Morgunblaðið - 20.09.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.09.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER1985 Minning: Þorvaldur Breið- fjörð Þorvaldsson Fæddur 17. desember 1969 Dáinn 14. september 1985 Við trúum því varla ennþá að leikfélagi, vinnufélagi, skólafélagi, ferðafélagi og ekki síst vinur sé látinn. Það er ekki hægt að lýsa söknuðinum sem fylgdi fráfalli þessa yndislega stráks, þegar sár- asti söknuðurinn er liðinn hjá eru aðeins góðar minningar eftir sem * eru margar, t.d. þegar við fórum öll í Þórsmerkurferð með Útivist og allar Af stað ferðirnar með Fellahelli. Með þessum fáu orðum viljum við kveðja góðan vin sem aldrei gleymist. Við vottum fjölskyldu, ættingj- um, aðstandendum og ekki síst bróður hans, Eggert, okkar dýpstu samúð. Ásta, Anna, Sigurbjörg, Erna Björk, Guðrún, Erna og Þórunn. Alla mædda, alla þjáða endurnærir miskunn þín. Gef þú öllum góða nótt, ^ gef að morgni nýjan þrótt öilum þeim, þú aftur vekur, eilíft líf, þeim burtþú tekur. (Olafur Indriðason) Vinur okkar er farinn. Aldrei datt okkur í hug að við yrðum vak- in á laugardagsmorgni og okkur sagt að Valdi okkar væri dáinn þetta fannst okkur ekki réttlátt. En sagt er, að þeir sem guðirnir elska deyi ungir. Og þegar við hugleiðum það finnst okkur ekkert skrítið að Guð hafi tekið Valda til sín. En við sem eftir erum geymum minninguna um kæran vin og trúum því að þó við sjáum hann ekki þá sé hann meðal okkar. Við kveðjum svo kæran vin og segjum. Far þú í friði, friður Guðs þér fylgi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Br.) Bogga, Össi, Siggi, Ilildur Kveðja: Hví var þessi beður búinn, barnið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan „kom til mín“ Kristur tók þig heim til sín. Þúr ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (S.B. 1886. B. Halld.) „Valdi er dáinn" Þegar síminn vakti mig á laug- ardagsmorgni, og mér sögð þessi helfrétt, setti mig hljóða. í huga mínum börðust reiði, sorg og spurning. Hann var jú aðeins fimmtán ára, rétt að byrja lífið. Hver er tilgangurinn spyr mað- ur. Sá eini sem veit svarið er jú Guð. Valdi ólst upp við ástríki góðra foreldra í stórum systkina- hóp. Það fyrsta sem maður tók eftir var brosið hans bjart og hlýtt, og ildrei var djúpt á því. Hann var hlédrægur drengur sem tekið var sftir sökum prúðrar framkomu. Eg naut þeirrar ánægju að fylgj- ast með honum allt frá fæðingu og sjá hann breytast úr smáhnokka í fallegan og indælan ungling. En Guð gefur og Guð tekur. Við meg- um þó vera þakklát fyrir að hafa haft hann þennan stutta tíma. Elsku Ásta mín Haddi og systk- ini, sorg ykkar er mikil. Megi Guð almáttugur styrkja ykkur á þess- um erfiðu tímum. En hugljúfar minningar eigið þið í hjarta ykkar um indælan og ljúfan dreng. Ingibjörg og Oli. Skammt er á milli lífs og dauða. Á örskotsstund ráðast örlög manna og enginn fær þau umflúið. Sem betur fer er framtíðin hulin sjónum okkar og enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Þorvaldur Breiðfjörð Þorvalds- son, nemandi okkar og félagi í Hagaskóla 1983—1985, er látinn. Sú óhagganlega staðreynd blasir nú við og stórt skarð hefur verið höggvið í hópinn. Ekki grunaði okkur að einn úr hópnum hyrfi sjónum okkar svo skjótt sem raun ber vitni. Erfitt er að sætta sig við orðinn hlut en við verðum að trúa því að Þorvaldi hafi verið ætlað annað og æðra hlutskipti. I skólanum var Þorvaldur hinn besti félagi og gott að vera sam- vistum við hann. Hann var ljúfur drengur og létt um brosið. Fram- koma hans var hlýleg og auðvelt að lynda við hann. Við sem eftir lifum geymum minningu hans og biðjum Guð að blessa fjölskyldu hans. Minningin um góðan dreng lifir. Kennarar og bekkjarfélagar í Hagaskóla 1983—'85. Með þessum fáu línum langar okkur systkinin að kveðja ástkær- an bróður okkar, Þorvald Breið- fjörð Þorvaldsson, eða Valda eins og við kölluðum hann alltaf. í stórum barnahópi er oft fjör- ugt og gengur á ýmsu og minnumst við þess nú enn betur hversu lund- góður og hægur Valdi var. Eitt bros frá honum sagði fleira en mörg orð. Hann var feiminn eins og títt er um unga drengi og sú blíða sem ríkti innra með honum fékk útrás gagnvart dýrum og ef hann hefði fengið að ráða hefði heimilið orðið dýragarði líkast. Hann átti auðvelt með að þykja vænt um fólk og hlakkaði til að sporta sig í bænum með litlu frænku sína næsta sumar því ætíð var hann reiðubúinn til þess að rétta út hjálparhönd og létta undir með þeim sem á hjálp þurftu að halda. Hvernig á maður að kveðja bróð- ur sinn á vori lífsins. Það er erfitt hugsandi til þess að hann átti allt lífið framundan og leit björtum augum til framtíðarinnar. En við verðum að trúa því að hans til- gangur sé meiri annars staðar því fimmtán ár eru ekki langur tími en í hjörtum okkar ríkir þakklæti fyrir að hafa átt þennan tíma saman með elsku Valda okkar. Við biðjum Guð að annast hann og vera honum það sem við hefðum viljað vera honum. Einnig biðjum við algóðan Guð að styrkja elsku pabba og mömmu í þeirra miklu sorg. Systkini. f dag verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík, útför Þorvalds Breið- fjörð Þorvaldssonar. Valdi, eins og við vinnufélagarn- ir kölluðum hann, var og er vinur sem sárt er saknað, og vinur sem við gleymum aldrei. Þegar Valdi hóf störf hjá okkur síðastliðið vor, var víst ýmsum sem fannst hann full ungur og óharðn- aður í þetta starf, en hann hefði orðið sextán ára núna í desember. Oft er vinnudagurinn strembinn og erfiður og skiptir þá miklu máli dugnaður og vandvirkni og ekki síst gott viðmót og framkoma. En hann var fljótur að þagga niður þær efasemdarraddir og sanna sig svo eftir var tekið. Svo mörgum góðum kostum var hann búinn. Þorvaldur hóf nám við Iðnskól- ann í Reykjavík nú í haust, og hlakkaði spenntur til vetrarins. Ekki var tilhlökkunin síðri hjá okkur félögunum, því um jólin skyldi hann hefja störf hjá okkur aftur að nýju. Viðdvöl hans í skólanum varð ekki löng, tæpar tvær vikur, og ekki verðum við víst þeirrar ánægju aðnjótandi að hafa hann hjá okkur áftur, því miður. Það var óskup venjulegur föstu- dagsmorgun, sem ekki væri í frá- sögur færandi ef það hefði ekki verið í síðasta skiptið sem við nutum samvista hans, því um kvöldið var hann dáinn. Það er Kveðjuorð: Erling Smith Fæddur 22. febrúar 1910. Dáinn 11. september 1985. Á vordögum árið 1954 kom ég í fyrsta sinn inn á skrifstofu Paul Smith í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Verkfræðingar voru þá í löngu verkfalli og Paul Smith hafði boðið mér starf. Ég þáði starfið, reyndar í fyrstu hugsað aðeins til skamms tíma, unz verk- fallinu lyki, en starfstíminn hefur nú teygst í 31 ár. Innflutningsverzlun var ýmsum erfiðleikum háð á þessum tíma og störfuðu í fyrirtækinu, auk Paul Smith, synir hans, Erling á skrif- stofu, en Gunnar í vörugeymslu á fyrstu hæð hússins, og starfslið var aðeins ein skrifstofustúlka auk þeirra feðga. Paul Smith verkfræðingur var einn af mörgum ágætra Norð- manna, sem komu til landsins árið 1905 til að hafa yfirumsjón með + Móöir mín, GUÐRÚN RÚTSDÓTTIR, andaöist í Landspitalanum aöfaranótt miövikudagsins 18. september. Anna Margrét Jafetsdóttir. t Móöir okkar, HANNESÍNA ÁGÚSTA SIGUROARDÓTTIR, Sólvallagötu 39, lést aö morgni 19. september. Sigurður Jónsson, Jóhanna Jónsdóttir, Símon Jónsson. lagningu símans frá Seyðisfirði til Reykjavíkur. Starfaði hann síðan hjá Landssímanum til 1920 er hann stofnaði eigið fyrirtæki. Paul Smith var sérstæður persónuleiki, og laðaðist ég að þvi starfi, sem mér var boðið öðrum þræði vegna áhugaverðra verkefna, en einnig attum við Paul Smith það sameig- inlegt að hafa báðir starfað að símamálum, og svo tengdumst við báðir Noregi, hvor á sinn hátt. Af Paul Smith lærði ég margt, en það sem ég mat mest í fari hans var heiðarleiki hans og hreinskiptni í öllum málum, en þessa eiginleika tóku báðir synir hans, Gunnar og Erling, að erfðum. Árið 1956 var fyrirtækinu Paul Smith breytt í hlutafélagið Smith & Norland hf. og voru þeir bræður, Gunnar og Erling, báðir hluthafar og störfuðu hjá fyrirtækinu unz Gunnar lézt árið 1980, en Erling hætti störfum af heilsufarsástæð- um árið 1982. Við Erling störfuðum saman í 28 ár og hafa umsvif fyrirtækisins vaxið mikið frá okkar fyrstu kynn- um. öll þessi ár annaðist hann tollmeðferð og verðútreikning á öllum innflutningi fyrirtækisins. Öll hans störf einkenndust af elju og stakri snyrtimennsku. Hann kunni mjög góð skil á öllum þátt- um innflutningsversiunar og naut hann þar góðrar menntunar frá Oslo Handelsskole. Við Erling umgengumst ekki hvorn annan mikið utan fyrirtæk- isins og kann ég of lítil skil á lífs- ferli hans áður en við kynntumst til að hann verði rakinn hér. Öll samskipti okkar einkenndust af prúðmennsku hans og oft áttum við, samstarfsfólk hans, ánægju- legar samverustundir með honum í starfi, í starfsfólksferðum og á skemmtunum. Erling var góður sögumaður, sem og bróðir hans, Gunnar, og var oft unun að heyra þá segja frá fyrri tíð á góðri stund. Af samtölum okkar Erlings var mér þó ljóst, að hann hafði fengist við margt á yngri árum, m.a. haft verulegan áhuga á flugmálum og lent í ævintýrum í því sambandi með öðrum mætum borgurum þessa bæjar. Paul Smith var um tíma, fyrir síðasta stríð, umboðsmaður fyrir Bergenska gufuskipafélagið, og sigldu þá hingað til lands reglulega skipin Lyra og Nova, sem margir muna enn eftir. Um tíma voru störf Erlings tengd þessum skipum staðreynd sem erfitt er að kyngja. Við kveðjum hann með sönnum og innilegum söknuði, en varðveit- um minningu þessa ljúfmennis um ókomna framtíð. Foreldrum, systkinum og vinum og vandamönnum sendum við okkar bestu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Starfsfólk Bón- og þvottastöðvarinnar, Sigtúni 3, Reykjavík. Þó mörg sé tárin moldum þínum yfir, þó mikið skarð oss dauðinn hafi gjört, það mildar harm að mynd í hugum lifir, að minningin er svo hrein og sólarbjört. (Steingrímur Thorsteinsson) Þegar maður er fimmtán ára finnst manni lífið brosa við. Fram- tíðin er rædd og ákvarðanir tekn- ar. En við erum ekki ein í ráðum. „Enginn ratar um þennan veg, því lífið er leiðin til dauðans." Þegar kær vinur eins og Valdi var hverf- ur á braut alveg að óvörum finnur maður óneitanlega til tómleika. Ég sá Valda fyrst fyrir tveim árum. Þá var hann nýlega fluttur í Vesturbæinn og ég komin í Hagaskóla. Hann var feiminn þegar ég kynntist honum, en einn þeirra sem maður gat alltaf treyst og trúað fyrir aleigu sinni ef því var að skipta. Valdi var sonur hjónanna Þor- vaids Kristjánssonar og Ástu Sig- friedsdóttur. Hann ólst upp í Reykjavík, sá fjórði í röðinni af sex systkinum. Sagt er að fegursta blóm jarðar- innar sé brosið, og vingjarnlegu brosunum hans Valda gleymi ég aldrei. Ég held að allir sem kynnt- ust honum séu sammála um að hann hafi verið aðlaðandi, geð- felldur og kurteis piltur. Valdi var mjög barngóður og honum var meinilla við allt grobb og sýndar- mennsku. En hann var áhugasam- ur og forvitinn um marga hluti. Valdi var gefinn fyrir líkamlega vinnu og var mjög laginn við allt slíkt. Svo sárt er það að missa Valda í einni svipan, að því þarf ekki að lýsa hér. En það var líka gaman að kynnast honum og gott að eiga minningarnar um vináttu hans. Eg votta fjölskyldu hans innilega samúð og bið góðan guð að styrkja þau öll á þessari sorgarstund. Blessuð sé minning hans. Svava Gunnarsdóttir. og virðist mér alltaf einhver ljómi yfir þessum þætti í starfsferli hans. Erling átti um árabil sumar- bústað við ströndina fyrir sunnan Hafnarfjörð. Erling var óþreyt- andi við að lagfæra þennan bústað, sem var í gömlum stíl og kom þá fram að hann var völundur í hönd- unum. Hann átti þar einnig lítinn bát og bauð hann mér stundum með sér út á sundin til fiskjar. Þetta líf átti við Erling og leitaði hugur hans einatt á þessar slóðir þótt bústaðurinn færi úr hans eign. Erling var kvæntur Mathilde Marie Ellingsen, og áttu þau tvo syni, Othar og Paul Ragnar. Þau hjón skildu. Síðari kona Erlings var Vilborg Ólafsdóttir, en þau skildu. Eina dóttur átti Erling utan hjónabands, Elsu. Þótt örlög- in höguðu því svo, að vegir Erlings og barna hans lægju ekki ávallt saman, var alltaf ljóst af sam- tölum hans við mig, að hann bar hag þeirra mjög fyrir brjósti. Síðustu árin átti Erling við heilsubrest að stríða. Hann bar þessi veikindi með þolinmæði, var hógvær í orðum um eigin hag og sló gjarnan á léttari strengi þegar veikindi hans bárust í tal. Síðustu þrjú árin bjó hann að Hrafnistu í Hafnarfirði. Er ég heimsótti hann í byrjun þessa mánaðar var mér ljóst að heilsu hans hafði hrakað verulega og andaðist hann að morgni hins 11. september. Þessi fátæklegu orð eru kveðja til samstarfsmanns og vinar og þakka ég honum langa samfylgd. Við hjónin sendum sonum hans tveim og dóttur og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Sverrir Norland

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.