Morgunblaðið - 20.09.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.09.1985, Blaðsíða 13
Katrín Sjgurðardóttir Mbl./RAX „Finnst ég núna vera orðin „einn af þeim“ — segir Katrín Sigurðardóttir, sem fer með karlhlutverk „ÞLTTA ER fyrsta karlóperuhlutverkið sem ég fer meö og jafnframt það viöamesta," sagði Katrín Sigurðardóttir, en hún fer með hlutverk Oscars, hins unga þjóns konungsins. „1 fyrstu þótti mér dálítið skrýtið að syngja sem karl- maður enda hlutverkið gjörólíkt þeim óperuhlutverkum sem ég hef áður farið með,“ sagði Katrín. „Tónlistin hjálp- ar þó mjög mikið til og þar sem ég er oftast í hópi karl- mannanna á sviðinu finnst mér ég vera orðin „einn af þeim“.“ Katrín sagði að hlutverkið væri í senn krefjandi og skemmtilegt. „Ég kann alltaf betur og betur við Oscar, sem er ungur og fullur af lífsfjöri. Og á vissan hátt er hann mjög ólíkur flestum hinum persónunum í verkinu." Katrín var í óða önn að klæða sig í búninginn sinn á meðan á spjallinu stóð, enda æfing að hefjast. Förðunin var eftir og henni því ekki til setunnar boðið. Hún virti sig eldsnöggt fyrir sér í speglinum, í búningnum og með hárið tekið aftur, og spurði þvínæst brosandi: „Hvernig er það annars, er ég ekki bara alveg eins og strákur?" MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER1985 Sigríður Ella Magnúsdóttir Mbl./RAX „Fólk sér Carmen um leið og ég set upp svarta hárkollu“ — segir Sigríður Ella Magnúsdóttir SIGRÍÐUR Ella Magnúsdóttir fer með hlutverk spákonunnar t'lriku. Hún er okkurs konar örlagavaldur í Grímudansleik og spáir Ld. fyrir dauða konungsins. „Ulrika gegnir því hlutverki að koma af stað spennu í verkinu og kemur því aðeins fram í fyrsta atriðinu," sagði Sigríður Ella. „Þó að ég sé stuttan tíma á sviðinu er hlutverk- ið afskaplega krefjandi. Það er skrifað fyrir dramatíska messósópran rödd, en þær eru mjög fágætar í heiminum í dag. Ég vil taka það sérstaklega fram að hlutverk mitt i Grímudansleik er ekkert í líkingu við Carmen, þó að ég sé með svart hár í sýningunni! Ég þarf nefnilega ekki annað en setja upp svarta hárkollu til að fólk haldi aö þar sé Carmen á ferð. Líklegast á þetta eftir að fylgja mér alla ævi.“ Sigríður Ella sagði að mjög gaman væri að taka þátt i þessari sýningu. „Fjöldi góðra söngvara kemurfram í henni og mjög spennandi er að fylgjast með Elisabetu F. Eiríks- dóttur, sem fær hér verðskuldað tækifæri. Svo er gott að vinna með Kristjáni, honum fylgir ávallt kátína." Sigríður Ella er sem kunnugt er búsett í London. Kvaðst hún halda aftur utan um leið og sýningum hér lyki, enda væri ýmislegt á döfinni, t.d. óperur bæði í Englandi og Frakklandi. 13 Elísabet F. Eiríksdóttir Mbt/RAX „Stærsta óperuhlutverk sem ég hef farið með“ — segir Elísabet F. Eiríksdóttir „ÞE7ITA ER langstærsta óperuhlutverk mitt til þessa og jafn- framt það mest spennandi sem ég hef fengist við,“ sagði Elísabet F. Eiríksdóttir, sem fer með hlutverk Amelíu, eigin- konu Renatos Ankarström (Kristinn Sigmundsson). „Hlutverkið er ákaflega dramatískt og kann ég að mörgu leyti vel við Amelíu," sagði Elísabet. „Hún elskar konung- inn en vill ekki bregðast Renato, eiginmanni sínum. Amelía er ákaflega heiðarleg og reynir allt hvað hún getur til að berjast gegn þeim tilfinningum sem hún ber til konungs- ins. Þegar við þetta bætist að hún dregst inn í samsæri gegn konunginum, er skiljanlegt að sálarstríð hennar sé mikið“. Elísabet kvað Grímudansleik að sinu vera mati vera eina af mögnuðustu óperum Verdis. „Tónlistin er stórfengleg og hlýtur að hrífa mann með sér. í óperunni er að finna fjölda fallegra aria og samsöngva, en Verdi er meistari „dram- ans.“ Sá stíll hans, að tvinna saman í samsöng sálarástand hvers einstaklings, kemur mjög vel fram i þessari óperu. Hlutverk mitt í Grfmudansleik er ákaflega viðamikið og krefjandi, en ég vona þó að mér takist að skapa sannfær- andi mynd af hinni tvistígandi Ameliu,“ sagði Elísabet F. Eiríksdóttir. Bæiarins bezta skemmtLio w Nú hittast brosandi Útsvnarfarbaaar hressir eftir * * Á Nú hittast brosandi Utsýnarfarþegar hressir eftir ánægjulegar feröir sumarsins á glæsilegri Hausithátíð Útsýnaí® meö Fríklúbbnum í ■ 14 Al í kvöld, föstudaginn 20. september kl. 20.00 Húsiö opnaö meö músík og lif- andi myndum. kl. 20.45 Hátíöin hefst meö boröhaldi, þar sem Ijúffengur kvöld- veröur er framreiddur. Verö aöeins kr. 690 Matseðill: Soupe a la Carmélite Noisettes d’agneau Dijon Dunandi dans frameftir nóttu: Hin geysivinsæla hljómsveit Ingi- mars Eydal og söngkonan Inga Eydal, ásamt Magnúsi Gunnars- syni í diskótekinu. Ingimar Eydal leikur Ijúfa tónlist meöan gestir smjatta á Ijúffengum réttum. Kynnir hinn eldhressi Hermann Gunnarsson Heidar Jónsson snyrtir kynnir nýstárlega snyrti- og hárgreiðslusýningu, þar sem fjórir þátttakendur úr landsliöi islands í hárgreiöslu leika listir sínar: Sólveig Leifsdóttir hárgreiöslustofunni Gígju, Guöfinna Jóhannsdóttir, hárgreiðslustofunni Ýr, Dorothea Magnúsdóttir, hársnyrtistofunni Papillu, og Helga Bjarnadóttir, hárgreiöslustofunni Carmen sýna okkur hárgreiöslu, en þær eru á förum til Vínarþorgar á Evróþukeppni hárgreiöslumeistara. Tízkusýning: i fyrsta sinn sérhönnuð vetrartízka frá islenzku tízkuhúsi: Mariunum, Klapparstíg. Model 79 sýna. Myndasýning frá sólríkum sumardögum í Útsýnarferöum. Ingólfur Guóbrandsson og Magnús Hjörleifsson Kynning, haust- og vetrarferöum Útsýnar og starfsemi FRÍ-klúbbsins. Ingólfur Guö- brandsson og Erlingur Karlsson. Brugðiö á leik með FRÍ-klúbbnum: Ingibjörg Hj. Jónsdóttir Omar Ragnarsson kemmtir meö splunkunýju hlátursprógrammi Stór-ferdabingó — glæsilegir vinningar Fyrirsætukeppnin hefst fyrir næsta ár: Ungfrú og herra Útsýn Boröapantanir og aögöngumiðar Broadway sími 77500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.