Morgunblaðið - 20.09.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.09.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER1985 43 (Jtvarpshlustandi er ekki ánægöur með öll þau tónlistarinnskot sem verið hafa í útvarpinu fram aö þessu. Svar við fyrirspurn um tónlistarinnskot í útvarpi G.J.Á. skrifar: Á skrifstofu Ríkisútvarpsins var tjáð að greiðsla fyrir erindi miðað- ist við lengd þeirra. Þessi innskot — tíðum án neinna tengsla við efni þeirra — auka því tekjur flytj- enda og gjöld útvarps, sem nú verður að greiða fleiri en einum fyrir sömu mínútu, og verða til verulegs ama hlustendum. Þetta ætti að nægja sem full- nægjandi svar við hinni tímabæru fyrirspurn. Síldin er sérstök Skarphéöinn Agnars skrifar. Síldin er sérstök var kjörorð ráðstefnu sem Ríkismat sjávaraf- urða stóð fyrir í Keflavík nýlega og fyrirhugað er að halda víðar á landinu. þessu hlýja og góða viðmóti. Þarna eru allir boðnir og búnir til að hjálpa viðskiptavininum og greiða götu hans á eins skjótan og góðan hátt og framast er unnt. Það er greinilegt að kaupmaður- inn í Hagabúðinni leggur metnað sinn í aðþjóna sínum viðskiptavin- um eins og kostur er. Þá langar mig einnig að nefna að þarna er vöruúrval alveg með ágætum þannig að það er sjaldan að leita þarf í stórmarkað. Mikið um unglinga með hnífa Faöir hringdi og hafði eftirfar- andiaðsegja: Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það hversu óhugnanleg- ur þessi atburður fyrir utan Villta tryllta Villa um helgina er. Mig langar hins vegar að vekja athygli á því að talsvert hefur borið á því að ungir drengir á grunnskólaaldri eru að veifa hníf- um í tíma og ótíma og jafnvel ota þeim að fólki. Það er alveg greini- legt að eitthvað verður að aðhafast og koma í veg fyrir að frekari slys af þessu tagi verði. Þá er ég einnig mjög hissa á því að löggæsla sé ekki meiri þarna í kringum þennan unglingastað, Villta tryllta Villa, því þar er ör- tröðin slík um helgar að það fer ekki hjá því að til einhverskonar áfloga og ryskinga komi, ég tala nú ekki um þegar unglingar eru farnir að fara vopnaðir á þessa „skemmtistaði". Hinn nýi fiskmatsstjóri Halldór Árnason á lof skilið fyrir áhuga sinn á þessum þætti starfsemi stofnunarinnar sem ekki hefur mikið verið hampað til þessa. í tilefni af þessu, og til gamans, ætla ég í örstuttu máli að rifja upp nokkur atriði sem snerta síld. I gegnum aldirnar hefur síldin verið afgerandi þáttur í fæðuöflun ýmissa landa. Jafnvel steinaldar- mennirnir kunnu að veiða síld og munu hafa neitt hennar í ríkum mæli. En það var ekki fyrr en seint á síðustu öld að íslendingar fóru að veiða síld að einhverju ráði. í byrjun þessarar aldar fóru svo veiðarnar að færast verulega í aukana. Það má segja að síðan hafi síldin haft gífurlega mikil áhrif á afkomu fjölda fólks og þjóðarbúið í heild. Þetta hefur þó verið misjafnt eftir árum. Síldin er sérstök að því leyti að í kringum veiðarnar og vinnsluna myndast alveg sérstakt andrúms- loft sem erfitt er að skýra. Heilu byggðarlögin eins og rakna úr roti. Allir verða hressir ogkátir, jafnvel þeir sem áður voru eitthvað miður sín. Síldin hefur réttilega verið talin holl og Ijúffeng fæða. Um það vitnar þýski málshátturinn „Þegar síldin kemur getur læknirinn far- ið“. Margar bækur hafa verið ritað- ar um síld. I bókinni Silfur hafsins eftir Ástvald Eydal segir hann á einum stað: „Fjöldinn allur af þjóðsögum er sagður um síldina. í mörgum þeirra er sagt frá því hvernig síldin varð konungur fisk- anna. Ein þjóðsagan er á þessa leið: Fiskarnir höfðu lengi verið óánægðir með skipulagsleysi í ríki sínu. Hver og einn synti til hægri eða vinstri eftir því sem honum Sfld, silfur hafsins, komin í tunnur og tilbúin til útflutnings. sjálfum þóknaðist og kærði sig kollóttan um, þótt hann væri í vegi fyrir hinum. Sá sterkari ruddi þeim minnimáttar úr vegi eða jafnvel gleypti hann. „En hvað það væri gott að hafa konung sem gæti haldið uppi lögum og reglu," sögðu fiskarnir og ákváðu að sá þeirra skyldi verða konungur sem synt gæti hraðast og verndað þann máttarminnsta. Síldin vann keppnina og hefur upp frá þvf verið konungur fiskanna. Og blessuð síldin ætlar ekki að gera það endasleppt. Nú hefur hún blásið talsverðum lífsanda í þessa stofnun sem, um þessar mundir, heitir Ríkismat sjávarafurða. Já, síldin er sérstök. Velvakandi hvetur lesendur til aö skrifa þættinum um hvaöeina, sem hugur þeirra stendur til — eöa hringja milli kl. 14 og 15, mánudaga til fostudaga, ef þeir koma því ekki viö aö skrifa. MeÖal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og oröaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisfong veröa aö fylgja öllu efni til þáttarins, þó aö höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæöa til aö beina því til lesenda blaösins utan höfuöborgarsvæðisins, aö þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Xerox 1025 Við erum stolt aó kynnanýja „Rolls Royce~inn’ f rá Rank Xerox gæóannavegna Xerox 1025 er Ijósritunarvél fyrir meðalstór og stœrri fyrirtæki, sérlega hagstœð fyrir auglýsinga- stofur og arkitektastofur vegna mikilla Ijósritun- argœða. Xerox 1025 er smávaxin en getur sinnt stórum verkum. Hún er fjölhœf og gefur möguleika á Ijósritun í lit, hálfsjálfvirkum matara og 10 hólfa raðara. Xerox 1025 Ijósritar 18 A4 á mínútu, tekur pappírsstœrðir frá A6 - A3 og hefur 8 stœrðar- stillingar. Finnst þér ekki full ástœða til að heimsœkja okkur, líta á gripinn og sjá hvort hann getur upp- fyllt þínar þarfir? Vertu ávallt velkominn. NÓNHE Hverfisgötu 105 S. 26235-26234

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.