Morgunblaðið - 20.09.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.09.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER1985 4 i 1 I Húsmóðir^í Þýzkalandi, flug- freyja á íslandi en æfir nú í „Litlu hryllingsbúðinni" — Helga Möller í kaffibollaspjalli MorgunblaÖið/Árni Sæberg Helga Möller ásarat dóttur sinni, Maggý Helgu, 6 ára, sem er nýbyrjuð í skólanum. ándu. Ég byrjaði á því að fótbrjóta mig á föstudegi, 13. janúar, 1983. Pétur sleit á sér lærvöðva föstu- daginn 13. apríl sama ár. Síðan gerist það að dóttir mín ökkla- braut sig 31. ágúst, 1983, á föstu- degi. Þetta gerðist á vinstri fót- leggjum okkar allra. Þetta er þó ekki öll sagan. Pétur reif liðpoka á hægri fæti í janúar 1984 og á enn við það að stríða auk þess sem Maggý Helga hand- leggsbrotnaði í byrjun júlí sl., svo að nú bíð ég bara bara spennt eftir að sjá hvað kemur fyrir mig,“ sagði Helga að lokum. Ný Levin á stjörnuhimininn Fyrir 25 árum gerði Inge Levin garðinn frægan í heima- landi sínu, Danmörku, sem ljósmyndafyrirsæta. Hún prýddi margar síðurnar í tískublöðum hér á árum áður, en nú hefur dóttir hennar, Pia, tekið við hvað vinsældir í „módel-- bransanum" snertir. Pia er nú orðin 22 ára gömul og hóf fyrirsætustörf 19 ára gömul ásamt yngri systur sinni, Camillu. Faðir Piu er John Anderson, kvikmyndaleikstjóri, sem nú er að vinna að mynd sem ber nafnið „Sol Rejser". Móðirin, Inge Lcvin, og dóttir hennar, Pia, sem báðar hafa hlotið miklar vinsældir í fyrirsætu- störfum í Danmörku. Helga Möller, söngkona og flugfreyja, er svo til nýkomin frá Þýskalandi þar sem hún hefur dvalið í tvö ár ásamt manni sín- um, Pétri Ormslev, atvinnuknatt- spyrnumanni, og 6 ára dóttur, Maggý Helgu. Helga hafði í nógu að snúast þegar blaðamaður bað um viðtal í vikunni, en hádegið nýttist ágætlega í kaffibollaspjall í miðborginni. „Já, það er fullt að gera hjá mér. Ég er búin að ráða mig í „Litlu hryllingsbúðina" og er nú æft stíft fyrir sýningarnar sem hefjast 1. október. Einnig stend ég í flutn- ingum núna jafnframt því sem dóttir mín er að byrja í skólanum í fyrsta skipti. Helgu líkaði Þýskalandsdvölin vel, hefði gjarnan viljað vera leng- ur, en samningurinn við knatt- spyrnufélagið Fortuna Dússeldorf tók enda. „Ég var fyrst og fremst húsmóðir í Dússeldorf, en þó fór ég í þýskunám í háskólann. Við komum heim í nóvember 1984 og fór ég þá strax að fljúga. Mér fannst tilvalið að taka mér frí frá fluginu og hlakka til að taka þátt í sýningum Litlu hryllingsbúðar- innar. Mér finnst flugfreyjustarfið skemmtilegt. Ég held að ég vildi ekki skipta á því og 9—5 starfi. Ég er auðvitað oft að heiman, en fríin á milli gefa fjölskyldunni góðan tíma til að vera saman." Helga sagðist ekki hafa hugsað sér að fara út í plötuútgáfu að sinni. „Það borgar sig ekki nú til dags. Þegar ég var að þessu hér í gamla daga, þótti nokkuð gott ef seldust 5—10.000 eintök, en nú þykir gott að geta selt 3.000 plöt- ur. Salan hefur minnkað svo gíf- urlega frá því sem áður var. Ætli myndböndin eigi þar ekki líka sök á eins og flestu öðru.“ Helga sagðjst hafa komið tvisv- ar fram sem söngvari á skemmt- unum í Þýskalandi, í veislu hjá einum borgarfulltrúa og á íþrótta- hátíð einni. „Atvinnumennskan er mjög ómannleg," sagði Helga aðspurð Ný uppfinning Þessi aðferð við að drekka úr ölkönnu er e.t.v. ekki beint sú heppilegasta sem hægt er að hugsa sér. Þvert á móti. Vélin er þannig að þegar stigið er á fótstigið lyftist glasið upp þannig að sá sem á vélinni situr á gott með að fá sér góðan sopa. Sumir hafa látið ánægju sína með þessa nýju uppfinningu í ljós en aðrir hafa lítið til málanna að leggja. um hvernig það væri að vera kona atvinnuknattspyrnumanns. „Það myndast alltaf klíkur í svona fé- lögum og verður samkeppnin svo mikil á meðal strákanna að þeir geta ekki orðið vinir. Við náðum t.d. ekki nánum tengslum við nema þrjá í liðinu og þeirra fjöl- skyldur. Ef vel gengur hjá ein- stökum knattspyrnumanni er far- ið með hann eins og hvern annan dýrling. Hinsvegar, ef illa fer, snúa flestir við honum bakinu og hafa lítið um hlutina að segja. Blöðin rakka menn algjörlega niður ef svo ber undir. Þau búa líka alltaf til ástæður fyrir öllu. Til dæmis fór Pétri að ganga mjög vel stuttu eftir að ég flutti út til hans. Þá sögðu blöðin frá því og ég fékk allar rósirnar. Hinsvegar, fór ég önnur iólin á undan honum í jólafrí til Islands og þá voru blöð- in með það á hreinu af hverju hon- um var allt í einu farið að ganga ver. Þetta reynir gífurlega á taug- arnar í þessum mönnum. Þeir verða að gera sér grein fyrir að þeir eru einungis söluvara. Flestir halda að þetta sé eitthvert lúxus- líf. Það er það vissulega ef vel gengur, en aftur á móti jafnslæmt ef illa gengur. Þessi atvinnu- mannaleikur minnir mig oft á leikskólabörnin, sem eru að prófa hin börnin. Menn t.d. hika ekkert við að sparka félaga sína niður á æfingum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Helga Möller hefur búið í Þýskalandi tvö sl. ár með manni sínum, Pétri Ormslev, en er nú að æfa í Litlu hryllingsbúðinni og mun því taka sér frí frá flugfreyjustarfinu um tíma. Ég þurfti oft að vera í hlutverki sálfræðings — vera nógu jákvæð öilum stundum, sama hversu illa gekk. Makinn verður alltaf að standa með manni í skemmtana- bransanum, hvort heldur sem það er fótbolti eða söngur. Ef fjöl- skyldan er á móti því sem maður gerir, getur ekki annað en farið illa. Ég er svo heppin að eiga mann sem styður mig alveg jafnt í mínu starfi, eins og ég hef stutt hann, og þarf ég alveg jafnt á því að halda.“ Helga sagði að slysin hefðu svo til elt fjölskylduna sl. tvö ár. „Ég hef verið alin upp í að vera ekki hjátrúarfull. Pabbi gengur frekar undir stigana og eltir svörtu kett- ina ef hann sér þá heldur en hitt. Hinsvegar hef ég heldur slæma reynslu af föstudögum þeim þrett- fclk í fréttum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.