Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.01.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÖ, FÖSTUDAGUR17. JANÚAR1986 En ósnjallr maðr... Fréttir hafa borist af hörðum viðbrögðum norskra sjón- varpsgagnrýnenda við sýningu á verki Viðars Víkingssonar og Odds Bjömssonar: Draugasögu í norska sjónvarpinu. Blessaðir mennimir krefjast þess jafnvel að öllu sam- starfi á sjónvarpssviðinu verði slitið við íslendinga ef slíkar myndir sem Daugasaga rata aftur til Noregs- stranda. Hafa blessaðir mennimir gleymt því að skásti hluti Norð- manna flúði hingað á sínum tíma undan miðstjómarvaldinu? Mynd Viðars Víkingssonar ber vott um að hér búa enn fijálshuga og sjálf- stæðir einstaklingar er ekki láta kúska sig til að framleiða ár og síð og alla tíð grámóskulegar vanda- málamyndir slíkar er streyma hing- að frá norrænu sjónvarpsstöðvun- um. Samt hefír enginn íslenskur skríbent krafíst þess að Nordvision samstarfinu væri slitið. Við_ emm máski of kurteisir og' lítillátir í slend- ingar þrátt fyrir að við getum flest- ir rakið ættir okkar til fremstu höfðingja norskra slíkra er undu lítt andlegri og veraldlegri kúgun mið- stjómarvaldsmanna? Væri kannski ekki úr vegi að taka upp þann vinnuhátt að skoða hinar stöðluðu myndir er berast gjaman úr norska ríkiskvikmyndaverinu í ljósi kvik- myndasögunnar? Þó ekki viljum við leggjast svo lágt að móðga frændur og vini í Noregi þótt nokkrir blaða- menn hafí gerst stórbokkar. Ég veit ekki hvort þeir ágætu menn megna að lesa úr eftirfarandi vísu úr Hávamálum en hún á hér vel við: Vini sínum/skal maðr vinr vesa/ok gjalda gjöf við gjöf./Hlátr við hlátri/skyli hölðar taka,/en lausung við lygi. Á tíÖandi stundu: Sama kveld og fréttin um hótanir norskra sjónvarpsgagnrýnenda barst til íslandsstranda hóf göngu sína hér í sjónvarpinu nýr íslenskur þáttur: Á Iíðandi stundu undir stjóm Ómars Ragnarssonar, en honum til aðstoðar vom þau Agnes Braga- dóttir og Sigmundur Emir (Öm?) Rúnarsson. Er skemmst frá því að segja að þáttur þessi vakti fögnuð á mínu heimili þótt menn hafi verið sammála um að sveim Ómars í kringum tangana á Hombjargi hafí nú fremur átt heima í Stiklum en í þætti þar sem atburðir líðandi stundar em að gerast. Hvað um það þá var ákaflega létt yfír þessum þsetti, sviðsmyndin einstaklega lit- skrúðug og Ómar sömuleiðis í ljós- bláum jakkafotum og hvítum skóm. Sumir myndu víst telja að hér gætti áhrifa frá bandarískum sjónvarps- þáttum en má ég þá heldur biðja um vestræna litadýrð en skandinav- íska sauðaliti. Mér skilst að Ómar hyggist kveðja til þekkta stjóm- málamenn í næstu þáttum. Rétt eins og þeim hinum fýrsta en þar mætti til leiks borgarstjórinn okkar, Davíð Oddsson. Eg hálf vorkenni félögum Davíðs úr pólitíkusastétt að eiga það eftir að mæta í þátt Ómars, því eins og alþjóð mun kunnugt er Davíð einstaklega orð- heppinn maður og skjótur til svars. Þá má ekki gleyma því að Davíð tók sig til í þessum fyrsta þætti og söng lag af Reykjavíkurplötu Gunn- ars Þórðarsonar — geri aðrir betur. Ég hef einkum minnst á þátt Ómars í þessum fyrsta þætti. . . á líðandi stundu en ekki má gleyma Agnesi og Sigmundi Emi. Sigmundur var býsna hress og fijálslegur og Agnes hafði greinilega undirbúið sig ræki- lega þá hún mætti niðrí Gamla Bíó að rabba við Rauðhóla-Ransí. Áfram með smérið Ómar. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / SJÓNVARP Nikkelfjallið — íslensk-bandarísk bíómynd ■■B íslensk-banda- 45 ríska kvikmynd- — in „Nikkelfiall- ið“ frá árinu 1984 verður á dagskrá sjónvarps í kvöld kl. 22.45. Myndin er byggð á skáldsögu eftir John Gardner en framleiðandi er Jakob Magnússon. Leik- syóri er Drew Denbaum og með aðalhlutverkin fara: Michael Cole, Patrick Cassidy og Heather Lang- enkamp. Kvikmyndun ann- aðist David Bridges og hljóðsetningu Siguijón Sighvatsson. Söguþráðurinn er á þá leið að fátæk stúlka í litlu ijallaþorpi verður ófrísk eftir auðmannsson sem ekki fær að gangast við baminu vegna þrýstings úr föðurhúsum. Þá kemur miðaldra vonbiðill stúlk- unnartil skjalanna. Hljómsveitin Rikshaw. Rokkararnir þagna ei ■i Nýr tónlistar- 40 þáttur fyrir tán- — inga hefur göngu sína í sjónvarpi kl. 20.40 í kvöld og ber hann heitið „Rokkaramir geta ekki þagnað". í þessum fyrsta þætti rokkar hljóm- sveitin Rikshaw. Ætlunin er að kynna íslenskar rokk- og unglingahljómsveitir í þáttunum. Kynnir er Jón Gústafsson. Stjóm upptöku annaðist Bjöm Emilsson. Úr atvinnulíf inu ■i Þátturinn „Úr 40 atvinnulífínu" er ■*- á dagskrá rásar 1 í dag kl. 17.40. Þá talar Lára V. Júlíusdóttir lög- fræðingur um fæðingaror- lof og umsjónarmaður þátt- arins Tryggvi Þór Áðal- steinsson ræðir við Guðríði Elíasdóttur formann Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar í Hafnar- fírði um sögu og málefni félagsins og verkakvenna í Hafnarfirði í tilefni 60 ára afmælis félagsins. Myndin er tekin I Danmörku fyrir leikina. Frá vinstri eru: Valdimar Grimsson, Guðmundur Guðmundsson, Jakob Sigurðsson, Ingólfur Hannesson, íþróttafrétta- maður og Geir Sveinsson. Island — Pólland Ingólfur Hann- esson íþrótta- fréttamaður lýs- I ir leik íslands og Póllands á rás 2 í kvöld kl. 18.00, I en leikurinn er liður í Eystrasaltskeppninni í handknattleik sem nú fer fram í Danmörku. Tónlistar- krossgátan ■■■■ Tónlistarkross- -j r 00 gátan verður á lu— dagskrá rásar 2 kl. 15.00 nk. sunnudag og birtist hér því sú krossgáta er leikin verður, en hún er númer 44 í röðinni. Lausnir sendist til: Rík- isútvarpsins rás 2, Efsta- leiti 1, 108 Reykjavík, merkt Tónlistarkrossgát- an. ÚTVARP y FÖSTUDAGUR 17. janúar 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Stelpurnar gera uppreisn'' eftir Fröydis Guldahl. Sonja B. Jónsdóttir les þýð- ingusna(10). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegtmál Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áður sem Sigurður G. Tómasson flytur. 10.00 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úrforustugreinum dagblaöanna. 10.40 „Ljáðu méreyra'' Umsjón: Málfriður Sigurðar- dóttir. (Frá Akureyri). 11.10 Athvarf fyriraldraðra Siguröur Magnússon talar. 11.25 Morguntónleikar 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 Miödegissagan: „Ævin- týramaður", - af Jóni Ólafs- syni ritstjóra Gils Guðmundsson tók samanog les (12). 14.30 Upptaktur. - Guðmundur Benedikts- son. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Södegistónleikar 17.00 Flelgarútvarp barnanna Stjórnandi: Vernharöur Linnet. 17.40 Úr atvinnulfinu - Vinnu- staðir og verkafólk Umsjón: Tryggvi Þór Aðal- steinsson. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 yeöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.50 Daglegtmál Margrét Jónsdóttir flytur þáttinn. 20.00 Lög unga fólksins Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. Alþýðufróðleikur. Hall- freður Örn Eiríksson tekur saman og flytur. b. Kórsöngur. Kór Átthaga- félags Strandamanna syng- ur undir stjórn Magnúsar Jónssonar frá Kollafjarðar- nesi. c. Búskapur minn á Jökul- dalsheiðinni. Guðuriður Ragnarsdóttir les frásögn eftir Björn Jóhannsson úr bókinni „Geymdar stundir". Umsjón: Helga Ágústsdótt- ir. 21.30 Frá tónskáldum Atli Heimir Sveinsson kynnir tónverkið „Hugleiðingar" eftirJórunni Viðar. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Kvöldtónleikar Fiðlukonsert í G-dúr K. 216 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Anne-Sophie Mutt- er leikur með Fílharmoníu- sveitinni í Berlin; Herbert von Karajan stjórnar. 22.55 Svipmynd Þáttur Jónasar Jónassonar. (Frá Akureyri). 24.00 Fréttir. 00.05 Djassþáttur - Tómas R. Einarsson. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á rás 2 til kl. 03.00. FÖSTUDAGUR 17.janúar 10.00 Morgunþáttur. Stjórnendur: Páll Þorsteins- son og ÁsgeirTómasson. 12.00 Hlé. 14.00 Pósthólfið. Stjórnandi: Valdis Gunnars- dóttir. 16.00 Léttir sprettir. Stjórnandi: Jón Ólafsson. 18.00 Eystrasaltskeppnin í handknattleik i Danmörku. (sland — Pólland. SJÓNVARP 19.10 Ádöfinni Umsjónarmaður: Karl Sig- tryggsson. 19.20 Áreksturinn (Sammenstödet) i þorpi i Nepal fara börnin að ganga i skóla en gamla fólkiö er ekki sammála öllu sem þar er kennt. Þýöandi: Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision — Danska sjón- varpiö.) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttirog veður 20.30 Auglýsingarogdagskrá 20.40 Rokkarnir geta ekki þagnaö 1. Rikshaw. Nýr tónlistarþáttur fyrir tán- inga. Kynntarverða islensk- FÖSTUDAGUR 17.janúar ar rokk- og unglingahljóm- sveitir. Hljómsveitin Riks- haw rokkar í fyrsta þætti. Kynnir: Jón Gústafsson. Stjórn upptöku: Björn Emils- son. 21.10 Kastljós Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður: Sigurveig Jónsdóttir. 21.40 Derrick Fjórtándi þáttur. Þýskur sakamálamynda- flokkur. Aðalhlutverk: Horst Tappert og Fritz Wepper. Þýðandi: Veturliði Guðna- son. 22.40 Seinni fréttir 22.45 Nikkelfjallið (Nickel Mountain) Islensk-bandarisk biómynd frá árinu 1984, byggð á skáldsögu eftir John Gardn- er. Framleiðandi: Jakob Magnússon. Leikstjóri: Drew Denbaum. Aöalhlut- verk: Michael Cole, Patrick Cassidy og Heather Lang- enkamp. Kvikmyndun: David Bridges. Hljóðsetn- ing: Sigurjón Sighvatsson. Fátaek stúlka í litlu fjalla- þorpi verður ófrísk e.ftir auðmannsson sem ekki fær að gangast við barninu vegna þrýstings úr föður- húsum. Þá kemur miöaldra vonbiðill stúlkunnar til skjal- anna. 00.25 Dagskrárlok. Ingólfur Hannesson lýsir leik íslendinga og Pólverja. 19.15 Meðmatnum. Stjórnandi: Margrét Blön- dal. 20.00 Hljóðdósin. Stjórnandi: Þórarinn Stef- ánsson. 21.00 Kristján Sigurjónsson kynnir tónlist úr öllum heimshornum. 22.00 Nýræktin. Snorri Már Skúlason og Skúli Helgason stjórna þætti um nýja rokktónlist, innlenda og erlenda. 23.00 Ánæturvakt með Vigni Sveinssyni og Þocgeiri Astvaldssyni. 03.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar í þrjár minútur kl. 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVÖRP Svæðisútvarp virka daga vikunnarfrá mánu- degi til föstudags REYKJAVÍK 17.03 Svæöisútvarp fyrir Reykjavik og nágrenni Stjórnandi: Sverrir Gauti Diego. Umsjón með honum annast Steinunn H. Lárusdóttir. Út- sending stendur til kl. 18.00 og er útvarpað með tíðninni 90,1 MHz á FM-bylgju. eyn ug nagienni Umsjónarmenn: Ágústsson og Finn ús Gunnlaugsson. Fréttamenn: Erna dóttir og Jón Balc dórsson. Útsendini til kl. 18.30 og er með tiöninni 96,5 FM-bylgju á dreifik tvö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.