Morgunblaðið - 24.07.1985, Síða 23

Morgunblaðið - 24.07.1985, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1985 23 Tvær aldir liðnar frá því biskups- stóll var fluttur frá Skálholti Selfossi, 22. júlí. FYRIR réttum tveimur öldum, áriÖ 1785, var tekin ákvörðun um að flytja biskupsstólinn frá Skálholti til Reykjavíkur. Þá var fjárhags- legum stoðum kippt undan emb- ættinu, sem það hefur ekki endur- heimt síðan. Þetta kom fram í ávarpi herra Péturs Sigurgeirsson- ar biskups sem hann flutti í lok messu á Skálholtshátíðinni í gær, 21. júlí, en þá voru nákvæmlega 22 ár síðan þáverandi kirkjumálaráð- herra, Bjarni Benediktsson, afhenti kirkjunni Skálholt. Skálholtshátíðin hófst með klukknahringingu og organleik. Prestar og biskupar gengu síðan til messu í kirkjunni, sem hófst klukk- an 14.00. Þar prédikaði sr. Svein- björn Sveinbjörnsson prófastur, sr. Ólafur Skúlason vígslubiskup, en sr. Sveinbjörn Sveinbjörnsson prófastur og sr. Guðmundur Óli ólafsson þjónuðu fyrir altari. Skál- holtskórinn söng undir stjórn Glúms Gylfasonar, Björn Sólbergs- son lék á orgel. Jón Hjaltason og Sveinn Birgisson léku á trompet og Davíð Kolbeinsson á óbó. Með- hjálpari var Björn Erlendsson. „Þrátt fyrir veraldlega fátækt á Skálholtsstaður mikinn auð sem felst í þessu húsi. Það er vel þess virði að dvelja hér við bæn og þakkargjörð," sagði séra Svein- björn Sveinbjörnsson m.a. í prédik- un sinni. Hann fjallaði einnig um þá ógn sem steðjar að mannnkyn- inu á hungursvæðum heimsins og þá einkum að ungu fólki. Einnig benti hann á annan vágest, eitur- lyfin, sem ógnaði ungu fólki víða um heim. Við lok messunar flutti herra Pétur Sigurgeirsson biskup ávarp i tilefni af tveggja alda tímamótum um flutning biskupsstóls úr Skál- holti. Þar kom m.a. fram að stefnt er að því að einn af þremur biskup- um landsins sitji í Skálholti og það . verði næsta skref í uppbyggingu Skálholts. Skálholtshátíðin var nokkuð vel sótt og hvert sæti setið í kirkjunni. Að lokinni messu voru seldar veit- ingar í sumarhótelinu í Skál- holtsskóla. Geta má sér þess til að gestir hefðu orðið fleiri ef ekki hefðu aðrar stórar samkomur verið í sýslunni. SigJóns. Skálholtsstað, þá lýðháskólastarf- ið, rektor og Skálholtsskóli. Marg- þætt trúar- og menningarstarf hefir byggt staðinn upp í það horf, sem hann er. Og nú er af kirkj- unnar hálfu lagt fram frumvarp til laga um starfsmenn þjóðkirkj- unnar, sem gerir ráð fyrir því, að einn af þremur biskupum i land- inu sitji í Skálholti. — Á þessum tveggja alda tímamótum er hægt að hugsa til þess, að það verði næsta skref í uppbyggingu Skál- holts sem beggja hinna fornu biskupsstóla. Með þetta í huga höldum við há- tíð í Skálholti á þessari helgu jörð og förum að, sem Matthías Jó- hannessen kvað: Hlusta enn á horfna alda hljóðan nið frá Skálholtsstóli. Gnæfir hún á grænum hóli göfug móðir, landsins kalda. Móðir græð þú mein og kvíða minnar þjóðar á villudögum líf í fólksins Ijóði og sögum lifandi orð og sólin blíða. Gleðilega hátíð. esió reglulega af ölmm fjöldanum! Forstööumaöur sambýlis Svædisstjórn Reykjanessvæöis í málefnum fatlaöra óskar aö ráöa þroskaþjálfa eöa mann meö hliöstæöa menntun til aö veita forstööu sambýli fyrir fatlaöa í Hafnarfiröi. Sambýliö mun væntanlega taka til starfa í september nk. Umsóknarfrestur er 20. ágúst nk- Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri Svæöisstjórnar Reykjanessvæöis á skrifstofu Svæöisstjórnar á skrifstofutíma eftir 6. ágúst nk. Umsóknir skulu sendar til Svæöisstjórnar, Lyngási 11, 210 Garöabæ. Svæðisstjórn málefna fatlaðra Reykjanessvæði Lyngás 11, 210 Garðabær, (91)651056,8801-1597 Póstáritun, Pósthólf 132, 210 Garðabæ AP BÍIASÍMINN VEITAÍ SAMEININGU FRÁBÆRA tUÓNUSTU Allir þeir sem notaö hafa bílasíma á undan- — og það gera þær svo sannarlega. förnum árum hafa kynnst hinni frábæru Þær koma skilaboðum, sjá um þjónustu sem veitt er á afgreiðslunni hjá 002. að reyna aftur þegar viðkomandi bíll eða númer Stúlkurnar þar taka starfið alvarlega, , svara ekki og eru að auki ein allsherjar — þeirra hlutverk er umfram allt símaskrá fyrir bílasímanotendur. að koma á sambandi milli akandi símnotenda og annarra næstum hvar AP bílasíminn kostar aðeins sem er á landinu 56.900,- krónur. ÞAÐ FÆST ALDREI AFTUR BÍLASÍMI Á ÞESSU VERÐI! Við erum sveigjanlegir í samningum. Heimilistæki hf Tæknideild — Sætúni 8. Simi 27500.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.