Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ1985 47 DERRICK Vinir og kunningjar hringja og biðja mig að taka að mér sakamál Við erum ekki vön að sjá Derr- ick klæddan gallabuxum svona dags daglega, en Horst Tappert gerir það hinsvegar iðu- lega þegar heim er komið frá vandamálum rannsóknarlögregl- unnar. Leikarinn Horst lifir og hrærist í hlutverki sínu sem Derrick dag og nótt því þegar hann er ekki i upptökum þá er síminn heima hjá honum rauðglóandi þar sem alls- konar fólk hringir og biður hann að taka hin ótrúlegustu lögreglu- mál í sínar hendur. „Þegar vinir og kunningjar eru farnir að láta til sín heyra og biðja mig að rannsaka einhver sakamál fyrir sig þá spyr ég hvort það sé farið að slá út í fyrir þeim,“ segir Horst. Hann hefur leikið hlutverk þessa rannsóknarlögreglumanns í 12 ár og segist furða sig á því hve margir það séu sem ekki átta sig á muninum á raunveruleikanum og tilbúningi. „Það eina sem ég get gert við þetta fólk sem hringir til mín er að vísa því á lögreglu!" Horst er 62 ára gamall bros- mildur maður og að sögn sam- GarAyrkja er ekki eitt af áhugamálunum enda garðyrkjumaður sem sér um heimilisgarðinn á því heimili, en það er allt í lagi að vökva af og til. Ovanaleg sjón, Derrick kominn með lögregluhúfu, í þáttunum er hann í hlutverki óeinkennisklædds lög- reglumanns. starfsmanna verður sjaldan á að gera skyssu í starfi. Hann kynntist konu sinni þegar þau voru leikarar við Göttingen- leikhúsið bæði tvö og þau giftu sig árið 1956. Nú í ágúst á Horst 40 ára afmæli sem leikari. „Ég veit ekki hve mörg hlutverk ég hef farið með um ævina, en Derrick-þættirnir eru orðnir 124 og núorðið vinn ég að mestu í þeim þáttum. I byrjun héldu menn að Horst og Ursula TapperL V r -, *■ Étf _ ‘3 þessir framhaldsþættir myndu endast í eitt til tvö ár en nú virðist sem þetta skapi mér atvinnu um óákveðinn tíma. í tvo mánuði á ári reyni ég þó að komast á leiksvið." En það hefur ýmsa galla að leika í svo vinsælum og tímafrek- um þætti. „Við hjónin eigum ekkert einka- líf útaf fyrir okkur. Við förum aldrei út að borða, í bíó eða í leik- hús og mestum tíma okkar eyðum við tvö saman í kotinu. Við erum barnlaus og vinina get ég talið á fingrum annarrar handar því ég hef lítinn tíma haft fyrir sam- kvæmislíf. Áður fyrr á árunum var ég í hinum ýmsu íþróttum en nú er það samningsbundið að box- ið og íþróttirnar verða að víkja, því Derrick má ekki verða fyrir neinu slysi. Heima slappa ég því virkilega af. Konan er frábær kokkur og um garðvinnuna sér garðyrkjumeist- ari, þannig að ekki væsir neitt um mann.“ HADEGI , ,,tuð <*ví rv 420 krónur -á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrcetis. Bordapanlanir i síma 18833. Og enn er þaö sæluvika í Bolholti 26. júlí — 1. ágúst ☆ 80 mín hörkupúl og svitatímar ☆ 20 mín Ijós ☆ Heilsudrykkur á eftir ☆ Þaö er spennandi... ☆ Það er gaman ... ☆ Það er þrekraun ... ☆ Það eru sjö sæludagar Hertu upp hugann Vertu með Hringdu strax Sími 36645 Kennarar: Sigríður Guðjohnsen, Anna Nordahl. Eftir sæluna 6. — 15. ágúst 2ja vikna 3x í viku 20. — 29. ágúst 2ja vikna 3x í viku Htotgttnftlaftift Áskrífíarsímitm er 83033
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.