- son byggingameistari og Skúli Al- exandersson alþingismaður. Við eigum þess kost að svara fyrir okkur og láta verkin tala í stjórn SR meðan við eigum þar sæti. Skúli hefur til dæmis þegar gert það á Alþingi, þar sem hann á sæti í efri deild. í stjórn SR hafa frá upphafi starfað margir þjóðkunnir menn — nú bæði lífs og liðnir — sem fá þennan harða dóm úr stóli ráð- herra, án þess að fá vörnum við komið. Af þeim ástæðum eru um- mæli þessi ósæmileg og vítaverð. Ég minni á nöfn eftirgreindra manna — úr öllum flokkum — sem átt hafa sæti í stjórninni lengri eða skemmri tíma: Helgi Þorsteinsson, framkvæmdastjóri SÍS, Pétur Ottesen, fyrrverandi alþingismaður, Guðmundur Svein- björnsson framkvæmdastjóri, Jón Árnason alþingismaður, Ingi R. Helgason hrl., nú forstjóri BÍ, og dr. Sigmundur Guðþjarnarson prófessor, verðandi rektor Há- skóla íslands. Ég starfaði með öllum þessum mönnum í stjórn SR nema Helga Þorsteinssyni, sem ég þekkti vel þess utan. Ég fullyrði að ekki einn einasti maður, sem eitthvað hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.