Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1986 3 Yfirmenn Alusuisse látnir hætta vegna rekstrarörðugleika ZUrich, 16. janúar. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsiiis. DAGBLAÐIÐ Neue Zurcher Zeitung, NZZ, greinir frá því á áberandi stað í dag að stjórn svissneska álfyrirtækisins, Alusuisse, hafi ákveð- ið á aukafundi skönunu eftir áramót að leysa Emanuel R. Meyer, stjóraarformann, og Bruno Sorato, forstjóra, frá störfum eftir að rekstrarörðugieikar fyrirtækisins á sfðasta ári lágu fyrir. Blaðið segir að Nello Celio, sem eitt sinn var stjórnarformaður Alusuisse og situr í stjórn þess, muni taka við stjóraarformennsku tíl bráða- birgða og Hans Jucker, forstjóri Lonza Chemie, dótturfyrirtækis Alusuisse í Suður-Þýskalandi, verði ráðinn forstjóri fyrirtækisins. Stjóm Alusuisse sagði í yfirlýsingu í dag að mannabreytingar i stjóra fyrirtækisins stæðu til en endanlegar ákvarðanir hefðu enn ekki verið teknar. ur, sem voru birtar í september, sýndu þó strax fram á að engin ástæða var til bjartsýni. Fyrirtækið er komið í svipaða stöðu og það var í árið 1983 og tapaði um 90 milljón- um sv. fr. (1,8 milljarður ísl. kr.) á síðasta ári samkvæmt fyrstu út- reikningum. Ástandið á alþjóðaálmarkaði er Forysta Alusuisse var bjartsýn á gott rekstrarár á aðalfundi fyrir- tækisins í apríl í fyrra. Hálfsárstöl- Flugleiðir: Leiguflug slæmt og fall dollarans hefur komið Alusuisse illa. Rekstur dótturfyrir- tækja þess í Bandaríkjunum hefur gengið sérstaklega illa. Agóði þeirra er mun minni en reiknað var með eða þau eru tekin með hreinum halla. Álverksmiðjan í Wallis í Sviss hefur einnig gengið illa. Þar þarf að draga saman seglin og fækka starfsfólki um 9%. Álverksmiðrjan á íslandi bætti ekki úr skák á síðasta ári en ekki náðist í neinn sem vildi tjá sig um hana hjá Alusuisse í dag. Efnafyrirtækið Lonza er eina dótturfyrirtæki Alusuisse sem gekk verulega vel á síðasta ári en það var tekið með um 100 milljón sv. fr. (um 2 milljarðar ísl. kr.) ágóða. Endurskoðun á eignum fyrirtæk- isins, sem lauk skömmu fyrir jól, leiddi í ljós að þær hafa verið skráð- Emanuel R. Meyer ar of hátt og Alusuisse verður að afskrifa um 250 milljón sv. fr. (um 5 milljarða ísl. kr.) af eignum sínum í ár. Þessi staðreynd kom sem reið- arslag og var ástæðan fyrir því að stjómin var kölluð saman til auka- fundar samkvæmt heimildum NZZ. Meyer var beðinn um að ganga af fundi svo að stjómin gæti talað opinskátt um stjóm fyrirtækisins. Ákveðið var að láta hann hætta og Sorato var talinn of gamall sam- starfsmaður Meyers til að geta beint fyrirtækinu inn á nýja, gróða- Brano Sorato vænlegri braut. Celio er gamal- reyndur fjármálamaður og Jucker þykir hafa staðið sig vel hjá Lonza. Hann er 58 ára efnaeðlisfræðingur. Hann hóf störf á rannsóknarstöð Alusuisse í Neuhausen árið 1969 og var yfirmaður hennar þangað til hann tók við Lonza árið 1974. Ragnar Halldórsson, forstjóri ís- lenska álfélagsins, sagðist ekki bú- ast við að þessar mannabreytingar hjá Alusuisse hefðu nein áhrif á rekstur ÍSAL. til Surinam FLUGLEIÐIR hafa gert samning við s-ameríska flugfélagið Surin- am Airways i Surinam um leigu- flug milli borgarinnar Param- aribo i Surinam og Amsterdam. Flogið verður á DC-8 þotu Flug- leiða með islenskri áhöfn. Fyrsta flugið verður 26. janúar næst- komandi og verður flogið á sunnudögum til Surinam, sem er á norðurströnd S-Ameríku, og til baka á mánudögum. Ráðgert er að fljúga fimm sinnum á milli. Flogið verður með farþega og koma Flugleiðir inn í áætlunarflug ameríska flugfélagsins. „Samning- ur þessi er nokkuð hagstæður fyrir Flugleiðir. Við höfum unnið að því, að taka að okkur leiguverkefni á þessum árstíma þegar minnst er að gera, en okkur berast ávallt fleiri boð um tímabundin verkefni en við getum sinnt," sagði Sæ- mundur Guðvinsson, blaðafulltrúi Flugleiða f samtali við Morgun- blaðið. Grunaður um ætluð fjársvik: Urskurðaður í gæsluvarðhald TÆPLEGA þrítugur maður var í gær úrskurðaður í gæsluvarð- hald tíl 29. janúar næstkomandi í Sakadómi Reykjavíkur að kröfu Rannsóknarlögreglu rikisins, vegna gruns um að hafa í hyggju sviksamleg fasteignaviðskipti. Maðurínn var handtekinn á þríðjudag eftir að Rannsóknar- lögregla ríkisins komst yfir kaupsamning á fasteign útí á landi. Maðurinn liggur undir grun um, að ætla ekki að standa við skuld- bindingar sínar við seljanda hússins og nota það það til þess að komast yfir veðrétti. Reykjavíkurborg: Húsaleiga hækkar um 10% BORGARRÁÐ hefur samþykkt, að tillögu félagsmálastjóra Reykjavík- urborgar, hækkun á leigu fyrir leiguhúsnæði borgarinnar um 10%. Er það í samræmi við hækkun vísi- tölu og lagaheimild þar að lútandi. Annar kostnaður, svo sem hiti og rafmagn, hækkar ennfremur í samræmi við hækkanir á þeim lið- um. Hækkanir þessar taka gildi frá ogmeð 1. febrúar næstkomandi. rjiTTTfiraTI FRUMSYNING Æ A DAIHATSU CUORE (Framburður Kúore) NYRUNDRABÍLL A GALDRAVERÐI KR. 297.900 ttf(l kominn á götuna j6 °» DAIHATSUUMBOÐIÐ Ármúla 23, s. 685870 — 81733

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.