Morgunblaðið - 20.09.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.09.1985, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER1985 Þjóðleikhúsið frumsýnir „Grímu- dansleik“ eftir Giuseppe Verdi LEIKÁR Þjóðleikhússins hefst laugardaginn 21. sept- ember, með frumsýningu á óperunni „Grímudansleikur“ eftir Giuseppe Verdi; texti óperunnar er eftir Antonio Somma og er hann byggftur á leikriti eftir Eugéne Scribe. Leikstjóri er Sveinn Einarsson og stjórnandi Sinfóníu- hljómsveitar íslands er Maurizio Barbacini frá Ítalíu. Alls taka um 130 manns þátt í sýningunni. Með stærstu einsöngshlutverk fara Kristján Jó- hannsson, Kristinn Sigmundsson, Elísabet F. Eiriks- dóttir, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Katrín Sigurðar- dóttir, Robert W. Becker og Viðar Gunnarsson. Dans- ar eru eftir Ingibjörgu Björnsdóttur, leikmynd eftir Björn G. Björnsson og búningateikningar eftir Mal- ínu Örlygsdóttur. Lýsingu annast Kristinn Daníels- son. Rétt er að taka fram að einungis verða um 15 sýningar þar sem Kristján Jóhannsson þarf að hverfa af landi brott. Uppfærsla Þjóðleikhússins á Grímudansleik er frumuppfærsla verksins á íslandi, en leikhúsið hefur áður sýnt þrjár óperur Verdis; Rigoletto, II trovatore og La Traviata. Grímudansleikur Verdis var frum- fluttur í Rómarborg árið 1859 eftir miklar deilur við ritskoðendur, sem þótti það óviðeigandi að sýna kon- ungsmorð á leiksviði. Var þetta ekki í fyrsta sinn sem Verdi átti í útistöðum við yfirvöld vegna verka sinna. Atburðarás verksins er að hluta til byggð á sögu- legum staðreyndum, morðinu á Gústaf III, konungi Svíþjóðar, á grímudansleik árið 1792. Söguþráðurinn í Grímudansleik snýst um ást konungsins á eiginkonu nánasta samstarfsmanns síns, Ankarströms ritara. Ennfremur er komin upp megn óánægja meðal aðals- manna við hirðina, þar eð konungurinn þykir um of hallur undir almúgann á kostnað aðalsins. Samsær- ismenn brugga launráð og þegar Ankarström kemst að sambandi konu sinnar við konunginn vin sinn, gerist hann þátttakandi í ráðabrugginu. Kemur það í hans hlut að myrða konunginn á grímudansleik. Morgunblaðið ræddi stuttlega við Svein Einarsson leikstjóra og fjögur þeirra sem fara með stærstu ein- söngshlutverkin í Grímudansleik. Fara viðtölin hér á eftir. „Ein viðamesta sýning Þjóðleikhússins fyrr og síðar“ — segir Sveinn Einarsson, leikstjóri „GRÍMUDANSLEIKUR er ein viðamesta sýning Þjóft- leikhússins fyrr og síftar, og ef til vill sú stærsta sem færð hefur verift upp hér á landi," sagfti Sveinn Einarsson leik- stjóri í samtali við Morgunblaöift. „Grímudansleikur er ein af vinsælustu óperum Verd- is. Þó er hún sjaldnar flutt en aðrar óperur hans enda gerir Grímudansleikur geysimiklar kröfur til allra flytjenda og aðstandenda. Æfingar hafa þó gengið af- skaplega vel enda úrvalslið sem kemur fram i sýning- unni. Þetta er þróttmikið og duglegt fólk, og með þannig fólki er ánægjulegt að vinna." Hljómsveitarstjóri í Grímudansleiknum er Maurizio Barbacini frá Ítalíu. Aðspurður sagði Sveinn að sam- starfið við hann væri afar náið og hefðu hugmyndir þeirra farið vel saman. Grímudansleikur er þriðja óperan sem Sveinn Ein- arsson leikstýrir, hinar eru La Boheme eftir Puccini og Silkitromman eftir Atla Heimi Sveinsson. Sveinn var inntur eftir því hvort honum félli betur, að setja upp leikrit eða óperur. „Ég hef alltaf haft miklar mætur á óperum, enda var óperuleikstjórn hluti af mínu námi,“ sagði Sveinn. „Óperan er skemmtilegt leikhúsform og spennandi við- fangsefni. Eins og ég gat um áðan gerir Grímudansleik- ur Verdis geysimiklar kröfur og við þannig verk er skemmtilegt að glíma,“ sagði Sveinn Einarsson. Kristinn Sigmundsson Margunbiaðíð/RAX „Hlutverkið mjög krefjandi og gaman að fást við það“ — segir Kristinn Sigmundsson KRISTINN Sigmundsson fer meft hlutverk Renatos Ank- arström ritara, sem er nánasti samstarfsmaður konungs- ins (Kristjáns Jóhannssonar). Kristinn var spurftur hvern- ig hlutverkið legðist í hann. „Ég kann vel við Renato,“ sagði Kristinn. „Hann er tryggur vinur konungsins. Stolt hans er þó mikið og er hann kemst að sambandi konungsins við konu sína verður afbrýðisemin vinskap þeirra yfirsterkari. Hlutverkið er mjög krefjandi og gaman að fást við það. Enda er Renato að sumu leyti lykilpersónan í verkinu, sérstaklega undir lokin. Að mínu mati er hreint ekki svo auðvelt að að túlka hina snöggu breyt- ingu sem verður á Renato þegar að hann kemst að sambandi konu sinnar og konungsins. Því er ég mjög þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt með því að fá mér þetta hlutverk í hendur." Kristinn sagði að æfingar hefðu verið mjög ánægju- legar og hópurinn starfað saman sem ein fjölskylda. Hann var að síðustu inntur eftir framtíðaráformum — hvort hann væri á leiðinni til Bandaríkjanna aftur. „Ekki á næstunni," sagði hann. „Það er ýmislegt á döfinni hjá mér hér heima í vetur. Bæði mun ég halda sjálfstæða tónleika og einnig taka þátt í tónleikum með ýmsum aðilum," sagði Kristinn Sigmundsson. Alls taka um 130 manns þátt í sýningunni. Mynd þessi var tekin á æfingu í vikunni. Morgunblaöiö/Friöþjófur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.