Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR17. JANÚAR1986 Tveir ungir menn dæmdir í Sakadómi; 3ja ára fangelsi fyrir manndráp TVEIR ungir menn hafa hvor um sig verið dæmdir í Sakadómi Reykjavíkur I þriggja ára fangelsi fyrir að hafa orðið ungum manni - bróður annars þeirra - að bana í desember 1983. Átök spunnust milli ungu mannanna og hins látna í veislu í heimahúsi í Breiðholti og yfirgáfu hinir dæmdu hinn látna án þess að gera sér grein fyrir hinum hörmulegu afleiðingum átakanna. Þóttu refsUækkandi ástæð- ur miklar, enda ekki talið að um ásetningsbrot sé að ræða. Mennimir eru dæmdir fyrir brot og þegar sá er sætir líkamsárás, gegn 2. málsgrein 220. gr. hegning- arlaganna, sem hljóðar svo: „Nú hlýst stórfellt líkams- eða heilsutjón af árás eða brot er sérstaklega hættulegt vegna þeirra aðferðar, þ.á m. tækja sem notuð eru, svo hlýtur bana af atlögu og varðar brot þá fangelsi allt að 16 árum.“ Þá voru þeir dæmdir fyrir brot á 1. málsgrein 220. greinarinnar. Sverrir Einarsson, sakadómari, kvað dóminn upp. Salan á Kolbeinsey: Fiskveiðasjóður kallar Húsvíkinga á sinn fund FISKVEIÐASJÓÐUR hefur boð- að fulltrúa íshafs hf. á Húsavik til viðræðna um kaup á skipinu Kolbeinsey í dag, föstudag. Skip- ið var áður í eigu Höfða hf. á Húsavík. Eins og fram hefur komið í frétt- um hafa hæstbjóðendur, Útgerðar- félag Norður-Þingeyinga, fallið frá tilboði sínu. Vegna þess óskaði Fiskveiðasjóður eftir viðræðum við næstbjóðendur, Útgerðarfélag Akureyringa. Fulltrúar þess hafa ítrekað tilboð sitt og ennfremur fyrirvara á því, þess efnis, að ÚA standi ekki í vegi fyrir því að Hús- víkingar fái skipið að nýju. Tilboð ÚNÞ var um 180 milljónir króna, Sprengjugabbið á Keflavíkurflugvelli: 13 ára dreng- ur á bak við gabbið 13 ARA nemendi grunnskóla f Reykjavík tilkynnti lögreglu um að sprengju hefðu verið komið fyrir i brúnni ferða- tösku í flugstöðvarbygging- unni á Keflavíkurflugvelli. Drengurinn hringdi í lögreglu úr sjálfsala í skólabygging- unni á miðvikudagsmorgun- inn. Lögreglu tókst ekki að rekja símtalið, en einn kenn- ara heyrði á tal um sprengju- hótun og i kjölfarið upplýstist málið í gærmorgun og var tilkynnt lögreglu. Vegna sprengjugabbsins var gripið til umfangsmikilia varúð- arráðstafana á Keflavíkurflug- velli, flugstöðvarbyggingin rýmd og víðtæk sprengjuleit fór fram. Flugleiðir gripu til þess ráðs að seinka komu tveggja flugvéla frá Kaupmannahöfn og London þannig að ljóst er að uppátækið hafði umtalsverðan kostnað í för með sér. Launaaukinn greiddur a.m.k. út febrúar Akureyri, 15. janúar. Hjukrunarfræðingar í fullu starfi hjá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri munu áfram fá 15.000 króna launaauka á mán- iiiði — a.m.k. út febrúarmánuð. í ágúst síðastliðnum var ákveðið að veita hjúkrunarfræðingum við FSA launaaukann réðu þeir sig í fullt starf. Með því sparaðist tals- verður kostnaður fyrir aukavaktir og fleira. Þegar þessu var komið á var það gert til reynslu til 1. febrú- ar. Ekki hefur verið ákveðið hvort launaaukinn verði greiddur lengur en út febrúar. tilboð ÚA um 163 milljónir, en Húsvíkinga um 160 milljónir. Tilboð frá Ólafsfirði kom næst á eftir til- boði Húsvíkinga. Líklegt má telja úr þessu, að Kolbeinsey verði áfram gerð út frá Húsavík verði tilboðið þaðan metið raunhæft. Stjóm Fisk- veiðasjóðs áætlar að funda um málið næstkomandi þriðjudag. Lögreglumennimir á vélsleðanum í Bláfjöllum. Sleðamenn á skíðasvæðinu íBláfjöllum MIKILL fjöldi vélsleða var á fólkvanginum í Bláfjöllum um siðustu helgi. Að sögn lögregl- unnar, fóru milli 30 og 40 vélsleðar þar um, og olli það skiðamönnum nokkrum óþægindum. Sleðamennimir hafa verið mest í Jósefsdalnum og þar í kring, en sökum þess hve snjólétt hefur verið að undanfömu hafa þeir fært sig til. Lögregl- Ljósmynd/Loftur Asgeirsson an fór um svæðið á vélsleða að beiðni Þorsteins Hjaltasonar forstöðumanns svæðisins, bað sleða- menn að sýna skíðafólki tillitssemi og færa sig annað. í ljós kom að nokkrir sleðanna vom óskráð- ir og sumir ökumanna undir lögaldri, en ökumenn vélsleðanna þurfa að vera minnst 15 ára. Mat þriggja lögfræðinga á innflutningi varnarliðsins á hráu kjöti: Innflutningxir ekki and- stæður íslenzkum lögmn Verður framvegis leyfður en með ströngum skilyrðum INNFLUTNINGUR á hráu kjöti til vamarliðsins á Keflavíkur- flugvelli er ekki andstæður ís- lenskum lögum, að mati þriggja lögfræðinga, sem forsætisráðu- neytið fól í haust að leggja lög- fræðilegt mat á lögmæti inn- flutningsins. Lögfræðingamir skiluðu álitsgerð sinni til forsæt- isráðherra á þriðudaginn og var fjallað um hana á ríkisstjórnar- fundi í gær. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að ríkisstjómin hefði ekki skuldbundið sig til að fara eftir niðurstöðu lögfræðinganna. Stein- grímur gerði hins vegar fastlega ráð fyrir því að kjötinnflutningurinn yrði leyfður áfram, en með ströng- um skilyrðum. Þau skilyrði eru: í fyrsta lagi, að kjöt megi aðeins flytja inn frá Bandaríkjunum, þar sem gin- og klaufaveiki hefur ekki komið upp lengi. í öðru lagi, að ekki verði leyft að fara með lq'ötið út af vailarsvæðum. Og loks í þriðja lagi, að heimildin til lqötinnflutn- ingsins yrði endurskoðuð ef gin- og klaufaveiki kæmi upp í Bandaríkj- unum. Lögfræðingamir rökstyðja niður- stöðu sína með því að benda á að vamarsamningurinn milli íslands og Bandaríkjanna hafi lagagildi á íslandi. Ennfremur að ótvírætt sé að framkvæmd vamarsamningsins heyri undir utanríkisráðuneytið og við úrlausn þessa álitaefnis skipti mestu máli þau viðhorf sem fram hafa komið af hálfu þess. í texta vamarsamningsins er ekki tekin skýr afstaða til þess hvaða reglur gildi um innflutning búnaðar og vista, en lögfræðingamir skýra samninginn svo að með honum hafi íslenska ríkið skuldbundið sig til að hindra ekki að vamarliðið geti með eðlilegum hætti útvegað sér búnað og vistir. Á það er bent að íslensk og bandarísk stjómvöld hafi í verki frá upphafi lagt þann skiln- ing í vamarsamninginn að vamar- liðinu væri heimilt að flytja inn hrámeti, enda hafi íslendingar aðeins að takmörkuðu leyti getað fullnægt þörfum vamarliðsins fyrir hrátt kjöt á þessu tímabili. Því beri að skýra samninginn svo að hann heimili slíkan innflutning. Gildissvið laganna frá 1928, um vamir gegn því að gin- og kaufaveiki berist til landsins, sem banna innflutning á hráu kjöti, takmarkast að sama skapi, að mati lögfræðinganna. Þeir líta ennfremur svo á, að síð- ari löggjöf, sem varðar sölu á búvör- um á innlendum markaði, breyti ekki í neinu þeim sérstöku reglum, sem gilda um vamarliðið. í lok álits- gerðar sinnar taka lögffæðingamir fram að lögskýring þeirra á vamar- samningnum þýði þó ekki að stjóm- völd hafi gengist undir fortakslausa skyldu gagnvart Bandaríkjunum að heimila slíkan innflutning, hvemig sem á standi. Lögfræðingamir þrír em lagaprófessoramir Gaukur Jör- undsson og Amljótur Bjömsson, og Jóhannes L.L. Helgason hrl. Heitar umræður um Miss World í borgarstjórn í gærkvöldi MIKLAR umræður urðu á borgarstjómarfundi í gærkvöldi um þá samþykkt borgarráðs að Reykjavikurborg gerist aðili að samningi við Miss World Jersey Limited, sem ráðið hefur Hólm- friði Karlsdóttur tál kynningarstarfsemi. Reykjavfkurborg þarf að greiða fyrirtækinu þrjú hundruð þúsund krónur til þess að gerast aðili að kynningarherferðinni. Magdalena Schram (kf.) bar hljóðs og sagði m.a., að það væri ffarn þá tillögu á fundinum að hætt yrði við samninginn þar sem hann stríddi gegn kvenfrelsissjón- armiðum. Sagði hún m.a. að borg- arstjóm væri með þessum hætti að kaupa sér afnotarétt að líkama Hólmfríðar Karlsdóttur og slíkt væri tileftii mótmæla. Sagði hún ennffemur að samningur af þessu tagi varðaði við jafnréttislög og opinberir aðilar ættu ekki að ganga á undan og gefa fordæmi í þessum efnum. Júlíus Hafstein (S) kvaddi sér ætíð gleðiefni er íslendingur skar- aði fram úr á erlendri grund og það ætti við um árangur Hólm- fríðar Karlsdóttur. Sagði hann að Hólmfríður hefði orðið landi sínu og þjóð til sóma og nú byðist kærkomið tækifæri til að nýta árangur hennar með því að láta hana auglýsa landið erlendis. „Þetta tækifæri getum við ekki látið renna úr greipum okkar. Hér er ekki um það að ræða að verið sé að selja kvenmannslíkama og þeir sem slíku halda fram eru boðberar afturhalds og þröng- sýni,“ sagði Júlfus. Magdalena kvaddi sér aftur hljóðs og sagði hún að þeir sem styddu umræddan samning væru jafnffamt að viðhalda þeim við- horfum sem kvennahreyfíngin hefði ætíð barist gegn. „Það er nöturleg staðreynd ef ekki er hægt að koma í veg fyrir að líkami ungrar stúlku sé gerður að sölu- vöru,“ sagði Magdalena. Margir fleiri tóku til máls undir þesum lið og þ. á m. Davíð Oddsson borgarsljóri. Hann sagði m.a. að fulltrúar kvennafram- boðsins hefðu hvað eftir annað orðið hagsmunum kvenna til tjóns með málflutningi sínum og að málflutningur Magdalenu Schram væri þar engin undantekning. „Það er ljóst að frægð fegurðar- drottningarinnar verður nýtt og hér er aðeins um það að ræða að ljómi frægðar hennar nái einnig til íslands og því á Magdalena að biðjast afsökunar á ummælum sínum," sagði Davíð. Hulda Valtýsdóttir (S) tók einn- ig til máls og sagði að jafnréttis- barátta Kvennaframboðsins væri á villigötum. Hún sagði ennfremur að Hólmfríður ætti rétt á þvf að velja sjálf hvað hún gerði og hvað hún vildi, hún þyrfti ekki að hlíta úrskurðum Kvennaframboðsins í þeim efnum. Að loknum umræðum fór fram atkvæðagreiðsla og var tillaga Magdalenu Schram felld en sam- þykkt að Reykjavíkurborg gerðist aðili að samningnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.