Morgunblaðið - 20.09.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.09.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER1985 > > Ný stjórn Græn- metisverslunarinnar NÝ STJÓRN (irænmetisverslunar landbúnaðarins var kosin á fundi Framleiðsluráðs landbúnaðarins fyr- ir skömmu, en það var fyrsti fundur ráðsins sem skipuð var eftir nýju búvörulögunum. Stjórnin er reyndar kosin til bráðabirgða enda er Fram- leiðsluráði gert að hætta rekstri Grænmetisverslunarinnar fyrir 1. júní á næsta ári. Eftirtaldir voru kosnir í stjórn Grænmetisverslunarinnar: Ingi Tryggvason formaður Stéttarsam- bands bænda, Magnús Sigurðsson í Birtingaholti, Eiríkur Sigfússon á Sílastöðum, Skarphéðinn Larsen á Lindarbakka, Yngvi Markússon í Oddsparti, Hrafnkell Karlsson á Hrauni og Jóhannes Helgason I Hvammi. Magnús, Eiríkur, Skarp- héðinn og Yngvi eru kartöflubænd- ur, Hrafnkell er gulrófnaframleið- andi og Jóhannes garðyrkjubóndi. Á þessum sama fundi kaus Framleiðsluráðið sér fram- kvæmdanefnd. í henni eiga sæti Ingi Tryggvason, Magnús Sigurðs- son á Gilsbakka, Þórarinn Þor- valdsson á Þóroddsstöðum, Hall- dór Kristinsson í Hraukbæ og Jón Gíslason á Hálsi. Þá kaus ráðið Kjartan Olafsson ráðunaut á Sel- fossi í ráðgjafarnefnd vegna inn- flutnings kartaflna og grænmetis, og Gunnar Guðbjartsson í úr- skurðarnefnd vegna hugsanlegra deilna á milli framleiðenda og afurðastöðva vegna móttöku mjólkur og fleira. Nýja bíó sýnir „Trú eða ótrú?a NÝJA BÍÓ hefur frumsýnt kvik- myndina „Trú eða ótrú?“, með Dudley Moore og Nastassja Kinski Sólhf.: 27 milljónir ferna hafa verið seldar I FYRIRSÖGN fréttar viðskipta- blaðs Morgunblaðsins í gær var meinleg prentvilla. Sagt var að Sól hf. hefði selt 27 milljónir lítra af Svala á 2'/2 ári, rétt er að salan hefur verið 7 milljónir lítra, en fyrirtækið hefur hins vegar selt 27 milljónir ferna. ,í sömu frétt féll niður orð þann- ig að merking setningar komst ekki til skila. Júlí-sala Sól hf. á Svala var 30% meiri en á sama tima á síðasta ári. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Howard Zieff. Þetta er bandarísk grínmynd sem fjallar um hjónaband víð- frægs hljómsveitarstjóra og ít- alskrar kvikmyndadísar, sem er miklu yngri en eiginmaðurinn. Hljómsveitarstjórinn fær grun um að eiginkonan sé honum ekki trú og fær hann einkaspæjara til að rannsaka málið. Við það færist heldur betur hraði í atburðarásina. Stelpa — strákur, skiptir það máli? Dagskrá um jafnréttismál í skólum Már seldi í Cuxhaven MÁR SH frá ólafsvík seldi afla sinn í Þýzkalandi á fimmtudag og fékk þokkalegt verð fyrir hann. Már seldi alls 150,5 lestir, mest karfa, í Cuxhaven. heildarverð var 5.110.300 krónur, meðalverð 33,96. Dagana 21.—27. september nk. gangast Jafnréttisráð og Náms- gagnastofnun í samvinnu við Banda- lag kennarafélaga, Fræðsluskrif- stofu Reykjavíkurumdæmis, Kenn- araháskóla íslands, Kvenréttindafé- lag íslands og Skólaþróunardeild menntamálaráðuneytisins fyrir dag- skrá um jafnréttismál í skólum undir heitinu: Stelpa — Strákur, skiptir það máli? Tilgangurinn er að vekja skóla- fólk og almenning til umhugsunar um jafnrétti kynjanna innan skól- Sæmileg loðnuveiði FJÖGUR loðnuskip höfðu tilkynnt um afla síðdegis á fimmtudag, sam- tals 2.460 lestir. Á miðvikudag voru tvö skip með afla, samtals 1.180 lestir. Á miðvikudag var Örn KE með 580 lestir og Rauðsey Ak með 600. Á fimmtudag var Kap II VE með 600 lestir, Sighvatur Bjarnason VE með 680, Svanur RE, 730 og Bergur VE með 450 lestir. Þessi skip lönduðu afla sínum ýmist á Eskifirði, Seyðisfirði eða í Vest- mannaeyjum. ans, efla umræðu og fræðslu um þessi mál. Efnt verður til fjölbreyttrar dagskrár: fyrirlestra, kynninga og námsefnisgerðar. Dagskráin hefst laugardaginn 21. september kl. 14.00 í Kennslumiöstöð Náms- gagnastofnunnar, Laugavegi 166, með ávarpi Guðríðar Þorsteins- dóttur formanns Jafnréttisráðs. Síðan mun Þorbjörn Broddason dósent flytja erindi um Jafnréttis- mál, menntun og skólastarf. Þenn- an dag mun verða kynnt nýtt spil, jafnréttisspil, sem fengið hefur nafnið Framabrautin. Fengnir hafa verið tveir þekktir íslending- ar til að vígja spilið og verður spilinu lýst af Helgu Thorberg. Sunnudaginn 22. september kl. 15.00—17.00 verður fluttur fyrir- lestur um konuna — söguna og bókmenntirnar í skólanum en að honum loknum mun Anna Sigurð- ardóttir kynna Kvennasögusafnið. Mánudaginn 23. september kl. 16.00—18.00 mun Kristín Jóns- dóttir kennari flytja fyrirlestur sem ber heitiö Strákarnir og stelp- urnar í skólabókunum og að hon- um loknum kynnir Sigríður Jnsdóttir námstjóri nýtt námsefni um jafnréttismál. Þriðjudaginn 24. september kl. 16.00—18.00 verður fjallað um konur og starfsval og konur og tölvumál. Málshefjendur eru Anna Kristjánsdóttir og Gerð- ur G. Óskarsdóttir. Yfirskrift þriðjudagsins 24. er Hvað er til ráða? Sólrún Jensdóttir skrifstofustjóri segir frá aðgerðum á sviði jafnréttismála í nágranna- löndunum en að því loknu munu sex alþingismenn, Guðrún Helga- dóttir, Kolbrún Jónsdóttir, Jó- hanna Sigurðardóttir, ólafur Þ. Þórðarson, Salome Þorkelsdóttir og Guðrún Agnarsdóttir sitja fyrir svörum og greina frá stefnu flokka sinna í jafnréttismálum. Fimmtudaginn 26. september kl. 16.00—18.00 flytur Dóra S. Bjarna- son fyrirlestur um hvort rann- Birgir Úlfsson sölustjóri hjá Pélnnm sýnir notkun laxaflokkunarvélar- innar. Vélin flokkar lifandi lax jafnt og slátraðan og stjórnar því að rétt magn fari í kassana. Síðan kemur útkoman út úr tölvunni á pappír ásamt merkimiða á kassann. Póllinn hf. á Fiskeldissýningunni: Framleiðir tækni- búnað til fiskeldis PÓLLINN hf. á ísafirði hefur hafið framleiðslu á tæknibúnaði fyrir fiskeldisfyrirtæki. Starfsmenn Pólsins hafa unnið að þróun tækj- anna á annað ár og kynna tölvuvog (sem m.a. er hægt að nota til að telja seiði), sjálfvirka fóðrara, stýri- kerfi fyrir fiskeldisstöðvar og laxa- flokkara, í fyrsta skipti á íslensku fiskeldissýningunni í Laugardals- hölL í 3amtali sem blaðamaður átti við Birgi Úlfsson, sölustjóra Pólsins á Reykjavíkursvæðinu, á sýningunni í Laugardalshöll kom fram að fyrirtækið hefur upp á eigin spýtur verið að þróa tæki til fiskeldis, aðallega í sambandi við viðvaranir, eftirlit og vigtun. Hann sagði að þessi framleiðsla væri miðuð við útflutning og hefðu þau fengið mjög góðar viðtökur. Til dæmis kæmu nokkrir erlendir fiskeldismenn gagngert á sýninguna til að skoða þessi tæki og ræða við þá hjá Pólnum. íslenska fiskeldissýningin er opin fram á sunnudag og er hún opin frá kl. 11 til 19 daglega. Skúli Pálsson á Laxalóni skoðar fiotkví I smækkaóri mynd hjá sölu- manni norska fyrirtækisins UFN a/s: UFN er samsteypa 18 norskra framleiöslufyrirtækja sem eru sérhæfð í framleiðslu og þjónustu fyrir fiskeldi. Akureyri: Hrímbakur kominn til heimahafnar Akureyri, 19. september. HRÍMBAKUR EA 306, sem áður hét Bjarni Herjólfsson og Útgerðarfélag Akureyringa hf keypti snemma á þessu ári, kom til heimahafnar sinnar, Akureyrar klukkan 19 í kvöld. Skipstjóri er Stefán Aspar og fyrsti vélstjóri Friðrik Friðriksson. Stjórn og framkvæmdastjóri Útgerð- arfélags Akureyringa tóku á móti skipinu og auk þess margir bæjarfull- trúar og fjöldi bæjarbúa, þrátt fyrir kalsarigningu og norðan sveljanda. Upphaflega sótti ÚA um sókn- arkvóta handa skipinu, en þá var gert ráð fyrir því, að það yrði til- búið til veiða snemma sumars. Endurbætur og viðgerðir hafa hins vegar tekið lengri tíma en búizt var við svo skakkar þremur mán- uðum og þess vegna breytti út- gerðarfélagið umsókn sinni í afla- kvóta. Yfirvöld hafa orðið við því og þar af leiðir að hluti af kvóta Hrímbaks nýtist öðrum togurum félagsins. Gert er ráð fyrir að Hrímbakur haldi til veiða annað kvöld. Sv.P. Fyrirlestrar um jarðhita GESTAFYRIRLESARI Jarðhita- skóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna 1985 er Bernardo S. Tolentino, fram- kvæmdastjóri jarðhitadeildar Olíu- félags Filippseyja. Hann mun flytja fimm fyrirlestra um jarðhita á Fil- ippseyjum á Sal Orkustofnunar, Grensásvegi 9, Reykjavík. Dagskrá fyrirlestranna er sem hér segir: Föstudaginn 20. sept. kl. 14.00, mánudaginn 23. sept. kl. 09.00, þriðjudaginn 24. sept. kl. 09.00, miðvikudaginn 25. sept. kl. 09.00 og fimmtudaginn 26. sept. kl. 09.00. Fyrirlestrarnir eru fluttir á ensku og eru öllum opnir. (Fréttatilkynning) Leiðrétting í FRÉTTAKLAUSU um Sihanouk prins hér i blaðinu í gær var rang- hermt að konungur Thailands sæti ekki lengur á valdastól. Bhumibol Adulyadej konungur (sem einnig er þekktur sem Rama IX) hefur ríkt í Thailandi frá 1946 og er enn þjóðhöfðingi Thailend- inga. sóknir í félagsvísindum villi okkur sýn á þroska og nám kvenna og karla. Fimmtudaginn 26. september kl. 13.00—16.00 og föstudaginn 27. september kl. 13.00—17.00 gefst fólki kostur á að taka þátt í náms- efnisgerð. Unnið verður að náms- efnisgerð um jafnréttismál á grunnskóla- og framhaldsskóla- stigi. Leiðbeinendur eru Sigríður Jónsdóttir, Elín G. Ólafsdóttir, Gerður G. Óskarsdóttir og Guðrún Hannesdóttir. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og verður að til- kynna þátttöku til Kennslumið- stöðvar Námsgagnastofnunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.