Morgunblaðið - 20.09.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.09.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER1985 Saudi-Arabar hafa fullgilt samninga um olfuverðslækkun WashinKton, 19. sept. AP. JOHN Hcrrington, orkumálaráðhcrra Bandaríkjanna, staðfesti í gsr fréttir um, að stjórnvöld í Saudi-Arabíu hefðu fullgilt samninga, sem hafa munu í för með sér verðlækkun á saudi-arabískri olíu niður fyrir 28 dollara markið, sem er hið opinbera verð hjá OPEOríkjunum fyrir hvert fat. Hann sagði fréttamönnum, að lækkunin hefði í för með sér, að verðið yrði aðeins 2-3 dollurum lægra en margar OPEC-þjóðanna hefðu boðið undanfarið. „Nú keppa þeir við aðra seljend- ur á jafnréttisgrundvelli," sagði Herrington, „og það munu ekki verða neinar umtalsverðar lækk- anir fram yfir þetta.“ Bandaríkjastjórn hefur ekki staðfest þessar fréttir fyrr, en það var fjármálatímarit á Kýpur, sem fyrst greindi frá samningum Saudi-Arabíu og olíufélaganna Exxon, Mobil og Texaco um lækk- un olíuverðs. I blaðinu, sem talið er mjög áreiðanlegt, voru Saudi-Arabar sagðir eiga í svipuðum samninga- viðræðum við Shell-olíufélagið. Ennfremur sagði, að samningar þessir í heild mundu auka olíu- framleiðslu Saudi-Arabíu úr 2,5 milljónum fata á dag í 3,5 milljónir fata. Fulltrúar olíufélaganna fjög- urra hafa ekkert viljað um málið segja. Filippseyjar: Leiðtoginn byrlaði trúflokknum eitur Og framdi síöan sjálfsmorð - 69 manns létust Manila, Filippneyjum, 19. aepteraber. AP. SEXTÍU og níu eru taldir hafa látlst eftir aó hafa verið byrlað eitur í mat af trúarleiðtoga sínum fyrripart sept- embermánaðar, en hann er síðan sagður hafa framið sjálfsmorð. Fregn- um ber ekki saman um hvort um fjöldasjálfsmorð hafi verið að ræða eða ekki. Atburðurinn átti sér stað tsplega 1.000 kflómetra suður af Manila 9. september, en ekki varð kunnugt um hann fyrr en á miðviku- dag, sakir þess að þetta bérað liggur mjög afskekkt. Þeir sem létust eru af Ata— kynflokknum. Þorpið, þar sem atburðurinn átti sér stað liggur við rætur hæsta fjalls Filippseyja, Apo-fjalls, en það er tæpra 3 þús- und metra hátt. Orsakir verknað- arins eru sagðar vera þær, að trú- arleiðtoginn, sem talinn er kona, hafi lofað fólki sínu að búa tii peningatré og þegar það gekk ekki eftir, hafi hún eitrað fyrir það. Ekki er kunnugt um hvort fólkið tilheyrir einhverjum þekktum trú- flokki, en margt af því trúir enn á stokka og steina eins og forfeður þess. Ata-kynflokkurinn er þekktur fyrir að vera mjög friðsamur og lifir á rótarávöxtum og veiðum með bogum ogörvum. Vegabréfaskyldan felld niður Timothy Mayisela, sem býr í Jóhannesarborg, sýnir hér vegabréfið, sem svartir íbúar borgarinnar verða að bera á sér til þess að sanna að þeim að þeim sé leyfílegt að fara inn á svæði hvítra. Stjórnvöld ætla að afnema vegabréfaskyldu þessa, en svertingjar hafa ævinlega litið á hana sem tákn fyrir yfírdrottnun hvíta minnihlutans. Ljósmynd/W.P.A/AP Henry prins eins árs HENRY prins, yngri sonur Díönu prinsessu og Karls prins af Wales, ríkisarfa Bretlands varð eins árs síðastliðinn sunnudag, 15. september. Myndina tók frændi hans Andrew prins, en hann er næstyngsti sonur Elísabetar II Englandsdrottningar. Eldri sonur ríkisarfans, sem var þriggja ára í sumar, hefur skólagöngu í haust og hefur prinsinn af Wales farið þess á leit við fjölmiðla, að þeir geri sitt til að skólaganga hans verði eins eðlileg og kostur er. Interpolis-skákmótið: Hubner og Miles efstir VESTUR-Þjóðverjinn Hiibner og Englendingurinn Tony Miles eru jafnir og efstir að 13 umferðum loknum á hollenska Interpolis skák- mótinu með 7Vz vinning, en síðan kemur Lubojevic með 7 vinninga og Korchnoi með 6V2 vinning og bið- skák. í 5. til 6. sæti eru Romanishin og Timman með 6 vinninga, Poluga- evsky hefur 5'/2 og biðskák og Dzind- zichashvili rekur lestina með 5 vinn- inga. Urslitin í 13. umferð urðu sem hér segir: Korchnoi vann Roman- ishin, Lubojevic vann Timman, Polugaevsky vann Miles og Hiib- ner vann Dzindzichashvili. í 12. umferð gerðu Timman og Poluga- evsky jafntefli og einnig Korchnoi og Lubojevic. Líbanon: Gísl lát- inn laus Washington, 18. september. AP. PRESTURINN Benjamin Weir, sem ásamt sex öðrum Bandaríkja- mönnum hefur verið haldið í gísl- ingu í Líbanon í 18 mánuði, var látinn laus á laugardag. Hann er nú í Bandaríkjunum og sagður við góða andlega og líkamlega heilsu. Ronald Reagan, forseti Bandaríkj- ana skýrði frá þessu í ræðu í dag, en ekki var talið fært að skýra frá þessu fyrr, þar eð það var talið geta hindrað samningaumleitanir um lausn hinna gíslanna sex. Skoðanakönnun í Bretlandi: Bandalagið með afgerandi forskot London, 19. sept AP. í NÝRRI Gallup skoðanakönnun kemur fram að kosningabandalagið SDP) hefur 10 prósent forskot á haldsfíokkinn og 9,5 prósent forskot á Verkamannaflokkinn, en David Owen, formaður SDP, varar við of mikilli bjartsýni, þrátt fyrir hagstæð- ar niðurstöður könnunarinnar. Sam- kvæmt könnuninni nýtur SDP 39 prósent fylgis. Skoðanakönnunin er vatn á myllu kosningabandalagsin9, sem haldið hefur fram að undanförnu, að þriggja flokka kerfi sé að komast á á Bretlandi eftir sex ára- tuga valdaskeið íhaldsflokksins annars vegar, og Verkamanna- flokksins hins vegar. Skoðanakönnunin var birt í Da- ily Telegraph í dag og var ekki tekið tillit til 9 prósenta aðspurðra, sem kváðust óákveðnir. Tilraunalyf gegn ónæmistær- ingu leyft í Bandaríkjunum New Vork, 18. seplember. AP. Fæðu- og lyfjamálastofnun Bandaríkjanna hefur leyft að lyf, sem notað hefur verið til lækningar- tilrauna á ónæmistæringu (AIDS) í Evrópu, verði tekið í notkun við tilraunalækningar í Bandaríkjunum. Dr. Harry Meyer, stjórnandi stofn- unarinnar, sagði að lyfíð HPA-23 væri þar með fjórða lyfíð sem leyft hefði verið til lækninga á ónæmis- tæringu í Bandaríkjunum. Hann sagði í samtali við CBS-útvarpsstöðina að lyf þetta „hefði ráðið niðurlögum veirunar og komið í veg fyrir fjölgun henn- ar í tilraunaglösum, og hugsan- lega gæti lyfið hindrað að veiran fjölgaði sér í blóðrás manna“. Enn er þó ekki ljóst hvort áhrif þess eru viðvarandi eftir að lyfjagjöf er hætt. Bob White, bandarískur ónæmistæringarsjúklingur, sem gekkst undir lyfjameðferð með HPA-23 í París og hefur þrýst á að bandarísk stjórnvöld leyfi tilraun- ir með lyfið þar í landi, sagði að lyfið virtist halda sjúdómnum í skefjum. Lyfið hefur tölverðar aukaverkanir, sem enn hafa ekki verið kannaðar til fulls, og kemur einungis að gagni á fyrstu stigum sjúkdómsins. Eþíópía: Sex milljónir munu líða skort 1986 Addis Ababa, 19. september. AP. ALÞJÓÐAHJÁLP gegn hungri hefur nánast útrýmt hungurdauöa í Eþíópíu, en víst þykir aö á næsta ári muni um sex miljónir manns þurfa á matarað- stoð erlendis frá að halda, ef það gengur eftir, sem æðstu hjálparsveitamenn í Eþíópíu héldu fram í gær. Berhane Deressa, varaumsjón- armaður hjálpar- og endurhæfing- arstofnunarinnar í Eþíópíu, sagði að spár stofnunnar sinnar sýndu að um 1,1 miljón tonna matar þyrfti erlendis frá á næsta ári vegna fyrirsjáanlegs fæðuskorts, strjálla rigninga og skorts á fræj- um og tækjum til bænda, sem snúnir eru aftur frá hjálparbúð- um. Þetta eru rúmlega tveir þriðju þeirrar matarhjálpar sem farið var fram á í ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.